Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 44
'‘48 MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998 Afmæli Sigurður Harðarson Sigurður Harðarson vélvirkja- meistari, Hagaílöt 3, Garðabæ, er fertugur í dag. Starfsferill Sigurður fæddist í Reykjavík en ólst upp hjá móðurforeldrum sín- um, Sigurði Hannessyni og Önnu Dagmar Lovisu Eyjólfsdóttur á Eylandi í Garðabæ. Hann gekk í «f Barnaskóla Garðahrepps, Gagn- fræðaskóla Garðahrepps, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lærði vélvirkjun hjá skipasmíða- stöðinni Stálvík. Þar lauk hann sveinsprófi í vélvirkjun og síðan meistaraprófi. Sigurður starfaði til skamms tíma hjá Vélsmiðju Péturs Auðuns- sonar, var síðan bílstjóri hjá Drátt- arbílum ehf. en hóf eigin rekstur, ásamt félaga sín- um, Víði Þ. Guðjónssyni, er þeir stoíhuðu Vél- smiðjuna Kofra í Hafnar- firði 1991 sem þeir starf- rækja enn í dag. Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Lára Dan Danielsdóttir, f. 20.7. 1960, ferðafræðingur og dagmóðir. Þau hófu sambúð 1978 en giftu sig 11.12. 1981. Lára er dóttir Daníels Kr. Kristinssonar, f. 8.5. 1930, d. 2.1. 1995, og Dýrleyjar Sigurðardóttur, f. 25.9. 1936, símavarðar hjá Granda, búsettrar i Reykjavík. Dætur Sigurðar og Láru eru Dýrley Dan, f. 23.10. 1978, nemi og starfsmaður hjá IKEA en unnusti hennar er Trausti Eysteinsson, f. 22.5. 1976, múrari; Stella Ósk, f. 24.7. 1981, starfs- maður hjá Hótel Óðins- véum en unnusti hennar er Óskar Brynjólfsson, f. 10.7. 1977, múrari; Sigríð- ur Lovísa, f. 8.8. 1985, nemi í Garðaskóla; Elísa- bet Anna, f. 14.12. 1988, nemi í Flataskóla. Hálfsystkini Sigurðar, sammæðra, eru Guðjón Þór Emils- son, f. 16.5. 1965, búsettur á Selfossi en kona hans er Fanney Stefánsdótt- ir og eru synir þeirra Emil Þór og Atli Fannar; Helga Dagmar Emils- dóttir, f. 12.2. 1966, búsett á Selfossi Sigurður Harðarson. en maður hennar er Guðfinnur Jónsson og er dóttir þeirra Lovísa Dagmar. Foreldrar Sigurðar: Hörður Júlí- usson, f. 17.8. 1941, d. 14.3. 1965, sjó- maður, og Stella Sólborg Sigurðar- dóttir, f. 16.4. 1944, starfsmaður við Hrafnistu í Reykjavík. Stjúpfaðh- Sigurðar er Emil Þór Guðjónsson, f. 15.2. 1944, bilstjóri. Ætt Hörður var sonur Júlíusar Magn- ússonar og Gyðu Runólfsdóttur sem búsett voru í Reykjavík. Stella er dóttir Sigurðar Hannes- sonar og Önnu Dagmarar Lovísu Eyjólfsdóttur sem lengst af bjuggu á Eylandi í Garðabæ. , Friðrik Brynjólfsson Friðrik Brynjólfsson, húsasmiður og bóndi að Austurhlíð' II í Blöndudal í Bólstaðarhlíðarhreppi í Austur-Húnavatnssýslu, verður sjötíu og fimm ára á aðfangadag. Starfsferill Friðrik fæddist á Þing- -75?yri við Dýrafjörð