Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 26
26 í§akamál
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 DV
Agnes Nijkamp var þrjátíu og
tveggja ára innanhússarkitekt, fædd í
Hollandi en búsett i París. Aö kvöldi
10. desember 1994 steig hún út úr
leigubíl við húsið sem hún bjó í,
skammt frá Bastillu-torginu. Hún tók
ekki eftir manninum sem fylgdist með
henni úr nokkurri fjarlægð. Hann elti
hana ekki, en beið til þess að sjá hvort
hún kæmi ekki bráðlega út. Það gerði
hún um stundarfjóröungi síðar. Hann
gekk til hennar með hníf í hendi og
neyddi hana til að fara aftur upp í
íbúðina sína. Þar nauðgaði hann
henni en skar síðan á háls. Líkið
fannst klæðlaust, bundið með brjósta-
haldi. Sæði úr morðingjanum fannst
og var það sent til DNA-rannsóknar,
en hún varð ekki til þess að rannsókn-
arlögreglan kæmist á spor ódæðis-
mannsins.
Hliðstæð vísbending
Sjö mánuðum síðar, eða þann 8. júlí
1995, fannst Helene Frinking, tuttugu
og sjö ára læknanemi, myrt í íbúð
sinni við St. Helenar-skurðinn. Henni
hafði verið nauðgað og hún síðan
stungin með hnifi. DNA-rannsókn
leiddi í ljós að morðinginn var sá sem
svipt hafði Agnes Nijkamp lífi. I þetta
sinn fannst einnig fótarfar sem gaf til
kynna að maðurinn væri með óeðli-
lega stóra tá næst við stóru tána, eða
svonefndan „egypskan fót“.
Þremur vikum áður, eða aðfaranótt
16. júní, hafði Elizabeth Ortega, tutt-
ugu og fimm ára læknanemi, verið á
heimleið úr næturklúbbi. Þegar hún
opnaði dyrnar að íbúð sinni skaust
þeldökkur maður fram út dimmu
skoti og neyddi hana til að fara inn.
Hann var afar málgefinn. Elizabeth
reyndi að halda ró sinni, en var í raun
með mikinn hjartslátt. Maðurinn sett-
ist á sófann hjá henni og hún sagði að
hann mætti gjarnan kalla sig Flo, því
það gerðu vinir hennar. Þá bauð hún
honum vindling. Honum gekk illa að
kveikja í honum með kveikjara sem
var á sófaborðinu. Meðan hann var að
þvi stökk Elizabeth út um glugga og
niður í garðinn við húsið. Þar hrópaði
hún á hjálp. Þegar vegfarendur komu
henni til aðstoðar hljóp þeldökki mað-
urinn út í næturmyrkrið.
Sama niðurstaða
Maðurinn sem flúði hafði skilið eft-
ir sig hráka. Hann var sendur i DNA-
rannsókn og kom þá í ljós að um hafði
verið að ræða morðingja þeirra Agn-
esar Nijkamp og Helene Frinking.
Elizabeth Ortega gaf lýsingu á
manninum, sem var nú nefndur Ba-
stillu-morðinginn í frönskum blöðum.
Hún sagði hann um 1,75 m háan, milli
tuttugu og fimm og þrjátíu ára og
kraftalega vaxinn.
Nokkru síðar var handtekinn mað-
ur, Guy Georges, grunaður um tvö
kvennamorð árið áður. En þegar
Elizabeth var sýnd mynd af honum
sagði hún að hann væri ekki sá sem
hefði þröngvað sér inn í íbúð hennar.
Lögreglan lét hann lausan. Þá urðu
henni á dýrkeypt mistök því sýni úr
manninum til DNA-rannsóknar hefði
sýnt á óyggjandi hátt að hann var
morðingi Agnesar Nijkamp og Helene
Frinking.
