Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 15 Jólaskrímslið Skrásetjari Fátt er vitað um uppruna jóla- skrímslisins en sumir vilja halda því fram að það sé innflutt, eins og allt sem ekki þykir gott. Benda menn á máli sínu til stuðnings að í ólátum sínum bregði skrímslið fyrir sig enskri tungu og noti orð- ið „surprice" en ekki góð og gegn íslensk upphrópunarhljóð eins og „böh“ eða jafnvel „óvænt“. Þannig er talið að skrímslið hafi upphaf- lega flust til landsins með jóla- gjafagámum eða finnskum jólatrjám en aðrir vilja halda þvi fram að innflutningurinn hafi ver- ið öllu dularfyllri og muldra fyrir Hvað sem öllum teoríum líður munu jólaskrímsli halda áfram að vera partur af jólaveruleikanum, bæði þessi og þau sem ókomin eru. Allir vita að jólin eru tími þjófóttra jólasveina, lura- legra leppalúða, ástsjúkra tröllskessa og katta, nátttrölla, galdranoma og álfa. Það sem færri vita er að í þessa flóru yfir eða ofur- náttúrlegra vætta hefur bæst liðs- auki, jólaskrímslið. Ólíkt félögum sín- um er jólaskrímslið ekki náttúruafurð heldur plastvera, einskonar síl- ískrímsli sem minnir í útliti ekki lítið á Dýra úr Prúðuleikurunum. Jólaskrímslið felur sig jafnan í jólapökkum þarsem það þrífst á innihaldi slíkra. Þegar það hefur nært sig biður það spennt eftir að pakkinn sé opnaður en þá stekkur það upp á nef viðtakanda og hrópar „sur- prise“. Siðan felur það sig í jóla- trénu. Skrímslið er ákaflega smávaxið, og getur því geymst í jafnvel hin- um smæstu gjöfum. Það er ógern- ingur að geta sér til um tilgang þess eða meiningu, því í grund- vallaratriðum virðist það ekki vilja neinum neitt illt, heldur er fremur eins og í því sé einhver leikur eða gáski. sér orð eins og eftirlit, samsæri og gagna- grannur. Því sumir vilja gruna jólaskrímslið um að vera annað og meira en taumlausa gjafaætu og glensara og álíta það varhugaverðan útsend- ara þeirra ósýnilegu afla yfirvalda sem með öllu fylgjast. Skrímslið er samkvæmt þessu fólki eins konar falin myndavél, skrásetjari sem er ætlað að komast inn í innstu myrkur fjölskyldunnar, nefni- lega jólahaldið. Þó ekki séu allir sammála þess- ari túlkun hafa menn verið að lesa út úr kvik- indinu ýmis tákn. Tímanna tákn Sumir (vinstrisinnaðir) menn sjá í skrímslinu merki auðvalds- ins sem tekið hefur yfir heilagleik jólanna og gert úr þeim skrípaleik Kjallarinn Ulfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur þar sem boðað er innantómt gnægtaguðspjall. Jólaskrímslið er eftir því markaðssamfélagið í bók- staflegu formi, plastvera sprottin af plastkortum sem eru að verða æ klárari og gáfaðari. Aðrir (ekki svo vinstri sinnaðir) segja að skrímslið sé ekkert annað en andi jólanna holdi klæddur, táknmynd gleði og gjafa, sem ein- ungis þurfi að temja aðeins betur. Jólasveinar séu orðnir úreltir, reykháfar sjcddséðir og bömin ekki bara áhugalaus um feita kalla með skegg heldur gersamlega búin að missa alla virðingu fyrir þeim. Skrímslið er því tímanna tákn, ný- tísku jólavera sem skapar ákveðna spennu í annars dauðyflislegt jóla- haldið. (Þessir menn hafa þegar lagt grunn að tölvuleik með jóla- skrímslinu, þar sem það étur ekki bara gjafir heldur jólasveina og fást sérstök stig fyrir sem hug- myndaríkastar