og ólst upp í Dýrafiröinum. Hann var skamman tíma í farkennslu en naut góðr- ar tilsagnar i foreldrahúsum. Þá var hann einn vetur í Héraðsskóla, hóf nám í húsasmíði 1945, lauk sveins- prófi í þeirri grein 1949 og öðlaðist meistararétt- indi þremur árum síðar. Friðrik vann við húsa- smíðar, m.a. í Reykjavík, en 1961 festi hann kaup á jörðinni Austurhlíð í Blöndudal og hóf þar bú- skap á vordögum það ár. Á þeim árum sem Frið- rik bjó í Austurhlíð keypti hann viðbótarland við jörðina og jókst land- rými jarðarinnar um nær helming. Þá voru þau hjónin iðin við að byggja upp á jörðinni, fjölga skepnum og stækka túnið en stærð þess þrefaldaðist í búskapartíð þeirra. Friðrik brá búi 1992 og byggði þá iðnaðarbýlið Austurhlíð II. Þar hef- ur hann átt heima síðan, og unnið að trjárækt og ýmsu öðru sér til dægrastyttingar. Fjölskylda Friðrik kvæntist 2.5.1959 Guðríði B. Helgadóttur, f. 16.3. 1921, kven- klæðskera. Hún er dóttir Helga Magnússonar, bónda í Skollatungu í Skagaflrði, og k.h., Kristínar Guð- mundsdóttur húsfreyju. Börn Friðriks og Guðríðar eru Sigríður Guðrún, f. 14.11.1959, skrif- stofumaður hjá KEA, búsett á Akur- eyri, gift Guðmundi Guðmundssyni skipstjóra og eiga þau tvö böm; Brynjólfur, f. 7.11. 1960, bóndi í Austurhlíð, kvæntur Jóhönnu Helgu Halldórsdóttur húsfreyju og eiga þau fjögur böm; Kristín, f. 28.5. 1963, meðferðar- og stuðningsfull- trúi í Reykjavík; Ólína, f. 7.10. 1966, skrifstofumaður hjá prentsmiðjunni Odda í Reykjavik. Foreldrar Friðriks vora Brynjólf- ur Einarsson, f. 8.8. 1874, d. 1953, bóndi í Dýrafirði, og k.h., Sigríður Guðrún Brynjólfsdóttir, f. 20.2. 1881, d. 17.1. 1971, húsfreyja. Friðrik verður að heiman á af- mælisdaginn. Magnús Jóhannsson Magnús Jóhannsson kaupmaður, Hæðarbyggð 12, Garðabæ, verður sjötugur á aðfangadag. Starfsferill Magnús fæddist á Patreksfirði og ólst þar upp. Hann stundaði nám við VÍ og lauk þaðan verslunarprófi 1949. Að námi loknu starfaði Magnús um skeiö hjá oddvita Patreks- hrepps, síðan hjá Kaupfélagi Pat- reksfjarðar og stundaði skrifstofu- störf við Elli- og hjúkranarheimilið Grand í Reykjavík 1952. Magnús hóf verslunarrekstur í Reykjavík 1953. Hann stofnaði þá verslunarfyrirtækið Skeifuna með rekstri matvöraverslunar að -^-Snorrabraut 48 í Reykjavík. Árið 1955 bætti hann við tveimur versl- unum, matvöraverslun og vefnaðar- vöruverslun, báðum aö Blönduhlíð i Reykjavík. Þá opnaði hann hús- gagnaverslun að Snorrabraut 48 ár- iö 1957 og skömmu síðar einnig að Laugavegi 66 og Skólavörðustíg 10. Árið 1959 vora húsgagnaverslanim- ar við Snorrabraut og Laugaveg sameinaðar í Kjörgarði að Lauga- vegi 59 en samtímis opnaði Skeifan