Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 Fréttir Prófkjörsslagur framsóknarmanna á Noröurlandi eystra: Kjörkassar á þvæl- ingi milli sveitabæja - mun meiri harka en ég átti von á, segir Jakob Björnsson DV, Akureyri: Prófkjörsslagur framsóknar- manna á Norðurlandi eystra hefur farið mjög harðnandi siöustu dag- ana og er Ijóst að frambjóðendumir og stuðningsmenn þeirra slá hvergi af. Þá má segja að engar formlegar reglur séu i gildi varðandi utankjör- staðaratkvæðagreiðslu sem staðið hefur yfir að undanfömu og ýmis- legt óvenjulegt komið þar upp á borðið sem ekki er full sátt um milli frambjóðenda. Þótt frambjóðend- umir sjálfir hafi ekki verið stóryrt- ir i garð hver annars láta stuðnings- menn þeirra þeim mun meira í sér heyra og er mikil undiralda meðal þeirra. Segja má að fyrst hafi hitnað í kolunum þegar Daníel Árnason, sem keppir að 2. sætinu, fékk því framgengt að kosið var utan kjör- staðar í fyrirtæki hans, Kexsmiðj- unni á Akureyri, það hugnaðist t.d. ekki Elsu Friðfinnsdóttur sem stefn- ir einnig að 2. sætinu. Síðar kom í Ijós að kosið hafði verið á kosninga- skrifstofu Valgerðar Sverrisdóttur Valgerður Sverrisdóttir: „Engin blokkarmyndun í gangi.“ sem keppir að 1. sætinu og t.d. á fundi Daníels sem hann hélt með hestamönnum á Akureyri. Skrýtnasta prófkjörsfréttin kem- ur hins vegar úr N-Þingeyjarsýslu Jakob Björnsson: „Mun meiri harka en ég átti von á.“ þar sem komið hefur í ljós að for- maður framsóknarfélagsins austan Öxarfjarðarheiðar, í Þistilfirði, Þórshöfn og á Langanesi, hefur far- ið á milli bæja í sveitinni með kjör- kassann og boðið fólki að greiða at- kvæði á heimilum sínum. Mætti reyndar orða það þannig að kosið hafi verið „á kjörstað", en kjörstað- urinn hafi verið færanlegur. Heyrst hefur um samstarf stuðn- ingsmanna Valgerðar og Daníels í N-Þingeyjarsýslunni og hljóðar sá orðrómur upp á að Jakob Bjöms- son, sem keppir um 1. sætið við Val- gerði, verði ekki kosinn ofar en í 3. sætið. Vitað er að Daníel Ámason, sem er fyrrverandi sveitarstjóri á Þórshöfn, hefur góðan stuðning víða í Þingeyjarsýslunum og þær em taldar sá hluti kjördæmisins þar sem Jakob á helst undir högg að sækja. Óeðlileg atkvæðagreiðsla „Það er mun meiri harka í þessu en ég átti von á fyrir fram. Ég hef jú Kvikmyndahátíð í Reykjavík: Víðtækt samstarf DV og Kvikmyndahátíðar Tuttugu ár em frá því fyrsta Kvik- ingu á hátíðinni. Samningurinn felur myndahátíðin í Reykjavík var haldin og hefúr hún fest sig i sessi í menn- ingarlífi höfúðborgarinnar og er mik- ið sótt Ekki er aö efa að þaö sama verður upp á teningnum á kvik- myndahátíðinni sem hefst á morgun enda íslendingar miklir bíómenn. Þaö kostar sitt að halda stóra kvik- myndahátíð á borð við Kvikmynda- hátíð í Reykjavík og DV gengur til liðs við Kvikmyndahátíð í Reykjavík og undirritaður hefur veriö sam- starfssamningur um útgáfú og kynn- í sér víðtækt samstarf og nær einnig til fyrirhugaðrar hátíðar í ágúst á þessu ári. Samningurinn rennir styrkari stoðum undir rekstur hátíð- arinnar og tryggir öfluga kynningu á þeirri metnaðarfúllu dagskrá sem í boði er. DV er stolt að eiga sinn þátt í að hingað berast kvikmyndir sem almenningi gefst að öllu jöfrrn ekki tækifæri til að sjá í kvikmyndahús- um og væntir þess að hátíðin fái að vaxa og dafna og skipi þann sess sem henni ber í íslensku listalífi. -HK Áhrifalausir íslendingar heyrt um þessa „blokk“ stuðnings- manna Valgerðar og Daníels, en get ekkert sannaö og því er neitað að þetta sé í gangi,“ segir Jakob Bjömsson. Varðandi fyrirkomulag utankjörstaðaratkvæðagreiðslunnar í