Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1999, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1999 Spurningin Ætlar þú á útsölur? Sigrlður Stefánsdóttir hjúkrun- arfræðingur: Já. Örvar Jónsson nemi: Já, ég hugsa að ég geri það. Karen Eberhardtsdóttir: Já, ör- ugglega. Garðar Arnarson málari: Nei. Vilborg Halldórsdóttir nemi: Já, ég reikna með því. Lesendur Hlutabréfasjóöir og skattaendurgreiðslur - velgja mörgum á nýju ári Gísli Guðmundsson skrifar: Það mátti ekki á milli sjá hvorir stóðu framar í sjónvarpsauglýsing- unum; rakettu- eða verðbréfasalar. Báðir spútnikar með sprengitilboð sem reynist ekki öllum auðvelt að hafna. Og því yngri og óreyndari sem áhorfendur voru þeim mun hættara var þeim að gína við agn- inu. Þetta er ekki sagt til að niður- lægja viðkomandi, hina yngri þjóð- félagsþegna okkar. Síður en svo. Þetta er einfaldlega lögmál viðskipta og þessum tilboðum er líka beint, umfram aðra, til fólks í önnum við að byggja upp sjálfa sig og fjölskyldu sína. En tilboðin gengu líka í augun á hinum eldri og lífsreyndari er létu reynsluna lönd og leið. Ég lagði eyrun að sjónvarpsvið- tali þ. 28. jan. sl. við sérfræðing í verðbréfaviðskiptum. Hann sagði sem satt var að hlutabréfakaup væru áhættusöm, þau gætu skyndi- lega skipt um takt og tón; bréfin dottið niður eða hækkað í verði. Allt væri þetta áhætta með fé. Þetta eru orð í tíma töluð. Ég held að margir skilji ekki til fullnustu tilboð hlutabréfasjóðanna, eða misskilji þau, jafnvel „misskilji þau vitlaust" eins og einn góður og gegn borgari var vanur að segja við okkur félagana þegar hann taldi okkur seina að kveikja á perunni. Eða hvemig gengur það dæmi upp að kaupa bréf fyrir kr. 133.333, fá skattaafslátt aðeins einu sinni, kr. 31.216 og þurfa að eiga bréfm í 5 ár en missa skattafsláttinn ella? Bréf sem geta hriðfallið og kunna að Að fórna fé sínu í hlutabréfakaup líkir bréfritari við samviskulausa eignaupp- töku sem eigi eftir að velgja mörgum á nýju ári. - Biðröð eftir hlutabréfum. reynast óseljanleg um langa hríð. - Og kaupa bréfin með boðgreiðslum á 15% vöxtum í ofanálag! Ég er hræddur um að þetta velgi mörgum á nýju ári. Ég er auövitað að tala um venju- legt fólk með venjulegar tekjur (miðað við launataxta flestra stétt- arfélaga). Hinum, sem ekki er annt um fé sitt yflrleitt, má vera sama þótt þau leiki sér með það á þennan hátt. Fólk sem hins vegar leggur á sig nokkurn sparnað samkvæmt til- boðum um lífeyrisspamað, umfram það sem lögboðið er, gerir rétt. Það þarf ekki að fá samviskubit fyrir hvert eitt þúsundið sem það sér af í slíkar greiðslur. - Hlutabréfakaupin eru að mínu mati ein versta gildra sem lögð hefur verið fyrir fólk á seinni árum - samviskulaus eigna- upptaka sem engu skilar. Enginn skal vera vonlaus Konráð Friðflnnsson skrifar: Sagt er að margir eigi bágt á ís- landi og hafi það „skítt“. Á það vil ég ekki leggja dóm en veit þó að sumir búa við kost sem ekki er mönnum sæmandi. Á ég þá við ut- angarðsfólk svonefnt eða útigangs- menn, sem hýrast á götuhomum og eiga ekki í nein hús að venda. Oft óreglufólk og búið að koma málum sínum þannig fyrir að öll sund virð- ast lokuð. En þrátt fyrir oft og tíðum aumt ástand þessa fólks þá er samt alltaf von. Að einhver eigi sér enga von er því ekki rétt. Vandamálið er hins vegar það að menn verða að bera sig eftir björginni. Það þarf m.ö.o. að leita sjálft eftir hjálpinni sem í boði er á hverjum tima. Og það ger- ast líka kraftaverk í lífi manna. Það gerist er þeir knýja á dyr hjálpræð- isins. Það er altént trú margra. Og sem betur fer hefur umrætt fólk um nokkra staði að velja þar sem hægt er að leita aðstoðar. Einn slíkur er Byrgið í Hafnarfirði sem stofnað var af einstaklingum sem sjálfir hafa losnað frá böli vímunn- ar. Meðferð í Byrginu byggir að stærstum hluta á orði Guðs. Það sem þar er að gerast er að forstöðu- maðurinn, Guðmundur Jónsson og hans aðstoðarmenn leiða menn til trúar á Jesú og benda á hann sem sannanlega lausn. Nokkuð sem verkar, taki maðurinn við þessu í trú. Sem kristinn maður styð ég starf Byrgisins og vona að aðrir kristnir menn hér á landi geri það einnig, því á þeim stað er verið að vinna gott verk en um leið erfitt. Þeir vöktu upp Geysi Alfreð Jónsson skrifar: í annars ágætum sjónvarpsþætti þeirra Hannesar Gissurarsonar og Jónasar Sigurgeirssonar (Tuttug- asta öldin, átök við aldarhvörf. Heimildarflokkur um merkisat- burði og þróun þjóðlífs á íslandi á öldinni sem er að líöa), þar sem fjallað var um tímabilið 1927-1940, var rangt með það