Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1999 Fréttir_______________________________ Margir um toppsæti Suðurlands: Nýr maður ákveður sig á þrettándanum - Sigurður Jónsson er talinn geta orðið Árna Johnsen skeinuhættur Sigurður Jónsson, forseti bæjar- stjórnar á Selfossi og einn af topp- unum í Kaupfélagi Árnesinga og fréttaritari Morgunblaðsins á staðn- um um langt árabil, mun svara því á þrettándanum hvort hann rær í Vestmannaeyjajarlinn Árna John- sen í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem framundan er. Vinir Sigurðar V-Eyjaflallahreppur: Ólga vegna sveitarstjóra Átök eru í uppsiglingu vegna ráðningar sveitarstjóra i Vestur- Eyjafjallahreppi. Guðjón Árna- son frá Stóru-Mörk var ráðinn eftir að nokkrir sveitarstjórnar- menn viku vegna vanhæfis þegar farið var yfír umsóknir. Helsti keppinautur Guðjóns um starfið var Eyja Þóra Einarsdóttir, hús- freyja á Moldnúpi. Hún íhugar nú að kæra ráðningu Guðjóns til jafnréttisráðs. - Hvers vegna? „Ég vil ekki tjá mig um þetta að svo stöddu en ég ligg undir feldi,“ sagði Eyja Þóra, húsfreyja á Moldnúpi. I Vestur-Eyjafjalla- hreppi búa tæplega 200 manns. -EIR Stykkishólmur: Hitaveita næsta haust DV, Vesturlandi: Að sögn Ólafs Hilmars Sverris- sonar, bæjarstjóra i Stykkis- hólmi, er ekki búið að ákveða fé- lagsform hitaveitu í Stykkis- hólmi. Hefur veriö beðið eftir því meðal annars hvort sett verði skilyrði af hálfu ríkisins vegna niðurgreiðslufjármagnsins svo- nefnda en linur ættu að skýrast í þessu fljótlega. „Hvaö framkvæmdir snertir er að mestu lokið lagningu aðveitu- æðar og verið er að byggja varmaskiptastöð. Dreifikerfi bæj- arins verður boðið út nú í byrjun árs og gert ráð fyrir að tengingar húsa verði siðari hluta næsta árs eða á haustrnánuöum," sagði Ólafur Hilmar. -DVÓ Borgarnes: Nýr stjóri í heilsugæslunni DV Vésturlandi: Þórir Páll Guðjónsson, sem lét af störfum kaupfélagsstjóra KB í Borgamesi í sumar, hefur tekið við stööu framkvæmdasfjóra Heilsugæslustöðvarinnar í Borg- amesi. Stöðin hefur verið fram- kvæmdastjóralaus í langan tíma og sóttu átta um stöðuna sem er 50% staða. Allar læknastöður stöðvarinn- ar eru mannaðar sem stendur. í stjórn Heilsugæslustöðvarinnar í Borgamesi eru Guðmundur Ei- ríksson, sem er stjómarformað- ur, Sigrún Ólafsdóttir, Kolbeins- staðarhreppi, Vifill Karlsson, Borgarbyggð, Bergþór Kristleifs- son, Borgarfirði, og Birna Ólafs- dóttir, fulltrúi starfsmanna. DVÓ og kunningjar segjast geta fuflyrt að svarið verði jákvætt. Jafn- framt segja heimildir blaðsins að þátttaka Sigurðar gæti skipt sköpum enda keppa margir um fyrsta sætið og hætt við að atkvæði skiptist út og suður. í gær kom framboð eins nýs kandídats til viðbótar, Jóns Hólms Stefánssonar, bónda á Gljúfri í Ölfusi, sem vill fá annað sætið. Jón Siguröur Jónsson. Hólm var framsóknarmaður lengi, breytti yfir í Sjálfstæðisflokkinn fyrir síðustu bæjar- stjórnarkosningar og komst í sveitarstjóm- ina í Ölfushreppi. Era þá 7-8 komnir fram sem hyggjast keppa um þingsæti. Fram- bjóðendur sem vitað er um era auk