vefnaðarvöruverslun að Snorra- bráut 48. Þá starfrækti Skeifan þrjú húsgagnaverkstæði og þar af eina bólstrunarstofu. Skeifan starfrækir nú bólsturverkstæðið og smíðastof- una Álm, ásamt öðram. Magnús var formaður íþróttafé- lagsins Harðar á Patreksfirði og varaformaður Ungmenna- og íþróttasambands Vestur-Barða- strandarsýslu í þrjú ár. Hann sat í stjóm Félags húsgagnaverslana frá stofnun 1961 og um árabil og hefur verið virkur félagi í Lionsklúbbnum Nirði í fjörutíu ár. Fjölskylda Fyrsta kona Magnúsar var Hjör- dís Ingvarsdóttir, f. 6.6. 1932, kaup- maður í Reykjavík. Þau skildu. Önnur kona Magnúsar var Hólmfriður Gunn- laugsdóttir, f. 29.4.1929, d. 17.8. 1987, yfirflugfreyja. Þau skildu. Foreldrar Hólmfríðar voru Gunn- laugur Guðjónsson, út- gerðarmaður á Siglufirði, og Hólmfríður Sigurjóns- dóttir húsmóðir. Böm Magnúsar og Hólmfríðar era Jóhann Magnússon, f. 14.4. 1966, búsettur í Reykjavík; Gunnlaugur Magnússon, f. 14.4. 1966, starfsmað- ur hjá MATA ehf. í Reykjavík, kvæntur Örnu Þorsteinsdóttur söngkonu og er dóttir þeirra Hólm- fríður Gunnlaugsdóttir, f. 14.3. 1995; Hólmfríður Magnúsdóttir, f. 22.7. 1967, starfsmaður hjá Ágústi Ár- mann ehf., búsett í Reykjavík. Þriðja kona Magnúsar er Lilja Huld Sævars, f. 9.6. 1939, skrifstofu- maður í Reykjavík. Hún er dóttir Ásgrims Kristinssonar, bónda í Ás- brekku I Vatnsdal, og Svövu Sigur- bjömsdóttur saumakonu. Dóttir Magnúsar og Lilju er Svava Kristín Egilson, f. 24.12. 1966, tækniteiknari í Brekkutröð við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði, gift Kjartani Steinarr Egilsson vélfræð- ingi og eru börn þeirra íris Ósk Eg- ilson, f. 29.1. 1988 og Magnús Freyr Egilson, f. 22.12. 1992. Systkini Magnúsar: Hjördís Jó- hannsdóttir, f. 23.4. 1932, skrifstofu- stjóri í Reykjavík; Álfhildur Jó- hannsdóttir, f. 10.1. 1934, fúlltrúi í Reykjavík, gift Jóni Halldóri Hall- dórssyni rannsóknarlögreglumanni; Guðmundur Jóhannsson, f. 31.5. 1941, d. 7.6. 1998, kaup- maður í Reykjavík, var kvæntur Guðrúnu Álf- geirsdóttur kaupmanni. Foreldrar Magnúsar vora Jóhann Magnússon, f. 2.9. 1904, d. 7.7. 1971, sjómaður á Patreksfirði, og k.h., Hólmfríður Guð- mundsdóttir, f. 19.11. 1903, d. 2.5. 1989, hús- freyja. Ætt Jóhann var sonur Magnúsar, skó- smiðs og kaupmanns á Patreksfirði Jóhannssonar, b. í Litluhlíð í Vatns- dal Loftssonar. Móðir Jóhanns var Þóra Vigfús- dóttir, b. á Mosfelli í Svínavatns- hreppi í Húnavatnssýslu Hö- skuldssonar, b. á Fjalli á Skeiðum Vigfússonar, b. á Fjalli og ættfóður Fjallsættarinnar Ófeigssonar. Móðir Þóru var Sigríður Vigfúsdóttir, b. á Grand í Skorradal Gunnarssonar. Móðir Vigfúsar var Kristín Jóns- dóttir, b. á