Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 9
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 9 dv Stuttai fréttir Loðnuveiðar Norðmenn fá að veiða loðnu í Barentshafi á ný í fyrsta sinn frá 1993. Hluti Norðmanna af heildar- kvótanum er 48 þúsund tonn. Falsað shjal James Rubin, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að skjal, sem yfirvöld í Belgrad segja sanna tilraunir Bandarikjanna til að steypa júgóslavnesku stjóminni, væri falsað. í desem- ber síðastliðnum sagði Rubin á fúndi með frétta- mönnum að Slobodan Milosevic Júgóslavíu- forseti væri rót alls vandans í Kosovo. Óveður í Toronto íbúar Toronto í Kanada bjuggu sig í gær undir frekara óveður. Allt er á kafi í snjó í borginni og bað borgarstjórinn um aöstoð hersins. Ræða vopnahlé Foday Sankoh, leiðtogi upp- reisnarmanna í Sierra Leone sem hefur verið handtekinn, hefur rætt viö herforingja sinn um mögulegt vopnahlé í stríðinu við stjórnarherinn. Gíslum sleppt Frelsisher Kosovo-Albana sleppti í gær átta júgóslavneskum hermönnum sem höföu verið í gíslingu frá því á föstudaginn. Danir fitna Danir neyta daglega fleiri kaloría en nokkur önnur aðildar- þjóð Evrópusambandsins. Þeir eru þó ekki feitari en þær þjóðir sem þeir bera sig venjulega sam- an við. Á milli 12 og 14 prósent fúUorðinna Dana eru feit. Skotbardagí Palestínumaöur var skotinn til bana og tveir ísraelar særöust í átökum nálægt Hebron á Vesturbakkanum í gær. Lofar friði og öryggi Ehud Barak, leiðtogi Verkamannaflokksins í ísrael, hét því í gær að fella Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, í kosningum í vor og bjarga friðarferlinu. Barak lofaði að koma á þeim friði og því öryggi sem Netanyahu hefði lofað en svikist um. Hann hét því einnig að veita frekar fé til menntamála í stað nýbygginga gyðinga á Vesturbakkanum. Tveir fórust Tveir fórust þegar bandarísk tankvél fórst í vesturhluta Þýskalands í gær. Utlönd Efnahagskreppan í Brasilíu versnar: Óttast al- heimsáhrif Verðfall varð á fjármálamörkuð- um heimsins I gær þegar stjórnvöld í Brasilíu létu gengi gjaldmiðilsins, realsins, siga gagnvart dollar. Óttast menn nú mjög að kreppa í Rómönsku Ameríku fylgi í kjölfar- ið, með tilheyrandi áhrifúm á efna- hagslíf heimsins alls. Brasilíumenn sjáifir æstu sig þó ekki jafnmikið og fjármálaspek- úlantar, heldur gáfu einungis frá sér uppgjafarandvarp. Fólk í Rio de Janeiro hélt sínu striki. „Allir vissu að eitthvað þessu líkt gæti gerst og við vorum þegar farin að taka eftir því að fólk var aðhalds- samara," sagði Wagner Baptista, fertugur sölumaður heimilistækja. „Hringurinn er að þrengjast en þetta kemur í raun ekki svo mjög á óvart.“ Ríkisstjóm Fernandos Henriques Cardosos forseta hafði um margra mánaða skeið ekki léð máls á því að fella gengi gjaldmiðilsins, þrátt fyr- ir síversnandi efnahagsástand. Hún varð þó að láta undan þrýstingnum og realinn féll um 8 prósent gagn- vart dollar. Gustavo Franco seðla- bankastjóri, sem hefur verið ákafúr talsmaður sterks gjaldmiðils, sagði af sér. Gengi hlutabréfa á mörkuðum allt frá Buenos Aires til Moskvu féU þegar tíðindin bárust frá Brasilíu. Hlutabréf í New York féllu um 3 prósent í fyrstu en náðu sér síðan á strik, þótt tapið ynnist ekkiupp. Viðbrögð markaða í Asíu í morg- un voru róleg en sérfræðingar segja að Asíulönd muni verða illilega fyr- ir barðinu á versnandi efna- hagskreppu í Brasilíu. Þessi su&ur-kóreski fjárfestir gat ekki annaö en sigið ni&ur í sæti sínu í morgun þegar hlutabréf féllu i ver&i vegna efnahagskreppunnar í Brasilíu. Scott Ritter: Butler skipaði mér að njósna í írak Bandaríkjamaðurinn Scott Ritter, sem í ágúst síðastliðnum hætti störfum hjá vopnaeftirlitssveitum Sameinuðu þjóöanna í írak, segir í viðtali við þýska tímaritið Stem að Richard Butler, yfirmaður vopnaeft- irlitssveitanna, hafi skipað sér að koma fyrir hlerunarbúnaði fyrir bandarísku leyniþjónustuna í Bagdad. Ritter segir í viðtalinu að banda- ríska leyniþjónustan hafi notað hleranarbúnaðinn, sem nann kom fyrir, til þess að finna skotmörk fyr- ir árásimar í desember síðastliðn- um. Það er mat Ritters að Butler hafi verið undir miklum þrýstingi frá Bandaríkjunum um að afla upplýs- inga fyrir leyniþjónustuna. Framhaldsaðalfundur Hestamannafélagsins Fáks verður haldinn í félagsheimilinu fimmtudaginn 21. janúar nk. kl. 20.00. Dagskrá: 1. Lagabreytingar 2. Samvinna við Víðidalsfélagið um umgengnisreglur á svæðinu o.fl. 3. Málningarmál 4. Önnur mál Stjórnin Þjnnustusfroi 550 5000 www.visir.is NÝR HEIMUR Á NETINU r Bjárkvöld Frábær aðstaða fyrir allar stærðir af hópum! 1 1 Lettíð uppi. ag tilbnða 1 1 Afmaeli - Bjárkvöld * Hvað sem er 1 1 Café Amsterdam 1 sími 551 3800 ■ 1 Lifandi tánlist allar helgar a/sláttur af pizzum - taktu með ... eða snæddu á staðnum Engihjalla 8 Síml 554 6967 Glldir einungis í Kópavogi 0pi3 11-23.30 og til 01.00 um helgar Dodge Dakota pick-up, 4x4 m/skol mmmmmammmmmmmmmmmmmmmmm Plymouth Grand Voyager, 4x4, 7 manna wmmmmmmmmmmmmmmmm Dodge Caravan, Dodge Stratus 7 manna mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm Toyota Corolla 564 6000 Erum fluttir á Smiðjuveg 1 Kópavogi Bílaleiga Visa Euro Dodge Dakota pick-up m/camper Suzuki Sidekick

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.