Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 * * Á útsölum: Gætið að gæðunum Hjálmar Jónsson alþingis- maður að máta föt. Hann keypti jakkaföt í fyrra á um helmingsaf- slætti. DV-mynd GVA Guðný Gunnarsdóttir dagmóðir verslar yfirleitt í Bandaríkjunum þar sem hún fær ódýrari föt. DV-mynd Teitur Verslar í útlöndum Guöný Gunnarsdóttir dagmóöir var í Hagkaupi að velja leirskálar sem voru á góðum afslætti. „Stykkið kost- ar 199 krónur,“ segir Guðný en skál- amar eru í tveimur stærðum. „Sú stærri kostaði áður 429 krónur en sú minni var á 249 krónur. Ég er ekki að kaupa þessar skálar vegna þess að mig vantar þær. Mér frnnst þær bara svo ílottar." Guðný segist yfirleitt ekki versla á íslandi. „Ég versla yfirleitt i Banda- ríkjunum vegna þess að það er ódýrara fyrir mig að kaupa þar auk þess sem þar er meira vöruúrval af fötum í stórum stærðum. En ég nenni ekki að drösla heim svona glerhlut- um.“ Guðný segir að fötin sem hún kaupir í Bandaríkjun- um séu um þriðjungi ódýrari en sams konar föt á íslandi. Og þá er hún ekki að tala um út- sölur. -SJ Það er mikill erill í verslun- um þessa dag- ana og mætti halda að jólin væru að koma aftur. Janúarút- sölurnar eru hins vegar ástæðan. Hjálmar Jóns- son alþingis- maður fer stimd- um á útsölur. „Auðvitað fylgist maður með verði og gæðum. Verðið segir ekki allt og því kíki ég fyrst og fremst eftir gæðunum. Fólk þarf að gæta að gæðunum og vera vandlátt. Við eigum ekki að fara á útsölur til þess að háif- brjálast og kaupa bara hvað sem er.“ Hjálmar segist eiga sín föt í tvö til þrjú ár og kaupir alltaf vönduð fót. Hann fer yfirleitt í Herragarðinn og Herrafataverslun Birgis. í fyrra keypti hann jakkaföt á útsölu á helm- ingsafslætti. Upphaflegt verð voru 48.000 krónur en á útsölunni kostuðu þau 28.000 krónur. „Á útsölum er hægt að kaupa vönduð fót sem voru helm- ingi dýrari kannski mánuði fyrr. Þau eru hins vegar jafngóð og fyrir útsölu. Þetta er því afskaplega hag- kvæmt." Kristín Friðriksdóttir meðferðarfulltrúi segist yfirieitt hugsa um í hvað pen- ingarnir fara. DV-mynd Teitur frekar vörur á fullu verði.“ Kristín segist yf- irleitt hugsa um í hvað pening- amir fara. Kringlunni. „Ég var í Noregi um jólin og fór þá á útsölur. Annars væri ég búin að fara meira á útsöl- ur hér á landi.“ Hún sagði þó að það væri sérstakt að hún væri í Kringlunni þar sem hún færi þangað nánast aldrei. „Ég versla þó frekar þegar útsölur eru og reyni þá að fata mig upp. Það fer náttúrlega eftir því hvort mig vantar eitthvað og hvort ég finn eitt- hvað almennilegt. Annars sleppi ég því og kaupi þá Á útsölur í Noregi Kristin Friðriks- dóttir meðferð- arfulltrúi var að máta skó í RR skóm í Hlaupaskór fyrir byrjendur: Velja skal vandaða skó Verð á hlaupaskóm 4-0.6§0 krónur Nike búðin Að ýmsu er að hyggja þegar ákveðið er að byrja að skokka reglu- lega. ívar Jósafatsson hefúr tekið þátt í einu maraþoni og fjölda lang- hlaupa. „Áður en skómir eru keyptir þarf að athuga hvemig viðkomandi stíg- ur niður en það er misjafnt eftir hveijum og einum. Þetta er hægt að mæla í sumum verslunum sem selja hlaupaskó." ívar segir að kaupa eigi skó sem eru með góðum púðum og sem styðja vel við fótinn þannig að fólk snúi sig síður.“ Það á frekar að kaupa sérstaka hlaupaskó en ekki til dæmis handboltaskó. Því dýrari sem skómir em því betri eru þeir en fólk verður að huga að því hvort það muni endast í skokkinu.