Vindási á Landi Bjama- sonar, b. á Víkingslæk Halldórsson- ar, ættfóður Vikingslækjarættarinn- ar. Móðir Sigríðar var Vigdís Auð- unsdóttir, pr. á Stóravöllum Jóns- sonar, bróður Amórs, langafa Hannibals Valdimarssonar, föður Jóns Baldvins sendiherrra og Amórs heimspekings. Hólmfríður var dóttir Guðmund- ar, b. á Ytri-Sveinseyri í Tálkna- firði Hallssonar, b. í Byggðarholti í Lóni Jónssonar, pr. á Kálfafellsstað Þorsteinssonar. Móðir Halls var Sig- ríður Hallsdóttir, systir Þorleifs, langafa Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar. Undur nq stDrmerki... ■+ ^ Jf ■i m m www.visir.is FYRSTUR MEÐ FRÉTTIRNAR y* Magnús Jóhannsson. 111 hamingju með afmælið 23. desember 95 ára Guðnin Amadóttir, Hrafnistu í Reykjavík. Ólína J. Austfjörð, Munkaþverárstræti 9, Akureyri. 90 ára Helgi Þórarinsson, Kaplaskjólsvegi 65, Reykjavík. 85 ára Steinunn Eiríksdóttir, Skúlagötu 40, Reykjavík. Laufey Sigurpálsdóttir, Stapasíðu 6, Akureyri. Sigríður Kristinsdóttir, Ólafsvegi 21, Ólafsfirði. 75 ára Anna Fjóla Jónsdóttir, írabakka 6, Reykjavík. Amfríður Amórsdóttir, Hjallabraut 33, Hafnarfirði. Ingveldur Guðmundsdóttir, Aðalgötu 5, Keflavík. Sigurbjörn Jónsson, Jaðarsbraut 41, Akranesi. Ásta Pétursdóttir, Björgum, Ljósavatnshreppi. Hildur Hallgrímsdóttir, Hrafnabjörgum 2, Egilsstöðum. 70 ára Nanna Guðrún Jónsdóttir, Háholti 16, Hafnarfirði. Guðrún Hjálmarsdóttir, Hólkoti, Hofsósi. 60 ára Þóra Gestsdóttir, Geitlandi 8, Reykjavík. Guðmundur Ólafsson, Löngubrekku 3, Kópavogi. Margrét Engilbertsdóttir, Hvassahrauni 2, Grindavík. 50 ára Ása Björk Sveinsdóttir, Logalandi 9, Reykjavík. Kurt Vilhjálmur Eichmann, Rauðagerði 68, Reykjavík. Hrefna Helgadóttir, Álfabyggð 24, Akureyri. Kiistinn Gunnlaugsson, Hrísateigi 3, Húsavík. Sigríður Baldursdóttir, Víðikeri, Bárðdælahreppi. Sæmundur Bjami Ingibjartsson, Kambahrauni 18, Hveragerði. 40 ára Eyþór Jónsson, Norðurtúni 9, Sandgerði. Hann tekur á móti gestum í veitingahúsinu Vitanum, Sandgerði, laugard. 2.1. milli kl. 20.00 og 23.00. Hanna Rósa Ragnarsdóttir, Hátúni lOb, Reykjavík. Eggert Ketilsson, Laugamesvegi 116, Reykjavík. Þórólfur Jónsson, Grundargerði 31, Reykjavík. Elínborg Bjamadóttir, Suðurhúsum 8, Reykjavík. Petrína Sæunn Úlfarsdóttir, Furuhjalla 3, Kópavogi. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Vallargerði 30, Kópavogi. Björg Jóna Sveinsdóttir, Álfaskeiði 26, Hafnarfirði. Þórhallur S. Steinarsson, Framnesvegi 10, Keflavík. Þurfður Jónasdóttir, Suðurvöllum 2, Keflavík. Katrln Pálsdóttir, Lágholti 20, Stykkishóhni. María Halldóra Alexandersdóttir, Ránarbraut 14, Skagaströnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.