Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 Fréttir Frambjóðendur Samfylkingar i Reykjavík komnir fram: Erfiðum fæðingar- hríðum er lokið - hörkubarátta um efsta sætiö milli A-flokkanna í Reykjavík Samfylking A-flokkanna og Kvennalistans er loks að fæðast eftir erfiðar hríðir. A-flokkarnir hafa gengið frá því hverjir það verða sem bjóða sig fram á vegum hvors um sig. Samkvæmt könnun DV á fylgi við stjórnmálahreyfingar virðist fylgishrapið viö samfylkinguna og þá flokka sem að henni standa hafa stöðvast að mestu. Þaö gæti þýtt það að nú fyrst teldi fólk sig geta trúað því að samfylkingin væri komin til að vera og að fylgið ykist, ekki síst ef vel tekst til með prófkjörið. Kjördæmisráð Alþýðuflokksins hef- ur samþykkt hverjir verða í prófkjöri Fréttaljós Stefán Ásgrímsson til lista samfylkingarinnar af hálfu flokksins. Þeir eru Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður, Borg- þór Kjæmested, fulltrúi Alþjóðasam- bands flutningamanna, Hólmsteinn Brekkan blikksmiður, Gunnar A.H. Jensen, Jakob Frímann Magnússon hljómlistarmaöur, Jóhanna Sigurðar- dóttir alþingismaður, Magnús Árni Magnússon alþingismaður, Mörður Árnason ritstjóri, Stefán Benedikts- son þjóðgarðsvörður og Össur Skarp- héðinsson alþingismaður. Þá hefur kjördæmisráð Alþýðu- bandalagsins lagt blessun sína yfir hverjir það verða sem taka þátt í próf- kjörinu af hálfu flokksins. Þeir eru Arnór Pétursson skrifstofumaður, Árni Þór Sigurðsson, aðstoðarmaður borgarstjóra, Bryndís Hlöðversdóttir alþingismaður, Elisabet Brekkan leikhúsfræðingur, Guðrún Sigurjóns- dóttir, forstöðumaður endurhæfmgar- deildar Landspitalans, Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri og fyrrv. fréttamaður, Herbert Hjelm, fyrrum bæjarfulltrúi í Ólafsvík, Magnús Ingólfsson, stjómmálafræð- ingur og kennari, og Vilhjálmur H. Vilhjálmsson háskólanemi. Hjá Kvennalistanum gekk upp- stillingamefnd frá því í fyrrakvöld hverjar verði í framboði innan Kvennalistakassans. Þær eru Ás- gerður Jóhannsdóttir, Fríða Rós Valdimarsdóttir, Guðný Guðbjörns- dóttir, Guðrún Ögmundsdóttir, Hólmfríður Garðarsdóttir og Hulda Ólafsdóttir. Fjölbreytni Þeir sem gefið hafa kost á sér í prófkjörinu af hálfu A-flokkanna koma úr ýmsum áttum og það má bú- ast við töluverðum hræringum og ljóst að miklar mannabreytingar verða frá yfirstandandi þingi. Þeir sem vænta má að komi hvað sterkast- ir til leiks í prófkjörið laugardaginn 30. janúar eru þingmannaþrenningin Bryndís Hlöðversdóttir, Jóhanna Sig- urðardóttir og Össur Skarphéðinsson. Jóhanna er í boði í kassa Alþýðu- flokksins í prófkjörinu. Hún hefur verið áberandi krossfari á Alþingi gegn spillingu í embættismannakerf- inu. Þó má reikna með því að margir, ekki síst af eldri krötum, muni henni það enn að hún yfirgaf flokkinn í for- mannstíð Jóns Baldvins Hannibals- sonar og stofnaði Þjóðvaka. Þá kemur inn í Alþýðuflokkskassann félagi hennar úr Þjóðvaka, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, sem á sínum tíma átti samleið með Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokknum, en gekk til liðs við Jóhönnu þegar hún stofnaði Þjóðvaka. Enn fremur kemur til sögu Mörður Árnason sem lengi var í Al- þýðubandalaginu, en gekk til liðs við Þjóðvaka fyrir síðustu kosningar og svo aftur til liðs við Alþýðubandalag- ið í prófkjöri og kosningabaráttu R- listans í síðustu borgarstjómarkosn- ingum. Mörður er talinn höfða til vinstrisinnaðs fólks úr mennta- og menningargeiranum, ekki síður Al- þýðubandalagi en Alþýðuflokki. Ekki er hins vegar víst að mörgum eðal- kratanum falli það í geð hversu marg- ir þeirra sem eru í framboði af hálfu krata eru „aðfluttir" úr öðrum