Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 Spurningin Ertu farin/n að hugsa um sumarfríið? Eiríkur Kristinsson fram- kvæmdastjóri: Nei, ekki strax. Egill Óskarsson nemi: Ég ætla að vinna en svo fer ég til Portúgals eða Hollands. Jón Sævarsson nemi: Ég fer til Danmerkur. Haukur Gunnarsson nemi: Nei. Garðar Björgvinsson trésmiður: Nei. Anna Guðmundsdóttir nemi: Já, ég ætla til sólarlanda. Lesendur íþróttamaður íþrótta- fréttamanna 1998 „Val íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins er tímaskekkja í dag,“ segir bréfritari m.a. - Frá vali íþróttamanns ársins 1998. Elma Guðmundsdóttir, Neskaup- stað, skrifar: íþróttafréttamenn hafa enn einu sinni valið íþróttamann ársins. Þeir byggja val sitt trúlega fyrst og fremst á nýliðnum atburðum, alla vega er það svo í mínum augum. Tilefni þessara skrifa er, eins flestir eru farnir að renna grun í, að ég er ákaflega ósátt við val þeirra og er það reyndar ekki í fyrsta skipti. Ég þekki ekki til hlítar reglur þær sem „kollegar" mínir fara eftir þeg- ar þeir velja til þessa heiðurs. Getur það verið að Evrópumeistaratitill sé meira virði en heimsmet (enda er það bara með litlum staf)? Af hverju segi ég þetta? Jú, vegna þess að á árinu setti Vala Flosadótt- ir tvö heimsmet í stangarstökki, sem eru þá væntanlega líka jafngild Evrópumetum að stigafjölda, og stóð sig frábærlega þrátt fyrir meiðsli. Hún er fyrsti íslendingur- inn sem nær þeim merka árangri að setja heimsmet í grein sem keppt er i á ólympíuleikum. Ekki einu sinni, heldur tvisvar. Enginn íslendingur til þessa hefur leikið þetta eftir. Ég hef fylgst með kjöri íþróttaf- réttamanna á íþróttamanni ársins frá upphafi og taldi lengi vel að þarna færi fram sanngjamt og rétt- mætt val. Sú skoðun er nokkuð löngu horfin. Hún hvarf alveg þegar fréttamennimir gleymdu afreki júd- ókappans Bjarna Friðrikssonar á ólympiuleikunum um árið. Silfur- verðlaunahafinn hlaut ekki náð fyr- ir augum íþróttafréttamanna sem að valinu stóðu þá. „Þegar athvæði eru greidd eru íþróttamenn metnir samkvæmt ár- angri og með tillit til reglusemi, ástundunar, prúðmennsku og fram- fara,“ sagði kynnirinn. Varla efast nokkur um að Vaia Flosadóttir og aðrir þeir sem eru í fremstu röð af- reksfólks uppfylli þessi ákvæði. Kannski má rekja þetta val til þess að hlutur kvenna á íþróttasíðum dagblaðanna og einnig í öðrum fjöl- miðlum er vægast sagt lltill, og á engan hátt í samræmi við þátttöku kvenna í íþróttum. Skemmst er að minnast ákvörðunar Skáksambands Islands um að senda stúlkur ekki á heimsmeistaramót barna og ung- linga í skák. Ég veit að margir eru sömu skoð- unar og ég varðandi val á íþrótta- manni ársins 1998 og veit líka að margir eru mér ósammála. Val íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins er tímaskekkja í dag. Ég óska sundmanninum unga úr Hafnar- firði til hamingju, sem og öflum þeim sem unnið hafa til afreka á liðnu ári. Kannski er mesta afrekið að vera með. Við Völu Flosadóttir segi ég bara: Það kemur! Fýrir hverja er frétta- stofa Sjónvarpsins? Ragnhildur Sigurðardóttir skrifar: í sl. viku var mikið íjallað um gjaldahækkanir á Reykvíkinga sem nýlega voru kynntar. Stöð 2 fór vel yfir málið og ræddi við Helga Hjörv- ar sem lofaði lækkunum á gjöldum Reykvíkinga í kosningabaráttunni og þurfti svo að éta allt ofan í sig. Það sem vakti athygli mína og margra á mínum vinnustað var að Sjónvarpið þagði þunnu hljóði um þetta mál. Við erum þess minnug að frétta- stofa Sjónvarpsins fékk á sig harða gagnrýni fyrir að styðja R-listann og bent á tengsl hennar við Ráðhúsið. Þá vár sagt að sjálfstæðismenn væru bara spældir yfir því að vinna ekki borgina. Eftir að hafa horft á Stöð 2 annars vegar og Sjónvarpið hins veg- ar í síðustu viku er enginn vafi í mínum huga, að það var örugglega heilmikið til í þeirri gagnrýni. Það sem nú blasir viö er að þetta heldur áfram. - Það getur ekki verið tilvilj- un lengur að þagað sé yfir vandræð- um hjá R-listanum. Þá er spumingin: Fyrir hverja er Sjóvarpið og hvaða hagsmuna á það að gæta? Ég hélt að það værum við, neytendur, en ekki prívathagsmunir einhvers fólks. En þessi ábending mín og önnur gagnrýni sem frétta- stofa Sjónvarps fær á sig hefur ekk- ert að segja. Þetta bréfkorn mitt er bara pólitískar ofsóknir og ekki svaravert. Og svo heldur þetta áfram eins og áður og Sjónvarpið heldur áfram að draga taum R-listans og þeir sem voga sér að gagnrýna það eru með of- sóknir. - En Stöð tvö á þakkir skild- ar fyrir frábæra og sanngarna frétta- mennsku og greinilegt er að menn vinna heimavinnuna sína á þeim bæ. Gjafsókn vegna Æsuslyssins - barátta fyrir rétti einstaklinga Birgir Jónsson skrifar: Það eru gleðitíðindi að dóms- málaráöherra hafi nú heimilað að Kolbrún Sverrisdóttir fái gjafsókn í máli gegn útgerð og tryggingafélagi skelfiskbátsins Æsu sem fórst árið 1996. Lengi vel leit svo út að ekkjan sem missti mann sinn í slysinu hefði enga stoð í baráttu sinni í kerfinu. Nú er vonandi að hún fái tilskildar skaðabætur þótt aldrei verði svona nokkuð að fullu bætt. Það er þó eitt sem fær marga til að fá eftirþanka í þessu máli. Það er að bæði útgerðin og viðkomandi tryggingafélag skuli hafa algjörlega QJ!