Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 24
24 1
ýz
íennmg
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998
Maðurinn sem fer
sínar eigin leiðir
Steingrímur St.Th. Sigurðsson hefur sett
svip á íslenskt þjóðlíf um áratuga skeið.
Hann er ósvikinn athyglissjúklingur sem
jafnan fer eigin leiðir og lendir iðulega milli
tannanna á fólki. Ævisaga hans er því aldrei
leiðinleg, Steingrímur segir sögu sína af
miklu fjöri og gengur vel að halda athygli.
Það leynir sér ekki við lestur þessarar sögu,
svipað og ævisögu Casanova, að sá sem talar
hefur reynt að njóta lífsins.
Eitt af því sem gerir Steingrím aðlaðandi
sögumann er að hann dregur enga dul á eig-
in bresti. Lesandinn hefur ---------------
því allar forsendur til að
meta frásögnina á gagnrýn-
inn hátt og sjá aðrar hliðar
á málum. Ekki veitir af því
Steingrímur liggur ekki á
skoðunum sínum sem gerir
bókina fjörlega og er stundum hvassyrtur í
garð manna sem honum mislíkar við þó að
almennt liggi honum gott orð til flestra. Þá
þarf að vega og meta. Heimild er bókin fyrst
og fremst um athyglisveröan mann og sér-
stæð og skemmtileg viðhorf hans til tilver-
unnar.
Steingrímur er alinn upp í Menntaskólan-
um á Akureyri, sonur Sig-
urðar Guðmundssonar
skólameistara þar sem ekki
var síður staksteinn í ís-
lenskri menningu á sínum
tíma. Þegar á þeim árum er
Steingrímur orðinn það
„enfant terrible" sem hann
hefur verið æ síðan. Síðar
var hann við nám í
Englandi og gaf út tímaritið
Líf og list sem því miður
---------- varð ekki
Bókmenntir
Ármann Jakobsson
langlíft en
hefur þó
haldið nafni
hans á lofti
æ síðan.
Enn siðar er
hann kennari á Akureyri
og blaðamaður og virðist
njóta sín í öllum þessum
hlutverkum.
Steingrimur lendir tvisvar í erjum við
Bakkus sem hann vinnur að lokum sigur í.
Hann gerist kaþólskur og æ ofan í æ hefur
hann nýtt líf með nýrri konu. Við sögu koma
margir athyglisverðir
menn sem Steingrímur
kann að gæða lífi.
Hann er stöðugt að
segja sögur sem aldrei
eru þó of langar svo að
þráðurinn bresti en
gera ffásögnina í heild
athyglisverða aldar-
farslýsingu. Stærsta
hlutverkið skipar þó
listin í lífi hans þegar
fram i sækir.
Aðalgildi þessarar
bókar er höfundcirrödd
Steingríms, barnslega
einlæg og írónisk á
víxl. Steingrímur hef-
ur aldrei misst undrið
og þess njóta lesendur
hans. Hann er óvenju
lítt hégómlegur lista-
maður og í Lífsbókinni er hann í essinu
sínu.
Steingrímur St.Th. Sigurðsson:
Lausnarsteinn. Lífsbók mín.
Fjölvi 1998.
Kvarda gagrýneda mar?
Fyrsta setningin í Ungfolahroka eftir Guð-
jón Sigvaldason er svona: „Kvaddamar skil-
riggi íslesgu," og umsvifalaust er skellt á nef-
ið á miðaldra lesendum. En vonandi halda
unglingamir áfram því Guðjón gerir í þess-
ari sögu heiðarlega til- __________________
raun til að skrifa raun-
verulega unglingabók -
um lífið eins og það get-
ur verið, ömurlega erfitt,
á máli sem ungt fólk tal-
ar og skilur (fyrsta setn-
ingin er ekki dæmi um
það, textinn er yfirleitt með löggiltri stafsetn-
ingu) og beita stíl sem það þolir að lesa. Hér
er ekkert droll, engar ofskýringar, reyndar
varla sjálfsagðar skýringar eða upplýsingar
eins og hvað söguhetja er gömul eða í hvaða
skóla hún er, þvi slíkt þarf fólk ekki að segja
sjálfu sér.