flokk- um í A-kassanum er Össur Skarphéð- Ásta. Jóhanna. Elísabet. Guðrún. hans, greiði atkvæði í A-kassanum sakir nærveru Jakobs Frímanns Magnússonar. Jakob er þekktur hljómlistarmaður og þótti spjara sig vel sem menningarfúlltrúi í sendi- ráðinu i London á sínum tíma. Hjá Alþýðubandalaginu er Ámi Þór Sigurðsson sterkasti keppinaut- ur Bryndísar Hlöðversdóttur, en hann telst til hins rótgróna hluta Al- þýðubandalagsins, fólks sem á rætur sínar í Sameiningarflokki alþýðu, sósíalistaflokknum og era vonir bundnar við að hann hefti brott- hlaup kjósenda yfir til hins græna framboðs þeima Ögmundar Jónas- Heimir Már. Herbert Hjelm. Magnús Árni. Össur. skólapólitíkinni, Elísabet Brekkan leikhúsfræðingur, Guðrún Sigur- jónsdóttir, forstöðumaður endurhæf- ingardeildar Landspítalans, Herbert Hjelm, fyrram bæjarfulltrúi í Ólafs- vík, og Magnús Ingólfsson, stjórn- málafræðingur og kennari. Hjá Alþýðuflokknum eru enn ótaldir þeir Hólmsteinn Brekkan blikksmiður og Borgþór Kjærne- sted. Hólmsteinn hefur þótt standa nærri því fólki sem aðhyllist sjónar- mið svonefndrar mannúðarstefnu eða húmanisma, eins og þeir kjósa að nefna það sjálfir og vera kann að hann dragi þá sem þau sjónarmið Mörður. Vilhjálmur H. Jakob Frímann. Magnús. Borgþór. Gunnar. Arnór. Árni Þór. Bryndfs. Guðný. Hulda. insson sigurstranglegastur á þessari stundu og trúlegt að baráttan um fyrsta sætið á lista samfylkingarinn- ar verði á milli hans og Bryndísar Hlöðversdóttur sem stefnir á að verða efst í Alþýðubandalagskassan- um. Össur opnaði kosningaskrifstofu um síðustu helgi og þangað kom mikill mannfjöldi, miklu fleiri en húsrými var fyrir. Aðrir frambjóð- endur í A-kassanum mættu á skrif- stofuna til hans, sem er til vitnis um hver er foringinn í hópnum. Þá er líklegt að fólk úr menningargeiran- um, ekki síst hinum léttari enda Guðrún. Hólmfríður. sonar, Steingríms J. Sigfússonar og Hjörleifs Guttormssonar. Endurnýjun er mikil hjá Alþýðu- bandalaginu því að allir þátttakend- urnir eru nýir og hafa ekki til þesa verið í fremstu víglínu framvarðar- sveitar flokksins. Þau eru, auk þeirra Bryndísar og Árna Þórs, Am- ór Pétursson, sem hefur lengi starfað í Alþýðubandalaginu og talað þar máli fatlaðra, Heimir Már Pétursson, fyrrv. fréttamaður, sem sækir fylgi sitt ekki síst til samkynhneigðra, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson háskóla- nemi, sem á sitt bakland í há- aðhyllast að A-kassanum i prófkjöri samfylkingarinnar. Þá hefur Borg- þór Kjærnested verið talsvert áber- andi í sambandi við réttindamál sjó- manna í alþjóðasiglingum og hefur vakið athygli á kjörum lágt laun- aðra sjómanna frá þriðja heiminum. Snúnar prófkjörsreglur I prófkjörinu gildir svonefnd DONT-regla. Kjósendur I því merkja við fjóra einstaklinga með tölustöf- unum 1, 2, 3 og 4, þar sem talan 1 hefúr mest vægi. Kjósendur geta að- eins valið um frambjóðendur innan eins flokks í Reykjavik en í Reykja- neskjördæmi verður opið á milli flokkakassanna. Sá flokkur sem fær flest heildaratkvæði í prófkjörinu fær efsta manninn á hinum sameig- inlega lista. í prófkjörinu á hver flokkur sinn kassa og í hverjum kassa verða níu frambjóðendur, eins og grafmu er ætlað að skýra. Ef við gefum okkur það að flokk- amir X, Y og Z standi að prófkjör- inu og niðurstaðan úr því verður sú að X-flokkurinn fær 42% greiddra atkvæða í prófkjörinu, Y-flokkurinn fær 40% og Z -flokkurinn 18%, þá fær X-flokkurinn efsta manninn, en Y-flokkurinn mann númer tvö. Þá stendur eftir helmingur atkvæða- magns X-flokksins sem eru 21% af heildar atkvæðafjöldanum og 20% eftir hjá Y-flokknum sem er hvort tveggja yfir atkvæðahlutMli Z- flokksins. Þetta þýðir að