Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 29
UV MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998
éi-v.'. » *t ■» r
SVlðsljOS 29
Vala og fjölskylda freista gæfunnar í Tívolí en nýja hótelið er einungis í tíu
mínútna göngufjarlægð þaðan.
En kallar ekkert á hana að flytja
heim til íslands?
„Jú, auðvitað. Fjölskylda mín er
heima á íslandi og það er eitt það
erfiðasta við þetta allt saman.
Maður missir þessi daglegu sam-
skipti við fjölskylduna. Nú hafa
símgjöldin samt lækkað heilmikið
á síðustu árum og ég tala ofsalega
mikið við þau og fylgist vel með
öllu sem er að gerast heima á ís-
landi. Ég er því sátt við tengslin og
svo er auðvitað alltaf jafngott að
koma i heimsókn. Það er líka mjög
mikilvægt fyrir mig að vita að ég
hef þessa frábæru íjölskyldu
heima á íslandi. Þau vita líka að
mér líður vel hér, æskuvinkonur
og menntaskólasystkini af íslandi
búa hér og ég á góðan mann og
yndislegt bam. Það er þvi auðveld-
ara fyrir þau að sleppa af mér
hendinni."
Ef hún væri á íslandi
Vala fluttist 21 árs til Kaup-
mannahafnar. Hún hefur nú rekið
gistiheimilið Valberg í þrjú ár og
stefnir að því að opna hótelið
snemma á næsta ári. En býst Vala
við því að hún væri í svipaðri að-
stöðu ef hún hefði haldið áfram að
búa heima á íslandi?
„Nei, ég held varla! Ég væri lík-
lega i Háskólanum núna. Ég býst
nú samt við þvi að örlögin hafi
ætlað mér að vera í sjálfstæðum
atvinnurekstri. Það spilar líka inn
í að hér hefur mér gefist kostur á
að taka lán og fjárfesta án þess að
þurfa að blanda allri fjölskyldunni
í málið. Hér tekur maður lán upp
á eigin ábyrgð. Það bjóðast
kannski annars konar tækifæri
heima á íslandi. Ég veit það ekki.
Ég ákvað að byrja hér.“
Vala og Helge hafa notið dyggr-
ar aðstoðar vina og kunningja við
rekstur Valbergs. Á hún von á
miklum breytingum nú þegar þau
stækka við sig?
„ Já, auðvitað verður þetta meiri
vinna og ég þarf að ráða nokkra
góða einstaklinga í vinnu. Ég er
mjög heppin með hótelið, stærðin
hentar mér vel, það er vel með far-
ið og allt var endurnýjað fyrir fjór-
um árum. Ég er samt komin með
íslenska málara í lið með mér, set
upp nýjar gardínur, lampa, mynd-
ir og fleiri smáhluti. Hér er afar
góð aðstaða. í sjarmerandi tum-
herbergi með útsýni bjóðum við
morgunverð en það er nokkuð sem
mér hefur fundist fólk kunna mjög
vel að meta.
Ég tek auðvitað með mér reynsl-
una af gistiheimilinu en nýi stað-
urinn býður upp á töluvert meiri
möguleika.
Þetta eru 20 herbergi og öll mjög
rúmgóð. Það er ísskápur, vaskur,
sjónvarp og sími í öllum herbergj-
um og bað í sumum. Það er líka
mikill kostur að hótelið er á efstu
hæð í stóru og fallegu húsi, þannig
að það er nánast enginn utanað-
komandi hávaði."
Þegar gluggað er í gestabók
gistiheimilisins má glöggt sjá að
góð staðsetning er nokkuð sem
gestir hafa lagt mikið upp úr.
Hvernig er með staðsetninguna á
nýja hótelinu?
„Hún hefur marga kosti. Það er
ekki nema tíu mínútna gangur að
Tívolí og svo er brautarstöð hérna
rétt við hliðina á okkur. Borgin er
líka að taka allt hverflð hérna í
kring í gegn, þannig að þetta er á
besta stað.“
Vala segist samt ætla að reyna
að halda áfram að bjóða gistingu á
góðu verði og býst ekki við að
hækka verðið mikið miðað við það
sem hefur verið á gistiheimilinu.
En ætlar hún að halda áfram að
leggja áherslu á að þjóna íslensk-
um ferðamönnum?
