Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1998, Blaðsíða 60
1
dagur til jóla
Afsögn Eggerts Haukdal:
Vantar 5 milljónir
- óreiða fremur en ásetningur
Samkvæmt heimildum DV er
bókhaldsóreiða ástæða þess að Egg-
_ert Haukdal hefur látið af störfum
sem oddviti V-
Landeyjahrepps.
Eftir því sem
næst verður kom-
ist er um að ræða
upphæð upp á
um fimm milljón-
ir sem ekki hefur
tekist að finna
stað í bókhald-
Eggert Haukdal. inu. Þeir sem DV
hefur rætt við
vegna þessa máls vilja þó ekkert
staðfesta. Flestir þeirra töldu þó að
ekki væri um vísvitandi misferli að
ræða heldur óreiðu.
Það eina sem Eggert Haukdal
vildi segja um málið er að verið sé
^að vinna að nýjum reikningi sveit-
arfélagsins og hann verði að líkind-
um afgreiddur eftir áramótin. -JBP
Hér situr Sigurður við skúffuna sem minkurinn var í. Björn Örlygsson minkabóndi heldur á dauðum gestinum.
DV-mynd KE
Minkur í sokkum
DV, Gnúpverjahreppi:
Það þykir „smart" að klæðast
minkapels og ekki spillir ef skinnin
eru íslensk. Sigurður Unnar Sigurðs-
son trésmiður, búsettur að bænum
Skarði í Gnúpverjahreppi, var ekki að
leita að minkapelsinum sínum þegar
hann opnaði eina kommóðuskúffuna í
kjallaraherberginu sínu sl. mánudag.
„Ég var að vinna úti fram að hádegi
og ætlaði að fara í ullarsokka áður en
ég færi út aftur. Þegar ég opnaði
skúffuna sat svartur minkur í sokka-
hrúgunni og brosti til mín. Mér brá
mikið og hentist afturábak um leið og
ég skellti skúffuni aftur.“
Sigurður hringdi í vin sinn, fyrr-
verandi minkabónda frá Bólstað, og
bað hann að koma og fást við dýrið.
Björn Örlygsson, sem nýverið hætti
minkabúskap og fargaði milli 3 og 4
þúsund dýrum, kom með þykka leður-
vettlinga sem ætlaðir eru til að fást
við minka og náði dýrinu úr skúff-
unni. Síðan beitti hann minkinn
brögðum sem vanir menn fram-
kvæma, s.s. aflífaði dýrið á faglegan
hátt.
„Ég taldi rétt að biðja Björn að ná
kvikindinu úr skúfiúnni og stúta því.
Verkiö var eriitt því minkurinn sendi
frá sér þvílíka lyktarbombu þegar ég
skellti skúffuni aftur að nánast var
ólíft í herberginu. Minkar hafa þetta
varnartæki þegar þeir verjast eða
verða hræddir."
Björn taldi ómögulegt að sjá það
hvort þetta hefði verið minkur úr ein-
hverju búinu eða þá villiminkur.
Þeim félögum bar saman um það að
nú sæist óvenjumikið af mink við bæi
og við vegi. Ekki er langt síðan annar
minkur var veiddur við bæinn Skarð.
„Sá var ákaflega gæfur, ég sá hann
vera að skoða sig um í kjallaratröpp-
unum og gekk að honum og skellti
yfir hann bala. Vinur minn einn kom
svo með haglarann og pundaði á
hann. Þessi sem fór í sokkaskúffuna
hefur komið inn um opinn glugga á
herberginu, glugginn er ekki langt frá
jörðu. Hvernig hann komst í skúffuna
veit ég ekki, að minnsta kosti var
hann þama alveg sprelllifandi og ekki
á þeim nótunum að breytast í pels,“
sagði Sigurður og brosti að öllu sam-
an eins og minkurinn gerði í upphafí
samfunda þeirra. -KE, Selfossi
Grannt fylgst
meö öskufalli
Almannavamir og Veðurstofa ís-
lands munu á næstu dögum fylgjast
grannt með öskufalli vegna gossins í
Grímsvötnum. Áhyggjur hafa komið
fram hjá dýralæknum um öskufall á
Suðurlandsundirlendinu, sérstaklega
vegna útigangshrossa, með hliðsjón
af austlægum vindáttum síðustu tvo
dagana fyrir jól. Gert er ráð fyrir að
öskudreifíngin verði mest um norð-
an- og vestanvert landið fyrst um
sinn.
Flugmenn véla í millilandaflugi
jafnt sem áætlunarflugi innanlands
em mjög á varðbergi vegna öskufalls.
Gefrn hefur verið út aðvörun
vegna fmgerðra gosefna yfir Kefla-
víkurflugvelli. „Flugmenn eru mjög á
varðbergi," sagði Einar Sveinbjörns-
son veðurfræðingur við DV. Grófustu
gosefnin eru vissulega yfir Vatna-
jökli en mjög smágerð öskukorn bár-
ust að vestanverðu landinu í gær.
