Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 Afmæli Helgi Magnússon Helgi Magnússon, framkvæmda- stjóri Hörpu, Hofgörðum 13, Sel- tjamamesi, er fimmtugur í dag. Starfsferill Helgi fæddist i Reykjavík og ólst þar upp. Hann lauk stúdentsprófi frá VÍ 1970, prófi í viðskiptafræði ffá HÍ 1974, stundaði nám í endur- skoðun samhliða háskólanámi á Endurskoðunarskrifstofu Sigurðar Stefánssonar í Reykjavik og er lög- giltur endurskoðandi frá 1975. Helgi var endurskoðandi á End- urskoðunarskrifstofu Sigurður Stef- ánssonar í Reykjavík 1974-76, rak eigin endurskoðunarskrifstofu í Reykjavík 1977-86, var forstjóri Ferðaskrifstofunnar Útsýnar hf. 1987- 88, ritstjóri Frjálsrar verslunar 1988- 92 og hefur verið fram- kvæmdastjóri málningarverksmiðj- unnar Hörpu hf. frá 1992. Helgi sat í stúdentaráði HÍ 1971-73, í stjóm Smálaxa frá 1971 og lengst af formaður, sat í stjórn knattspymudeildar Vals 1977-81, varaformaður þar 1980-81, í stjóm fuiltrúaráðs Vals frá 1997, varafor- maður Hörpu hf. frá 1983, í stjóm Ferðaskrifstofunnar Útsýnar hf. 1986-89, í stjóm Ferðaskrifstofu Ak- ureyrar hf. 1987-89, í stjóm Fróða hf. 1990-92, í stjóm Verslunarráðs íslands 1994-96 og Samtaka iðnaðar- ins frá 1995, varaformaður Efnavara ehf. frá 1995, í stjóm lífeyrissjóðsins Framsýnar frá 1996, í stjóm Átaks til atvinnu- sköpunar frá 1996, situr í bankaráði íslandsbanka hf. frá 1997, í varastjóm Nýsköpunarsjóðs at- vinnulífsins frá 1997, í stjórn Þróunarfélags ís- lands hf. frá 1998 og í stjóm Verðbréfasjóða Verðbréfamarkaðar ís- landshanka hf. frá 1998. Fjölskylda Helgi kvæntist 9.11. 1985 Ömu Borg Einarsdóttur, f. 7.5. 1960, hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir Einars Arnar Gunnarssonar, f. 2.12. 1938, skrifstofumanns á Akureyri, og k.h., Maríu Jóhannsdóttur, f. 25.5. 1940, ritara. Börn Helga og Ömu eru Hlin, f. 21.10. 1987, d. 27.8. 1988; Magnús Örn, f. 25.2.1989; Sunna María, f. 8.9. 1991; Amar Þór, f. 9.7. 1996. Bróðir Helga er dr. Sigurður Gylfi Magnússon, f. 29.8. 1957, sagn- fræðingur. Foreldrar Helga em Magnús Helgason, f. 24.11. 1916, fram- kvæmdastjóri og síðar stjórnarfor- maður Hörpu, og Katrín Sigurðar- dóttir, f. 4.2.1921, húsmóðir. Ætt Magnús er sonur Helga, kaup- manns í Reykjavík, Magnússonar, b. í Syðra-Langholti, bróður Helga, langafa Helga leikara og Ólafs biskups Skúlasona. Ann- ar bróðir Magnúsar var Andrés, faðir Magnúsar, prófasts á Gilsbakka, föð- ur Péturs ráðherra, föður Ásgeirs, formanns orðu- nefndar, og Stefáns bankastjóra, föður Einars augnlæknis. Magnús var sonur Magnúsar, hrepp- stjóra í Syðra-Langholti, Andréssonar, b. í Berghyl, Narfa- sonar. Móðir Magnúsar hreppstjóra var Margrét Ólafsdóttir, b. á Efra- Seli, Magnússonar og Malínar Guð- mundsdóttur, ættfóður Kópsvatns- ættar, Þorsteinssonar. Móðir Magn- úsar Magnússonar var Katrín, syst- jr Kolbeins, langafa Guðríðar, ömmu Guðlaugs Tryggva Karlsson- ar. Katrin var dóttir Eiríks, ættföð- ur Reykjaættarinnar, Vigfússonar. Móðir Helga kaupmanns var Katrín Jónsdóttir, hreppstjóra á Kópsvatni, Einarssonar og Katrínar Jónsdóttur ljósmóður. Móðir Magnúsar var Oddrún Sig- urðardóttir, jámsmiðs og b. í Gufu- nesi, Oddssonar og Valgerðar Þor- grímsdóttur Thorgrímsen, pr. í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Guð- mundssonar, pr. á