Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1999 15 Af hinum þröngu og víðu í kjölfar dóms Hæsta- réttar I máli Valdimars H. Jóhannessonar hafa enn á ný blossað upp hatrammar deildur um stjóm fiskveiða þar sem tilefni hefir gefíst til vegna nýrrar hliðar sem upp er komin á því máli. Ríkiseign - þjóðareign Eftir úrskurð héraðs- dóms í hinu svonefhda kvótamáli bjuggust flestir við að lyktir fyr- ir Hæstarétti yrðu á sömu lund. Er dómur féll voru menn fljótir að " skiptast í tvær fylking- ar eftir því á hvom veg skilja bæri úrskurðinn, þröngan eða víðan. Var þvi jafnvel haldið fram af hin- Kjallarinn Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur „Nú er svo komið ef rétt er skilið að góðærið og hagvöxturinn sem skilgetin afkvæmi dreifbýlisins séu í raun óæskileg vegna þeirrar þenslu og sogkrafts sem þau skapa í þéttbýlinu. “ um þröngu að í raun breytti úr- skurðurinn ekki neinu. Hinar og þessar greincir laga um stjóm fisk- veiða væra hvort eð er markleysa. Fyrsta greinin var þar ekki und- anskilin þótt hún væri augsýni- lega samin af löggjafanum til að tryggja sameign þjóðarinnar. Þá var dregið i efa að þjóðin gæti átt eitt eða neitt sem slík þótt almennt sé sett samasemmerki á milli ríkis og þegna. Fer þá að orka tvímælis hvers þjóðríkið sé. Samkvæmt orð- anna hljóðan ætti þjóðin að eiga ríkið sem felur í sér að ríkiseign sé þjóðar- eign óháð því mati hversu viðtæk slík eign skuli vera. Leyfi eða heimild Þau rök heyrðust einnig að í raun þyrfti engu að breyta eftir dóm Hæstaréttar, jafn- vel þótt 5. grein lag- anna bryti í bág við stjómarskrána, ein- ungis þyrfti að hafna beiðni um veiðileyfi á öðr- um forsendum því lögin stæðu fyr- ir sínu. Þau væru að stofni til gömul og góð, komin fram yfir fermingu og hefðu lagt sitt af mörkum til að koma í veg fyrir algjört byggða- hrun sem nú virtist blasa við ef hin víða skil- greining næði ffarn aö ganga. Þau sjónarmið heyrðust einnig að fyrsta greinin væri til hinnar mestu óþurftar, hana og þá fimmtu ætti að fella úr lögum um stjóm fiskveiða. Virðist kjami deilunnar snúast um það hvort það sem sé heimilt sam- kvæmt góðri og gegnri íslensku sé jafnffamt leyfilegt og öfugt. Samkvæmt hinni þröngu skil- greiningu er leyfi allt annað en heimild og varasamt að blanda þessu tvennu saman, einkum fyrir „Samkvæmt orðanna hljóðan ætti þjóðin að eiga rikið sem felur í sér að ríkiseign sé þjóðareign, óháð því mati hversu víðtæk slfk eign skuli vera.“ hinar dreifðu byggðir sem stæðu höOum fæti í góðæri vegna þenslu á höfuðborgarsvæðinu sem ætti rætur sínar að rekja til góðærisins sem sé dreifbýlinu að þakka eða kenna. Nú er svo komið ef rétt er skilið að góðæriö og hagvöxturinn sem skOgetin afkvæmi dreifbýlis- ins séu í raun óæskileg vegna þefrrar þenslu og sogkrafts sem þau skapa í þéttbýlinu. Jafnræðisreglan Hinir þröngu hafa enn fremur snuprað Hæstarétt, gert lítið úr dómi hans, talið hann í véfréttar- stil, sem megi túlka vítt og breitt út um víðan vöU eftir smekk hvers og eins, aUt að því ómarktækan og léttvægan vegna mannfæðar þar eð i alvörumálum skyldi hann fuU- skipaður og ekki skipti máli þótt dómurinn hafi komist að einróma niðurstöðu. Æðsta menntastofn- um þjóðarinnar hefir heldur ekki farið varhluta af ákúrum, brigsl- yröum, fúkyrðaflaumi og orðheng- Ushætti og ætlar höfundur ei að blanda sér í þá umræðu. Samkvæmt hinni víðu skU- greiningu er leyfi sama og heimUd og þversögn fólgin í því að veita leyfi sem gUdir ekki jafhframt sem heimild. Jafnræðisreglan er hvað hana áhrærir einn af homsteinum lýðræðis sem ekki ber að túlka í hinni þröngu merkingu að aUir séu jafnir en J)ó sumir jafnari en aðrir. Kristjón Kolbeins Sameignin stendur undir nafni Nytjastofnar á íslandsmiðum era sameign íslensku