Ungfolahroki er fyrstu persónu saga, játn-
ingabók ungs manns sem hefur gengið i
gegnum sára lifsreynslu og reynir að vinna
úr henni um leið og hann skráir hana. Dag-
bókarbragur er á stílnum; hann er hraður,
stundum í símskeytastíl, minnir á léttlestr-
arbækur í uppsetningu en setningamar eru
ekki endilega léttar.
Kári flytur til ömmu sinnar í Reykjavik
eftir að foreldrar hans skilja. Reykjavík
verður honum skeinuhætt en hann er hepp-
Bókmenntir
Silja Aðalsteinsdóttir
inn með vini, Dreng og Snáða, sem bjarga
honum úr ýmsum vanda. Amma er leikkona,
einhleyp og mikið upp á
karlhöndina. Hún er and-
víg aga á unglingum og
_______________ Kári
nýtur
þess,
en án
aga
fer líf
hans
smam
saman á hliðina. Guðjón
predikar sannarlega ekki
en staðreyndimar tala
sínu máli. Og þær segja
að unglingar eigi rétt á
umönnun alla leið þangað
til þeir em tilbúnir að
fljúga af stað. Kára er
sparkað úr hreiðrinu
ófleygum af sjálfselskum foreldrum, því fer
sem fer. Og ekki verða ömmur dregnar til
ábyrgðar á slíkum mistökum.
Ungfolahroki er ekki fyrir viðkvæmar sál-
ir sem hafa bælt langanir unglingsáranna.
Hún er heldur ekki fyrir stálpaða krakka, til
þess er hún of hörð og berorð. Ekki má þó
skilja þetta sem svo að hún leggi sig fram um
að hneyksla. Kári veltir sér ekki upp úr
þönkum um kynlíf meira en eðlilegt er; það
er bara hluti af tilveru hans eins og allra á
þessum aldri.
Fyrst og fremst er þetta
grimm saga um tilveru sem
margir unglingar deila með
Kára. Hún ber þess merki
að vera frumraun höfundar
síns; viðburðir eru heldur
margir til að úr þeim verði
unnið almennilega. Per-
sónusköpun er yflrborðsleg
fyrir utan söguhetju og
nokkrir endar eru lausir.
En á móti göllunum vegur
þungt ástríða höf-
undar til að ná
raunverulegu
sambandi við les-
endur sina um
hluti sem skipta
máli.
Ása Heiður Rúnarsdóttir stælir
teikningar Ole Lund Kierkegaard í mynd-
skreytingum en það á ekki illa við; einmitt
þannig hefði Kári getað myndskreytt frásögn
sina.
Guðjón Sigvaldason:
Ungfolahroki.
gjess 1998.
Skynsemi og ofstæki
Aðalpersóna skáldsögunnar Eilíf ást eftir
breska rithöfundinn Ian McEwan, Joe Rose,
er eins eindreginn nú-
tímamaður og verða má.
Hann er skynsemistrúar
svo að ýmsum í umhverfi
hans finnst jaðra við öfg-
ar. Hann er vísindablaða-
maður og starfar við að
miðla til almennings nýj-
ustu kenningum vísinda-
heimsins sem hann trúir
jafnan staðfastlega á.
Einkalíf hans er afskap-
lega tíðindalítið, hann lif-
ir öruggu og áhættulausu
lifi í barnlausri sambúð
með konu sinni sem er
háskólakennari.
