Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 18
18 FMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 íþróttir BA 19æ ) bestu leil liöavalinu 1984 af Chicago Bulls. V Valinn nýliöi ársins 1985. Lék stjornulei Skoraöi 23: aeildinm, 1985-93 og 1996-98. 37, met í NBA sem enn stendur. í úr.valsliö NBA öll árin frá 1987. r stjörnuleiksins 1988 og 1996. um í NBA 1988, 1990 og 1993. 8, 1991, 1992, 1996 og 1998. 1, 1992, 1993, 1997 og 1998. ítig í leik gegn Boston áriö 1990. þvi aö meö Chicago: 1991, 1992, 1993, 1996, 1997 og 1998. 1993 jppnmnar 1 linn árið 19 1996 og 1998 öeu NBA idarikjunum 1984 og 1992. frá upphafi meö 29.277 stig. í sögu NBA, 31,5 stig í leik. 9 gegn Cleveland áriö 1990 3t fráköst í leik: 18 (tyiávar). ;ar: 17 gegn Portlaríd 1089. 10 gegn New Jersey 1988. skot: 6 gegn Seattle 1986. ir: 12 gegn Golden State 1990. þessi dagur kæmi aldrei „Andlega er ég uppgeflnn en ltk- amlega í frábæru ásigkomulagi. Ég tel þetta rétta tímann til að hætta. Ég hef sannarlega skemmt mér vel. og vil nota tækifærið til að þakka þeim aðilum sem gerðu mér kleift að leika körfuknattleik." Þetta sagði Michael Jordan, besti körfuknattleiksmaður heims, í gær þegar hann tilkynnti heiminum að hann væri hættur að leika körfuknattleik. Það kemur aldrei annar Michael Jordan Michael Jordan vann til allra þeirra afreka sem körfuknattleiks- maður getur unnið. Á einstökum ferli sínum setti hann hvert metið á fætur öðru, met sem lengi munu verða óhreyfð. Körfuknattleikssérfræðingar og aödáendur íþróttarinnar eru á einu máli um að annar eins snillingur muni ekki koma fram á sjónarsvið- ið í framtíðinni, ef nokkum tíma. Ekki 100% öruggt að Jordan snúi ekki aftur Reyndar útilokaði Jordan ekki í gær að hann myndi leika körfuknattleik aftur. Hann sagði það 99,9% öruggt að hann væri hættur. Þegar á hann var gengið sagði hann: „Ég ætla að eiga þetta 0,1% fyrir sjálfan mig.“ Peningar ekki vandamál Jordan þarf ekki að hafa áhyggj- ur af peningum í framtíðinni því fjárhagsstaðan er sterk. „Ég ætla að njóta lífsins og gera margt sem ég hef aldrei gert áður. Ég fæ nú loks- ins góðan tíma til að vera í hlut- verki foreldris og þess ætla ég að njóta vel og lengi. Dapur dagur í sögu körfuknattleiksins Með Jordan á blaðamannafundin- um í gær voru þeir David Stem, æðsti prestur NBA-deildarinnar, og Jerry Reinsdorf, stjórnarformaður Chicago Bulls. „Þetta er dapur dagur fyrir alla körfuknattleiksunnendur um víða veröld,“ sagði Reinsdorf og bætti við: „Þetta er dagur sem ég vonaði að kæmi aldrei." Stern alls ekki sammála Jerry Reinsdorf David Stem var síður en svo sam- mála: „Ég er þessu alveg ósammála. Þetta er stórkostlegur dagur. Besti leikmaður í sögu körfuknattleiksins frá upphafi er að enda feril sinn og gerir það með sama glæsileik og einkenndi allan hans feril." Stem bar sig vel og sagði að NBA-deildin myndi spjara sig vel þrátt fyrir sex mánaða verkfall og brotthvarf Jordans. Clinton sagði Jordan ein- stakan íþrottamann Bill Clinton, forseti Bandaríkj- anna, sá ástæðu til að tjá sig um Jordan í gær og segir það meira en mörg orð um hvemig iþróttamaður var að hverfa af sviði. Clinton sagði Jordan hafa verið einstakan íþrótta- mann. HæfUeikar og mikill vilji hefðu einkennt allar hans athafnir á vellinum. -SK Guðjón Ámason, Gunnar Beinteinsson og Hálfdán Þórðarson: Michael Jordan hættur: Vonaði að Allir yfir 500 með S Það eru ekki margir íþrótta- menn sem náð hafa að spila 500 meistaraflokksleiki