Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 16
i6 menmng ~4% MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1999 JD"V Bráðfyndið Ófáir eru þeir íslensku leikarar sem reynt hafa fyrir sér árangurslaust í leikhúsborg- inni London, en svo bar við rétt fyrir jól að ung íslensk leikkona steig á fjalir Olivier- sviðsins i sjálfu Þjóð- leikhúsi Breta á suð- urbakka Temsár. Þetta er Brynhildur Guðjónsdóttir sem kallar sig Inku Magn- usson og lauk námi við Guild Hall School of Music and Drama síðastliðið vor. Hún leikur í jólaleikriti hússins, Pétri Pan, hlutverk Tinker Bell (sem heitir Skelli- bjalla í Borgarleik- húsinu okkar) og líka hafmey og indíána. Við hringdum til Brynhildar og hittum á hana himinlifandi glaða. „Tinker Bell er bara ljós á sviðinu en hún hefur rödd,“ seg- ir Brynhildur, „og hún er flókið lítið ljós sem getur birst í sjö litbrigðum og hún tekur í rauninni full- an þátt í leiknum á sviðinu. Ég sit í hljóðeinangruðum klefa baksviðs með sviðið fyrir framan mig á sjónvarpsskjá og tala í hljóðnema. Loks er ég svo varamaður fyrir Vöndu, aðra aðalpersónu verksins, og fæ að leika hana nokkrum sinnum. Leikritið er sýnt 120 sinnum á ellefu vikum þannig að álagið er mikið og einhvem tíma verða leik- ararnir að fá frí. Þegar ég er Vanda fæ ég að fljúga og það er æðislegt!“ Leikstjórinn er Fiona Laird, ung kona á hraðri uppleið sem einnig leikstýrði verkinu Ó, þetta er indælt stríð hjá breska þjóðleik- húsinu. Trevor Nunn þjóðleikhússtjóri samdi handritið við annan mann; hann er einn færasti leikhúsmaður í Bretlandi á okk- ar dögum. Leikmyndina hannaði John Napi- er sem gerði allar sviðsmyndir fyrir kvik- myndina Hook og Brynhildur ber mikið mál í hvað sviðið er glæsilegt. „Allir hlutar sviðs- myndarinnar geta hreyfst. Þegar börnin fljúga af stað færist sviðsmyndin aftur á bak Konunglega Shakespeare-leikhúsinu um tvö hlutverk og níu mánaða starf en valdi Þjóð- leikhúsið af ýmsum ástæðum, bæði hef ég mikið dálæti á Pétri Pan og hef elskað Tin- í bernsku var hún stundum kölluð Brynka og nú kallar hún sig Inku Brynhildur Guðjónsdóttir yrði í munni Breta. og niður þannig að áhorfendum sýnast þau fljúga út yfir salinn. Dýrin eru flott, hundur- inn Nana er mjög myndarlegur og krókódíll- inn er risastór. John þessi Napier er núna einmitt að hanna Olivier salinn upp á nýtt fyrir árþúsundamótin. Það er óskaplega gaman að fá tækifæri til að vinna með þessu fólki og i þessu húsi.“ Pétur Pan gengur út febrúar - en hvað ger- ist þá? „Ég hef ekki hugmynd um það og engan tíma til að hugsa um það,“ segir Brynhildur. „Ég fer í prufur þegar ég er laus hér og lifi bara einn dag i einu. Mér hefur gengið von- um framar síðan ég lauk námi í júní í sum- ar. Þá fékk ég hlutverk í Gate-leikhúsinu og svo þetta strax á eftir. Ég fékk líka tilboð frá Magnusson, enda aldrei að vita hvernig nafnið DV-mynd Teitur ker Bell siðan ég var bam og svo hefði ég þurft að vera helming tímans í Stratford með Shakespeare-hópnum og það hefði orðið kostnaðarsamt að borga leigu á tveimur stöðum.“ - Tóku gagnrýnendur eftir þér í Pétri Pan? „Já, nokkrir, og ég fékk einkunn í Evening Standard. Þar er einn grimmasti gagnrýn- andi borgarinnar, Nick Carter, hann er svo harður að það hata hann allir! Hann sagði að sýningin hefði verið æðisleg og minntist á fjóra leikara, Krók skipstjóra, Pétur sjálfan og Vöndu - og svo mig. Orðrétt sagði hann: „Tinker Bell, hilariously voiced by Inka Magnusson“ - í bráðskemmtilegri túlkun Inku Magnusson! Ég er ákaflega ánægð með það.