Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 14
14
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Sflórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK,
SlMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
AKUREYRI: Strahdgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Rlmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Heiðin, veraldleg og kristin
Nikulás biskup af Amsterdam hefur fyrir löngu veriö
gerður aö rauðklæddum gosdrykkjasveini og sendur til
Finnlands, þar sem hann stundar leikfangasmíðar utan
annatímans. Mörg erlend böm vita svo mikið um bisk-
upinn, að þau kunna nöfnin á hreindýrum hans.
Hér á landi þekkja bömin ekki finnsku hreindýrin,
enda hefur Nikulás samlagast heiðnum og skrítnum
leppalúðum innlendum, sem ösla snjóinn fótgangandi, ef
þeir em ekki komnir á jeppa. Undir rauðri skikkju leyn-
ist heiðinn trúður með lélega söngrödd.
íslenzkri þjóðtrú hefur tekizt að breyta útlendum al-
vörukörlum í trúða. íslenzki jólasveinninn hoppar og hí-
ar umhverfis jólatré, Lykla-Pétur varð að vitgrönnum
verði Gullna hliðsins og skrattinn sjálfur varð að léleg-
um hagyrðingi, sem fór halloka fyrir kraftaskáldum.
Heiðin náttúrudýrkun jólanna leynir sér ekki í
jólatrjám og jólasveinum, þótt jólakötturinn sjálfur sé
löngu fyrir bí. Heiðnin hefur þó látið undan síga fyrir
veraldlegum þætti jólanna, sem endurspeglast mest og
bezt í ljósadýrð, sem nú hefur slegið fyrri met.
Rafmagnstækni nútímans hefur fært okkur ódýrari
leiðir til að lýsa upp skammdegið og fagna því, að stytzt-
ur dagur er að baki og að framundan er löng röð daga,
þar sem sérhver er lengri en sá, sem á undan fór. Fram-
ar öllu eru jólin veraldleg hátíð ljósanna.
Þjóðum norður undir heimskautsbaug er brýnt að
stytta sér skammdegið með jólum. Það gerðu þær löngu
fyrir kristni, mest í mat og drykk, bæði fyrr og síðar.
Lútum við nú leiðsögn valinkunnra brandarakarla, sem
gæfu hangikjöti sex stjörnur, ef þær væru til.
Tilstand jólanna rýfur skammdegið, þegar það er
svartast, lýsir umhverfið fögrum ljósum og leyfir okkur
að stunda þá erfðasynd, sem við kunnum eina að nokkru
gagni, ofátið. Þannig er þunglyndi vikið úr vegi, þegar
lotunni lýkur upp úr áramótum og farið að birta.
Að baki alls þessa leynast kristnir þættir, bæði kaþ-
ólskir og lúterskir. Fyrsta má telja helgisiðina, sem eink-
um eru framdir í kirkjum og fullvissa okkur um, að allt
sé í sömu skorðum og áður var og verði svo um ókomna
tíð. Ytri formin vekja okkur traust og vissu.
Hér er innihald líka að baki, þótt það tengist aðeins
óbeint helgihaldi í kirkjum. Þjóðin hefur öldum saman
verið eins kristin að innræti og hver önnur þjóð á Vest-
urlöndum, þótt munklífi eða helgra manna háttur hafi
ekki fallið að skaplyndi okkar á síðustu öldum.
Hinn vestræni nútími er svo nátengdur vestrænni
kristni, að margir fræðimenn efast um, að austurkristn-
um þjóðum og þjóðum annarra trúarbragða takist fylli-
lega að feta í auðsældarfótspor Vesturlanda. Rússland og
arabaríkin eru höfð til marks um þennan vanda.
Vestræn siðalögmál nútímans, sem hafa nýtzt frábær-
lega í viðskiptum og öðrum samskiptum, eru að vísu
hugsanleg án kristni og voru til fyrir kristni, en í raun
hafa þau orðið nátengd trúnni og öðlast meiri dýpt og
meiri útbreiðslu fyrir aldalangt tilstilli hennar.