Lambastöðum, Þorgrímssonar. Móðir Þorgríms var Sigríður Halldórsdóttir, pr. í Hítar- dal, Finnssonar, biskups í Skálholti, Jónssonar. Móðir Valgerðar var Ingibjörg Guðmundsdóttir, systir Helga Thordersen biskups. Katrín er dóttir Sigurður, skip- stjóra í Reykjavík, Guðbrandssonar, b. á Gafli í Villingaholtshreppi, Guðbrandssonar, b. í Mjósundi, Guðbrandssonar. Móðir Guðbrands á Gafli var Guðbjörg Guðmunds- dóttir, b. á Gafli, Ketilssonar og Guðfinnu Magnúsdóttur, b. í Ham- arshjáleigu, Ormssonar. Móðir Sig- urðar var Katrín, systir Guðmund- ar, afa Jónasar Svafárs skálds. Katrín var dóttir Einars, b. á Gafli, Þóroddssonar og Steinunnar, systur Ragnheiðar, langömmu Þóm, móð- ur Hans G. Andersen sendiherra. Steinunn var dóttir Bjama, b. í Efstadal, Jónssonar og Jómnnar Narfardóttur, systur Andrésar í Berghyl. Móðir Katrínar var Þor- gerður Guðmundsdóttir frá Kringlu. Móðir Katrínar var Eyriður Ámadóttir, b. í Starkaðshúsi, Þórð- arsonar og Oddbjargar Pálsdóttur, b. í Vindási, hróður Þorsteins, fóður Jónatans kaupmanns. Páll var son- ur Þorsteins, b. í Vindási, Jónsson- ar, af Víkingslækjarætt, frænda 111- uga og Hrafns Jökulssona, Braga Kristjónssonar bóksala, Jóhönnu Sigurðardóttur alþm., og Sigurðar E. Guðmundssonar. Móðir Odd- bjargar var Sigríður Eyjólfsdóttir. Helgi er að heiman. Fréttir Reykjalundur hyggur á stækkun: Fleiri hundruð á biðlista Stærstu framkvæmdir Reykja- lundar síðan frá ámm fmmherj- anna þar um miðja öldina em fram undan. í næsta mánuði hefst jarð- virrna við byggingu íþróttahúss end- urhæfingarstöðvarinnar, 2.200 fer- metra hús þar sem verður íþrótta- salur, 25 metra sundlaug og 9 metra æfingalaug ásamt heitum potti. Þá verður rúmgóður tækja- og þrek- þjálfunarsalur í byggingunni, auk búningsherbergja og baðklefa. „Þessar breytingar eiga að leiða af sér styttingu legutíma þegar framboð i meðferðarprógramminu eykst og batnar," sagði Bjöm Ást- mundsson, forstjóri Reykjalundar. Starfsemi Reykjalundar vekur stöðugt athygli fyrir góðan árangur, en hann á að bæta, auk þess sem fleiri eiga að njóta meðferðarinnar. „Hér eru því miður fleiri hundrað manna á biðlista," sagði Bjöm. Hann segir að meiningin sé að taka nýja húsið í notkun síðla árs 2000. Ný íþróttaaðstaða í endurhæfing- unni á að geta orðið til þess að koma á fót göngudeildarþjónustu, þannig að í einhverjum tilvikum verði hægt að þjóna fólki á höfuð- borgarsvæðinu sem getur dvalið heima hjá sér en sótt þjónustu á Hreyknir hönnuðir á Reykjalundi. Þeir Finn- ur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson arkitektar hanna hin nýju húsakynni á Reykjalundi en staðarverkfræðingur er Vífill Oddsson. DV-mynd Hilmar Þór Reykjalundi. í október fór fram landssöfnun í beinni sjónvarpsútsendingu og gáfu áhorfendur það kvöld um 40 milljónir króna til byggingarinnar. Kostnað- ur við bygginguna eftir ýms- ar breytingar sem gerðar hafa verið á teikningum verður á bilinu 280 til 300 milljónir króna og hefur því aukist um allt að 80 milljón- ir frá upphaflegri ráðagerð. Talsmenn Reykjalimdar sögðu á blaðamannafundi að Happdrætti SÍBS tæki nú við og mundi ljúka dæminu. Happdrættið hefur löngum verið burðarás í þvi merka starfi sem fram fer á Reykja- lundi. Þá mun fýrirhugað að leita til sveitarfélaga lands- ins um aðstoð við fjármögn- unina auk þess seih einstak- lingar