“ Var þióðinni skemmt? JL L/ 4. J* Áramótaskaups Sjónvarpsins er jafnan beðið með mikilii eftirvæntingu og líklega einsdæmi að heil þjóð sitji límd fyrir framan skjáinn og horfl á sjálfa sig dregna sundur og saman í háði. Það hafa líka allir skoðun á því Ragnhildur Rúríksdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson f hlutverkum f Ára- mótaskaupi Sjónvarpsins. hvernig til hafi tekist þó mikilvægi Skaups- ins hafi örlitið dalað með tilurð Spaugstof- unnar. Oftar en ekki eru höfundar skaupsins fleiri en einn en í ár var Ólafur Haukur Símonar- son ráðinn til verksins. Sér við hlið hafði hann samstarfsmann sinn til margra ára, Þórhall Sigurðsson leikstjóra, og stóran hóp prýðisgóðra leikara sem margir hafa lítið sést i sjónvarpi. Það skorti því ekkert á'leik- inn né faglega útfærslu efnisins en útkoman var engu að síður fremur flatt og rislítið skaup. Landssöfnun heilbrigðisráðuneytisins sem var ramminn utan um aðra efnisþætti var orðin þreytt og þvæld í lokin og þessi mikla áhersla á heil- brigðismálin í litlu samræmi við raunveru- leikann í is- lenskum stjóm- málum á því herrans ári 1998. Gagnagrunns- frumvarpið og virkjanamál sem voru meðal helstu deilumála á nýliðnu ári bar vissulega á góma en þar var frekar gert grín að tilraunum al- mennings til að hafa áhrif á um- ræðuna en fram- göngu stjórn- málamanna og annarra hags- munaaðila. Þó höfundur skaups- ins hafi gert góð- látlegt grín að einstökum ráðherrum var lít- ill broddur í þeirri glettni og aldrei minnst á Sjónvarp Halldóra Friðjónsdóttir þann sem stýrir stjómarskútunni styrkri hendi og hlýtur því að teljast jafnábyrgur ðráðherrum sínum. Stundum iiefur verið kvartað yfir kvikindislegri meðferð skaups- höfunda áv‘einstökum 'stjórnmálamönnum en Ólafi Hauki tókst svo sannarlega það ætlun- arverk sitt að forðast allt slíkt. Forsenda þess að hægt sé að hlæja að þætti eins og Áramótaskaupinu er kunnug- leiki áhorfenda á umfjöllunarefnunum sem þar eru matreidd. Það er því engin tilviljun að mál sem hæst ber í umræðunni hverju sinni rati þar inn því grínið verður að hafa skírskotun í raunvemlega atburði. Svo var einnig nú en þó vom allmörg atriði sem und- irrituð gat alls ekki fundið neina tengingu við. Hvað átti til dæmis ljósleiðarinn sem bunaði út úr sér áfengi að fyrirstilla? í öðrum atriðum var tengingin augljós en grínið missti samt marks og má þar nefna atriði um agaleysi í skólum og lögregluna heimilis- vænu. Margt var aftur á móti ágætlega til- fundið, svo sem eins og nýju biðskýl- in sem halda hvorki vatni né vindi, slagorð sem vísuðu til auglýsinga- herferðar útgerðarmanna og Snjall- kortið, þó beinni tenging við gagna- grunnsfrumvarpið hefði eflaust gert það atriði mörgum enn skiljanlegra. Gömlu kempurnar Gunnar Eyj- ólfsson, Rúrik Haraldsson, Árni Tryggvason og Bessi Bjamason voru óborganlegir í hlutverkum sínum sem hljómsveitarmeðlimir „The Fall- ing Stones“. Atriði um nýbúana sem félagsmálaráðherra tók á móti vó aft- ur á móti salt á mörkum fordóma og hroka og gæti auðveldlega hafa sært eitthvað af raunverulegum nýbúum. Ára- mótaskaupið 1998 var því í heildina ansi köflótt og á mínu heimili var óvenju lítið hlegið. Eftir að hafa spurt vini og kunningja hvernig þeim hafi þótt skaupið hef ég komist að þeirri niðurstöðu að almennt hafi þjóðinni ekki verið mjög skemmt. * Bach í Salnum Tónleikahald í Salnum í Tónlistarhúsi Kópa- vogs hefst af fullum krafti annað kvöld kl. 20.30. Þá verða á efnisskrá tvær af hljómsveitarsvít- um Jóhanns Sebastians Bachs, sú númer 2 fyr- ir