Að baki trúar á huldufólk og álfa, tröll og jólasveina,
innan um forspár okkar í kaffibollum og samtöl okkar
við látna á miðilsfundum, glittir víða í einfalda bamatrú,
sem hefur reynst mörgum betri en ýmis hálmstrá og
jafhvel reynst bezta haldreipi, þegar gefur á bátinn.
Þannig höldum við um þessar mundir ekki aðeins
heiðin og veraldleg jól, heldur einnig kristin jól. Megi sá
þáttur verða allra þátta drýgstur í jólahaldi okkar.
Jónas Kristjánsson
„Boðskapurinn grípur okkur. - Við komum í röðum til þess að finna þetta himneska barn og veita því lotningu..."
Af himnum ofan
kynið fyrir brjósti gefa
út jólaboðskap sinn og
gerði það í eitt skipti
fyrir öll. Og hvaða orð
skyldi nú sá velja sem
kysi að segja bara eitt
orð við menn, aðeins
eitt: BARN. Hann setur
fram fyrir sjónir okkar
lítið bam. Umkomuleys-
ingja, manneskju í upp-
námi, barn í hættu
statt. Móðir þess í
barnsnauö átti hvergi
höfði sínu að að halla
nema í fjárhúsi.
Ef barnið vantar...
Þessi skilaboð höfum
við nú hugleitt í tvær
aldir og sjáum sífellt
höfum við nú
hugleitt í tvær aldir og sjáum sí•
fellt nýja hlið á þeim en kjarninn
er samur og beinskeyttur: Það á
að vernda lífíð! Það þarfað huga
að framtíðinni með því að gera
skyldu sína í dag.u
Kjallarinn
Jakob Ágúst
Hjálmarsson
dómkirkjuprestur
„Þessi skilaboð
Hann er genginn
í garð þessi sér-
kennilegi tími sem
er ofar öðmm tíma
og setur flest það
sem við aðhöfumst
í nýtt sérstætt ljós.
Við fæmm sumt út
í öfgar en annað
umkringjum við
spumingarmerkj -
um. Neyslugleði
okkar er í hámarki
og aldrei sem fyrr
sönkum við að okk-
ur vamingi til þess
að neyta sjálf eða
til að gefa. Samt
vitum við að við
nálgumst ekki eftir-
sóttustu markmið
okkar meö þessum
hætti.
Krísutími
Jól og áramót
birta hástig lífs-
þrárinnar og eins
og endalok tímans;
krefja með ein-
kennilega ágeng-
um hætti svara við
hinstu gátum. And-
ans menn og leið-
togar þjóða koma
fram hver eftir annan með jóla- og
áramótaboðskap sinn og reyna að
orða það sem manneskjan í okkur
öllum hugsar og vill. Þetta er
þrunginn tími. Með vissum hætti
krísutími; tími dóms, endaloka og
nýs upphafs.
Sá er árr var öldum og geymir
lausn lífsgátunnar vildi á sínum
tíma senda mönnunum orð til
hugleiðingar og lífsfyllingar. Hann
vildi eins og aðrir sem bera mann-
nýja hlið á þeim en kjaminn er
samur og beinskeyttur: Það á að
vemda líflð! Það þarf að huga að
framtíðinni með því að gera
skyldu sína í dag.
Bömin eru ástæða allrar at-
haínasemi okkar, markmið okkar
og tilgangur. Ef við bregðumst
þeim bregðumst við sjálfum okk-
ur, lifinu og þeim sem það gaf.
Hann vafði barnið reifum og
lagði það í jötu. Með því sýndi
hann okkur tilgangsleysi alls hjá
okkur ef bamið vantar í myndina.
Skitin jata, visinn hálmur. Jatan,
tákn frumlægrar hvatar sjálfsupp-
fyllingarinnar, og hálmurinn,
tákn átakanleika forgengileikans,
fá tilgang og merkingu þegar
barnið hefur verið lagt þar. Án
þess er allt einskis virði. í þjón-
ustu okkar við lífið sem hann
skapaði, einkarlega vernd og um-
hyggju okkar eigin bama, upp-
fyflist tilgangur þess.
Ég verð heill
Boðskapurinn grípur okkur.