Nú liðu tvö ár áður en George lét
aftur til skarar skríða. Þann 23. sept-
ember 1997 myrti hann nítján ára
nema, Magali Sirotti, í skuggahveríí
við Querc-skurðinn. Og 16. nóvember
myrti hann tuttugu og fimm ára konu,
Estelle Magd, í götu nærri Bastillu-
torginu. „Enn er Bastiilu-morðingmn
á ferðinni" sagði þá i fyrirsögn eins
blaðanna í París. Næstu vikur voru
götm í Bastillu-hverfinu nær mann-
lausar eftir að dimma tók.
Leitin mikla
Þúsund löregluþjónar og rannsókn-
arlögreglumenn hófu nú afskipti af
málinu og mörg hundruð þekktir af-
brotamenn voru yfirheyrðir, en allt
varð það til einskis.
Gilbert Thiel dómari, sem stjórnaði
rannsókninni, var hæddur í fjölmiðl-
um og sagður vanhæfur. Og Jean-Pi-
erre Chevenement innanríkisráð-
herra, sem fór með málefni lögregl-
unnar, sýndi merki um óþolinmæði.
Ástandið átti þó eftir að versna. í
byrjun þessa árs var George handtek-
inn á ný, í þetta sinn fyrir að hafa
stolið skellinöðru. Hann var yfir-
heyrður á lögreglustöð í útborginni
St. Germain-en-Laye. Þar sat hann við
vegg sem á var teikning af Bastillu-
morðingjanum, en þar sem hún var
ekki eins og hann kom lögregluþjón-
unum ekki til hugar að hann væri sá
illræmdi maður.
Skömmu siðar fór rannsóknin þó
að ganga betur. Thiel dómari ákvað
að nota vísindin til að fella Bastillu-
morðingjann. Hann lét bera saman
niðurstöðu DNA-rannsókna á sýnum
úr þekktum kynferðisafbrotamönnum
og mannsins sem svo mikið var leitað,
ef vera kynni að það vísaði veginn.
Aðferðin var ólögleg í Frakklandi þá
en þrátt fyrir mikið umtal og mót-
mæli tókst Thiel að láta fara fram um-
fangsmikinn sýnasamanburð í rann-
sóknarstofu í Nantes.
Óhagganleg niðurstaða
24. mars var yfirmaður rannsókn-
arstofunnar, Andre Pascal, á heimleið
þegar einn samstarfsmanna hans kom
hlaupandi og sagði að samanburður
DNA-sýna úr Bastillu-morðingjanum
og nauðgara í Nantes 1984 sýndi svo
ekki yrði um villst að maðurinn sem
svo mikið hafði verið leitað væri Guy
Georges, þrjátiu og fimm ára heimilis-
laus maður frá frönsku Antilla-eyjum
í Karabíahafmu.
Pascal hringdi þegar i stað til Thi-
els dómara og hófst nú mikil leit að
Georges. Þann 26. júní síðastliðinn
sáu lögregluþjónar mann sem líktist
honum ganga niður stigann í Blanche-
neðanjarðarbrautastöðinni, nærri
skemmtistaðnum Rauðu myllunni.
Hann var eltur alveg niður á brautar-
pallinn þar sem hann var handtekinn.
Farið var með hann á lögreglustöð en
þaðan var hann sendur í yfirheyrslu
hjá Thiel dómara.
Myndir lögreglunnar af Guy George.
Þegar dómarinn sagði honum að
DNA-sýni heíðu orðið honum að falli
skildi Guy Georges ekki hvað hann
átti við. Varð dómarinn að skýra
sýnasamanburðartæknina fyrir hon-
um. Er hann hafði gert það játaði
Goerges flest þeirra morða sem hann
var grunaður um.
Afbrigðilegur
Meðal þess sem kynferðisafbrota-
maðurinn og moröinginn sagði við
dómarann var þetta: „Ég fæ augastað
á mittismjóum og brjóstamiklum
stúlkum. Dögum ef ekki mánuðum
saman geng ég um götumar í leit að
slíkri stúlku. Þegar ég sé hana langar
mig að taka hana með valdi. En þegar
ég hef gert það er ekki um annað að
ræða en myrða hana. Það er þá fyrst
þegar ég rek hnífinn í konu sem ég
hef nauðgað að ég fæ hina miklu full-
nægingu."