„íslendingar verða alltaf vel-
komnir hjá mér. Það breytist von-
andi aldrei. En vegna þess að hér
hefur lengi verið rekið hótel þá
þekkja það ýmsir aðrir en Islend-
ingar. Það eru margir Norðmenn,
Svíar og Þjóðverjar byrjaðir að
bóka fyrir næsta sumar. Ég býst
samt við því að íslendingar verði
u.þ.b. helmingur gesta hjá mér í
framtíðinni. Það verður lika mun
auðveldara en áður að nálgast
upplýsingar um hvernig gistiað-
stöðu við bjóðum á hótelinu því að
það verður sett upp vefsíða á Net-
inu þar sem hægt verður að skoða
myndir af herbergjunum, kynna
sér verð og panta. Allt á örfáum
mínútum. Slóðin verður:
http//:www.greenkey.dk.“
Græni lykillinn
Hótelið sem Vala og Helge hafa
keypt hefur heitið „Boulevard Hot-
el“ en þau hyggjast breyta því í:
„Græni lykílinn". Er einhver sér-
stök ástæða fyrir því að þið veljið
þetta nafn?
„Já. Við völdum grænan af því
að við komum tfl með að reka
þetta sem vistvænt hótel. Allar
hreingemingavörur verða vist-
vænar og mestallt hráefni í morg-
unmatnum verður lífrænt ræktað.
Svo verður þetta lyklahótel.
Þ.e.a.s. fólk tekur lykilinn með sér.
Sem sagt, „Green key“. Ástæðan
fyrir því að við viljum háfa þetta
svona er sú að við reynum sjálf að
lifa vistvænt og borða aðeins líf-
rænt ræktað."
Já. Það er augsýnilega stórhug-
ur í Völu Baldursdóttur hóteleig-
anda og fréttaritari er ákveðinn í
því að njóta gestrisni hennar ein-
hvern daginn, eins og svo margir
íslendingar hafa áður gert.
Andrés Jónsson
Elizabeth Taylor
klónuð?
Leikkonan Elizabeth Taylor veit
víst ekki hvort hún á að vera
áhyggjufull eða upp með sér þessa
dagana eftir að hún fékk að heyra
af nýjustu sniUdarhugmynd vinar
síns, Michaels Jacksons. Mikki
■ hefur nefnUega látið í veðri vaka
að hann vUji láta klóna hana.
GreinUega flnnst honum, þrátt fyr-
ir heUsuleysi Betu, að hennar
glæsUega úUit hreinlega kalli á að
hún eignist tvífara og hefur því
ekki hikað við að mæla með
DoUýjaraðferðinni.
Þau vinirnir hafa rætt hug-
myndina og Elísabet sagt við
Mikka að hún skuli hugsa málið,
en ólygnir segja að hún sé skelf-
ingu lostin við tilhugsunina um
þess háttar tilraunir. Beta ætti þó
að vera ánægð með að Mikki
ákvað ekki að láta klóna sjálfan
sig. Kannski eru ekki í honum
nægUega margar upprunalegar
frumur til þess.
Ewan McGregor hefur neitað
1,2 mUljóna króna samningi. Hann
hefur fengið góða dóma fyrir leik
sinn í sviðsverkinu Little Malcolm
and His Sfruggle against The Eun-
uchs en vildi ekki fara með tU
West End 1 London í næsta mán-
uði nema allir leikendur fengju
mUljón fyrir vikuna og hluta af
ágóöanum.
Betri nýting - meiri
sparnaður
Nýtt fyrirkomulag í sorphirðumálum
Frá og með áramótum verður tekinn upp nýr háttur á sorphirðu Reykvíkinga.
Innheimt verður sérstakt sorphirðugjald en á móti lækka fasteignagjöld
svo álögur á borgarbúa hækka ekki.
Upphæð sorphirðugjaldsins verður kr. 6.000 á 240 1 tunnu sem tæmd er vikulega.
Þessi nýji háttur hefiir marga kosti í för með sér:
✓ Nú greiða borgarbúar aðeins fyrir þá þjónustu sem þeir nota.
✓ Hægt er að ná sparnaði með fækkun sorptunna.
Tunnurnar má nýta betur með hirðusamlegri vungengni.
Minnka má rúmtak umbúða með því að rífa niður pappa og koma
sorpinu vel fyrir í tunnunum.
Dagblöð og samanbrotnar mjólkurfernur skal setja í sérstaka gáma.
Munið að grjót, garðaúrgangur, bylgjupappi, spilliefni og stærri
munir sem henda á, eiga ekki heima í almennum sorpflátum heldur
í endurvinnslustöðvum Sorpu.
Fyrstu tvo mánuðina
eftir upptöku sorphirðugjaldsins
má skila tunnum eða fá aukatunnur
án greiðslu flutningsgjalds.
Um mitt ár verður gerð tilraun með sorphirðu á 10 daga fresti í íbúðarhverfum í austurhluta
borgarinnar og mun sorphirðugjald lækka í þeim hverfum í kr. 5.500,- á ári.
Allar nánari upplýsingar veitir Hreinsunardeild gatnamálastjóra í síma 567 9600, fax 567 9605.
Kynningarbæklingi um efnið verður dreift til borgarbúa með fyrsta álagningarseðli.
1
Borgarstjórinn í Reykjavík,
Hreinsunardeild gatnamálastjóra