og fyrirtæki styðja áfram við framkvæmdina og leggja inn á reikning „Sig- urs lífsins" númer 2600 hjá Búnað- arbankanum. -JBP UPPBOÐ Uppboö munu byrja á skrifstofu embættisins aö Skógarhlíö 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- farandi eignum: Asparfell 4,0705,3ja herb. íbúð á 7. hæð, merkt E, ásamt geymslu í kjallara, merkt E-7, þingl. eig. Gísli R. Sigurðsson, gerð- arbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðisstofn- unar, mánudaginn 18. janúar 1999 kl. 10.00. Álakvísl 67, 3ja herb. íbúð og hlutdeild í bílskýh, þingl. eig. Eh'sabet Siguijóns- dóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, mánudaginn 18. janúar 1999 kl. 10.00. Álmholt 15, neðri hæð (jarðhæð), Mos- fellsbæ, þingl. eig. Fjárfestingarfélagið ehf., gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, húsbréfadeild Húsnæðisstofnun- ar og Sparisjóðurinn í Keflavík, mánu- daginn 18. janúar 1999 kl. 10.00. Ásgarður 24A, 83,8 fm íbúð á 2. hæð t.v. m.m., þingl. eig. Sævar Tryggvason, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánudaginn 18.janúar 1999 kl. 10.00. Bjartahh'ð 3, 3ja herb. íbúð á 1. hæð (88,5 fm) m.m., Mosfellsbæ, þingl. eig. Sigríð- ur Inga Ágústsdóttir og Georg László Csillag, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, mánudaginn 18. janúar 1999 kl. 13.30. Bólstaðarhh'ð 48, 0402, 86,6 fm íbúð á 4. hæð m.m. (áður 4. hæð t.h.), þingl. eig. Svanborg Elínbergsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður verkamanna, mánudag- inn 18. janúar 1999 kl. 10.00. Brávallagata 46, 2ja herb. íbúð á 2. hæð t.h. m.m., þingl. eig. Jóhanna Eydís Vig- fusdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóð- ur verkamanna, mánudaginn 18. janúar 1999 kl. 10.00. Dalhús 33, 4ra herb. íbúð á 1. hæð, 2. íbúð frá vinstri, þingl. eig. Valgerður B. Einarsdóttir, gerðarbeiðandi Kreditkort hf., mánudaginn 18. janúar 1999 kl. 10.00._________________________________ Fálkagata 25, 3ja herb. íbúð á neðri hæð auk viðbyggingar vestan húss og 1/2 lóð, merkt 0102, þingl. eig. Sigurður Jónsson, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæðis- stofnunar, mánudaginn 18. janúar 1999 kl, 13.30._____________________________ Fiskakvísl 30, íbúð á 2. hæð t.v., ris og bílskýU, þingl. eig. Sigurður Þorsteinsson og Gisela Martha Lobers, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánudaginn 18. janúar 1999 kl. 10.00. Gaukshólar 2, 74,7 fm íbúð á 5. hæð, merkt 0501 m.m. og bflskúr, merktur 030102, þingl. eig. Sigurgeir Ingimund- arson, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar, mánudaginn 18. janúar 1999 kl. 10.00. Hjarðarhagi 29, 2ja herb. íbúð í A-enda rishæðar, þingl. eig. Þóra Karen Þórólfs- dóttir, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Hús- næðisstofnunar, mánudaginn 18. janúar 1999 kl. 13.30. Húseign á bletti nr. 15 í Baldurshaga- landi, ehl. 16,66%, þingl. eig. Elvar Hall- grímsson, gerðarbeiðandi ToUstjóraskrif- stofa, mánudaginn 18. janúar 1999 kl. 10.00. Hverfisgata 117, 2ja herb. íbúð á 2. hæð t.v. (52,1 fm ) m.m., þingl. eig. Eyjólfur Hjörleifsson, gerðarbeiðandi húsbréfa- deild Húsnæðisstofnunar, mánudaginn 18. janúar 1999 kl. 10.00. Laugateigur 31, 98,1 fm íbúð á 1. hæð ásamt 69 fm íbúð á þakhæð og fylgirými í þaki m.m. bflskúr nr. 70-0101, þingl. eig. Kristín