Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 54
5s dagsönn ___•# *_____ Pétur Pan er ein fræg- asta æv- intýra- persón- an og vel þekktur meöal barna. Pétur Pan Leikfélag Reykjavíkur frum- sýnir á annan dag jóla Pétur Pan eftir J.M. Barrie. Sagan af Pétri Pan er heillandi ævintýri um dreng sem vill ekki fullorðnast og er gæddur þeim eiginleika að geta flogið. Leikritið hefst á heimili þriggja systkina í London. Vanda er elst. Hún segir bræðrum sín- um, Jóni og Mikka, sögur á hverju kvöldi og oft fjalla þessar sögur um ímyndaðan drengsnáða sem er kallaður Pétur Pan og á heima í Hvergilandi. Það sem Vanda veit ekki er að Pétur Pan er til i raunveruleikanum. Leikhús Leikritið er uppfullt af heill- andi sögum og draumum. Pétur Pan, sem er hetja kvöldsagna Vöndu, býður henni og Jóni og Mikka að kynnast Hvergilandi sem er draumaland allra barna því þar ráða þau ríkjum og eng- inn verður fullorðinn. Þar eru einnig sjóræningjar, indíánar, hafmeyjar, krókódíll með klukku og ýmis undarleg fyrirbæri. Leikarar í Pétri Pan eru Friðrik Friðriksson, sem fer með titilhlut- verkið, Ari Matthíasson, Ámi Pét- ur Guðjónsson, Edda Björg Eyj- ólfsdóttir, Ellert A. Ingimundar- son, Gísli Rúnar Jónsson, Inga María Valdimarsdóttir, Jóhann G. Jóhannsson og Sigrún Edda Björnsdóttir. Auk þess kemur fram Qöldi barna og unglinga. Leikstjóri er Maria Sigurðardóttir. Magga Stína syngur í lönó í kvöld. Iðnó: Magga Stína og Súkkat í kvöld verður efnt til tónleika í Iðnó sem ættu að vekja athygli. Þar koma fram hin ágæta söngkona Magga Stína og dúettinn Súkkat og munu skemmta gestum frá kl. 23. Bæði Magga Stína og Súkkat eru með nýjar plötur í farangrinum, Al- bum og Ull og hafa plötur þessar fengið góða dóma og vakið athygli fyrir frumlegheit. Verða flutt lög af plötum þessum í kvöld. Tónleikar Þorláksmessutón- leikar Bubba í kvöld verða hinir árlegu jólatónleikar Bubba Morthens á Hótel Borg. Það hefur mikið verið um að vera hjá Bubba að undan- fómu. Hefur hann verið duglegur við að kynna nýju plötuna sína, Arf, sem hefur verið vel tekið hjá hinum fjölmörgu aðdáendum kappans og eru margir á því að Arfur sé ein besta plata Bubba. Á tónleikunum annaö kvöld verða flutt lög af nýju plötunni í bland við þekkt lög af fyrri plötum hans. Bubbi Morthens verður ekki einn á tónleikunum heldur fær hann til liðs við sig bassaleikarann Gunn- laug Guðmundsson og Gunnlaug Briem sem leikur á slagverk. Tón- leikamir hefjast kl. 22. MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 DV Víða léttskýjað í kvöld Skammt suður af Reykjanesi er 970 mb lægð sem þokast austur og grynnist. Norður af Nýfundnalandi er vaxandi 970 mb lægð á hreyfingu norðaustur. Veðrið í dag í dag verður austlæg átt og skúrir sunnan- og austanlands, en allhvöss norðaustanátt og él norðvestan til. Léttir til suðvestanlands síðdegis með norðaustangolu. Hiti 0 til 4 stig. Fremur hæg norðaustlæg eða breytileg átt í kvöld. É1 við austur- ströndina en víða léttskýjað annars staðar. Vægt frost víðast hvar. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðaustangola og léttir til síðdegis. Hiti 1 til 4 stig, en frystir í kvöld. Vaxandi austanátt í nótt. Sólarlag í Reykjavík: 15.31 Sólarupprás á morgun: 11.22 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.26 Árdegisflóð á morgun: 9.47 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri Akurnes Bergstaðir Bolungarvík Egilsstaðir Kirkjubœjarkl. Keflavíkurflv. Raufarhöfn Reykjavík Stórhöfói Bergen Helsinki Kaupmhöfn Oslo Stokkhólmur Þórshöfn Þrándheimur Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Halifax Frankfurt Glasgow Hamborg Jan Mayen London Mallorca Montreal Narssarssuaq New York Nuuk Orlando París Róm Vín Washington