X-flokkur- inn fær líka þriðja manninn. Hins vegar kemur næst til skjalanna girðing við fiórða sætið þannig að Y-flokkurinn fær það ekki eins og ætla mætti, heldur Z-flokkurinn. Y- flokkurinn fær hins vegar fimmta sætið. Atkvæðahlutfall hvers flokks helmingast því eftir hverja úthlutun þingsætis og þannig er haldið áfram koflafkolli. Kassaprófkjör Samfylkingar Kjósendur Alþýðuflokks Kjósendur Alþýðubandalags Kjósendur Kvennalista Kassi Alþýðuflokksins '"Ásta Ragnheiöur Jóh annósdóttir S'tefáb Benedikts Ö ssurJ5k,arphéðfr ;i Alþýðubandalags Kassi Kvennalistans Ásgeröur Jóhannsdóttir _ 'aídimarsdöl "GÍK GuöhjD-ögrfiuhdsdóttir Hólm ríöur Garöarsdóttir uldd Ólafsdóttir r>ra Nýja hárgreiðslan Prófkjörsbarátta framsóknar- manna á Norðurlandi eystra er nú í hámarki, enda fer prófkjörið fram um helgina. Jakob Bjömsson, fyrr- um bæjarstjóri á Ákureyri sem freistar þess að ná 1. sætinu, hefur farið mikinn með stuðn- ingsmönnum sínum og hélt m.a. í mikla ferð um N-Þingeyj- arsýslu á: dögunum. Jakob „vísiteraði-1 víða en með mis- góðum árangri. Þá er það af sumum talinn afleikur hjá Jakob að hafa skipt um hár- greiðslu á síðasta ári en það breytir heildarsvip hans allnokkuð og var haft á orði í Þingeyjarsýslunni eftir heimsókn hans þangað að ekki hefðu allir borið kennsl á manninn. Þar þekkir hins vegar hvert mannsbam Valgerði Sverrisdóttur í útliti og gildir þá einu hvort hún klæðist „ráðherradragt“ eða hvemig hún greiöir hár sitt... Flóð og Ijós Það veltur oft margt skemmtilegt upp úr íþróttafréttamönnum í hita leiks. Þannig missti Guðjón Guð- mundsson, eða Gaupi á Stöð 2, held- ur fótanna um helgina þegar hann bjó sig undir að lýsa leik Manchester United og Westham um síðustu helgi. Töf varð á leiknum og upplýsti Gaupi að það væri vegna flóðs á vellinum. Ekki var vitað til þess að vatnsveður væri á þessum slóðum. Hið rétta var að flóðljós, sem lýstu upp leikvanginn, virkuðu ekki og þurfti að kippa því í lag svo leikurinn gæti hafist.... Fjölmiðlafárviðri Mikið var um að vera hjá fiölmiðl- um á Hellssheiöi í meintu óveðri sl. þriðjudag. Menn Morgunblaðsins og Stöðvar 2 lögðu á heiðina í því skyni að ná tali af fólki í hrakningum. Ekki fór sú för vel því báöir miðlarnir sátu fastir við lítinn fógnuð björgunarsveitar- manna sem áttu það erindi eitt á fiallið að bjarga tíðindamönn- um til byggða. Sagan segir að fréttakonan ákveðna, Elín Hirst, á Sjónvarpinu hafi séð fréttapunkt í því að mynda kollegana í nauðum. Hún hafi því lagt í hann ásamt tökumanni en einnig fest sig áður en hún náði á vettvang. Þama hefur því geisað sannkallað fiölmiðlafárviðri.... KEA í Borgarkringlu Það hefur gengið erfiðlega fyrir KEA-Nettó að ná frekari fótfestu á höfuðborgarsvæðinu eftir að fyrsta og eina verslun norðanmanna var opnuð í Mjóddinni. Verslunin hefur fengið góðar viðtökur og segja heimildir Sandkorns að rekst- urinn gangi ágæt- lega. En þrautaganga kaupfélagsmanna ætlar að verða löng. Skemmst er að minnast þess þegar KEA var búið aö festa kaup á fiskverslunarhúsi Jóns Ás- björnssonar við Reykjavíkurhöfn en ekki fékkst leyfi hafnarstjómar fyrir verslunarrekstri. Siðan hafa kaupfélagsmenn leitað logandi ljósi að hentugu húsnæði. Forráðamenn KEA-Nettó, með Eirík Jóhannesson kaupfélagsstjóra í broddi fylkingar, hafa staldrað við Borgarkringluna svokölluðu og hafa skoðað gaum- gæfilega húsnæði þar sem Amma Lú og fleiri skemmtistaðir hafa verið til húsa. Um er að ræða 900 fermetra og hafa kaupfélagsmenn sýnt áhuga á að kaupa. Ekki skemmir fyrir að stutt er í helsta keppinautinn... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkom @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.