Sigurðardóttir, gerðarbeið- andi húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, mánudaginn 18. janúar 1999 kl. 10.00. Laugavegur 144, 3ja herb. íbúð á 3. hæð, þingl. eig. Hafaldan ehf., gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánudaginn 18. janúar 1999 kl. 10.00. Laxakvísl 27, þingl. eig. Oddný Björg- vinsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður ríkisins, mánudaginn 18. janúar 1999 kl. 13.30. Lindarbraut 15A, Seltjamamesi, þingl. eig. Sófus Guðjónsson, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánudaginn 18. janúar 1999 kl. 13.30. Miðleiti 5, íbúð á 2. hæð, nr. 29, merkt 0202, þingl. eig. Ólafur S. Ólafsson og Ingibjörg Þórðardóttir, gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður verslunarmanna, mánu- daginn 18. janúar 1999 kl. 13.30. Rauðhamrar 5,4ra herb. íbúð á 1. hæð, 2. íb. ffá vinstri, merkt 0102, þingl. eig. Ingi Þór Sigurðsson og Laufey Klara Guð- mundsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður verkamanna, mánudaginn 18. jan- úar 1999 kl. 10.00. Víðiteigur 28, Mosfellsbæ, þingl. eig. El- ísabet Kristjánsdóttir, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, mánudaginn 18. janúar 1999 kl. 10.00. Þingás 33, þingl. eig. Steinunn Þórisdótt- ir, gerðarbeiðandi húsbréfadeild Húsnæð- isstofhunar, mánudaginn 18. janúar 1999 kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN f REYKJAVÍK Til hamingju með afmælið 14. janúar 90 ára Jónmn Jóhannsdóttir, Borgarbraut 65, Borgamesi. 75 ára Árni Jónsson, Skipholti 47, Reykjavík. Ingibjörg Markúsdóttir, Skipasundi 63, Reykjavík. Petrína Grímsdóttir, Höfðavegi 20, Húsavík. Þorlákur Stefánsson, Arnardranga, Klaustri. Þorsteinn Jónsson, Þverholti 5, Mosfellsbæ. 70 ára Jón Halldór Ásgrímsson, Glæsibæ, Hofsósi. Sigurður Hafsteinn Konráðsson, Sólheimum 32, Reykjavík. 60 ára Gígja Friðgeirsdóttir, Árbæjarsafrti, Reykjavík. Helgi Oddsson, Karlagötu 6, Reykjavík. 50 ára Björgvin Bjamason, Hjallastræti 14, Bolungarvík. Elsa Guðrún Lyngdal, Logalandi 28, Reykjavík. Jón B. Björgvinsson, Kvistabergi 1, Hafnarfiröi. Jónas Sveinsson, Kringlunni 4, Reykjavík. Símon Páll Steinsson, Sunnubraut 3, Dalvík. Snæbjörn Kristjánsson, Súluhólum 4, Reykjavík. Svanhvít A. Jósefsdóttir, Amarheiði 9 A, Hverageröi. Valdimar Lárusson, Grundartúni 10, Akranesi. 40 ára Birgir Ævarsson, Prestbakka 5, Reykjavík. Björgvin Þórðarson, Nóatúni 26, Reykjavík. Guðmundur Bárðarson, Bólstaðai-hlíð 54, Reykjavík. Guðiiður Blanche Rail, Löngumýiú 43, Garðabæ. Hafdís Sigrún Roysdóttir, Nýjatúni, Fagurhólsmýri. Hrefna Sigurjónsdóttir, Kjarrmóum 2, Garðabæ. Ragnheiður Gunnarsdóttir, Hamrabakka 8, Seyðisfirði. Sigurður Karl Linnet, Grænuhlíð 5, Reykjavík. Sveinn Kragh, Brautarholti 22, ReyKjavík. Þórhildur Heiða Snæland, Stangarholti 32, Reykjavík. Nauðungar- sala á lausafé \ö kröfu Tryggingar hf. og Hús- élags iðnaöarins fer fram nauð- ungarsaia á eftirtöldum lausa- fjármunum: 20 stólum, 30 grafíklistaverkum, ricault-kjötkæh, 250 borðstofustólum :eg. Lúðvflc I), 108 borðum (teg. Tavolo no), 9 Mansfield 3ja sæta sófum, 3 lansfield 2ja sæta sófum, 10 sófaborð- m (teg. Cono). lauðungarsalan fer fram þar sem mun- •nir eru staðsettir, að Hallveigarstíg 1, leykjavík, 21. janúar 1999, kl. 14.00. ireiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.