Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÓLI BJÖRN KÁRASON ABstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasiða: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, biaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins i stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Staðfesting á breyttri stöðu Tímamót voru mörkuð í íslensku tónlistarlífi um helgina. Þá var tekið í notkun Tónlistarhús Kópavogs, fyrsta sérhannaða tónlistarhús landsins. Byggingartími hússins var stuttur en fyrsta skóflustunga var tekin sumarið 1997. Húsið er hið glæsilegasta ytra jafnt sem innra og vel þykir hafa tekist til því hljómburður er með ágætum. Hið nýja tónlistarhús tekur um 300 manns í sæti. Inn- réttingar eru með þeim hætti að hljóð skili sér sem best og réttast, allt frá stólunum í salnum til hljóðfleka í loft- inu sem hægt er að stilla eftir þörfum. Mikið hljóm- rými er síðan ofan flekanna. Tónlistarhús Kópavogs er í miðbæ Kópavogs, i jaðri Borgarholtsins þar sem Kópavogskirkja rís hæst og við hlið Gerðarsafns. Þarna verður því miðpunktur menn- ingarlífs í bænum. Gerðarsafn og hið nýja tónlistarhús eru falleg hús, vel heppnuð frá hendi arkitekta og þeirra iðnaðarmanna sem þar hafa komið að. Með til- komu þessara menningarstofnana verður miðbær Kópavogs heildstæðari en áður. Fyrirhugað er að byggja yfir gjána sem aðskilið hefúr austur- og vestur- bæ. Þá loks fær miðbær Kópavogs eðlilega umgjörð. Mikill uppgangur hefur verið í Kópavogi undanfarin ár, hröð uppbygging og ör mannfjölgun. Sú uppbygging hefur styrkt sjálfsmynd og sjálfstraust Kópavogsbúa. Þeir máttu lengi búa við að nokkur frumherjabragur var á bænum. Gatnagerð sat á hakanum og lýtti bæinn. Litið var á hann sem út- eða svefhhverfi Reykjavíkur. Flestir sóttu atvinnu sína þangað. Á þessu hefur orðið gerbreyting á undanfórnum árum. Kópavogur hefur að sumu leyti tekið forystu á höfuðborgarsvæðinu, at- vinnutækifærum fjölgað svo um munar enda hafa ein- staklingar og fyrirtæki sótt þangað. Um leið hefur bær- inn tekið stakkaskiptum í úthti. Gömlu holóttu götum- ar heyra sögunni til. Uppgangur sem þessi hefur keðjuverkandi áhrif. Fasteignaverð hækkar sem um leið bætir hag íbúanna. Straumurinn liggur til Kópavogs en ekki frá. Það er í þessu ljósi sem Kópavogsbúar vígja stoltir hið glæsi- lega tónlistarhús. Húsið er að sönnu dýrt, kostar um 400 milljónir króna, en það, ásamt Gerðasafhi, er eins konar staðfesting á breyttri stöðu Kópavogs. Stærðinni og síauknum íbúafjölda fylgir ábyrgð, meðal annars í skóla- og menntamálum og ekki síst menningarmálum. Kópavogur hefur að sjálfsögðu notið nábýlisins við höf- uðborgina sé litið til menningarlífs. Svo er að vonum. Með tilkomu Tónlistarhúss Kópavogs eru bæjarbúar hins vegar veitendur í þeim mæli að eftir er tekið. Tónlistarhús Kópavogs er enda ekki aðeins ætlað Kópavogsbúum. Það verður landsmanna allra, lista- mannanna sem þar fá aðstöðu til æfmga og flutnings listar sinnar sem og áheyrendanna sem koma til að njóta. Það var löngu tímabært að reisa slíkt hús. Um það hefur verið rætt og ritað árum og áratugum saman. Listamenn hafa hvatt til byggingar tónlistarhúss í Reykjavík og borgarstjóri taldi það fyrir borgarstjórnar- kosningamar í fyrra eitt brýnasta verkefni borgaryfír- valda. Það rís því eflaust í borginni innan einhverra ára. Reykjavík verður menningarborg Evrópu á næsta ári með nokkrum öðrum borgum. Því hlutverki fylgir eðli- lega blómlegt menningarlíf og er undirbúningur þess hafinn fyrir nokkru. Á því merka ári ætti borgin með- al annars að njóta nábýlisins við hið hið nýja tónlistar- hús í Kópvogi. Jónas Haraldsson „Nú verður forystufólkið endilega að svara fyrir sig, það bíða margir svars.“ - Forystumenn A-flokkanna og Kvennalista á fundi. Hvað nú, félags- hyggjumenn? Um 16% kjörfylgi samfylkingar vinstri manna í ný- legri skoöanakönn- un er vísbending en ekki forsögn. Hún gefur þó alveg tilefni til eftir- þanka og áherslu- breytinga. Ég hef ekki verið þátttak- andi í samfylking- unni og get gagn- rýnt flýtinn, of margþætta og mis- átta stefnuskrá og skort bæði á stétt- vísri grunnstefnu sem og sveigjan- legri „taktík". Ég hef heldur ekki samsinnt hinu vinstra framboð- inu; þeirra Ög- mundar og sam- starfsfólks hans. Sumpart vegna þess að það hefur lengst af verið ómótað og sumpart vegna þess að ekk- ert hefur legið á. Alþýðubandalagið hefur hvort eð er aldrei hugnast mér. Kjallarinn Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur Ogmundur og þau