Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998
23
Fréttir
tealflonl
Byggðu
þína á réttur
Hlutabréfa
n
ngum
Þú getur keypt
bréf í sjóönum á vef VÍB
(www.vib.is), hjá VÍB á Kirkjusandi,
í útibúum (slandsbanka og síma-
þjónustu í síma 575 7575.
^ Reykjanesbær:
Álagning út-
svars 11,79%
DV, Suðurnesjum:
Á fundi bæjarráðs í byrjun des-
ember var samþykkt að álagning út-
svars fyrir árið 1999 yrði 11,79%. Þá
er gert ráð fyrir að álagning fast-
eignagjalda fyrir íbúðarhúsnæði
verði eftirfarandi: Fasteignaskattur
0,36% og vatnsgjald 0,13% af álagn-
ingarstofni og lóðarmati. Holræsa-
gjald 0,13% af fasteignamati og lóö-
armati, sorphirðugjald kr. 3.500 og
gjald v/hreinsunar á fráveituvatni
6000 kr. á ári á íbúð.
Þá er afsláttur af fasteignaskatti
íbúðarhúsnæðs hjá elli- og örorkulíf-
eyrisþegum. Fyrir ellilífeyrisþega sem
eru fæddir árið 1928 og fyrr er lækk-
un kr. 21.000, ellilífeyrisþega fædda
árið 1929-31 er lækkun allt að kr.
10.500. Hjá örorkulífeyrisþegum með
75% örorkumat er lækkun allt að kr.
21.000 en þeir sem eru með 65% ör-
orkumat eða minna geta sótt um lækk-
un. Þeir sem misst hafa maka sinn á
árinu 1998 geta sótt um niðurfellingu
fasteignagjalda ársins 1999. -AG
62.345 kr. skattfrádráttur fyrir
hjón m.v. 266.667 kr. kaup
• i 1,2% raunávöxtun á ári si. 10 ár.
• Góð eignadreifíng.
• Stærsti hlutabréfasjóður iandsins (5 ma.kr.J.
• I.ægsti rekstrarkostnaður sem vitað er um
meðal sambærilegra sjóða (0,7%).
• Um 8.000 hluthafar.
• 62.345 kr. skattfrádráttur fyrir hjón
m.v. 266.667 kr. kaup.
VIB
VERDBRÉE4MARK4ÐUR LSLANDSBANKA HF.
Kirkjusandi • Sími 560 89 00
Veffang: w'ww.vib.is • Netfang: vib@vib.is
Járnbrúðkaup á Sauðárkróki
Steinunn Ágústsdóttir og Björn Björnsson giftu sig 23. desember 1928
Við ábyrgjumst gæði
Newco Pöntunargími 520-6144
DV, Sauðárkróki:
í dag, 23. desember, eiga 70 ára
brúðkaupsafmæli hjónin Steinunn
Ágústsdóttir og Bjöm Bjömsson frá
Hofsósi. Slíkur áfangi er næsta fá-
tíður og hefur verið kallað járn-
brúðkaup. Steinunn er fædd 1. sept-
ember árið 1909 í Grafarósi. Þar átti
hún heima til sex ára aldurs er hún
fluttist með foreldrum sínum á
Hofsós og hefur átt þar heima þar
til þau hjón fluttust á dvalarheimli
aldraðra á Sauðárkróki.
Grafarós var verslunarstaður um
80 ára skeið, skammt sunnan við
Hofsós, frá 1835-1915. Steinunn mun
vera síðust núlifandi þeirra sem
fæddust í Grafarósi og áttu þar
heima. Foreldrar Steinunnar voru
hjónin Salbjörg Guðfinna Jónsdótt-
ir, fædd 22. júní 1883 í Háakoti í
Stíflu í Fljótum, dáin 24. febrúar
1971, og Sigurður Ágúst Sigurðsson,
sjómaður í Grafarósi og Hofsósi,
fæddur 31. ágúst 1880, dáinn 17. nóv-
ember 1937.
Björn er fæddur 17. janúar 1906 í
Göngustaðakoti í Svarfaðardal. For-
eldrar hans voru hjónin Sigríður
Jónsdóttir, fædd 25. nóvember 1870
á Kóngsstöðum í Skíðadal, og Björn
Bjömsson, fæddur á Atlastöðum í
Svarfaðardal, og bjuggu þau í
Göngustaðakoti. Björn yngri
Bjömsson fór í Bændaskólann á
Hólum 1925 og lauk þaðan búfræði-
prófi vorið 1927.
Tii Hofsóss komu þau Steinunn
haustið 1928 og giftu sig á Þorláks-
messu árið 1928. Bjöm var sjómað-
ur fyrstu árin og vann þá ýmsa aðra
vinnu er til féll. Hinn 12. júni 1940
hóf hann vinnu hjá Kaupfélagi
Austur-Skagfirðinga og starfaði síð-
an alla tíð meðan það félag var og
hét. Lengst af var hann frystihús-
stjóri og sláturhússtjóri, alls í 31 ár.
Þá fór hann að vinna á skrifstofu
hjá frystihúsinu.
Bjöm var léttleikamaður og góð-
ur íþróttamaður og kenndi m.a. firn-
leika á Hofsósi á sínum yngri árum.
í störfum sínum átti hann jafnan
styrk og stuðning konu sinnar.
Bjöm og Steinunn eignuðust átta
börn. Þau em Alfreð Bjömsson, f.
24.10. 1929, d. 29.2. 1984. Valdimar
Björnsson, f. 16.2. 1931. Sólberg
Bjömsson, f. 7.11. 1932. Björn
Bjömsson, f. 4.12. 1933. Guðbjörg
Björnsdóttir, f. 25.11. 1935. Sigurður
Björnsson, f. 29.2.1940. Fanney Björk
Bjömsdóttir, f. 10.12.1943. Kristín
Bjömsdóttir, f. 12.3. 1947. Björn og
Steinunn dveljast nú á Dvalarheim-
ili aldraöra á Sauðárkróki. Afkom-
endur þeirra eru alls orðnir 82. Hug-
heilar ámaðaróskir fylgja þeim á
þessum einstöku tímamótum. -ÞÁ
Steinunn og Björn.
DV-mynd Þórhallur
Tilboð!
Sérhannaðu
hnakkur fyrir
íslenska hest-
inn á mjög
góðu verði.
Hnakkurinn
seldur á tilbo
með sérlega
vönduðum
fylgihlutum:
Tvöfaldri
reimagjörð, tví-
bognum ístöðum,
istaðsólum
reiða.
Verð aðeins
27.900 kr.
KEIÐLIST
SKEIFAH 7 . Il» S)t 1)11. HX: Slt Dlt
Margrét Sveinsdóttir, forstöðumaður
Einstaklingsþjónustu VÍB.