“ Hér á eftir eru dæmi um hlaupa- skó fyrir byrjendur sem fást í nokkrum verslunum. Þetta er bara lítið dæmi um skóna sem þar fást þannig að um er að ræða grunnupp- lýsingar fyrir tilvonandi skokkara. Það er náttúrlega erfitt að benda á einhverja eina tegund af skóm og segja að það sé rétti skórinn fyrir byrjendur. í Spar-Sport fást Fila Volante hlaupaskór með loftpúðum (2A sy- stem) á 6.990 krónur. í íþrótt fást Contender hlaupa- og gönguskór. í hæl er F-1 dempari sem minnkar álag á fætur og liðamót þar sem þess er mest þörf. Miðsólinn er úr EVA, sem gerir sólann mýkri, og grófum sóla sem gefur gott grip. Yf- irbygging á skónum er úr efni sem andar og loftar vel ásamt styrking- um úr leðri þar sem álag er mikið. Skómir kosta 5.990 krónur. í Intersport fæst Nike Air Alate og kostar skóparið 5.690 krónur. Þetta eru stöðugir skór með styrk- ingu að innanverðu og loftpúða í hæl. Hann er léttur og rúllar vel. Skómir eru með endurskinsrönd- um bæði að innan- og utanverðu. í Útilífi fást Nike Attest skór. Þetta era léttir hlaupaskór og er dempunin í „Phylon" millisóla. Skómir kosta 4.850 krónur. í Nike búðinni fást Air Max Tailwind III. Dempun er í hæl og tábergi og eru skómir mjög léttir. Þeir kosta 10.690 krónur. í íþróttabúðinni fást Nike Mentaur sem em léttir og þægilegir skór með mjúkum millisóla. Þeir kosta 3.990 krónur. -SJ 15 Húsráð Að saxa lauk án tára Þú tárast minna ef þú skerð rótarend- ann síðast af lauknum. Frystu eða kældu laukinn í ísskáp áður en þú skerð hann. Flysjaðu laukinn undir rennandi (köldu) vatni. Eða skolaðu hendumar af og til meðan þú skerð. Þegar kraninn lekur Ef kraninn lekur um nótt og þú getur ekki sofið fyrir hljóðinu frá honum skaltu einfaldlega vefia opið með tusku sem nær niður á botn vasksins. Eða binda snæri, sem nær niður á botn vasksins, um enda kranans. Vatnið rennur þá hljóðlaust niður strengiim þar til tími gefst til að laga kranann. Tvö ráð þegar bílnum er lagt Þegar mjög kalt er skaltu bakka bílnum inn í bílskýlið. Þá liggur bíllinn vel við ef þörf gerist á að nota rafkapla. Ef þú ert alltaf að reka fram- stuðarann í vegginn þegar þú keyr- ir inn í bílskýlið ættirðu að reyna þetta: Festu lítinn gúmmíbolta í band og láttu hann hanga niður úr loftinu á bflskýlinu þannig að þegar boltinn snertir bílrúöuna veistu að þú ert kominn nógu langt inn og óhætt er að loka hurðinni. Að sanna eign á bfl eða hjóli Láttu nafn- spjald með nafni heimilisfangi niður með rúðunni. Svona rétt til að geta sannað að þú eigir hann ef með þyrfti. Tfl að þekkja aftur hjól sem núm- er vantar á, skaltu taka hnakkinn af og setja upprúllað nafiispjald niður í hnakkrörið, þannig að það sitji í grindinni. Það ætti að vera auðvelt að ná því úr ef þörf reyndist á að sanna eignarréttinn. Svo að ekki frjósi fast Berið á eða úðið þykku lagi af sal- atolíu á gúmmíkantana. Olían hrindir vatninu frá sér en gerir gúmmíköntunum ekkert. Þetta er einnig hollráð þegar bíllinn er þveg- inn á vetuma. Áður en þú festist Hafðu ávallt poka af kattasandi í skottinu, svona ef þú yrðir fastur á ís eða í snjó. Kattasandur hefúr ótnilega gott grip. Kertavax fjar- laegt Setjið afþurrkunarklút eða brúnan bréfþoka yfir blettinn. Rennið yfir meö heitu straujámi. Eftir nokkr- ar mínútur hefúr klút- urinn eða pokinn sog- ið vaxið í sig. Endur- takist eftir þörfúm. Úr Húsráða- handbókinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.