öll hafa stofnað samtök sín (með á að giska 2-5% kjörfylgi), er enn frekar en áður unnt að horfa til hins franska líkans að samstarfshreyfmgu félagshyggjufólks. Samfylking Alþýðu- bandalags, Alþýðu- flokks og Kvennalista hefur verið gagnrýnd m.a. fyrir „ótaktíska" hegðan, óvandaða stefnuskrá og vand- ræðagang við uppstill- ingu framboða í kring- um gömlu kunningjana. Sumt er þar réttmætt, annað er óhjákvæmi- lega utan áhrifasviðs „Sameinad félagshyggufólk ætti að geta náð 35-40% kjörfylgi við eitt framboð í hverju kjördæmi að þessu sinni. En til þess þarf breiða samfyikingu með sterkar áherslur á framsækna stefnu. Til þess þarf heilmikið af nýju fólki í framvarðastöðurnar. “ Aðalatriðin eru einföld Ég hef áður á þessum vettvangi talað fyrir hinni gömlu hugmynd Vilmundar Gylfasonar um regn- hlífasamtök stjómmálaflokka, sér- málasamtaka og einstaklinga til framhoðsvinnu og samfylkingar- baráttu (utan þings). Nú, þegar samfylkingarinnar og margt skipt- ir ekki máli. Aðalatriði máls eru þessi: Ár- angursrík samfylking þarf að skipa sér breiðan forystu- og fram- boðshóp, hún þarf að vinna gagn- legar og skýrar stefnuskrár (eina til grunns og aðra sem kosninga- stefnuskrá) og hún þarf að bæta nýrri vídd í stjómmálin á hverj- um tíma. Hvorki samruni A-flokk- anna og Kvennalistans né græna/vinstra framboðið sýnast geta tekið mið af þessu. Nýja samfylkingu Hræringarnar í íslenskum stjórnmálum standa til lengri tíma en eins kjörtímabils. Hitt er jafnsatt og rétt að fyrsta skref til nýsköpunar á vinstri væng þarf að fela í sér meira fylgi en sem svar- ar samanlögðum atkvæðatölum aðstandendanna úr síðustu kosn- ingum, eða svo. Fátt bendir nú til einhvers annars, aðeins hálfu ári fyrir kosningamar. Sameinað fé- lagshyggufólk ætti að geta náð 35-40% kjörfylgi við eitt framboð í hverju kjördæmi að þessu sinni. En til þess þarf breiða samfylk- ingu með sterkar áherslur á fram- sækna stefnu. Til þess þarf heil- mikið af nýju fólki í framvarða- stöðurnar. Ef slíkt ætti ef til vill að takast þarf að koma strax á laggirnar samstarfi núverandi samfylkingar, vinstra/græna val- kostsins, einstaklinga og samtaka sem ekki koma að málum nú. Líklega er tíminn þó um það bil úti til þess ama. Ef svo reynist og forystumenn A-flokka, Kvenna- lista og fyrrverandi alþýðubanda- lagsmanna hafa ekki forystu um sameiginlegt framboð og stofnun samhæfingarsamtaka að þessu sinni þarf að huga að slíku á næsta kjörtímabili. Nú verður for- ystufólkið endilega að svara fyrir sig. - Það bíða margir svars. Ari Trausti Guðmundsson Skoðanir aimarra Kvótamálið og ESB „Kannski var kvótafyrirkomulagið nauðsynlegt á sínum tíma, til að koma í veg fyrir hrun fiskistofn- anna, en um svona stór mál verður að vera sátt i þjóðfélaginu. Kannski leysist allur vandi íslenskra stjómmálamanna við það að ganga í Evrópusam- bandið eins og sumir þeirra hafa haft orð á, að rétt væri að gera. Evrópusambandið myndi þá senda fiskveiðiflota sinn á íslandsmið og ekki þyrfti þá að hafa meiri áhyggjur af deilum um kvótamál... En til hvers var þá barist fyrir 200 mílunum og öll hin þorskastríðin háð?“ Daníel Sigurbjörnsson í Mbl. 30. des. Einkavæðingaár íslandssögunnar „Þetta hefur verið mesta einkavæðingaár Islands- sögunnar... Það er óvíst hvemig þetta fer með ís- lenska aðalverktaka, en án þess fyrirtækis og hluta- fjáraukningar hankanna, sem rennur til þeirra sjálfra, em þetta um sex milljarðar ... Það er greini- lega þörf á hlutabréfamarkaði fyrir nýja tegund fyr- irtækja og aukna fjölbreytni... Það er ákveðin vakn- ing í gangi og fólk er að átta sig á því að það hefur fjárfest of lítið í hlutabréfum, þannig að spamaður- inn hefur beinst inn á aðrar brautir. Einkavæðingin hefur gegnt lykilhlutverki í því að augu fólks hafa opnast fyrir þessum möguleikum. Um leið verður fólk meira meðvitað um atvinnulífið og fer að fylgj- ast betur með því.“ Hreinn Loftsson í Degi 30. des. í skjóli tjáningarfrelsis „Enginn skyldi halda, að allt leyfist í skjóli þess stjómarskrárvarða tjáningarfrelsis, sem vissulega er meðal hinna dýrmætustu mannréttinda. Stjómar- skrá okkar kveður einmitt berum orðum á um það, að tjáningarfrelsinu megi m.a. setja skorður með lög- um til vemdar mannorði - enda gildir þess háttar löggjöf víðast meðal siðaðra þjóða. En lögin ein segja ekki alla sögu, því að almennt siðgæði krefst einnig - og ekki síður - virðingar við æm manna, jafht lif- enda sem látinna.“ Páll Sigurðsson í Mbl. 30. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.