Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 32
36 MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1999 Afmæli Valdimar Kristinsson Valdimar Kristinsson, bóndi og fyrrv. skipstjóri á Núpi í Dýrafirði, sem nú dvelur að Bústaðavegi 73, Reykjavík, er níutíu og fimm ára í dag. Starfsferill Valdimar fæddist að Núpi í Dýrafirði. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi og lauk þaðan prófum 1924, stundaði ^ íþróttanám í Reykjavík 1928-29, ' stundaði nám við Stýrimanna- skólann í Reykjavík og lauk þaðan fiskimannaprófi fyrir 75 tonna skipsstjómarréttindi 1935. Valdimar var þróttakennari við Héraðsskólann að Núpi 1929-30. Hann hóf sjómennsku á árabátum 1913, var síðan á seglskipum, mótorbátum og togurum, eignaðist eiginn vélbát 1926 og stundaði veiðar frá verstöö á Fjallaskaga á vorin fram undir 1940. Þá var hann skipstjóri á stærri vélskipum við þorsk- og síldveiðar 1934-46 en hann sigldi á fiskiskipum til Englands i seinni heimsstyrjöldinni. Valdimar tók við jörðinni á Núpi *“ásamt Hauki, bróður sínum, árið 1938 og stundaði búskap SEunhliða sjómennsku til 1946 en eftir það eingöngu búskap. Hann var grenjaskytta í Mýrahreppi í tuttugu og fimm ár. Valdimar fór glímuferð með Ármanni til Þýskalands og víðar 1929. Hann sat í hreppsnefnd Mýra- hrepps 1946-70, þar af oddviti í tólf ár, sat í stjórn Kaupfélags Dýrfirðinga 1962-78 og var stjómarformaður þess i ellefú ár. Hann var einn af stofnendum Slysavamafélags Mýra- hrepps 1948 og formaður þess um árabil, formaður Skólanefndar Mýrahrepps í tvo áratugi, einn af stofnendum útgerðarfélagsins Sæhrímnis hf. á Þingeyri 1939 og formaður þess frá upphafi, einn af stofnendum útgerðarfélagsins Fáfnis á Þingeyri og formaöur þess 1967-82 og gegndi auk þess fjölmörgum öðrum trúnaðarstörfum. Fjölskylda Valdimar kvæntist 15.5. 1941 Áslaugu Sólbjörtu Jensdóttur, f. 23.8. 1918 að Læk i Dýrafirði og ólst upp að Minna-Garði í sömu sveit. Foreldar hennar vom Jens Guðmundur Jónsson, frá Fjallaskaga í Dýrafirði og Ásta Sóllilja Kristjánsdóttir, frá Neðri- Breiðadal í Önundarfirði. Þau bjuggu að Minna-Garði. Börn Valdimars og Áslaugar eru Ásta, f. 20.3. 1942, kennari, en sambýlismaður hennar er Herman Berthelsen ritstjóri; Gunnhildur, f. 9.12. 1943, hjúkrunar- fræðingur; Rakel, f. 24.6. 1946, hjúkrunarfræðingur en sambýlismaður hennar er Sigurður Bjömsson læknir; Hólmfriður, f. 22.11. 1947, grafískur hönnuður en sambýlismaður hennar er Birgir Sigurjónsson framkvæmdastj óri; Kristinn, f. 28.9. 1948, framkvæmdastjóri en kona hans er Guörún Ina ívarsdóttir hjúkrunarfræðingur; Jensína, f. 16.11.1952, íþróttakennari en maður hennar er Georg V. Janusson sjúkraþjáifari; Ólöf Guðný, f. 21.9. 1954, arkitekt, sambýlismaður hennar er Gísli Már Gíslason prófessor; Sigríður Jónína, f. 19.4. 1956, sölumaður en sambýlismaður hennar er Ingvar Ásgeirsson; Viktoría f. 9.11. 1957, viðskiptafræðingur en maður hennar er Diðrik Eiríksson framkvæmdastjóri. Barnabörn Valdimars era tuttugu og fjögur en langafabörnin sex talsins. Systkini Valdimars: Unnur, f. 21.2.1895, d. 11.8. 1902; Sigtryggur, f. 18.11. 1896, d. 19.12.1972; Hólmfríður, f. 17.9.1898, d. 10.1.1981; Haukur, f. 4.1. 1901, d. 23.10.1984; Haraldur, f. 20.6.1902, d. 13.5.1990; Unnur, f. 17.8. 1906, d. 12.11. 1994; Ólöf, f. 8.1.1911; Guðný, f. 6.8. 1914. Foreldrar Valdimars vom Kristinn Guðlaugsson, f. 13.11. 1868, d. 4.9. 1950, bóndi á Núpi, og k.h., Rakel Jónasdóttir, f. 4.6. 1868, d. 2.4. 