N-Þingeyjarsýslunni austan Öxar- fjarðarheiðar segir Jakob að hann telji það fullkomlega óeðlilegt að „flakkað sé um með kjörkassa milli bæja“, eins og hann orðaði það, og reyndar segir hann fyrirkomulag utankj örstaðaratkvæðagreiðslunnar i heild langt frá þvi að vera eðlilegt. „Auðvitað eiga menn að reyna að halda sig eins og hægt er við þær reglur sem gilda í kosningunum sjálfum, þótt ekki væri til annars en að þessi prófkjörsbarátta sé trúverð- ug,“ segir Jakob. Engin blokkarmyndun „Það er engin blokkarmyndun í gangi gegn Jakobi. Að sjálfsögðu getur verið að á ákveðnum svæðum vilji fólk mig í 1. sætið og Daníel í 2. sætið, en það er alls ekki þannig að við séum að vinna saman. Ég hef gætt þess að gefa ekki upp neinar skoðanir á öðmm frambjóðendum," segir Valgerður Sverrisdóttir. Um fyrirkomulag utankjörstaðarat- kvæðagreiðslunnar segist hún lítið hafa að segja, nefnd sem sjái um þau mál annist þau alfarið. Sjálf segist Valgerður þó ekki sjá neitt við það að eldra fólki í dreifbýli, svo einhverjir séu nefndir, sé gert hæg- ara um vik að taka þátt í prófkjör- inu. Prófkjörið sjálft fer fram á laugar- dag og sunnudag. Ekki verður alls staðar um hefðbundna kjörstaði að ræða, t.d. verður kosningunni þannig háttað í Bárðardal að þar verður farið með kjörkassa á alla bæi og fólki gefinn kostur á að kjósa. Talning atkvæða hefst á Ak- ureyri um kvöldmatarleytið og er áætlað að henni ljúki síðari hluta nætur. -gk „Það hefur enginn séð ástæðu til að múta mér, hvað þá að bjóða mér vændiskonu," seg- ir forseti íþrótta- og ólympíusambands ís- lands í DV í gær. Hann er heldur óhress, forset- inn, og er það skiljan- legt. Hvers á islensk í þróttahreyfmg að gjalda? Dagfari veit ekki betur en að við stöndum vel á alþjóða- vettvangi. Jón Amar og Guðrún og Vala era heimsklassafólk í sín- um íþróttum og Krist- inn Bjömsson væri það líka ef hann dytti ekki. Við eigum landslið í fót- bolta sem gerir jafntefli við heimsmeistarana og eram sem sagt í fremstu röð í fjölmörgum íþróttagreinum. Samt eru okkar menn sniðgengnir með vændiskonur og aðrar góðar mútur þegar stórar ákvarðanir era teknar. Það sama má raunar segja um ástandið í Evr- ópusambandinu. Þar er framkvæmdastjómin sökuð um mútuþægni og spillingu og talað um að hún þurfi öll að fara frá vegna þess að allir með- limir framkvæmdastjómarinnar hafa notið góðs af mútunum. Enn og aftur era íslendingar fjarri góðu gamni og hvergi á blaði. Við eram algjör- lega utangátta þar sem menn fá borgað fyrir að vera til og þar sem menn njóta góðs af stöðu sinni og aðild. Það að forseta íslenskrar íþróttahreyftngar skuli ekki einu sinni boðið upp á vændiskonu er hneyksli. Hvort hann hefði þegið boðið er allt annað mál og kemur þeim í Salt Lake City ekkert við. Þetta er spuming um status og virðingu fyr- ir gamalgróinni íþróttaþjóð og íþróttasambandið á að mótmæla þessum dónaskap og lítilsvirðingu sem íslenskri íþróttahreyfingu er sýnd með því að virða forystumann hennar að vettugi. Til hvers halda menn að forkólfar íþróttahreyfingar- innar séu að ferðast um öll lönd og til hvers halda menn að íslenskir íþróttamenn séu að vinna af- rek á alþjóðavettvangi ef þeim er ekki einu sinni boðið að vera með í spillingunni. íslenska ríkisstjómin getur kennt sjálfri sér um einangrun sína frá spillingunni í Evrópusam- bandinu vegna þess að ríkisstjómin hefur engan áhuga haft á því að gerast aðili. Nú sýpur hún seyðið af því. íslenskir ráðamenn era slyppir og snauðir og algjörlega afskiptir þegar spyrst um spillingu í EU. Við erum einskis metnir og grátt leiknir og okk- ar menn