Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 57

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 57
MIÐVKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 jyndbönd 61w Conspiracy Theory. Mel Gibson ásamt Juliu Roberts Bounty (1984) á móti Anthony Hop- kins. Það var síðan með hasarmynd- inni Lethal Weapon (1987) sem hann sló í gegn og hefur síðan einkum verið þekktur fyrir hasarhetjuhlut- verk sín. Hann kom þó öllum í opna skjöldu með því að leika prinsinn þunglynda Hamlet, og hefur einnig verið að færa út kvíarnar, bæði í leikstjórn og framleiðslu. Fyrsta leikstjórnarverkefni hans var frem- ur lítil mynd, The Man Without a Face, sem líta má á sem nokkurs konar æfingamynd fyrir stærra verkefni. Og þau gerast ekki mikið stærri en Braveheart, sem hann leikstýrði, framleiddi og lék aðal- hlutverkið í. Hún var tilneíhd til fjölda óskarsverðlauna og vann tvö, fyrir bestu mynd og bestu leik- stjórn. Næstu verkefni Mel Gibson er hvergi nærri hætt- ur, enda ekki nema rúmlega fertug- ur, og það eru mörg verkefni í bí- Nokkrar af myndum Mel Gibson Mad Max (1979) ★★i í rauninni ekki mik- ið meira en athyglisverð B- mynd. Náði hins vegar cult- status ásamt mynd númer tvö, og þessar myndir eru fánaberar slíkra mynda, sem gerast í eyðilegum heimi eft- ir einhvers konar ragnarrök, þar sem siðmenningin hefur brotnað niður. Kevin Costner hefur með slöppum árangri reynt að gera slíkar myndir, hinar fokdýru Wa- terworld og The Postman. The Bounty (i9B4> ★★ Fyrsta verkefni Mel Gibson i Hollywood. Sann- kölluð stórmynd, en er held- ur langdregin og tekur sig einum of alvarlega. Góður leikur Ant- hony Hopkins og Mel Gibson held- ur henni á floti. Lethal Weapon (1987) ★★★1 Besta hasarmyndin hans. Hinn ungi og geggjaði Riggs og hinn aldni og varkári Mur- tough (Danny Glover) mynda hið fullkomna löggufélagapar. Gibson frábær í villtu og taugaveikluðu hlutverki, og myndin sjálf hin ágætasta hasarmynd. Neistarnir á milli Gibson og Glover hafa enst í þrjár framhaldsmyndir, en Lethal Weapon 3 var reyndar afar gleym- anleg. Richard Donner hefúr leik- stýrt öllum myndunum. Hamlet (1990) ★★★ Mörgum svelgdist á þegar þeir fréttu að hasarhetjan Gibson ætlaði að leika Hamlet, en honum fórst það bara vel úr hendi (m.a.s. betur en Shakespeare-sérfræðingn- um Kenneth Branagh í nýlegri út- gáfu). Myndin reyndist nokkuð vel heppnuð og átti sinn þátt í aukn- úm áhuga ungs fólks á Shakespe- are á tíunda áratugnum. Lethal Weapon. Braveheart (1995) ★★★ Mér leiðist nú yfirleitt epískar og melódramatískar stríðsmyndir og þótti því þessi ekki eins góð og mörgum öðrum. Hins vegar er hún óneitanlega vel gerð á allan hátt og það verður að teljast einstakt afrek af kvik- myndagerðarmanni sem er aðeins að leikstýra sinni annarri mynd, að klára slíka risaframleiðslu með sóma. Conspiracy Theory (1997) ★★* Donner og Gibson án Glover (eins og í Maverick). Gib- son góður að vanda í skemmtileg- ur hlutverki. Mjög skemmtileg mynd meöan ofsóknarbijálæðis- legt andrúmsloftið helst, en dalar nokkuð í heðfbundnum hasar í lokiri. Annars virðist það vera reglan að Mel Gibson er yfirleitt mun betri en myndirnar sem hann leikur í. -PJ gerð hjá honum. Hann er þegar bú- inn að leika í spennumyndinni Payback, þar sem hann leikur mann sem lifir af morðtilraun konu sinn- ar og besta vinar, sem skilja hann eftir í blóði sínu. Þegar hann nær sér hyggur hann á hefndir. I byrjun næsta árs hefjast tökur á The Billion Dollar Hotel, svartri framtíð- arkómedíu þar sem Mel Gibson rannsakar dauðsfall ríkisbubbason- ar á hóteli, sem þjónar sem geð- sjúkrahús fyrir rika einstaklinga. Bono úr U2 skrifaði handritið ásamt Nicholas Klein, Wim Wenders leik- stýrir, og I helstu hlutverkum með Gibson eru Jeremy Davies og Milla Jovovich. Árið 2000 stefnir hann síð- an á að leikstýra sinni þriðju mynd, framtíðarmyndinni Fahrenheit 451, eftir skáldsögu Ray Bradbury, og einnig mun hann tala inn á bresku teiknimyndina Chicken Run, sem fjallar um flótta hænsna úr hænsna- búi undan morðóðum bændum. -PJ Myndbandalisti vikunnar I 0^0 1 ^)m% / % <§> % / r ~ ^ wb Vikan 15.