Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1999 J I i i í i i i i i i li Lagatextar Langar þig að vita hvemig textinn við nýjasta Celine Dion lagið er? Þá væri ekki vitlaust að athuga heimasíðuna http://www.lyrics.ch/ því þar er alls að finna 111.736 texta eft- ir hina ýmsu flytjendur. Örmyndir Það vita það sjálfsagt fæstir en á mörgum örsmáum tölvukubbum er að finna enn smærri myndir sem iðjulausir tæknimenn hafa sett þar að gamni sínu. Enn iðjulausara fólk hefur leitað lengi að slikum myndum og veitir okkur sýnis- hom af þeim á heimasíðunni http://micro.magnet.fsu.edu/ creatures/ Heimskuleg lög Víða era virkilega heimsku- leg lög í gildi og hreint ótrúlegt hvað embættismönnum reynist stundum erfitt að taka úrelt lög úr gildi. Skrá yfir slík lög er að finna á slóðinni http://mem- ber s. xoom.com/stupidlaws/ Undur Egyptalands Umfangsmikil heimasíða um píramídana og allt annað egyp- skt finnst á slóðinni http://libr- ary.advanced.org/15924/ Ölvunarakstur Öll vitum við að það er ekki skynsamlegt að keyra bíl undir áhrifum áfengis eða annarra lyfia. Nánari fræðslu um ölvun- arakstur er hægt að finna á heimasíðunni http://hyper- ion.advanced.org/23713/ Draugavaktin Hún June Houston heyrir oft undarleg hljóð heima hjá sér og grunar hana að þar séu draugar á ferð. Til að fylgjast með þeim hefur hún komið nokkrum myndavélum fyrir og sendir þær út á Netið svo hægt sé að hjálpa henni við að koma auga á kvik- indin. Slóðin er http://www.flyvision.org/ sitelit e/Hou- ston/GhostWatcher/index.html Lengsta ferðin Margir bíða spenntir eftir tölvuleiknum The Longest Jour- ney. Nýjar fréttir af vinnslu hans er að finna á slóðinni http://www.longestjourn- ey.com/ 25 —.* Klukkan tifar: Tæpt ár í 2000-vandann - hversu alvarlegur er hann? Varúðarráðstafanir Þó svo flestir afskrifi fólk sem trúir á enda siðmenningar þann 1. janúar árið 2000 sem rugludalla þá er kannski örlítið sannleikskorn í þvi sem það heldur fram. Undan- farið hafa t.d. birst viðtöl við- tölvusérfræðinga sem hafa unnið við að laga 2000-vandann í hinum ýmsu tölvukerfum. Og jafnvel nokkrir þeirra segjast ætla að forða sér eitthvað upp á fjöll um næstu áramót. Jafnframt hafa opinberir aðilar beðið fólk að gera ýmsar varúðar- ráðstafanir svipaðar þeim sem gerðar eru þegar stórhríð eða felli- bylur er yfirvofandi. Formaður þingnefndar, sem hefur yfirum- sjón með 2000-vandanum í Banda- ríkjunum, hefur sagt að það saki ekki að hafa tiltækan mat til nokk- urra daga og jafnframt reiðufé. En sennilega ræður hegðun al- mennings jafnmiklu um það hve,, stór vandinn verður í raun og sjálf tæknileg hlið tölvuvandans. Ef al- menn múgæsing grípur um sig verður mun meiri hætta á að vandinn verði viðvarandi en ef al- menningur heldur ró sinni, jafnvel þótt eitthvað fari úrskeiðis fyrst um sinn. Hægt er að óska eftir myndum af ýmsum stjörnufyrirbærum á heimasíðu Case Western háskólans. Stjörnukíkir á Netinu: Til þjónustu reiðubú- inn fyrír almenning Þeir sém langar að sjá eitthvert sérstakt fýrirbæri úti í geimnum geta nú fengiö myndir af því með hjálp átta tonna stjörnusjónauka. Fyrir nokkrum vikum setti Case Western háskóli stjömukíki sinn og þjónustu honum tengda á Netið. Á heimasíðu kíkisins (http://astrwww.astr.cwru.edu/ ) geta bæði leikmenn og atvinnu- stjörnuskoðarar lagt inn beiðni um myndir af ákveðnum stjörnum eða geimfyrirbærum. Að sögn þeirra Case Westem manna er sjónauki þeirra eini risa- sjónaukinn um þessar mundir sem almenningur hefur aðgang að. Það eina sem þarf að gera er að fylla út eyðublaö á heimasíðunni þar sem ákveðnum óskum er komið á fram- færi. Eftir að myndirnar hafa ver- iö teknar eru þær siðan sendar með tölvupósti til þeirra sem ósk- uðu eftir þeim. Ekki er hægt að segja fyrirfram hve mikinn tíma tekur að uppfylla einstakar óskir. 