þjóðarinnar samkvæmt 1. gr laga um stjóm fiskveiða. Hverju mannsbami ætti að vera þetta kunnugt eftir þá um- ræðu sem fram hefur farið í kjöl- far dóms Hæstaréttar í máli Vcddi- mars Jóhannessonar gegn ís- lenska ríkinu. Af andstæðingum núgUdandi laga um fískveiði- stjómun er ákvæði þessu einatt telft fram sem rökum gegn kvóta- kerfmu. Kerfið sé ranglátt þar sem þjóðareignin hafi verið „afhent fáum útvöldum ókeypis". En hvað merkir þessi hástemmda yfirlýs- ing fiskveiðistjómunarlaganna? Á sjávarútvegsráðuneytið t.d. að út- hluta Valdimar og fjölmörgum ins eða eigi heimtingu á leyfi land- búnaðarráðuneytisins tU þess að hefja landbúnað við Öxará. Eign- arréttur felur að jafnaði í sér heimUd til að ráða yfir eign og nota hana, heimUd tU að ráðstafa eign með samningum, heimUd tU að veðsetja eign, heimUd tU að láta eign ganga að erfðum o.s.frv. Stað- reyndin er sú að þetta ákvæði og 1. gr. fiskveiðistjómunarlaganna veita íslenskum ríkisborgurum enga slíka heimUd. Hið hátíðlega orðalag verður því ekki skUið bók- staflega Tilgangur iöggjafans Þrátt fýrir að umrætt ákvæði í fiskveiðistjórnunarlögunum hafi _____________ enga eignarrétt- Kjallarinn „Ef tilgangurinn hefði verið sá að slá eign ríkisins á fiskistofnana sem slíka hefði það verið álíka vindhögg af löggjafans hálfu og að lýsa því fjálglega yfír að lóan og spóinn væru sameign íslend- inga ...u öðrum aUahlutdeUdum á grund- velli hennar? í fjórðu grein laga nr. 59/1928 segir að ÞingveUir séu „ævinleg eign íslensku þjóðarinnar". Eng- um dettur þó í hug að á grundveUi þessa ákvæðis eigi íslendingar al- mennt einhvers konar eignarrétt- arlegt tilkaU tU ÞingváUásvæðis- arlega þýðingu fyrir landsmenn, frekar en ákvæð- ið um ÞingveUi eða sambærUegt ákvæði í lögum um Þjóðleikhús- ið, er ekki þar með sagt að það sé merkingar- og tUgangslaust. . í greinargerð sem fylgdi frumvarpi að núgUdandi fiskveiðistjórnunar- lögum útskýrir löggjafmn afdrátt- arlaust fyrirætlan sína. Þar segir: „Með fyrsta málslið greinarinnar er minnt á mikUvægi þess að varð- veita fuUt forræði íslendinga yffr [auðlindinni]. Jafnframt felst í þessu sú sjálfsagða stefnumörkun að markmiðið með stjóm fisk- Ingvi Hrafn Óskarsson formaður Heimdallar veiða er að nýta fiskistofnana tU hagsbóta fyrir þjóðarheUdina.“ í ljósi þessa er því ekki hægt segja að um sé að ræða eiginlega réttarreglu held- ur almenna markmiðsyfirlýs- ingu sem nánar er útfærð í öðrum ákvæðum lag- anna, og er slík framsetning lög- gjafar mjög al- geng hér á landi. Jafnframt er ljóst að með því að mæla fyrir um 1 svonefnt kvóta- kerfi í lögunum hyggst löggjafinn ná því markmiði að fiskistofnamir verði nýttir tU hagsbóta fyrir þjóðarheUdina. Samkvæmt þessu er einnig hægt að útUoka að tUgangur löggjafans hafi verið sá að gera fiskistofhana að ríkiseign. Enda verður ekki séð að fiskistofnamir geti verið háðir eignarrétti eins eða neins, frekar en önnur vUlt og vörslulaus dýr, og er það viðtekin meginregla ís- lensks réttar. Ef tUgangurinn hefði verið sá að slá eign ríkisins á fiskistofnana sem slíka hefði það verið álíka vindhögg af löggjafans hálfu og að lýsa því fjálglega yfir að lóan og spóinn væra sameign íslendinga eða að hagamúsin væri ævinleg eign þjóðarinnar. Og ekki nóg með það, bent hefur verið á að slík yffrlýsing um takmarkalausan eign- arrétt íslenska ríkisins að óveiddum fiski í efna- hagslögsögunni myndi tæpast samrýmast skuld- bindingum íslands sam- kvæmt Hafréttarsáttmála SÞ en samkvæmt honum sæta heimUdir ríkis inn- an efnahagslögsögu sinn- ar ýmsum takmörkunum og þar eiga önnur riki einnig ýmis réttindi. „Til hagsbóta fyrir þjóðarheildina" Sá skilningur að í ákvæð- ...... inu um sameign þjóðar- innar að fiskistofinunum felist markmiðsyffrlýsing en ekki eiginleg