Þessi sviðsetning í
skáldsögu kallar náttúr-
lega á að eitthvað verði
til þess að raska jafnvæginu. Eitthvað utan-
aðkomandi verður að vega að þessum sjálf-
um sér næga og lokaða heimi. Og eins og
McEwan er von og vísa birtist þetta eitthvað
í formi kynferðislegrar þráhyggju, ofbeldis
sem liggur í loftinu og brjálsemi. Joe reynir
ásamt öðrum að koma bami í lífshættu til
bjargar og einn af björgunarmönnunum
verður heltekinn af ást á hon-
um og tekur að ofsækja hann.
Aðdáandinn, Jed, er ógnun
við bæði persónu Joes og við-
horf hans. Hann er illa hald-
inn af trúarofstæki og mark-
mið hans með ofsóknunum er
ekki einung-
is að ná Joe
á sitt vald
heldur
einnig að
frelsa hann
frá skyn-
semistrúnni
Og honum
Bókmenntir
Jón Yngvi Jóhannsson
á og tvenns konar tungumál sem tilheyrir
þeim, manísk bréf Jeds annars vegar og yfir-
vegun og visindatrú Joes hins vegar. Geir
Svansson hefur nýlega sýnt að hann er ein-
hver öflugasti nýyrðasmiður sem lengi hefúr
sést í fræðaheiminum. Sá eiginleiki og hæfi-
leiki til að þýða fræðiumræðu nýtist honum
vel við þýðingu á þessari sögu, bæði tali og
hugsunum Joes sem stýrast mikið til af vís-
_______________ indaorðræðu, og ekki
síður óvæntum loka-
hluta bókarinnar.
Það er óhætt að mæla
með þessari sögu, hún
kemur tryggum lesend-
um höfundarins kannski
og
guðleysinu.
tekst sannarlega
að gera nokkur alvarleg göt í
þann vamarmúr sem Joe hef-
ur reist um líf sitt. Einkalíf
hans kemst í uppnám og geð-
heilsan og raunveruleikaskynið virðast
standa tæpar eftir því sem spennan magnast.
Joe rígheldur í skynsemistrúna en á tímabili
virðist hún ætla aö duga honum skammt
gegn við geðveiki og trú aðdáanda síns.
Það eru tveir ólíkir heimar sem takast hér
ekki á óvart, en hér er allt sem hefur dregið
lesendur að verkum hans og ætti að geta afl-
að honum nýrra aðdáenda.
lan McEwan:
Eilíf ást.
Þýðandi Geir Svansson.
Bjartur 1998.
Myndir í tónum
Nýlega lauk á Kjarvalsstöðum sérstæðri
samsýningu Halldórs Ásgeirssonar myndhst-
armanns og Snorra Sigfúsar Birgissonar pí-
anóleikara. Þar myndaði myndgjömingur
Halldórs samhljóm með tónlist Snorra sem
var sérstaklega samin fyrir sýninguna.
Nú er kominn út geisladiskur með tón-
list Snorra Sigfúsar, Portrett 1-7, og fylgir
40 síðna bæklingur með litmyndum af verkum og
gjömingum Halldórs. Um verkin sín segir Snorri:
„Ég reyndi (m.a.) að lýsa ákveönum persónum í verk-
unum (þess vegna heita þau portrett) en það er erfitt
og e.t.v. ómögulegt að lýsa manneskjum í tónum svo
það hefur ekkert gildi að segja frá því hver „sat fyr-
ir“ í huga minum þegar ég var að semja. Sérhvert
portrett er sjálfstætt en á vissan hátt standa öll verk-
in saman." Flokkinn í heild tileinkar hann Jóni Nor-
dal tónskáldi. Smekkleysa gefúr út.
Af trönum meistara
Kjarvalsstaðir verða lokaðir til
9. janúar en þá verður opnuð ný
sýning á verkum eftir Jóhannes S.
Kjarval. Verkin em frá árunum
1946-1972 og neöiist sýningin Af
trönum meistarans.
