Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 58
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998
j62 kÝikmyndir
Kjaftforasti gæi
Bandaríkjanna
hittir fimasta
náunga
k austursins.
ftúðu þig undir
■k skemmtun
ársins.
ALI/ÖRU BIQ! □ODojby
' STftFRÆNT
HLJOÐKERFII
ÖLLUM SÖLUM!
IHX
Sýnd 3, 5, 7, 9 og 11. THX Digital.
★
Ó.H.T. Rás 2
Sýnd 3 og 5.
Sýnd 3, 5, 7, 9 og 11.
Felix
Oscar
nnnr
Kjaftforasti gæi
Bandaríkjanna
hittir fimasta
náunga
austursins.
úöu þig undir
skemmtun
m ISH HOUP
R
Sýnd kl. 1, 3, 5, 7, 9 og 11.
Sýndkl.1,3,5,7, 9og11.
URBAN LEGEND
Sýnd kl. 9og11. B.i. 16ára.
RF©NB©GI!NHM
Sími 551 9000
IN 1998
Kjaftforasti gæi
Bandaríkjanna
hittir fimasta
austursins.
Búðu þig undir
ársins
Sýndkl. 3, 5,7,9og11.
5 og7.
Cameron Diaz
att Diilon Be fStiller
'IreRe'S
s hdáaiNG Aboíjr
★★1/2
Kvikmyndir.is
★
Bylgjan
Frá leikstjórum
og King
Dum
gamanmynd arsi
Sýnd W. 4.30,6.45,9 og 11.20.
Sýnd W. 3, 5,7,9og11.
SýndW. 3,
Nicole Kidman og Sandra Bullock leika systurnar
Gillian og Sally sem kunna ýmislegt fyrir sér.
Göldróttar stúlkur
Tvær af vinsælustu kvenkyns kvik-
myndastjörnum í Hollywood, Sandra Buil-
ock og Nicole Kidman, leiða saman hesta
sína í Practical Magic sem er ein jólamynda
Sam-bíóanna og er sýnd í Kringlubíói og
Bíóhöllinni. í myndinni leika þær systurnar
Sally og Gillian sem alla tið hafa haft grun
um að þær séu öðruvísi en aðrar stelpur.
Þær hafa veriö aldar upp af frænkum eftir
að foreldrar þeirra létu lífið þar sem hús-
haldið var án reglna. Þegar þær voru litlar
fengu þær súkkulaðikökur í morgunmat,
fengu að vaka eins lengi og þær vildu og
voru fræddar um galdra en í fjölskyldunni
höfðu galdrar ávallt verið í heiðri hafðir og
galdramenn til í henni aftur í aldir.
Frænkurnar tvær sem ala upp stúlkurnar
eru miklar forynjur og þegar stúlkurnar
vaxa úr grasi er þeim gerð grein fyrir þeim
krafti sem þær búa yfír. Önnur þeirra, Sally,
telur galdrakunnáttu sína eiga eftir að verða
sér fjötur um fót, hafi hún hug á að ná sér í
eiginmann, en Gillian, sem er mun villtari,
er hin ánægðasta með þann kraft sem hún
ræður yfir sem meðal annars felst í því aö
hún getur heillað hvaða karlmann sem hana
langar í og og ráðið yfir honum og það er
einmitt hömluleysi hennar sem á eftir að
koma systrunum í vand-
ræði.
Leikstjóri Practical
Magic er Griffin Dunne,
fyrrum leikari sem hefur
söðlað um og sest fyrir aftan
kvikmyndavélina með góð-
um árangri. í fyrra leik-
stýrði hann Addicted to
Love og þar áður stuttmynd-
inni Duke of Groove sem til-
nefnd var til óskarsverð-
launa. Meðal kvikmynda
sem Dunne lék aðalhlutverk
í má nefna An American
Werewolf in London og Aft-
er Hours. -hk
Gillian (Nicole Kidman) er sú villtari af systrunum.
Heilagur Eddie
Bíóborgin og Nýja bíó á Akureyri hefja sýningar á nýjustu gamanmynd
Eddies Murphys, Holy Man, á annan dag jóla. I myndinni leikurinn hann
gúrúinn G sem á einu augabragði slær i gegn sem sjónvarpsprédikari. G
ræöur yfir fleiri hæfileikum en ræðusnilld, hann er einnig mjög snjall
f^Með honum a myndinni er Kelly Preston.
markaðsmaður sem á auðvelt með að koma inn hjá fólki hvað kaupa skal.