1948, húsfreyja. Ætt Kristinn var bróðir séra Sigtryggs Guðlaugssonar, prófasts og skólastjóra, og ásamt honum, stofnandi Núpsskóla. Jónas Tómasson, tónskáld á ísafirði, var systkinabam við þá bræður. Kristinn var sonur Guðlaugs, b. að Þremi í Garðsárdal, Jóhannessonar, b. þar, Bjamasonar. Móðir Kristins var Guðný Jónasdóttur, frá Veturliðastöðum í Fnjóskadal, Bjamasonar. Rakel var dóttir Jónasar, b. á Enni í Skagafirði, Jónassonar og k.h., Margrétar Hallsdóttin-. Rakel var þremenningur við Vilhjálm Stefánsson landkönnuð. Valdimar og Áslaug verða að heiman á afmælisdaginn. Valdimar Kristinsson. Fréttir Vestlendingur ársins: Gísli bæjarstjóri valinn DV, Akranesi: Gisli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi og stjómarformaður Spalar, er Vestlendingur ársins 1998. Það var tilkynnt þegar atkvæði eitt hund- rað aðila, um allt Vestur- land, vom talin. Það var * Skessuhorn, vikublað Vestlendinga, sem stóð fyrir valinu. Gísli var í forsvari fyr- ir það fyrirtæki sem stóð fyrir hvað mestu stór- virki íslenskrar sam- göngusögu, gerð Hval- fjarðarganga sem opnuð vora 11. júli á þessu ári. Gísli var tilnefndur bæði fyrir störf sín sem bæjar- stjóri og ekki síst sinn þátt í að Hvalfjarðargöng- in urðu að veraleika. í öðru sæti varð Ingi- Frá vinstri: Óli Jón Ólason hótelstjóri, Steinunn Hansdóttir, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráð- herra, Gísli Gíslason bæjarstjóri, Vestlendingur ársins 1998. DV-mynd Daníel björg Pálmadóttir, fyrsti þingmaður Vesturlands og heilbrigðisráðherra. Hún var tilnefnd fyrir dugnað og vel unnin störf í erfiðu starfi . í þriðja sæti varð Óli Jón Ólason, hótelstjóri í Reykholti, og eiginkona hans Steinunn Hansdóttir. Þau hófu í ársbyrjun rekstur heils- árshótels í húsnæði sem áður hýsti héraðsskólann i Reykholti en skólahald á staðnum lagðist af á síð- asta ári. Óli Jón var til- nefndur fyrir kjark og áræði til að ráðast í áhættusaman og umsvifa- mikinn rekstur og ná á stuttum tíma að skapa hótelinu góðan orðstír. Alls barst 91 til- nefning í valinu. -DVÓ Langur útsölulaugardagur í miðborg Reykjavíkur Kaupmenn, veitingamenn og aðrir þjónustuaðilar í miðborginni, athugið. Næsti langi laugardagur er 9. janúar 1999 Þeim sem vilja tryggja sér pláss fyrir auglýsingu i DV föstudaginn 8. janúar 1999 er bent á ab hafa samband vi& Sigurá Hannesson sem fyrst í síma 550 5728 Auglýsingar þurfa að berast ffyrir kl. 12 |||||>riðjuclaginn 5. janúar 1999 DV HI hamingju með afmælið 4. janúar 90 ára Áslaug Árnadóttir, Kópavogsbraut 1 A, Kópavogi. 80 ára Júlíus Eiðsson, Kirkjuvegi 11, Dalvík. 75 ára Ásta Kristinsdóttir, Kirkjubraut 11, Njarðvík. Guðlaug Hinriksdóttir, Gnoðarvogi 72, Reykjavík. Helga Kristjánsdóttir, Eyrarstíg 1, Reyðarfirði. 70 ára Bjami S. Jónasson, Hörgshlíð 24, Reykjavík. Donald Charles Brandt, Hverfisgötu 49, Reykjavík. Guðrún Steingrímsdóttir, Hjarðarhaga 28, Reykjavík. Jóhann Guðmundsson, Bröttugötu 1, Hólmavík. Lea Rakel Möller, Tunguvegi 26, Reykjavík. 60 ára Alda Sigurrós Joensen, Básahrauni 6, Þorlákshöfn. Elís Rósant Helgason, Vestm-bergi 21, Reykjavík. Erla Helgadóttir, Hlíðarg. 62 B, Fáskrúðsfirði. Sigurður Þ. Gústafsson, Dalalandi 12, Reykjavík. Sverrir Bjömsson, Laugarvegi 44, Siglufirði. 50 ára Baldur Jónasson, Sæviðarsundi 2, Reykjavík. Emil Brynjar Karlsson, Stórateigi 28, Mosfellsbæ. Heiður Þorsteinsdóttir kennari, FjaOalind 83, Kópavogi. Eiginmaður hennar er Guðmundur Einarsson skipasmiður. Þau era í útlöndum á afmælis- daginn. Helgi Gestsson, Fifuhjalla 13, Kópavogi. Lovísa Jónsdóttir, Ásgarði 57, Reykjavík. Ólafur Guðbjartsson, Mánagötu 27, Grindavík. Sigurður J. Jónsson, Lautasmára 22, Kópavogi. Vilhjálmur Baldvinsson, Heiðarlundi 8 D, Akureyri. Þorbjörn Jónsson, Deildarási 7, Reykjavík. 40 ára Ámi Valdimar Kristjánsson, Brúnagerði, Hálshreppi. Björg Björasdóttir, Trönuhólum 14, Reykjavík. Björg Jónsdóttir, Suðurbraut 2, Hafnarfirði. Gunnar Ámi Vigfússon, Miðtúni 6, Seyðisfirði. Hallfríður Jónsdóttir, Starengi 14, Reykjavík. Marteinn Ólafsson, Suðurgötu 12, Sandgerði. Ólöf Bjaraadóttir, Löngufit 14, Garðabæ. Ragnheiður Halldórsdóttir, Pólgötu 10, ísafirði. Sigurður Hans Jónsson, Smiöjustíg 6, Flúðum. Stefán Haukur Jóhannesson, Sigtúni 27, Reykjavík. Valgerður Jónsdóttir, Jörfabakka 32, Reykjavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.