þurfa að borga sínar eigin vændiskonur sjálfir til aö hafa ofan af fyrir sér í útlöndum. Þetta er grófleg mismunun og hlýtur að valda sjálfstæðri þjóð, sem vill láta taka sig alvarlega, áhyggjum. Það eiga allir að geta setið jafnt að spillingunni og mútunum og vændiskonunum án tillits til búsetu, litarháttar, trúarbragða eða kyn- þátta. íslendingar eiga rétt á vændiskonum eins og aðrir. Dagfari Stuttar fréttir i>v Norræn ráðherranefnd llalldór Ásgrtras- son, utanrikisráð- herra og norrænn samstarfsráðherra, stýrði í gær íúndi samstarfsráðherr- anna í Kaupmanna- höfli. Þar var m.a. tekin ákvörðun um að á árinu 1999 verði stofhuð norræn ráðherranefnd sem fer með upplýsingatæknimál. ÍS til Fjármáiaeftirlits „Við teljum ástæðu til að horfa á viðskipti íslenskra sjávarafurða. Verkferlið er það að við gerum frumathugun á því hvort tilefni er til að benda Fjármálaeftirlitinu á þetta mál. Þaö er þeirra að taka ákvörðun um hvort þeir rannsaka málið eða ekki,“ sagði Stefán Hall- dórsson, forstöðumaður Verðbréfa- þings íslands, í gær. Nefhd um gagnagrunn Nefrid um gerð og starfrækslu miðlægs gagnagrunns á heilbrigð- issviði verður skipuð innan skamms samkvæmt upplýsingum heilbrigðisráðuneytisins. Ríkisút- varpið greindi frá. Krónan styrkist Fjárfestingarbanki atvinnulífsins spáir þvi að íslenska krónan styrkist á næstu mánuðum. Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu FBA. Auk- inn vaxtamunur milli innlendra skammtímavaxta og veginna vaxta islensku myntkörfúnnar er aðal- ástæða þess að krónan styrkist. Rik- isútvarpið greindi frá. Ráöstöfunartekjur minnkuöu Dæmi eru um að ráðstöfúnartekj- ur fólks hafi minnkað um áramót vegna gjaldskrárbreytinga sveitarfe- laga þrátt fyrir launahækkanir. Rik- isútvarpið sagði frá. Ekki útlandasímaþjónusta Ljóst er að Tal hf. mun ekki heija út- landasímaþjónustu fyrfr almenna símnot- endur á fóstudaginn vegna aðgerða Lands- símans til að tefja fyr- ir opnun þjónustunn- ar. í fréttatilkynningu sagði að jafii- framt lægi fyrir að Landssíminn beitti öilum tiltækum ráðum til að koma í veg fyrir samkeppni í símamálum þrátt fyrir yfirlýsingar forráðamanna fyrir- tækisins um hið gagnstæða. í öiium kjördæmum Félög stuðningsmanna Vinstri- hreyfmgarinnar - græns framboðs verða stofnuð í öllum kjördæmum. Sunnlendingar hafa riðið á vaðið. Formlegur stofnfúndur samtakanna verður í Reykjavík helgina 5. til 6. febrúar. Sjónvarpið sagði frá. Fleiri á vergangi en áöur Ástandið hefúr versnað í húsnæð- ismálum öryrkja og fleira fólk en áður virðist á hálfgerðum vergangi. Fólk sem er eingöngu á bótum er ekki samkeppnisfært á leigumark- aðnum að sögn Önnu Ingólfsdóttur, framkvæmdastjóra Hússjóðs Ör- yrkjabandalags íslands, við Dag. Fleiri stopp Enn fiölgar þeim bifreiðum í Nes- kaupstað sem eru stopp vegna vatns í bensíni. Er tala þeirra nú komin yfir tuginn. í frétt DV um vatnsbensínið í Neskaupstað var umboðsmaður Olís á staðnum rangt feðraður. Hann heitir Pétur Kjartansson en ekki Óskarsson. Selma til ísraels Búiö er að stað- festa að Selma Bjömsdóttir -söng- kona verði fúlltrúi íslands í Evrópu- söngvakeppninni eins og greint var frá í DV á mánu- daginn. Þorvaldur Bjami Þorvalds- son mun semja lagið sem Selma mun flytja í ísrael i vor. Fríin vandamál Éjarvistir nemenda grunnskólans vegna utanferða forráðamanna þeiiTa á vetuma eru orðnar að veru- legu vandamáli fyrir skólana segir formaður Skólastjórafélagsins. Hann lýsir eftir meiri virðingu for- eldra fýrir vinnu bamanna. Ríkisút- varpiö greindi frá. -SJ/JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.