útfærslur á jóla- sveinum sem jólasteikum). Partur af jóla- veruleikanum En hvað sem öllum teoríum líður mun jóla- skrímslið halda áfram að vera partur af jóla- veruleikanum, drýldið og appelsínugult mun það setja svip sinn á þessi jól sem og þau sem ókomin eru. Það er reyndar mín kenning að jóla- skrímslið sé orðið að óaðskiljan- legum hluta jólanna og hafi alltaf verið, jólaskrímslið er jólin, dauði þess myndi þýða hvarf jólanna. Úlfhildur Dagsdóttir „Það er reyndar mín kenning að jólaskrímslið sé orðið að óað- skiljanlegum hluta jólanna og hafí alltaf verið, jólaskrímslið er jólin, dauði þess myndi þýða hvarf jólanna." Hátíðarstemning án slysa Brunar vegna aðventu- og kerta- skreytinga skipta tugum fyrir hver jól og nú þegar hefur í það minnsta einn slíkur valdið nokkru tjóni. Þeir eru löngu orðnir árviss- ir fylgifiskar hátíðarinnar og virð- ist sem almenningur gleymi oft þeim mikilvægu boðorðum sem gilda um meðhöndlun logandi kerta. Til að gera sér grein fyrir alvöru málsins er vert að rifja upp ástæður þessara óhappa. Aðventuskreytingar í aðalhlutverki Aðventuskreytingar með log- andi kertum eru í raun lifandi tímasprengjur sem orðið geta að báli eða kveikt í nálægum hlutum þegar síst skyldi. í desember 1997 bætti Sjóvá-Almennar tryggingar hf. tjón vegna 23 slíkra bruna og nam meðaltjón hvers þeirra um 275.000 krónum. Miðað við þennan fjölda má áætla að heildarfjöldi hjá öllum Is- lensku trygginga- félögunum sé um 65 brunar eða um tveir á dag allan jólamánuðinn. Það er því ljóst að hér er um millj- ónatjón að ræða og oft á tíðum fylgir gífurleg hætta fyrir fólk. Logar frá skreyt- ingum geta náð allt að einum metra upp í loft og það sem i upp- hafi var smálogi skyndilega orðið að eldhafi. Slíkir eldsvoðar eiga það hins vegar flestir sameiginlegt að hægt er að koma í veg fyrir þá með meiri aðgát. Aldrei skal skilja við logandi kerti í mannlausu herbergi eða þegar farið er að heiman, jafnvel þó að aðeins eigi að skreppa i litla stund í burtu. Heimsóknir í næsta hús geta dregist á langinn og þá er voðinn vís. Gæði kerta eru misjöfn og þekkt tilfelli þar sem kerti hafa brunnið niður á skömmum tíma öilum að óvörum. Huga þarf vel að staðsetningu aðventu- skreytinga. Varast ber að setja þær nálægt opnum glugga þar sem dragsúg- ur getur haft áhrif á brunatíma kertanna auk þess sem eldur getur læst sig í gluggatjöld. Undirstaða kerta- skreytinga þarf einnig að vera traust og þola hita og aldrei skal setja þær á rafmagnstæki eins og sjónvörp sem gefa frá sér hita. Þá er ótalið það aðdráttarafl sem kerti hafa á böm og þvi mikilvægt að brýna fyrir þeim þá hættu sem af kertunum stafar. Við getum gert betur Eins og fyrr er greint mætti koma í veg fyrir flesta eldsvoða af völdum aðventu- skreytinga. Ein- föld kertaloka eða jólaskreyting sem húðuð hefur ver- ið eldtefjandi efni getur bjargað jól- unum eða sjálfslökkvandi kerti. Kveikur þeirra nær ekki alla leið niður og slökknar því log- inn þegar u.