Hátíðarhljómar
Þeir fjölmörgu sem una sér nú ffarn á nætur við
að hlýða á nýja hljómdiskinn hennar Diddúar geta
hlakkað til gamlársdags. KL 17 þann dag hefjast tón-
leikar í Hallgrímskirkju á vegum Listvinafélags
hennar þar sem Diddú, trompetleikaramir Ásgeir H.
Steingrímsson og Eiríkur Öm Pálsson og Douglas
Brotchie, organisti kirkjunnar, flytja aríur eftir
Handel og Scarlatti, Adagio eftir Albinoni/Gi-
azotto og verk fyrir trompeta og orgel eftir
Frescobaldi. Auk þess leikur Brotchie orgel-
verkið Tu es Petra eftir Mulet.
Tónleikamir standa í þrjá stundarfjórð-
unga. Miðasala er í Hailgrímskirkju.
Einar og Philip
Merlin Records hafa nú endur-
útgefið prýðilegan og löngu ófá-
anlegan hljómdisk þeirra Einars
Jóhannessonar klarínettuleik-
ara og Philips Jenkins píanó-
leikara sem fyrst kom út 1986. Hann var á sin-
um tíma tekinn upp í Kirkju hins heilaga anda í
Clapham í London og á honum flytja þeir verk eftir
Jón Þórarinsson og Þorkel Sigurbjömsson og þijú
rómantísk verk frá 19. öld eftir Carl Nielsen, Norbert
Burgmuller og Robert Schumann. Japis dreifir hér á
landi.
Sónata Evu Mjallar
Eva Mjöll Ingólfsdóttir hefúr geflð út hljóm-
diskinn Sonata ásamt píanóleikaranum Svet-
lönu Gorokhovich þar sem þær leika Sónötu í
A-dúr eftir Cesar Franck, Partítu no. 2 í d-moll
eftir Bach og íjórar prelúdíur eftir Shosta-
kovich.
Þetta er annar hljómdiskur Evu Mjailar,
sá fyrri, Poem, kom út fyrir þremur árum.
Hún hefúr nú nýlokið tónleikaferðalagi um Kanada
og Bandaríkin.
Herra Sommer
Einhver umtaiaðasta bók und-
anfarinna ára er Ilmurinn eftir
þýska rithöfundinn Patrick
Súskind. Nú er komin út ný
bók eftir hann, Sagan af herra
Sommer heitir hún í íslenskri þýö-
ingu Sæmundar G. Halldórssonar.
Sagan gerist í sveitaþorpi í Suður-Þýskalandi á eft-
irstríösárunum. Hinn einkennilegi herra Sommer
arkar þögull milli þorpa og verður nokkrum sinnum
á vegi drengs sem segir söguna fjörutíu árum seinna.
Frásögnin er létt og leikandi en með djúpum undir-
tóni sem lesendum er látið eftir að túlka. í bókinni
eru fjölmargar htmyndir eftir franska teiknarann
Sempé. Sóley gefur út.
Grafskrift
Tónleikar Sverris Guöjónssonar undir yflrskrift-
inni Epitaph eða Grafskrift, sem hann hélt á Litla
sviði Borgarleikhússins, verða öllum sem þar voru
ógleymanlegir og kemur margt til: sviðsetningin, há-
tíðlegt grafaryfirbragðið en ekki síst söngurinn.
Nú hefur franska útgáfúfyrirtækið Opus 111 gefið
út geisladisk með þessum sama titii þar sem Sverrir
Guðjónsson nálgast tærleika íslensku þjóðlaganna út
frá stemningu miðalda. Hlustandinn er leiddur gegn-
mn átta kafla, frá sólarupprás til sólarlags - frá
vöggu til grafar - í ákaflega persónulegri túlkun Usta-
mannsins.
Diskurinn er fyrst gefrnn út hér á landi en hon-
um verður dreift um víða veröld á þorra 1999. Jap-
is dreifir á íslandi.
Umsjón