Starfsmenn norrænu eldfiallastöðvar-
innar staðfestu í gær að sýni sem
settust á skál á svölum Veðurstofunn-
ar væra 0,1 mm í þvermál. „Þetta er
eins og ryk sem kom með úrkom-
unni,“ sagði Einar veðurfræðingur.
Hann sagði jafnframt að samkvæmt
sínum upplýsingum valdi öskukorn
sem ná heilum millimetra í þvermál
miklum spjöllum á flugvélum.
Gosmökkurinn yfir Grímsvötnum
var 9-10 kílómetra hár snemma að
morgni Þorkláksmessu enda var
vindur þá hægur, að jafnaði stígur
askan upp í 7-8 kilómetra hæð. -Ótt
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
Birgir Dýrfjörð:
Enginn trúverðugleiki Kvennalista
„Kvennalistinn valdi að slíta um-
ræðum og ráðast að A-flokkum með
óhróðri. Eftir það hafa þær engan
trúverðugleika til að biðja þjóðina
að kjósa þessa sömu A-flokka. Nú
halda þær að þær geti fengið að
reyna aftur. Það verður engin taka
tvö,“ segir Birgir Dýrfiörð, fulltrúi
Alþýðuflokks í samninganefnd um
stöðuna í samfylkingarmálum. Full-
trúaráð Alþýðuflokksins samþykkti
í gær reglur um opið prófkjör þann
23. eða 30. janúar nk. Þar er gert ráð
fyrir að hver flokkur velji 6-9 fram-
bjóðendur en Jóhanna Sigurðar-
dóttir fái 4. sætið. Hver flokkur skal
fá samkvæmt reglunum a.m.k. tvö
af átta efstu sætum. Efsta sætið fái
sá flokkur sem hefur mest atkvæða-
magn að baki.
-rt
Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna
tók af skarið og samþykkti próf-
kjörsreglur í gær. DV-mynd Pjetur
Blaðaafgreiðsla DV er opin í dag
frá kl. 9-20. Lokað á aðfangadag, jóla-
dag og annan í jólum. Næst verður
opiö mánudaginn 28. desember frá kl.
OSF-20.
Smáauglýsingadeild DV er opin í
dag frá kl. 9-18. Lokað á aðfangadag,
jóladag og annan í jólum. Opið verð-
ur sunnudaginn 27. desember frá kl.
16-22.
Ritstjóm er lokuð aðfangadag, jóla-
dag og annan í jólum en vakt verður
frá kl. 14-23 sunnudaginn 27. desem-
ber.
Beinn sími á ritstjórn er 550 5866.
DV kemur næst út eldsnemma
mánudaginn 28. desember.
Gleöileg jól!
(VAR HANN EKKI
HREINNÁ
FÓTUNUM!
0°
V7^ ^ o-V V
V
±°. . í « t V > \® 4
V w Jóladagur
Ágætisjólaveður um allt land
Á morgun, aðfangadag, verður vax-
andi austanátt sunnan og vestan til um
morguninn. Slydda eða rigning verður
á landinu, vægt frost norðanlands en
hiti rétt yftr frostmarki fyrir sunnan. Á
jóladag verður austankaldi vestan til
en hæg breytileg átt austan tiL É1 og
slydduél veröa og hiti á bilinu 0 til 3
V
Jk^í°
*
V°“
Annar í jól.
stig. Á laugardag og sunnudag verður
norðaustanstinningskaldi á Vestfjörð-
um en fremur hæg breytileg átt annars
staðar. Vægt frost verður norðan til en
hiti kringum frostmark sunnan og
austan til. É1 verða um allt land.
Veðriö í dag er á bls. 58.
V 3V,
Sunnud.
Astþór Magnússon lagði f morgun
fram kæru á hendur utanríkisráð-
herra vegna viðskiptabannsins í
írak. Hér sést Ástþór mæta í fylgd
jólasveins. DV-mynd Teitur.
Bílheimar ehf.
Sævarhöfða 2a • Sími 525 9000
Brotist inn í skart-
gripaverslun
Brotist var inn í skartgripaverslun
Jóns og Óskars við Laugaveg um fiög-
urleytið í nótt. Rúða var brotin í
glugga verslunarinnar en óljóst er
hvað var í glugganum en talið að
úrum hafi veriö stolið. Þjófarnir
gerðu lítið gat á gluggann til þess að
þeir gætu teygt langar hendm- sinar
að góssinu. Þeir náðust ekki. -hb
LftTTM
vinna
3» «.
■ ifýrlr Él. J 7-1JLUS
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV,
greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJALST, OHAÐ DAGBLAÐ
MIÐVIKUDAGUR 23. DESEMBER 1998