Við komum í röðum til þess að
finna þetta himneska barn og
veita því lotningu, fyrst fjárhirðar,
svo vitringar og nú við. Viö göng-
um inn í jólin hvert með sínum
hætti, inn til sjálfra okkar, í faðm
fjölskyldunnar, við arin heimilis-
ins, að heiman og húsvillt eins og
barnið - inn í kirkjurnar.
Fyrir mér er um þessar mundir
staðurinn þar sem ég fmn þetta
barn jólanna Dómkirkjan gamla
og tíminn er jólanótt, um miðnætt-
ið, nánar tiltekið þegar ég krýp að
altarisakramentinu í jólanætur-
messunni og hef heyrt sjálfan mig
segja þessi orð: Þetta er líkami
minn sem er gefinn fyrir yður.“
Og þessi naumt skammtaða
fæða og neysla hennar í samfélagi
þeirra sem hafa komið á þennan
bjarta stað í myrkri jólanæturinn-
ar við ljúfa tóna og jólaljós færa
mér þetta bam til eignar og varð-
veislu í jötu eigin hjarta á hálm
míns visnandi lífs. Ég verð snort-
inn af himninum og veit að til-
gangur hans sem barnið gaf mun
uppfylla lífið mitt og bera það að
markmiöi sínu. - Ég verð heill!
Jakob Ágúst Hjálmarsson
Skoöariir annarra
Aflagjald til landsmanna
„Dómur Hæstaréttar snertir vissulega óbeint sjö-
undu grein fiskveiðilaganna, þótt hann hafi ekki
fjallað um hana með beinum hætti. Hann segir hins
vegar, það þarf ekki endilega að úthluta öllum lands-
mönnum veiðiheimild, heldur verða þeir að geta not-
ið sambærilegrar hlutdeildar. Hlutdeild mín í auð-
lindinni var nokkur þúsund króna, ég get fengið þær
með öðrum hætti, t.d. með skattalækkun o.s.frv. ...
Breytum því afnotagjaldi Þróunarsjóðs í auðlinda-
gjald sem rennur beint og óbeint til landsmanna."
Þröstur Ólafsson í Mbl. 22. des.
Nútímavæddar ríkisstofnanir
„Það eru ekki bara vinstri menn í vinstri flokkun-
um sem nota ný hugtök og nöfn til að breiða yfir
verk sin. Líka vinstri menn í hinum flokkunum ... Og
nú hækka menn ekki lengur ríkisútgjöld og skatta,
heldur gera menn „samning" um gæluverkefnin.
Viðskiptaráðherra gerði nýlega „samning" við Neyt-
endasamtökin um að þau verði á framfæri ríkisins
næstu árin. Menntamálaráðherra og fjármálaráð-
herra gerðu í síðustu viku „samning" við samtök
kvikmyndagerðarmanna um að auka útgjöld ríkisins
til Kvikmyndasjóðs islands um 100% á næstu árum!
Ríkið gerir sem sé „samning" við menn úti í bæ um
að seilast í vasa skattgreiðenda og framlög verði auk-
in til ríkisstofnunarinnar Kvikmyndasjóðs."
Úr Vef-Þjóðviljanum 22. des.
Bjóðum aðra velkomna
„Löngum hefur landið ekki þótt eftirsóknarvert
fyrir útlendinga til að hefja hér búsetu. Þetta hefur
reyndar breyst nokkuð á undanfómum árum. Fleiri
erlendir menn hafa komið hér til þess að heíja nýtt
líf, eftir að hafa hrakist úr heimalöndum sínum
vegna stríðsátaka og annarra hörmunga ... Ekki er
vafi á því að íslendingar verða í vaxandi mæli þjóð
sem er samansett af margvíslegum þjóöarbrotum.
Vonandi tekst okkur hér eftir sem hingað til að varð-
veita einingu og samkennd milli allra þeirra, sem
hér kjósa að búa og mikilvægt er að við gemm okk-
ur grein fyrir því að margbreytileikinn gerir okkur
sterkari sem þjóð.“
Halldór Ásgrímsson í Degi 22. des.