Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 Spurningin Ætlar þú í bæinn í kvöld? Hildur Björk Guðmundsdóttir húsmóðir: Nei. Gísli Ásbjörnsson, 15 ára: Nei. Kristín Stefándóttir heimavinn- andi: Já, ég fer yfirleitt alltaf í bæ- inn á Þorláksmessukvöld. Linda Björk Sigurðardóttir af- greiðslustúlka: Nei, ætli ég verði ekki bara heima. Ágúst Valgeirsson verkfræðing- ur: Að sjálfsögðu. Lára Hafliðadóttir, 11 ára: Já. Lesendur Jólin - undrun, heilagur viðburður S.R. Haralds skrifar: Þegar ég var bláfá- tækt bam í Þýskalandi vissi ég það (er reyndar enn fátæk), jólin voru vegna fæðingar Jesú. Jólin voru undrun, heil- agur viðburður, andleg upplifun og uppbygging. Jólin voru ekki vegna jólasveinsins, ekki vegna gjafanna eða jólasteikurinnar. Núna er haldið upp á afmæli frelsarans með því að tæma allar versl- anir og koma greiðslu- kortum í stærsta mínus á árinu. Eru þetta jól? Er þetta að vera krist- inn? Hvað er eiginlega gert fyrir afmælisbarnið sjálft?. Hvaða gjafir fær hann eða fórnir eru færðar? Og hvað gerum við fyrir okkar minnsta bróður núna, og allt árið um hring? Jú, kristin tvisvar á ári með mikla minningarathöfn fyrir jól og páska. Hvem þykj- umst við vera að blekkja með þessu? Auðvitað Jesú Krist. Kenndi hann okkur ekki að elska náungann eins og sjálfa okkm? En maðm nokkm spmði: Hver er náungi minn?. Þá allan heim að kalla á hjálp okkar? Munaðar- leysingjar, heimilislaus böm, götubörn, stríðs- hrjáð börn, börn þvinguð í vændi og klámiðnað, böm í þrælkunarvinnu, böm í sárri fátækt og börn sem deyja úr hungri í milljónatali. Til era samtök sem gera okkm auðvelt að hjálpa þessum bömum. Ég hef verið með slík fósturbörn á framfæri í um 20 ár og það er ekki andvirði nema svo sem 4 pakka af sígarettum á mánuði að framfæra eitt slíkt barn. Hver er ekki aflögufær á íslandi um andvirði fjögmra sígar- ettupakka til þess að bjarga einu bami? Það era fáir sem heyra eða vilja heyra. En hvers vegna er þetta mikla af- skiptaleysi? Ástæðan: Það era svo fáir sann- kristnir til í dag en svo margir sem þykjast bara vera kristnir með því að halda jól og páska. Því miðm eru hjörtu þeirra löngu ffosin. Minnumst þó þessa: Það sem þér gjörið einum þessma minna minnstu bræðra, það hafið þér og gjört mér. „Minnumst þess að það sem þér gjörið einum þessara minna minnstu bræðra, það hafið þér og gjört mér.' svaraði Jesú: Sá sem er í neyö, sá sem þarf á þinni hjálp að halda. Og em ekki margar milljónir bama um Aberandi fátækt fjölmiðla Kristján Gtmnarsson skrifar: Það er orðið áberandi hver fjöl- miðlamir hér em í raun fátækir af fréttum af innlendum atburðum. Það ber þó mest á þessu í sambandi við mikilsverða atburði sem em 1 um- ræðunni og menn vilja lesa um frá fyrstu hendi. Undanfariö hefur borið mest á fréttum um gosstöðvamar í Grímsvötnum, atburð sem tröllríður ijölmiðlunum svo að yfirþyrmandi er. Hver hefur áhuga á þessum hrær- ingum endalaust? Stjórnmálunum sem em að taka veralegum breytingum þessa dagana em gerð lítil sem engin skil. Kvenna- listinn hangir á bláþræði og fellur hugsanlega út en það er ekki rætt við alla málsaðila (bæði gamla og nýrri) og þeir spurðir álits á framgangi samtakanna og ástæðu þess að svo illa hefur farið fyrir þeim. Rétt ein- staka „skoti“ er slegið upp varðandi hugsanlega samfylkingu A-flokk- anna. Já, vel að merkja; hvers vegna em ekki þingmennimir Sighvatur. Margrét og Svavar og Össur teknir í viðtöl, t.d. í fréttaskýringu um málið. Hve lengi enn geta A-flokkamir dreg- ið að koma fram sem eitt framboð? Þetta og margt fleira bendir til þess að fréttamiðlamir séu ekki með fullu lífsmarki. Dagblöðin em full af erlendum fréttum sem enginn les. Þær fær maður úr sjónvarpi/hljóð- varpi, ekki úr blöðunum. Innlendar fréttir og fræðandi efni hvers konar er fyrir blöðin og okkur lesendur. Spáið í þetta allt, fjölmiðlar. Kvotarnir og nyju fötin keisarans „Nú reynir á getu Alþingis að vinna úr þessu spilling- armáli sem uppræta þarf úr íslensku efnahagslífi," segir m.a. í bréfinu. Halldóra Gunnarsd. skrifar: Ég kalla kvótana „nýju fötin keis- arans" þvi þeir eru unnir úr sama híalíninu og aðeins sýnilegir þeim er vilja sjá. Nú á síðustu og bestu dögum er að renna upp ljóstákn fyr- ir þjóðinni. Við erum ekki alveg réttlaus. Við eigrnn stjómarskrá. Sápukúlan sem blásin var upp þeg- ar íslenskum skipum var úthlutuð veiðiheimild af ríkisstjóm er sprungin. Þetta fyrirbæri, kallað kvóti, breyttist furðufljótt í gjaldmiðil, mikinn og falskan. En