þ.b. 5 sentímetrar eru eftir af kertinu. Gæta skal þó þess að kertalok- an (englavaktin) sé í samræmi viö sverleika kertis- ins, því ef kertið er of mjótt getur það náð að brenna fram hjá lokunni. Það er von okkar að þessar ábendingar geti bjargað hátíðarstemningu á einhverjum bæjum. Farið því að öllu með gát og eigið gleðilega jólahátíð. Einar Guðmundsson „Logar frá skreytingum geta náð allt að einum metra upp í loft og það sem í upphafí var smálogi skyndilega orðið að eldhafí. Slík- ir eldsvoðar eiga það hins vegar fíestir sameiginlegt að hægt er að koma í veg fyrir þá með meiri aðgát. “ Kjallarinn Einar Guðmundsson forvarnafulltrúi Sjóvár- Almennra trygginga hf. 1 Me5 og á móti Tekst Arsenal að verja enska meistaratitilinn? Engin spurning „Ég held að það sé engin spurning. Arsenal vinnur meist- aratitilinn og, það sem meira er, liðið vinnur tvöfalt eins og á sið- ustu leiktíð. Ástæðan fyrir því að Arsenal verður meist- ari að mínu áliti er sú að staða liðsins er betri nú en á sama tíma i fyrra, þrátt fyr- ir að mikil meiðsli hafi herjað á liðið. Núna getur liðið ekki annað en styrkst þegar þessir menn eru að koma til baka úr meiðslunum og ég sé að maður eins og Dennis Bergkamp er að komast í sitt gamla form. Þegar liöið Verður orðið fullskipað held ég að ekk- ert lið í deildinni standist Arsenal snúning. Það verður töm um jól og áramót og þar sem Arsenal getur nú nánast teflt fram sínu sterkasta liöi held ég að liöið komi til meö standa vel að vígi í byrjun nýs árs. Þá er stutt i að fyrirliðinn Tony Adams komi til baka eftir erfið meiðsli og hafi vöm Arsenal verið traust í vetur verður hún enn sterkari og það á.eftir að gera gæfumun- inn. Þá skemmir það ekki að Evrópukeppnin er ekki að trufla liðið eins og hjá Manchester United og Chelsea. Eins og stað- an er i dag sýnist mér að Chelsea ætli að verða helsti keppinautur Arsenal um titilinn að þessu sinni. En þeir bláklæddu verða að láta í minni pokann eins og Aston Villa og Man. Utd.“ Ekki sama keppnisskapið „Ég tel að það sé mun erfiðara að halda titlinum heldur en að vinna hann og því mun Arsenal- liöið komast að raun um á þessu tímabili. Mér sýnist sem svo að liö Arsenal hafi ekki sama keppnisskapið og á síðasta tímabili. Það er margt sem bendir til þess að nokkrir í liðinu séu orðnir of gaml- ir og þá er ég að tala um öft- ustu vamarlín- una. Það má lítið út af bera hjá liðinu ef einhverjir af þessum lykilmönnum, eins og Bergkamp, Vieira og Petit, eru ekki með. Þeir virðast eiga í vandræðum með að fylla í sköröin og breidd- in í liðinu er ekki eins mikil og góð og hjá hinum toppliðunum. Arsenal var aö mörgu leyti mjög heppið á síðasta tímabili. Liðið vann marga leiki 1-0 þrátt fyrir að vera oft lakari aðilinn. Arsenal hefur verið í vand- ræðum í vetur, eins og til dæmis í meistaradeildinni, og ég sé ekki nein merki um að liðið sé að ná sama styrk og á síðustu leiktíð. Það var mikið afrek hjá liðinu að vinna tvöfalt í fyrra en núna finnst mér fleiri góð lið í deild- inni sem gerir það að verkum að liðin tapa nú fleiri stigum og deildin verður því miklu jafnari en í fyrra þegar slagurinn um tit- ilinn stóð bara á milli Arsenal og Manchester United. Chelsea og Aston Villa hafa sýnt mikinn styrk og það kæmi mér ekki á óvart að annað þeirra hampaði titlinum í vor.“ -GH Hörður Magnússon, knattspyrnumaður og stuðningsmaöur Uverpool. Magnús Pálsson, knattspyrnuþjátfari og stuðningsmaður Arsenal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.