Guy Georges er sonur gleðikonu og
fransks hermanns sem vildi ekkert
með hann hafa. Hann ólst upp hjá
fósturforeldrum í Angers í Loire-daln-
um, en hjónin tóku að sér munaðar-
laus börn. Er hann var táningur fór
hann að sýna hneigð til ofbeldis við
konur og eftir sautján ára aldur var
hann fangelsaður hvað eftir annað,
bæði fyrir nauðganir og þjófnaði. Árið
1985 var hann dæmdur í tíu ára fang-
elsi fyrir að nauðga ungri konu í bíl-
skúr í Nancy.
Hvarf í leyfi
Árið 1991 fékk hann reynsluleyfi
úr fangelsinu í Caen þar sem hann
tók út dóminn. Honum var leyft að
vera frjálsum um daga en hann
skyldi sofa í fangelsinu á nóttinni.
En kvöld eitt sneri hann ekki þang-
að. Þess í stað hafði hann haldið til
Parísar og sama dag hófust
raðmorðin.
Thiel fékk nú skýringu á því
hvers vegna hlé varð á morðunum
frá því um haustið 1995 og fram til
haustsins 1997. Megnið af þeim tíma
hafði George setið inni eftir árás á
unga stúlku.
Yfirmaður deildarinnar sem fór
með rannsókn þessa þáttar sagði í
skýrslu sinni að Georges sýndi
merki um andfélagslega afstöðu og
kynferðisafbrot hans bentu til þess
að hann gæti verið Bastillu-morð-
inginn. En skipulagsleysi á skrif-
stofu þessa rannsóknarmanns
leiddu til þess að skýrsla hans
komst aldrei í hendur Thiels dóm-
ara. Þess í stað lenti hún í skjala-
skáp og enginn sem haft gat áhrif á
framgang málsins las hana.
Umrædd mistök
Mistökin sem urðu í skrif-
finnskuflæðinu á umræddri deild
urðu mikið umfjöllunarefni blaða er
þau voru opinberuð. Þá kom einnig í
ljós að Bastillu-morðinginn var ekki
með „egypska tá“. í raun hafði hann
misst annan sokkinn nokkuð fram af
fætinum, þannig að far eftir fótinn
virtist sýna stóra eða bólgna tá næst
stóru tánni.
Rannsókn máls Bastillu-morðingj-
ans er því að hluta til saga mistaka
frönsku lögreglunnar. Þegar ailir
þættir þess lágu fyrir sögðu blöð að
ljóst mætti vera að lögreglan hefði átt
að finna hann löngu áður en hún
gerði það, reyndar strax eftir árásina
á Elizabeth Ortega.
En málinu er ekki lokið. Lögreglan
liggur nú undir gagnrýni fyrir að
hafa ekki lokið rannsókn þess svo
höfða megi mál á hendur Guy Geor-
ges. Til svars við gagnrýninni heldur
Thiel dómari því fram að hann þurfi
meiri tíma til að fara nánar ofan i
ýmsa þætti málsins því rökstuddur
grunur sé um að Georges hafi framið
fleiri morð en áður hefur verið talið.
Óljóst er því hve langt líður þar til
réttarhöld geta hafist í þessu marg-
þætta stórmáli. En blöð beina athygl-
inni að því að enn hefur það komið á
daginn hve hættulegir þeir menn geta
orðið sem alast upp við kjör sem geta
leitt til andfélagslegrar afstöðu áður
en þeir komast til fulls þroska. Úr
þeim hópi hafi margir hættulegir af-
brotamenn komið.
Blöð segja þó að þrátt fyrir að
margt megi að rannsókninni finna sé
ljóst að Bastillu-morðinginn sé endan-
lega undir lás og slá. Það skipti
mestu.