eitt varð ljós: Það fyrirbæri sem kallast kvóti og útvegsmenn hafa notað grimmt til að auðgast á er falskur tekjustofn því hann er sameign okkar hinna líka. Bankar og aðrar peningastofn- anir standa eftir með veð í hugtak- inu „kvóta“. Furðulegt er að hámenntaðir menn skuli senda frá sér önnur eins ólög er stangast á við stjómar- skrána. Lögin virðast það illa unnin að auðvelt var að afbaka þau eins og orðið er. Því var ekki tekið í taumana áður en boltinn fór að rúlla? Því miður hafa nokkrir aðil- ar hagsmuna sinna að gæta á Alþingi. Þeir eru sem sé kvótaeig- endur sjálfir. Því er augljóst að hag- ur þeirra er sá að þessi hringavit- leysa, sem kvóta- braskið er, haldist óbreytt. Nú reynir á getu Alþingis að vinna úr þessu spillingarmáli sem uppræta þarf úr ís- lensku efnahags- lífi. Ráða þarf fær- ustu ráðgjafa til liðsinnis svo að ekki fæðist önnur ólög úr ólögum. Kvótinn hefur ekki orðið til blessunar fyrir mikinn hluta sjáv- arplássa landsins. Enginn veit hversu mikið af þessum auði hefur skilað sér í íslenskt þjóðfélag. Laun verkafólks hafa sjaldan verið lægri og lífeyrir öryrkja og aldraðra er til skammar ásamt skattpiningu á laun og nauðsynjar. - Fengi ég kvóta gef- ins, myndi ég gefa hann aftur til trillukarla því þeir stunda sjó- mennsku sem ekki má missa sig. Litlu bátana um- fram stóru skipin Steindór Einarsson skrifar: Ég tel ráð að fækka stóm skipun- um verulega og auka kvóta litlu bátanna stórlega. Þetta er þjóðhags- lega hagkvæmt, bæði með tilliti til þess að fá verðmætari fisk í land (allir em sammála um að hann sé það) og svo vegna þess að sá guli er fyrir hendi í miklu meiri mæli nú. Það er sannað af sjómönnum og vísindamönnum. Vonandi verður breyting hér á sem allra fyrst. Ekki á að þurfa að koma til þrýstingur í formi fúndahalda sjómanna eða heimsókna þeirra á Alþingi til að þessi breyting verði að veruleika. Það á ekki sífellt að bíða þar til verulega kreppir að. En sú verður oft raunin, því miður. Sjónvarpsþáttur- inn „Þetta helst... kemur aftur Sigurður Valgeirsson, dagskrár- sfj. Sjónvarps, hringdi: Vegna lesendabréfs í DV mánud. 21. þ.m. þar sem bréffitari lýsir söknuði með að þátturinn „Þetta helst...“ skuli ekki vera í dag- skránni þessar vikumar skal þetta upplýst: Ákveðnar orsakir eru þess valdandi að Þátturinn „Þetta helst...“ hefur ekki verið í dag- skránni að undanfömu. Þátturinn mun hins vegar verða tekinn á dag- skrá aftur á nýju ári. Næsti þáttur verður fimmtudaginn 14. janúar og mun svo haldast áfram í dag- skránni um sinn a.m.k. Beðið eftir aðstoð Hafliði Helgason skrifar: í DV sl. föstudag var sláandi mynd á forsíöu af fólki í biðröð við aðsetur Mæðrastyrksnefndar tO að fá matarmiða svo það gæti haldið gleðileg jól, en þeim verður aldrei seinkað. Hvar er þá góðærið sem gumað hefur verið svo mjög af? Fólk spyr: Þurfa eiginkonur ráða- manna þjóðarinnar að standa í bið- röö til að nálgast matarmiða? Al- deilis ekki. Ég sá líka neyðaróp í öðra blaði sama dag. Þaö var ffá konu í Keflavík er bað um aðstoð til að halda jól. - Senn líöur að kosn- ingum og þá verður ríkisstjórnin líklega verölaunuð af okkur, öllum almenningi. - Gleðileg jól. Einræktun kannski til bóta Herdís hringdi: Ég vil ekki fordæma einræktun manna svo mjög á þessu stigi máls- ins. Þótt það sé í dag talið brjóta gegn siðgæðisvitund einhverra þá er margt verra hægt að hugsa sér en einræktun fólks. Er t.d. nokkurt vit í því að leyfa óþokkum og mis- yndisfólki að eignast böm? Þvi ekki fjölga góðmennum og áber- andi séníum? Og ennfremur: Hve langt er skrefið frá tæknifrjógvun kvenna yfir í einræktun? Sú tækni sem leyfði tæknifrjógvun hlaut að leiöa til þess að áffam væri haldiö á þeirri braut að framleiða mann- vera algjörlega sjálfstætt. Og þetta heldur áffam og þróast hratt. Ein- ræktun líffæra er næsta skrefið. Er fólk á móti þeirri framkvæmd? Varahlutir á lager í líkamann, o.s.ffv. - allt er þetta á beinni braut til einræktunar manna. GSM-auglýsing Landssímans Karl skrifar: Fyrr á árinu birtist auglýsinga frá Landssímanum um notagildi GSM-símans þar sem brúðkaups- gestir biðu í kirkju og brúðurin mætti ekki... Þaö er álit margra að þetta sé ein besta auglýsing sem lengi hefur sést hér. Sagt var frá því í fféttum að auglýsing þessi hefði veriö valin til keppni í auglýs- ingamyndakeppni, að mig minnfr í Svíþjóð. Ekkert hef ég séð um þetta meira eða hvernig þessari ágætu auglýsingu reiddi af í keppninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.