flautu, strengi og fylgirödd í h-moO sem hef- ur að geyma fjölda þátta sem hvert mannsbarn kannast við. Einleikari verður Martial Nardeau. Þá leika þau Sigrún Eðvaldsdóttir og Sigurbjöm Bernharðsson ein- leik á fiðlur í tvöfoldum fiðlu- konsert meistarans og loks verð- ur hljómsveitarsvítan nr. 3 í D- dúr, glæsilegt verk fyrir trompeta, pákur, tvö óbó, strengi og fylgirödd. Einleikarar verða Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, Sigurbjöm Bernharðsson, fiðla, og Martial Nardeau, flauta. Miðapantanir í síma 570 0404. Litlu bókmenntaverðlaunin Áreiðanlega kemur engum á óvart að uppá- haldsbókin hans Matthíasar Johannesens rit- stjóra skuli vera Njála. Meira undrunarefni er að uppáhaldskvikmyndin hans skuli vera Secrets and Lies. Þetta hvort tveggja stendur svart á hvítu í samnorræna ritinu Lestrarfýsn sem gefið er út af Norræna menningarsjóðnum til að kynna fyrir ungu fólki þá sem lagðir em fram til Bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. í Lestrarfýsn v£ir í fyrra auglýst eftir ritverk- um eftir ungt fólk á menntaskólaaldri, smásögu eða ljóði / ljóðum, i samkeppni um „Litlu bók- menntaverðlaunin" svonefndu, en þau verða veitt í fyrsta skipti í ár. Efnið er alveg frjálst og verðlaunin eru fjárstyrkur og verðlaunaskjal. Þetta er gert til að örva ungt fólk til aö skrifa og örva áhuga þess á norrænum bókmenntum. Nú hefur fresturinn til að skila ritverkum verið framlengdur til 1. febrúar, svo að öll nótt er ekki úti enn. Sögunni / ljóðunum á að skila bæði á blaði og disklingi og einnig á að fylgja nafn höfundar, aldur, heimilisfang og skóli. Þetta sendist allt til Nordiska kulturfonden, Store Strandstræde 18, DK-1255 Kobenhavn K. Merkið umslagið: Lilla litteratm-priset. Ekki er annars getið en hver og einn skili á sinu móðurmáli. Bryndís sýnir í Edinborg 9. janúar verður opnuð sýning á ljósmynda- verkum Bryndísar Snæbjömsdóttur myndlist- armanns í Portfolio galleríinu í Edinborg. Sýn- ingin er afrakstur ferðar Bryndísar um Horn- strandir og sýnir hún bæði geysistórar svart- hvítar myndir á neðri hæð sýningarsalarins og litlar litmyndir uppi frá þessari ferð. Bryndís fluttist til Skotlands 1984 og hafa gönguferðir í náttúrunni veriö stór þáttur í lífi hennar síðan. Hún hefur haldið margar sýningar í Bretlandi og einnig annars staðar í Evrópu, í Finnlandi, Brussel, Frakklandi og hér heima. Sýningarsalurinn er við Candlemaker Row 43 og sýningin stendur til 6. febrúar. Viðurkenningar Ríkisútvarpsins Tveir heiðursmenn hiutu fé úr rithöfunda- sjóði Ríkisútvarpsins á gamlársdag, Pétur Gunnarsson og Sjón, hálfa miiljón króna hvor. Hvorugan þarf að kynna en gaman rétt að minna á að Pétur varð ástmögur þjóðarinnar strax með sínum fyrstu skáldsögum, Punktur punktur komma strik (1976) og Ég um mig frá mér til mín (1978) þar sem hann sýndi brölt landa sinna frá lýðveldisstofnun á nýstárlegu og makalaust skemmtilegu myndmáli. í desember færði hann okkur annan bút af stórvirki Prousts, I leit að glötuðum tíma, sem hann þýð- ir úr frönsku og hlaut verðskuldað lof fyrbr. Sjón gaf út elleftu ljóðabók sína fyrir jólin, Myrkar figúrur, spennandi og þroskað verk. Með ljóðinu „harlekín“ úr þeirri bók óskar menningarsíöa DV þeim félögum tO hamingju og lesendum sínum gleðilegs menningarárs: harlekín snýr aftur til veislunnar moldarbrúnn meó myrkur jarðar í brosinu fjörió rétt byrjað en gestirnir aö kikna undan gleöinni útsporað dansgólf þögul hvellibjalla harlekín rétt ókominn - nýfarinn Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.