réttarregla er raunar staðfestur í fyrmefndum dómi Hæstaréttar þar sem segir að önnur ákvæði fiskveiðistjórnar- laganna verði að „meta í ljósi hinnar almennu stefriumörkunar 1. gr. 1. nr. 38/1990“. Hin almenna stefnumörkun er sú að fiskveiði- stjómunin eigi að þjóna sameigin- legum hagsmunum þjóðarinnar. Núverandi fyrirkomulag fisk- veiðistjórnunar hefur í megin- dráttum staðið undir væntingun- um og er velmegun sú sem þjóðin nýtur um þessar mundir ekki síst því að þakka. Þegar allt kemur til alls stendur því sameignin undir nafni. Ingvi Hrafh Óskarsson Með og á móti Er kæra Islandia Internet á Landssímann róttmæt? Einokun Svavar G. Svavars- son, framkvæmda- stjóri Islandia Intemet. Kæra Islandia Intemet á Lands- símann er vegna þeirrar gjafastefnu sem Landssíminn hefur beitt undan- farið. Landssíminn er eini aðilinn sem hefur beinan hag af þvi að gefa Intemet-áskriftir því það ýtir undir notkun á síma sem skilar sér í auknum tekjum til Landssímans. Landssíminn sit- ur ekki við sama borð og aðrir Intemet-þjón- ustuaðilar og má því ekki misnota sér aðstöðu sína með þessum hætti. Islandia Intemet krefst þess að Samkeppnisstofnun memi Landssímanum og dótturfyrirtækj um hans að stunda slík undirboð á samkeppnismarkaði sem greinilega era ætluð til að ná markaðshlut- deild á kostnað annarra fyrirtækja. Þess má geta að verð á Internetá- skriftum á íslandi er svipað og í öðr- um löndum, þó svo að aðfiöngin, þ.e. línugjöld og bandbreidd, séu marg falt dýrari en í nágrannalöndum okkar. Það er því óþolandi ástand aö Landssíminn gefi áskriftir og kippi þar með tekjumöguleikum frá sam- keppninni. Þar að auki hefiur Lands- siminn töglin og hágldfrnar í öllum aðföngum Intemet-fyrirtækja á ís- landi. Landssími íslands er mark aðsráðandi fyrirtæki í fjarskiptum á íslandi og ætlar nú í krafti stærðar sinnar og fjármagns, sem á rót sína að rekja til langvarandi einokunar á fjarskiptum, að leggja undir sig Intemet-markaðinn á íslandi. Það er óeðlilegt að fyrirtæki sem er í slíkri stöðu og í eigu ríkisins fái að undir- bjóða markaðinn með þessum hætti til að ná markaðshlutdeild. Eðlileg sam- keppni Kæra Islandia Intemet er fullkom- lega ástæðulaus. Engin ástæða er til íhlutunar samkeppnisyfirvalda á markaði þar sem virk samkeppni ríkir. Samkeppnin á Intemet-mark- aði hefur skilað tvennu. Annars veg- ar er aðgangur að Internetinu út- breiddari á ís- landi en i nokkra öðra landi. Hins vegar er verðið fyrir þennan að- gang lægra en í flestum öðram löndum. Þetta tvennt gerir ís- land að net- væddasta þjóðfé- lagi heims. í kæru sinni krefst Islandia þess að markaðssókn Landssímans verði settar hömlur. Þetta er sérkennileg krafa í ljósi þess að samkvæmt mæl- ingu óháðs aðila (auglýsingamæl- ingu Gallups) eyddi Islandia 50% meira fé í auglýsingar fyrstu tiu mánuði ársins en Siminn Internet. Það var Islandia sem hól' að bjóða ókeypis netáskrift á markaðnum og hafa keppinautomir svarað því. Fullyrðingar Islándia um markað- hlutdeild Landssímans era rangar og ekki studdar neinum heimildum. Látið er lita út fyrir að fyrirtækið ráði yfir helmingi Intemet-markað- arins þegar staðreyndin er að mark- aðshlutdeild Símans Intemet er um 20% og hlutdeild dótturfyrirtækisins Skímu um 10%. Þetta getur ekki talist markaðsráðandi staða í skiln- ingi samkeppnislaga. Aukinheldur era engin rök tft að slá saman mark- aðshlut Landssímans og Skímu þar sem fyrir liggur að rekslur fyrir- tækjanna er algerlega aðskilinn. Rekstrn- gagnaflutnings hjá Síman- um er einnig aðskilinn frá öðrum rekstri fyrirtækisins og ekki um neinar niðurgreiðslur á netþjónustu að ræða. -KJA Ólafur Þ. Stephen- sen, forstöaumaft- ur upplýslnga- og kynningarmála Landssímans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.