Þá hefur G einnig tekið að sér að hjálpa þeim _. -. _ ,E . ..„
manni sem kom honum að i sjónvarpinu, þáttafram- u ht v 6
leiðandanum Ricky Hayman, og gengur Murphy) vekur
það upp og ofan en Hayman hafði
tekist að bjarga vinnunni í bili
þegar hann réð G til sjónvarps-
stöðvarinnar.
Auk Eddie Murphys leika stór
hlutverk í Holy Man Jeff Gold-
blum, Kelly Preston, Robert
Loggia og Jon Cryer. Þá bregö-
ur fyrir mörgum þekktum and-
litum sem leika eigin persónur.
Má þar nefha Morgan Fairchild,
James Brown, Soupy Sales, Flor-
ence Henderson, Nino Cerruti og
Dan Marino. Leikstjóri er Stephen
Herek sem hefur í hátt á annan
áratug leikstýrt myndum með ágæ
um árar.gri. Meðal
mynda hans má nefna
Mr. Holland’s
The Three
Musketeere og
101 Dalmati-
ans.
-HK
mikla hrifingu í
samkvæmi
sem honum
er boði í.
Prinsarnir Ramses og Móses leika sér.
Egypski prinsinn
Frumraun kvikmyndafyrirtækisins Dream
Works i teiknimyndageiranum er umtalaðasta
jólamyndin í ár. Egypski prinsinn er byggð á
hinni sígildu sögu um lifshlaup Mósesar, son-
ar þrælsins sem varð prins og síðan frelsari
þjóðar sinnar. Nú birtist sagan sem allir ald-
mshópar hafa gaman af i nýjum búningi á
hvíta tjaldinu. Dream Works segir að myndin
hafi kostað um 65 milljónir dala en samkeppn-
isaðilar telja liklegt að hún hafi verið að
minnsta kosti helmingi dýrari í framleiðslu.
Eftirfarandi eru nokkrir fróðieiksmolar um
gerð myndarinnar og ástæður fyrir því að hún
markar tímamót i gerð teiknimynda í fullri
lengd.
Yfir 350 listamenn, teiknarar og tæknimenn
frá fleiri en 35 löndum, unnu í fjögur ár við
gerð myndarinnar. í henni eru kynntar nýj-
ungar á borð við hátæknilega framköllun sem
Dream Works og SGI hafa þróað saman en
með henni er hægt að blanda saman tví- og
þrivíðum teiknimyndum. Nýjar aðferðir við
hönnun persóna og útlits gefa myndinni yfir-
bragð sem er ólikt því sem menn eiga að venj-
ast í teiknimyndum. Auk teiknaranna tóku
margverðlaunaðir brellumeistarar úr heimi
kvikmyndanna þátt í gerð myndarinnar og ár-
angur þess samstarfs má líta i atriðum sem
eiga sér ekki fordæmi í sambærilegum mynd-
um.
Það tók teiknara og tölvubrellusérfræðinga
Dream Works um 300.000 vinnustundir að
klára atriði í myndinni þar sem Móses leiðir
þjóð sina yfir Rauðahafið. Þessi stórkostlega
sena er hins vegar aðeins 4 mínúhu- að lengd.
Leikraddir í ensku útgáfunni eru ekki af
verri endanum. Val Kilmer Ijáir Móses rödd
sína, Ralph Fiennes leikur Rameses faraó,
Sandra Bullock er Miriam, systir Mósesar,
Michelle Pfieffer leikur ástkonu hans og
Danny Glover fóðm' hennar. Steve Martin,
Martin Short, Jeff Goldblum og fleiri skjóta
einnig upp koliinum.
Það er landslið leikara sem Ijær íslensku út-
gáfu myndarinnar raddir sinar. Þar á meðal
eru Felix Bergsson, Hjálmar Hjálmarsson,
Selma Bjömsdóttir, Bergþór Pálsson og Edda
Heiðrún Backman. Leikstjóri var Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir. Egypski prinsinn er
sýndur í Háskólabíói og Bíóhöllinni.