fyrir eitt og sama félagið en i 1. deildar liði FH í handknattleik em þrír leikmenn sem allir hafa náð þessum áfanga. Þetta er án efa íslandsmet og aldrei að vita nema þetta sé met á alþjóð- legum vettvangi. Leikmennimir þrír sem um ræðir em: Guðjón Ámason, Gunn- ar Beinteinsson og Hálfdán Þórðar- son. Þeir þremenningar hafa verið í eldlínunni hjá FH í fjöldamörg ár og staðið í ströngu með liðinu á ís- landsmótinu, bikarkeppninni, í Evrópuleikjum og fleiri mótum. Guðjón náði að komast í 500 leikja klúbbinn fyrir tveimur árum og hefur nú spilað vel á 7. hundrað leiki með FH, Gunnar Beinteinsson náði þessu marki í fyrra og ekki alls fýrir löngu lék Hálfdán sinn 500. leik fyrir Hafnarfjarðarliðið. Samanlagður leikjafjöldi þessara kappa fyrir FH er 1667 leikir. Þar með em fjórir leikmenn FH komnir í 500 leikja klúbbinn en fyr- ir var Birgir Bjömsson sem var fyrirliði gullaldarliðs FH um ára- bil. Hafa ýtt öllum tilboðum af borðinu Þeir eru ekki margir leikmenn- imir á íslandi sem hafa haldið svo mikilli dyggð við félag sitt. Guðjón, Gunnar og Hálfdán hafa í gegnum árin allir ýtt út af borðinu tilboð- mn frá öðrum íslenskum félögum svo og fyrirspumum frá erlendum félögum. Þeim hefur liðið best í búningi FH-liðsins og hafa ekki viljað leika fyrir annað félag. Svona leikmenn sem vom hollir sínu félagi vom til á árum áður en hin síðari ár hefúr flóran breyst. Nú þykir það ekkert tiltökumál að skipta um félag og leika með nokkmm liðum á ferli sínum. Það er farið að síga á seinni hlut- ann á keppnisferli þessara kappa og þeir Guðjón og Gunnar hafa báðir ýjað að því að yfirstandandi tímabil verði þeirra síðasta. Þeir tveir hafa aðeins dregið sig til hlið- ar f liði FH í vetur og þannig gefið yngri leikmönnum félagsins meira tækifæri en eftir sem áður era þeir FH-liðinu geysilega mikilvægir. Hálfdán hefur hins vegar ekki látið neinn bilbug á sér finna og hefur spilað mestan hluta leikja FH á tímabilinu. Bikameistari: 1992,1994. Deildarmeistari: 1992. Viðurkenningar: Valinn besti leikmaður íslandsmótsins 1990, íþróttamaður FH 1990 Ferill Gunnars: Aldur: 32 ára. Ferill: Hóf að leika með meist- araflokki FH árið 1985 og er því á sínu 14. ári. Leikir: 531, þar af 25 Evrópuleik- ir þar sem hann hefúr skorað 94 mörk. Landsleikir: 78,141 mark. íslandsmeistari: 1990,1992. Bikarmeistari: 1992,1994. Deildarmeistari: 1992. Viðurkenningar: íþróttamaður FH árið 1995. Ferill Hálfdáns: Aldur: 32 ára. Ferill: Hóf að leika með meist- araflokki FH árið 1985 og tímabilið í ár er hans 14. Leikir: 505, þar 26 Evrópuleikir og 71 mark í þeim. Landsleikir: 18, 20 mörk. íslandsmeistari: 1990,1992. Bikarmeistari: 1992. Deildarmeistari: 1992. Viðurkenningar: Kjörinn íþróttamaður FH árið 1997. -GH Guðjón Arnason, Hálfdán Þórðarson og Gunnar Beinteins- SOn hafa á löngum og glæsilegum ferli með FH fagnað mörgum góðum sigrum á handboltavellinum. Hér eru þeir þremenningar í sigurvímu eftir sig- ur á Fram í undanúrslitum íslandsmótsins á síðustu leiktíð. DV-mynd E.ÓI Ferill Guðjóns: Aldur: 36 ára í febrúar. Ferill: Byrjaði að leika með meistaraflokki FH árið 1982, alls 17 tímabil, þar af fyrirliði í 10 tímabil, líklega lengst allra í FH. Leikir: 631, þar af 41 Evrópu- leikur sem er met hjá félaginu og mörkin í Evrópuleikjunum 149 tals- ins. Eini leikmaður FH sem hefur leikið fleiri en 600 leiki. Landsleikir: 43, 38 mörk. íslandsmeistari: 1984, 1985, 1990, 1992.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.