Winnipeg alskýjað 4 snjóél á síð. kls. 3 alskýjaó 4 slydda á síó. kls. 2 4 léttskýjað 2 skýjað 3 léttskýjaó 3 skúr 2 úrkoma í grennd 4 rigning 5 snjókoma -5 þoka 1 þokumóóa -5 -3 skúr á síð. kls. 4 léttskýjað -8 léttskýjað 11 alskýjað 5 skýjað 3 þoka á síö. kls. -1 hálfskýjað -12 léttskýjaó 2 léttskýjað -5 skýjað 1 léttskýjaö 3 hálfskýjað 2 þokumóöa 2 rigning og súld 9 léttskýjað 4 þoka -15 heiðskírt -11 heiöskirt -5 hálfskýjaó -10 þokumóða 18 þokuruðningur -2 heiðskírt 4 snjókoma 0 skýjaó -6 heiðskírt -21 Tríó Sunnu Gunnlaugsdóttur: Djass í Seltjarnameskirkju Djasstríó Sunnu Gunnlaugsdótt- ur mun halda tónleika í Seltjarn- ameskirkju sunnudaginn 27. des- emher kl. 15-17. Auk Sunnu sem leikur á píanó leika Gunnlaugur Guðmundsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Sunna hefur dvalið I New York undanfarin ár viö nám og spila- Skemmtanir mennsku. Hún gaf út sína fyrstu geislaplötu, Far far Away, árið 1997 og fór í framhaldi af því í tón- leikaferð um ísland og mörg ríki Bandaríkjanna. Plata hennar hef- ur fengið góða dóma í íslensku og bandarísku pressunni. Leik Sunnu hefur verið lýst sem hlýj- um og ljóðrænum í anda Bill Evans og Keith Jarret. Tríóið leikur á tónleikunum á sunnu- daginn frumsamið efni i bland við islensk lög og kunna djassslagara. Eru tónleikarnir hugsaðir sem fjölskyldutónleik- ar og fólk hvatt til að mæta með böm sín. Sálin á Selfossi og íKeflavík Hljómsveitin Sálin hans Jóns mins leikur á Hótel Selfossi á annan dag jóla. Með í fór á Sel- fossi verður hljómsveitin Url en sveitin sú er ný af nálinni og hef- ur verið að nema land á Stór- Reykjavikursvæðinu að undan- fórnu. Á gamlárskvöld leikur Sálin í Stapanum. Þetta eru síð- ustu tækifæri fyrir Sálaraðdá- endur til að sjá sveitina því eftir áramót fara Sálverjar í fri sem ekki er vitað hve langt verður. Ófriðaröldur Myndgátan hér að ofan lýsir Orðasambandi. Robin Williams leikur lækninn Chris Nielsen sem leitar uppi eig- inkona sína eftir dauöann. Hvaða draumar okkar vitja Háskólabíó sýnir Hvaða draumar okkar vitja (What Dreams May Come), dramatiska stórmynd um ást og dauða. Myndin fjallar um lækninn Chris Nielsens sem deyr í bílslysi og þau örlög sem bíða hans eftir dauðann, sérstaklega þeirri hug- sjón hans að bjarga sálu konu sinnar sem hafði fyrirfarið sér eftir að hafa misst mann sinn og börn. Myndin er sjónrænt stór- virki og sú dýrasta sem komið hefur frá kvikmyndafyrirtækinu PolyGram til þessa. Með aðalhlut- verk fara Robin Williams, Anna- bella Sciorra (Jungle Fever, Cop Land), Cuba Good- ing Jr. (Jerry '///////// Kvikmyndir Maguire) og Max Von Sydow. Handrit skrif- aði Ronald Bass (Rain Man), Leikstjórinn Vincent Ward er nýsjálenskur og hefur vakið at- hygli fyrir frumlegar og vandaðar kvikmyndir. Nýjar inyndir 1 kvikmyndahúsum: Bíóhöllin: Ég kem heim um jólin Bíóborgin: Soldier Háskólabíó: Hvaða draumar okkar vitja Kringlubíó: Mulan Laugarásbíó: Odd Couple II Regnboginn: There's Somet- hing about Mary Stjörnubíó: Sögusagnir Krossgátan i 2 1 4 5 5> 7 & 3 n n n n U t5 n n n 25 Lárétt: 1 hratt, 8 kvabb, 9 hrædd, 10 elskhuga, 11 stíf, 13 skoða, 15 kroti, 17 frostskemmd, 19 tryllt, 21 venjur, 22 sting, 23 spil. Lóðrétt: 1 undirforul, 2 afgangur, 3 hnoðar, 4 lykt, 5 troði, 6 áhald, 7 beita, 11 fugl, 12 grind, 14 skoðun, 16 fiskur, 18 skel, 20 eyða. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 blær, 5 þró, 8 jólarós, 9 áni, 10 kólf, 12 larfa, 14 ar, 14 fráa, 16 sló, 18 ans, 20 stöm, 21 rú, 22 staki. Lóðrétt: 1 bjálfar, 2 lónar, 3 ælir, 4 rak, 5 þróast, 6 róla, 7 ós, 11 frómi, 13 fast, 15 áss, 17 lök, 19 nú. / A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT í SÍMA 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.