fyrr- greindra: Drífa Hjart- ardóttir, bóndi á Keld- um, Ólafur Bjömsson lögfræðingur, frá Út- hlíð í biskupstungum, starfandi á Selfossi, Kjartan Ólafsson garð- yrkjufræðingur, Kjartan Bjömsson, rakari á Selfossi og formaður Arsenal-klúbbsins, og Kristín Þórar- insdóttir, hjúkrunarfræðingur í Þorlákshöfn, Talað er um blokk milli Árna Johnsen alþingismanns, sem hygg- ur á efsta sætið, og Drífu Hjartar- dóttur, sem verður ánægö með ann- að sætið að sagt er. Sigurður Jónsson er kennari að mennt en annast um ýmsa þætti i starfí KÁ á Selfossi, hótelrekstur og fleira, auk þess að vera fréttaritari Morgunblaðsins. Hann er ættstór á Suðurlandi, reglusamur og dugleg- ur maður. Einn kunningja hans sagði í gærkvöldi að Sigurður væri svo vammlaus að fyrir vikið hefði hann eignast öfundarmenn. -JBP Maöur á sextugsaldri ók eins og vitfirringur á Cadillac de Ville bifreið upp Snorrabrautina seint á nýársdag. Ók hann utan í fjórar kyrrstæðar bifreiöar áöur en hann lenti á grindverki sem aðskilur akreinar. Aö því loknu endaöi hann á steyptum vegg á horni Karlagötu og lagöi þá á flótta fótgangandi. Lögreglan handsamaöi manninn og færöi í fanga- geymslu. Á myndinni getur að líta bifreiö og ökumann eftir handtöku. DV-mynd HH Álftárós kærir ÁTVR til íjármálaráðherra: Rosaleg valdníðsla - segir Örn Kjærnested - tilboð sitt hafi verið lægst Verktakafyrirtækið Álftárós hf. hefur kært úrskurð stjórnar ÁTVR að ganga fram hjá tflboði fyrirtækis- ins um leiguhúsnæði fyrir áfengis- útsölu í Mosfellsbæ. Örn Kjæme- sted, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, sagði í gær að lögmaður hans, Hreinn Loftsson, hefði skrifað Geir H. Haarde fjármálaráðherra í því skyni að fá ráðherrann til að ógilda gerðir stjórnarinnar. „Ég vil fá það á hreint að mitt tilboð var lægst. Ég tel mig vita með góðri vissu að svo var enda er því hvergi mótmælt, okkur var mismunað. Hér tel ég að um sé að ræða rosalega valdníöslu," sagði Örn Kjærnested við DV. Hann sagði að ráðuneytið hlyti að geta svarað, engum viðskiptaleyndar- málum væri ljóstrað upp með því. Álftárós er eigandi þess hluta Kjarna þar sem Nýkaup og fleiri verslanir era til húsa. Það er glæ- nýtt og glæsflegt verslunarhús Örn segir að í öllum stærri versl- unarkjörnum sem reistir hafa verið síðustu árin hafi ÁTVR fengið hús- næði á leigu - nema í Kjama í Mos- feflsbæ. Hann telur að bygging þess húss hafi staðið og fallið með því hvort áfengisverslun yrði í húsinu eða ekki. Öm segist þvi hafa unnið ötullega að þessu máli allt frá árinu 1990 og gert ráð fyrir að vínbúð yrði í húsinu. Það pláss bíður tilbúið. -JBP Héraösdómur Noröurlands eystra:- Yfir 10 milljónir króna vegna ógreiddra víxla DV, Akureyri: Þrir Reykvíkingar hafa persónu- lega og fyrir hönd sameignarfélags í þeirra eigu verið dæmdir til riflega 10 mifljóna króna greiðslu í Héraös- dómi Norðurlands eystra vegna tveggja víxla sem þeir fengu frá Sparisjóði Ólafsfjarðar seint á árinu 1997. Víxlarnir voru að upphæð 1,7 milljónir og 2,2 milljónir króna og átti að greiöa þá í desember sama ár. Það