Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1999 13 DV Fréttir Akureyri: Leigubílafjöldi ekki nægur á álagstoppum - ágreiningur milli bílstjóra um hvort Qölga eigi leyfum DV, Akureyri: „Það eru ávallt allir bílar í akstri á kvöldin og nætumar um helgar, menn sleppa ekki vinnu á þeim tíma því þá er mest að gera og tekj- urnar mestar," segir Sigríður Bragadóttir, framkvæmdastjóri Bif- reiðastöðvar Oddeyrar á Akureyri, einu leigubílastöðvar bæjarins. Þrátt fyrir þessi orð framkvæmda- stjórans hefur fólk lent í mikilli bið eftir leigubílum á kvöldin og næt- urnar um helgar að undanförnu, og bílstjórar á stöðinni segja sumir hverjir að misbrestur sé á því að all- ir sem hafa leyfi til aksturs séu að störfum um helgar. Leyfl eru fyrir 23 leigubíla á Ak- ureyri og eru þau öll í notkun nema eitt sem liggur inni. Þetta þýðir að ef allir bílstjórar mæta til vinnu eru 22 að störfum og það nægir einfald- lega ekki á mestu álagstoppunum. Jafnljóst er að næg vinna er ekki fyrir allar þessar bifreiðar á öðrum tímum þegar minna er að gera. Meðal bílstjóranna sjálfra er mikill ágreiningur um hvað skuli gera, hvort fjölga eigi leyfum, og það er fullyrt að margir bílstjóranna sitji heima um helgar þegar mest þörf er fyrir þjónustuna. Um helgar í desember og á 2. dag jóla myndaðist hálfgert neyðará- stand í bænum og segja bílstjórar sem þá voru að störfum að fólk hefði mátt bíða klukkustundum saman eftir að fá bil. „Það voru ekki nema 16 bílar í akstri, einn bílstjóri var erlendis, fímm voru heima og svona er þetta oft um helgar. Það sem þarf að gera er að fjölga leyfun- um, það er nóg framboð af mönnum sem vilja fá leyfi og það á að verða við þeim óskum. Það er ekki kvöð á Alþjóðamót skáta í Chile: Fimm ungmenni af Suðurnesjum DV, Suðurnesjum Fimm ungmenni af Suðurnesjum héldu 26. desember af stað á alheims- mót skátahreyfíngarinnar sem haldið verður í Chile í byrjun janúar. Þarna koma saman skátar hvaðanæva úr heiminum. Þar sem þetta er mjög dýrt ferða- lag hafa krakkamir allt þetta ár ver- ið að búa sig undir ferðina. Meðal annars gengu þeir siðastliðið sumar yfir Fimmvörðuháls og söfnuðu áheitum. Þá hafa þeir selt merki og borið út blöð og bæklinga fyrir fé- lagasamtök. Ýmis félög og stofnanir hafa styrkt ungmennin til fararinnar. Meðal annarra hefur Tómstunda- og íþrótta- ráð Reykjanesbæjar samþykkt að veita þeim fjárstuðning. Þá hafa Hita- veita Suðurnesja, St. Georgs gildi , sem er félag eldri skáta, Skátafélagið Heiðarbúar og fleiri fyrirtæki styrkt þau með fjárframlögum. Ungmennin munu koma heim aftur 12. janúar. mönnum að keyra um helgar, en við höfum skyldum að gegna þar sem við erum í verndaðri vinnu,“ sagði einn bílstjóranna sem DV ræddi við. Hann sagði mikinn ágreining um það milli bílstjóranna hvort fíölga eigi leyfum á Bifreiðastöð Oddeyrar. Annar bílstjóri sem DV ræddi við sagði það vera „skelfilega stöðu“ að vera að keyra um helgar þegar jafn- mikill skortur væri á leigubílum og verið hefði undanfarnar helgar. Bíl- stjórarnir væru að keyra fram á fólk víðsvegar í bænum sem væri að krókna úr kulda en þeir gætu ekki sinnt