farið að dr. Trausti Einarsson jarðfræðingur hefði upp á sitt eindæmi vakið upp Geysi í Haukadal. Mér er vel kunnugt um að svo var alls ekki og þykir rétt að benda lesendum blaðsins á staðreyndir. Hugmyndin um lækkun yfirborðs hversins og hækkun á hita hans kom frá þeim Jóni Jónssyni á Laug og Guðmundi Gíslasyni lækni sem þjónusta allan sólarhringii Aéolns eða hringið í sima O 5000 ^rfilli kl. 14 og 16 síðar vann á Keld- um. Þeir félagar áttu síðan frumkvæðið að þvi að verkið var unnið. Þetta ár, 1935, var Trausti Einarsson nýkominn heim frá námi og var hann fenginn til að koma að verkinu. Ekki ætla ég aö draga úr þætti hans. Hann lagði sannarlega sín lóð á vogarskálam- ar. En sumir vilja meina að þeir eigi að njóta eldanna sem fýrstir kveikja þá. í ritverkinu Öldin okkar segir frá þess- ari framkvæmd sem vakti gífurlega at- hygli og ánægju. Sú frásögn styður í einu og öllu það sem ég hef um málið að segja. Þættir þessir eiga hins vegar er- indi við flesta lands- menn sem vilja Geysir í Haukadal. - Uppvakning hans 1935 var hug- fræðast um þjóðlífið mynd heimamanna. á öldinni. DV Hæpið skáidaleyfi Þórunn hringdi: Ég horfði á sjónvarpsleikritið Dómsdag í Sjónvarpinu 26. des. sl. Mér fannst leikritið áhugavert og vei frá því gengið fyrir áhorfendur. Ég sá hins vegar í hendi mér að þama var á ferð ákveðið dómgreindarleysi sem fólst í þvi’að breyta ekki nöfnum þeirra sem þarna komu við sögu auk skáldsins Einars Benediktssonar, svo og að ákveða að gera prestsmaddöm- una að morðingja eða prestshjónin bæði ef maður vildi skilja aðdróttan- irnar á þann veg, sem var afar auð- velt. Ég flokka þessar getsakir undir dómgreindarleysi sem íslendingum er orðið afar hált á er þeir koma fram opinberlega eða láta eitthvað frá sér fara. Orðið skáldaleyfi á hér engan rétt. Umfjöllunin er þess eðlis að hún gildir ekki. Skattaafsláttur - brot á mannréttindum? Sigm-þór hringdi: Mér þykir hið opinbera vera orðið gjafmilt er það býður þeim sem kaupa hlutabréf hjá einhverjum verðbréfa- salanum verulegan skattaafslátt eða eins og allir vita rúmar 30 þús. kr. af hverjum 130 þúsundum sem menn kaupa. Hver greiðir skattana til ríkis- ins sem á vantar og búið er að áætla í fjárlögum? Eða er reiknað með ein- hverri ákveðinni upphæð á fjárlögum sem ríkið missir vegna skattafsláttar til hlutabréfakaupenda? Og hvað með aila þá sem hreinlega hafa ekki efni á að kaupa hlutabréf til að næla sér í skattaafslátt? Það er ekkert hægt að bera þennan afslátt saman við neitt annað sem býðst í þjóðfélaginu, því skattar eru lögboðin gjöld sem ekki á að vera hægt að leika sér með til að mismuna þegnunum. Sjónvarpsfréttum seinkar sífellt G.K.Á. skrifar: Það er óþolandi að þurfa að kyngja því, jafnvel kvöld eftir kvöld, að seinni fréttum Ríkissjónvarps seinki svo lengi sem verkast vilL Þetta er ekkert nýtt, gerist bara eins og ég segi þegar Sjónvarpinu þykir henta. Aðallega vegna auglýsinga að mér skUst. En það hlýtur að vera hægt að áætla tímasetningu hér eins og ann- ars staðar i heiminum þar sem aug- lýsingar eru ekki síður hluti af tekj- um sjónvarpsstöðva. í gærkvöld, 28. des., var klukkan að verða 15 mínút- ur gengin í tólf þegar fréttir loks hófust. Svona stofnun getur ekki talist ábyrg eða traustvekjandi. Niður með óstundvísi RÚV-sjónvarpsins. Ölæði á „þurrum“ dansleikjum Atli hringdi: Það skal ekki bregðast að sé haid- inn dansleikur t.d. í einhverju félags- heimilinu í dreifbýlinu, þ.e. þar sem ekki eru löglegar vínveitingar frá bar eða selt með öðrum hætti, þá verður þar ölæði og slagsmái. Við sáum dæmið frá Ólafsfirði þar sem efnt var til dansleiks fyrir 16 ára og eldri. Allt varð vitlaust og lögreglan réð í raun ekki neitt við neitt. Af þessu eigum við að draga þann lærdóm að hætta hræsninni og leyfa vínveitingar hvar sem fólk kemur saman til að skemmta sér eða gera sér glaðan dag. - Og enn fremur; leyfið sölu léttvíns og öls í matvöruverslunum. Það mun leiða til betri umgengnishátta gagn- vart áfenginu. Kýs ekki með Kvennalistann innanborðs Sæmundur hringdi: Ég vil koma því á framfæri hér með að ég sem hingað til hef kosið Alþýðubandalagið og ætlaði aö kjósa A-flokkalistann, mun ekki kjósa list- ann með Kvennalistann innanborðs. Ég verð þá að neyðast til aö sitja heima eða kjósa Græna ffamboðið jeirra strákanna sem yfírgáfu flokk- inn sinn. Vinstri flokkur getur ekki orðið heilsteyptur með Kvennalist- ann upp á arminn. Bara eðli málsins samkvæmt, frekjan og græðgin skín )ar sífellt í gegn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.