1 sumum tilfellum eru myndirnar tilbúnar eftir örfáa daga en stundum em þær ekki til- búnar fyrr en að nokkrum mánuð- um liðnum. Allt veltur þetta á fjölda þeirra sem óska eftfr mynd- um og hversu mismunandi erfitt er að taka þær. Fimmtán prósent af rannsóknartíma kíkisins verður varið í þessar rannsóknir fyrir al- menning, tuttugu prósent renna til menntaskóla og afganginn nýta nemendur og kennarar Case Western háskólans. Enginn veit í raun hvað muni gerast þegar árið 2000 rennur upp og hinn alræmdi 2000-tölvuvandi sýnir hvað í honum býr. Eitt er þó víst að gríðarlega mikið mun verða rætt um þetta tiltekna málefni á ár- inu sem nú er nýhafið. Og líkurnar á að móðursýki og múgæsing gripi um sig munu aukast með hverjum deginum þangað til 1. janúar árið 2000 rennur upp. Margir telja um þessar mundir að hættan sé mjög orðum aukin og tölvuvandinn muni ekki valda al- varlegum slysum. Aðrir eru hins vegar ekki á sama máli og liggja ekki á skoðun sinni um yfirvofandi hamfarir. Heimsendir í nánd Bandaríkjamenn virðast láta sig þetta málefni hvað mest varða því þar í landi hafa að undanförnu sprottið upp hreyfingar sem eru byrjaðar að undirbúa sig undir endalok siðmenningar í kjölfar 2000- vandans. Slíkt fólk er farið að hamstra mat, vatn, reiðufé, vopn og skotfæri og býr sig undir að flytjast á afvikna staði langt frá stórborgun- um og því neyðarástandi sem það telur að muni skapast. Húsnæði hefur verið byggt til að hýsa þá sem vilja forða sér, og hægt er að fjárfesta í slíkum byggingum með hjálp ýmissa heimasíðna. Gylli- boðin eru allsérstök og til dæmis segir fyrirtækið Heritage West í Arizona að „500 fjölskyldur hins nýja árþúsunds" muni lifa „algjör- lega sjálfum sér nægar og óháðar ut- anaðkomandi orkugjöfum". Fjöl- skyldurnar muni geta treyst á sólar- og vindorku til að „ala upp heil- brigð og sjálfstæð börn í sveitinni Margir hyggjast halda til fjalla fyrir áramótin 1999-2000 til að forðast það ófremdarástand sem þeir telja að muni myndast f stórborgum vegna 2000-tölvuvandans. og hafið þannig á loft á ný gildin sem gerðu Bandaríkin frábær. Hin nýja gullöld muni hefjast hér“. Stærsta netverslunarmiðstöð Fyrirheitna landsins: Milljón manna fylgdist með jólamessu Fyrir stuttu var sett á laggirnar heimasíða sem kallast Jesus2000.com (http://www.jesus2000.com/). Hún er titluð „stærsta verslunar- miðstöð Fyrirheitna landsins á Netinu" og segja forráðamenn hennar að ein milljón manna hafi heimsótt hana fyrsta daginn sem síðan var opnuð. Varningurinn sem til sölu er eru ýmsir trúarlegir munir sem margir hverjir eru búnir til 1 Betlehem. Jafnframt selur fyrir- tækið, sem sér um heimasíðuna, bækur, geisladiska og ýmsan annan varning tengd- an ferðaþjónustu í Mið-Austurlöndum. Jafnframt býður heimasíðan upp á ýmsa aðra þjónustu. Til dæmis fylgdist stór hluti þeirra „sýndar-pílagríma" sem heimsóttu síð- una á fyrsta- degi með útsendingu frá mið- næturmessu í Bet- lehem á jóladag. Á heimasíðunni er hvergi að finna auglýsingar likar þeim sem eru á flestum heimasíðum sem stunda viðskipti. í staðinn er fólk einungis minnt á að „vera tilbúið komu Messíasar". í kjölfar vinsælda heimasíðunnar tilkynntu eigendur hennar að rekst- ur síðunnar færi á opinberan hluta- bréfamarkað i vor. Jesús nýtur talsverðra vinsælda eins og greinilegt er af sókn almennings á heimasíðuna Jesus2000.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.