þessu fólki. Sigríður Braga- dóttir, framkvæmdastjóri BSO, seg- ir að hún telji ástandið ekki verra en í Reykjavík á mestu álagstoppun- um, hún hafi sjálf lent í því þar fyr- ir skömmu að bíða í klukkustund og korter eftir bíl í Grafarvogi. -gk Bókin Iþróttir og tómstundir Tígra er nýkomin út. Tícjri er verndardýr Krakkaklúbbs DV. Þetta er í þriöja sinn sem Tígrabók kemur út og er hún unnin í samstarfi viö ITR og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur. Efnt var til ritgerðasam- keppni og tóku yfir 2000 krakkar þátt í henni. 50 sögur voru valdar og þær gefnar út í bókinni. Bækurnar verða gefn- ar f afmælisgjafir fyrir Krakkaklúbbsmeðlimi árið 1999. Tígri afhenti Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarstjóra fyrstu bókina. Við afhendinguna voru einnig Steinþór Einarsson, markaðsstjóri ÍTR, Soffía Pálsdóttir æskulýðsfull- trúi og Anna María Urbancic frá markaðsdeild DV. DV-mynd Pjetur Haraldur Sturlaugsson forstjóri afhendir Dögg Pálsdóttur, formanni Umhyggju, og Rögnu Magnúsdóttur gjöfina. DV-mynd Daníel Akranes: Langveik börn styrkt DV, Akranesi: í tengslum við útgáfu jólakorts tóku 16 fyrirtæki á Akranesi sig saman um að gefa 600.000 krónur í Styrktarsjóð Umhyggju, félags til stuðnings sjúkum börnum. Mark- mið sjóðsins er að styrkja fíölskyld- ur langveikra bama. Dögg Pálsdóttir frá Umhyggju sagði þegar hún tók við gjöfinni að styrktarsjóður Umhyggju hefði ver- ið stofnaður i árslok 1996 fyrir til- stilli Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi á 90 ára afmæli fyrirtæk- isins með einnar milljónar króna framlagi. Síðan hefur stjóm Um- hyggju með markvissum hætti unn- ið að því að efla sjóðinn og byggja hann upp til þess að unnt væri að veita úr honum fiármuni til stuðn- ings fiölskyldum langveikra barna - fiárhagslegan stuðning vegna erfið- leika sem þau hafi orðið fyrir vegna veikinda. Umhyggja hefur mætt mjög góð- um skilningi þeima sem leitaö hefur verið til. Um þessar mundir stendur sjóðurinn í rétt liðlega tíu milljón- um króna. Vonast er til þess að í byrjun næsta árs verði hægt að opna sjóðinn til að styrkja foreldra langveikra barna. -DVÓ Skipaviðgerðir á Dalvík DV, Dalvík: Skömmu fyrir jól voru undirrit- aðir samningar um sölu Bílaverk- stæðis Dalvíkur. Kaupendur era Framtak hf. í Hafnarfirði og auk þess fyrh-tækis eiga þeir Brynjar Aðalsteinsson, Magnús Jónsson og Gunnar Þór Þórisson samtals 30% hlut í félaginu. Nýju eigendurnir tóku við rekstrinum um áramótin. Að sögn Gunnars Þórs verður reksturinn með líku sniði og áður og öllum starfsmönnum hefur ver- ið boðin vinna áfram en nafninu breytt í Vélaverkstæði Dalvíkur. Þeir Brynjar, Gunnar og Magnús veita deildum verkstæðisins for- stöðu svo sem verið hefur. Framtak er umsvifamikið fyrir- tæki á sviði skipaviðgerða og á viðskiptavini víðs vegar um land- iö. TU þessa hefur fyrirtækið beint skipum tU viðgerða inn á hafnir þar sem flugvellir eru tU staðar. í framtíðinni verður skip- um í auknum mæli beint tU við- gerða á Dalvíkur þar sem góð að- staöa veröur fyrir hendi. -HIÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.