-21. des. SÆTI FYRRI i VIKA VIKUR fl LISTA i i TITILL ÚTGEF. TEG. 1 Ný i 1 > i j Mercury Rising CIC Myndbönd 1 Spenna 2 1 2 | j CityOf Angels Warner Myndir Drama j 3 Ný ‘ T The BigHit Skffan Spenna 4 3 2 ’i | J Lost ln Space J Myndform Spenna 5 | Ný ■ 1 í Mr. Magoo SAM Myndbönd Gaman 6 6 1 I r. £.$ Í rf t J 2 ! Hush Skífan Spenna 7 i 2 5 ! _ L c U.S. Marshals l Warner Myndir J Spenna 8 i 4 J ' 1. • 3 | iSÍíi ) j The Man Who Knew Too Little Warner Myndir Gaman J 9 1 5 5 1 i j Wild Things Skífan j Spenna 10 1 7 i - 1 2 j i ) Twilight j CIC Myndbönd Spenna ,) 11 > q i 9 4 1 For Richer Or Poorer CIC Myndbönd Gaman 12 ) i í 8 i i 6 i j J Armageddon SAM Myndbönd Spenna 13 i 10 „ * 4 i Breast Men Skffan i Gaman 14 | 11 J 1 i ) 7 i m j Martha, Má Ég Kynna.... } V,. •, J Háskólabíó Gaman j 15 1 12 8 ! i. ,....") „ j 4 j i.' • Sti J U-Tum . f- L. - ■ J.r. .1. Skrfan J Spenna 16 i 13 J Midnight In The GardenOf.. j Wamer Myndir Spenna i 17 Ný 1 1 Kríppendorf s Tríbe SAMMyndbönd 1 Gaman 18 i i ) 15 ) j 4 ; J Stargate SG-1 J Wamer Myndir Spenna J 19 ) j ) 14 , 10 ! The Wedding Singer Myndform j Gaman 20 i 1 J Players Club j Myndform Spenna *’NnT;íl ul m Myndband vikunnar Lethal Weapon 4 ©★★★ Og kýrin mjólkar og mjólkar Það var að miklu leyti fyrir leiftr- andi samleik Mel Gibson og Danny Glover sem Lethal Weapon sló í gegn, en hópurinn stækkar með hverri framhaldsmyndinni sem gerð er. Joe Pesci kom inn í númer tvö, Rene Russo i þrjú, og nýjasta viðbót- in er Chris Rock, sem leikur ungan eldhuga innan lögreglunnar, sem að- stoðar Riggs og Murtough við rann- sókn á starfsemi kínverskra glæpa- samtaka. Hann er þar að auki giffur dóttur Murtough (án hans vitneskju) og faðir barnsins sem hún gengur með. Sjálfur er Riggs einnig í barn- eignum, því Rene Russo er einnig kasólétt og tekur því skiljanlega ekki mikinn þátt í hasarnum, þótt hún víli ekki fyrir sér að lemja einn krimmann í klessu þegar hann abb- ast upp á vanfæra konuna. Mel Gibson og Danny Glover ná vel saman að vanda, en þeir eru rúmum tíu árum eldri en í fyrstu myndinni, og þeir passa sig á að gera svolít- ið grín að því líka. Það er því spuming hversu mik- ið lengur serían getur enst með þá í aðalhlut- verkum. Rene Russo er í fremur veigalitlu hlut- verki í myndinni og telst varla með, en Chris Rock er ágæt viðbót í hópinn og kemur með þessa fmu flækju inn í myndina með þvi að barna dóttur Murtough. Leo Getz er nú orðinn einkaspæjari og Joe Pesci fer létt með þetta sem fyrr. Þá er vondi kallinn flottur og skemmtileg- ur. Það lekur af Jet Li illskan í hlut- verki hins stórhættulega bardaga- manns Wah Sing Ku, sem er heilinn á bak við glæpasamtökin. Hann er Stund milli stríða. Mel Gibson og Danny Glover f hlutverkum Riggs og Mur-t_ taugh. LBTHAl WEAPÖM svo mikill kung-fu-kappi að hann gengur frá Riggs ög Murtough þótt þeir séu báðir gegn honum einum, og vopnaðir í þokkabót (já, já, auðvitað taka þeir hann i lokaat- riðinu, annað væri nú ekki hægt). Það er alveg merkilegt hvað Richard Donner og félagar hafa náð miklu út úr þessari mjólkmkú, og mjólkað úr henni fleiri dropa en nokkrum hefði getað dottið í hug. Það er ekki hægt að segja að efnis- tökin séu frumleg, en það er eigin- lega aðdáunarvert hversu vel er stað- ið að því að nýta formúluna og hlaða utan á hana. í Lethal Weapon 4 er öll áherslan á grínið, og spennunni varpað fyrir róða. Þetta virkar vel og myndin stendur sig nokkuð vel sem grínmynd, krydduð með hlægilega yfirgengilegum hasar. Það kemur því eins og skrattinn úr sauðarleggn- um þegar hasarnum er lokið, að bæta við tíu mínútum af persónuleg- um vandamálum, vináttumelódrama og tilfinningasemi. Eiginlega virkar það svo hjákátlega eftir tæpa tvo klukkutíma af gegndarlausu grini og hasar að það verður kómískt í sjálfu sér. Lethal Weapon 4 er auðvitað fullkomlega innihaldslaus mynd en- engu að síöur hin besta skemmtun, að síðustu mínútunum undanskild- um. Útgefandi: Warner myndir. Leik- stjóri: Richard Donner. Aðalhlut- verk: Mel Gibson, Danny Glover, Joe Pesci, Rene Russo, Chris Rock og Jet Li. Bandarísk, 1998. Lengd: 122 mín. Bönnuð innan 16 ára. Pétur Jónassor.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.