Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 5 SPURNINGAKEPPNI FRAMHALDSSKOLA Á lenbm 1X2 nr. 20 MK(Kópav.) - VA(Neskaupsst-) 1,30 7,60 2,90 nr. 26 FVA(Akranes) - BHS(Borgarh.Rvk) 1,20 7,80 3,50 Tippaðu í tíma á næsta sölustað eða á Internetinu IX2.IS -veit betur! Fréttir „Auðvitað bitnar allt slæmt sem gert er hérna í skólanum á öllum hópnum, en svoleiðis er það bara,“ segir Páll Ágúst Ólafsson, formaður nemendaráðs Hagaskóla. „Það má heldur ekki vera að magna þetta allt saman upp eins og gert hef- ur verið. Ég sá t.d. fréttir hjá ríkissjónvarp- inu um daginn þar sem frétta- maður sagðist vera staddur í Hagaskóla, klukkan væri rétt rúmlega átta og enn hefði ekkert verið sprengt! Hann lýsti Páll Agúst Olafsson, formaður nem- endaráðs Hagaskóla, fyrir framan skólann í gær. þessu sem sagt eins og skólinn okk- ar væri einhver vígvöllur," segir Páll. Það er hins vegar gott mál að frá þessu sé sagt í fjölmiðlum til að láta aðra foreldra fylgjast með þess- um atburðum og til þess að fylgjast með sínum börniun en þetta má ekki koma slæmu orði á þennan skóla sem gerir svo margt gott.“ Páll telur ákvörðun skólastjóra skólans um að vísa nemendum úr skólanum, sem höfðu skotelda und- ir höndum, rétta að mörgu leyti. „Það er engin lausn að reka nemanda úr skóla en þeg- ar skólastjóri og aðstoðar- skólastjóri eru búnir að ganga í bekki og vara nemendur við þá er þetta full- komlega eðli- legt. Það var búið að segja að þetta væri bannað og það er nóg,“ segir Páll. Hann segir að nú sé kom- inn tími til að nemendur skólans skemmti sér og það geri þeir á ann- an hátt. „Það er fótboltamót fram undan og núna ætlum við nemend- ur og skólastjómendur að koma starfsemi skólans og félagslífinu í réttan farveg eftir þessa atburði," sagði Páll að lokum. -hb Um það leyti sem DV heimsótti Hagaskóla í gær var verið að Ijúka við að setja nýjar rúður þar sem gamlar brotnuðu eftir sprengingar síðustu viku. Allt er dottið í dúnalogn og skólastarfið getur haldið áfram. DV-myndir Hilmar Þór Umbætur á mörgum sviðum - segir Einar Magnússon skólastjóri „Það hafa orðið miklar um- bætur á mörgum sviðum í grunnskólum í dag. Hér í Hagaskóla hefúr t.d. yfirbragð á skólaskemmtunum, þá sér- staklega dansleikjum, breyst til batnaðar og áfengi heyrir sögunni til,“ segir Einar Magnússon, skólastjóri Haga- skóla. „Samskipti nemenda og kennara eru einnig orðin mun frjálslegri en þau voru áður. Samskiptin eru opnari og unga fólkið er fúsara til að tjá sig en áður.“ Hann segir þó að þrátt fyrir þessar umbætur sé of litiU agi í grunnskólum í dag. „Það er of lítill agi í skól- unum. Ég verð var við að Ijót- ur munnsöfnuður færist í vöx, bæði milli nemenda og svo við fullorðið fólk, og vaxandi óhlýðni. Það eru lög í landinu þar sem nemendum er gert að hlýða og þeir eiga að fara eftir þeim en gera það ekki alltaf. En auðvitað á þetta ekki við alla nemendur grunnskól- ans,“ segir Einar. Áðspurður um þau mál sem hafa verið til opinberrar rnnQöllunar um sprengingar í Hagaskóla segir Einar Magnússon, skólastjóri Hagaskóla, telur að auka eigi sjálfstæði grunnskóla. Einar að fræðslustjóri hafi ekki ógilt ákvörðun hans