gekk ekki eftir og nemur bankakostnaður vegna víxlanna tveggja samtals rúmlega 5 milljón- um króna. Þá var málskostnaður sem þremenningunum var gert að greiða tæplega 600 þúsund krónur þannig að alls var þeim með dómn- um, sem var kveðinn upp skömmu fyrir áramót, gert að greiða á elleftu milljón króna. -gk WgÉgSbáttbÉffa Helga blöskrar Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem stunda sundlaugar að dýrara er orðið að fara í sund í Reykjavík. Nemur hækkun á kort- um allt að 20 pró- sentum og þykir mörgum nóg um. Góðvinur Sand- korns er tíður gest- ur í simdlauginni á Seltjarnarnesi. Hann brá sér í sund á nýju ári og hitti þar kunn- ingja sinn. Þeir létu fara vel um sig í pottinum og ræddu landsins gagn og nauðsynj- ar. í þann mund sem hækkunin í sundlaugum Reykjavíkur bar á góma i samtalinu sjá þeir hvar Helgi Hjörvar, einn af forystu- mönnum R-listans, bfl-tist á skýl- unni ásamt fjöiskyldu sinni. Varð þeim þá að orði að jafnvel Helga blöskraði svo hækkunin í Reykja- vik að hann færi út fyrir borgar- mörkin í sund... Magnús Orn Prentvillupúkinn er sfrmdum að stríða blaðamönnum og svo virðist sem hann geti heldur ekki látið textagerðarmenn á sjónvarpi í friði. Fyrir áramóta- ávarpið í Sjónvarp- inu, sem flestir skotglaðir íslend- ingar missa af, var Markús Öm Ant onsson útvarps- stjóri kynntur til sögunnar sem Magnús Örn Ant- onsson. Nokkrum kvöldum fyrr var frumsýnd íslensk sjónvarpsmynd eftir Egil Eðvarðs- son. Skáldskaparleyfi sem leik- stjórinn tók sér vakti hörð við- brögð hjá nokkrum áhorfendum. En við nánari skoðun þarf það ekki að koma óvart þar sem á skjánum stóð skálskaparleyfi... Samherjar Verktakafyrirtækið Álftárós hf. hefur kært úrskurð stjómar ÁTVR að ganga fram hjá tilboði fyrirtækis- ins um leiguhúsnæði fyrir áfengis- útsölu í Mosfellsbæ. Eins og títt er á ís- landi tengjast ýmsir sem að vínsölu- vandanum í Mos- fellsbæ koma. Þrír gamlir samherjar úr SUS, ráðherr- ann Geir H. Haarde, verk- takinn Öm Kjærne- sted og lögmaðurinn Hreinn Lofts- son voru eindregnir andstæðingar ríkisafskipta af flestu tagi og era áreiðanlega enn. Þeir fjalla nú sin í milli um grundvallarmál einka- framtaksins uppi í Mosó... Af allsnægtum... Góðvinur Sandkoms var á leið í jólafrí frá Bandaríkjunum ásamt konu sinni. Þegar vélin var komin í loftið langaði manninn skiljanlega að fá eitthvað að lesa. Innan tíðar birtist flugfreyjan með blaðavagninn og þáði maðurinn blað að lesa. Konan vildi líka lesa. En þá sagði flugfreyjan að um borð væru ekki nógu mörg og bað þau hjón vinsamlega um að deila blaðinu. Þaö gerðu þau. Nú, síðan kom maturinn og fátt mark- vert gerðist fyrr en maðurinn baö um kók að drekka. Kom flugfreyjan með kókið. Þá varð konan einnig þyrst og bað um eina dós handa sér. Þá sagði flugfreyjan að lítið væri til af kóki um borð og spurði hvort þau hjón væra ekki til í að deila dósinni. Vini vorum varð svarafátt enda búin að greiða um 80 þúsund krónur fyrir jólafarseðilinn... Umsjón Haukur L. Hauksson Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.