vegna brottvikningar nem- enda sem höfðu skotelda í fórum sínum í skólanum heldur var honum bent á að hann hefði ekki gefið for- eldrum andmælarétt eins og ætti að gera. „Það er í gildi neyðarréttur ef öryggis- hagsmunum er stefnt í voða og ég hefði getað hengt mig í því ákvæði en ég vildi ekki vera að skapa eitthvert óör- yggi í þessu máli,“ segir Einar. Aðspurður um hvort auka ætti sjálfstæði skóla þannig að ákvarðanir sem þessar væru alfarið skólans sagði hann: „Já, ég held að það sé til bóta að færa ákvörðunarvaldið inn í skólana og núna hafa verið samdar hér skólareglur sem margir koma að, þ. á m. for- eldrar og fleiri, og þær voru kynntar á fundi í gær með foreldrum þannig ég held að allt sé þetta að koma núna,“ sagði Einar. -hb Má ekki bitna á öllum „Ég held að það hafi verið rétt að reka þá sem voru með skotelda með sér í skólanum úr skólanum í einn dag en ekki svona lengi eins og gert var,“ segir Helgi Jóhanns- son, nemandi í 8. bekk Haga- skóla. Hann segir nauðsyn- legt að agi sé ríkjandi í skól- anum en hann má ekki vera of mikill. Aðspurður um refsingar gegn nemendum sem gerast brotlegir í skólan- um sagði Helgi: „Það er ekki sanngjamt að það sem fáir gera bitni á öllum nemend- „Sprenglngun- um er lokið," segir Helgi Jóhannsson. um skólans en það er ekki hægt að gera neitt í því.“ Hann sagöi aðspurður um þátt fjölmiðla í málinu að umfjöllun þeirra væri ekki of mikO enda væri nauðsyn- legt að fjölmiðlar segöu frá atburðum sem þessum. „En það er líka nauðsynlegt að segja frá því sem vel er gert. En ég held að þetta hætti núna eftir þetta allt saman og því verði ekkert meira til aö fjalla um hvaö þennan skóla snertir," sagði Helgi. -hb Of mikið um neikvæðu hlutina Dagbjört Helgadóttir er í 10. bekk Hagaskóla og finnst umræðan um málefni skólans vera orðin heldur þreytt. „Sum umfiöllun fiölmiðla er óþörf varðandi þetta mál. Það var allt í lagi að segja frá þessu í upphafi en þegar það koma fyrirsagnir hér og þar um að „enn sé sprengt í Haga- skóla“ þá er komið nóg. Það er líka sprengt í öðrum grunnskólum en það virðist vera mestur áhuginn að segja frá þessum,“ segir Dagbjört. Hún segir nauðsynlegt að fólk átti sig á því að ungt fólk er að gera marga mjög skemmti- lega hluti og of mikið sé gert úr þeim neikvæðu: „Við stóðum okkur mjög „Það á að leysa mál með því að auka samstarf milli foreldra og skóla,“ segir Dagbjört Helgadóttir. vel í hæfileikakeppni grunn- skóla, Skrekki, en það er eins og það hafi ekki verið umfiöll- unarefni dag eftir dag. Dag- björt telur skólastjóra Haga- skóla hafa brugðist rétt við þegar hann ákvað að vísa nemendum úr skólanum sem höfðu flugelda undir höndum: „Skólastjóri skólans ræður hvað hann gerir og hans ákvarðanir á að virða og sér- staklega á ekki að stuðla að því að hann dragi þær til baka. En svo á auðvitað líka að leysa málin með því að auka samstarf milli skólans og foreldra til þess að koma í veg fyrir að hlutir endurtaki sig,“ sagði Dagbjört. -hb DV heimsótti nemendur og skólastjóra Hagaskóla: Skólinn enginn vígvöllur - segir Páll Ágúst Ólafsson, formaður nemendaráðs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.