§)[ÍIMÆ\ þjónusta allan sólarhringinn Aðeins 39,90 m(nútan - eða hringið í síma 550 5000 miili kl. 14 og 16 Skelfiskskipið Æsan sem fórst á Arnarfirði árið 1996. hafnað bótakröfu ekkjunnar og bama hennar. - Og það þótt Rann- sóknarnefnd sjóslysa hafi skilað áliti þar sem fram kemur að stöðug- leika sokkna bátsins hafi verið stór- lega ábótavant. Það er yfirleitt þannig að trygging- arfélög neita staðfastlega öllum bóta- kröfum þrátt fyrir augljósar stað- reyndir um að tjónþoli hafi á réttu að standa. Leikmenn og almenning- ur standa ávallt ifla að vígi gagnvart tryggingafélögum að þessu leyti. Hann verður þvl oftast að kosta miklu til svo að hann nái rétti sín- um. í Æsumálinu er máliö hins veg- ar loks á réttri leið. Þaö er gleðiefní fyrir flesta landsmenn, fullyrði ég. Engir sekir, engin refsing Höskuldur skrifar: Það kemur berlega í ljós þessa dag- ana hve agalaus og stjórnlaus íslenska þjóðin er þegar mál eins og Hagaskóla- málið kemur upp, svo og önnur mál, alveg óskyld, eins og smygl á hassi með togara til Vestmannaeyja og rak- ettu er sprakk í nálægð farþegaflug- vélar í lendingu á Reykjavikurflug- velli. - Enginn hinna seku, sem þó hafa náðst, munu fá refsingu eða sekt- ir. Jafnvel er líklegt að smyglaranum á togaranum verði sleppt á þeirri for- sendu að hann eigi ekki hassið. Hinir seku i Hagaskóla og sá sem skaut rak- ettunni að flugvélinni sæta varla yfir- heyrslu, hvaða þá meira, og málin verða látin niður falla. Og agaleysið heldur sínu striki. Engin furða þótt áfram sígi á ógæfuhliðina hvað snert- ir agaleysi og ofbeldi. Gagnslaus minni- hluti á þingi Einar Björnsson hringdi: Það var áberandi í sjónvarpsfrétt- um sl. máudagskvöld þegar fréttir voru fluttar af Alþingi varðandi til- lögur sjávarútvegsnefndar um kvóta- málið að ekki var greint frá svörum forsætisráðherra sem hafði uppi rök- færslur og gagnrýni á minnihluta þingsins. Hann staðhæfði að engar tillögur minnihlutans hefðu litið dagsins ljós í kvótamálunum. Og hann endurtók: alls engar. Þegar maður fór að rifja upp fréttir um mál- ið frá Alþingi varð manni ljóst að for- sætisráðherra hafði lög að mæla. Stjórnarandstaðan virðist vera full- komlega óvirk og ekki hafa neina burði til að vinna að lausn kvóta- málsins. Enginn hefur enn mótmælt orðum forsætisráðherra. Vímuefnasmygl með fiskiskipum Knútur hringdi: Eftir atvikið í Vestmannaeyjum er togarinn Breki kom úr siglingu frá Þýskalandi og skipverji gerði tilraun til að smygla hassi við heimkomuna er ekki nokkur ástæða til annars en að herða eftirlit við komu togara og ann- arra fiskiskipa sem tfl hafnar koma hérlendis frá útlöndum. Það er engin ástæða til að ætla annað en þessi skip séu notuð tfl að koma hættulegum eit- ur- og vímuefnum tO íslands. Dags- skipan löggæslunnar ætti að vera; verulega hert eftirlit með öllum sam- göngutækjum sem tO landins koma, áhöfnum þeirra og farþegum. Ekki síst togurum og öðrum skipum. Stór spónn úr aski Flugleiða Hluthafi hringdi: Það kom mér verulega á óvart þeg- ar ég heyrði að hlutabréf í Flugleið- um hefðu hækkað á verðbréfamörk- uðum eftir að félagið seldi stóran hluta eigna sinna. Ég fagna þessu að sjálfsögðu en held að þetta gæti hvergi gerst nema hér á landi. Að hlutabréf hækki í fyrirtæki við það að missa stóran hluta eigna sinna er umhugsunarefni. Hvað gerðist ef fé- lagið seldi nokkrar flugvéla sinna? Líka hækkun hlutabréfa? Ég stend orðlaus af ánægju og undrun um leið. Hve lengi skyldi þetta endast? Áhugaverðar þing- kosningar Kolbrún skrifar: Fáir munu efast um að næstu þing- kosningar verði mjög spennandi. Það er ekki bara að tveir gömlu stjórn- málaflokkanna hér stefna að samein- ginu heldur verður skorið úr um það hvort gömlu kommúnistarnir eða þeir sem eru lengst til vinstri (Hjör- leifur, Steingrímur, Ögmundur og fleiri) hafi þingfylgi hér á landi. Þetta eru þeir flokkar sem kynnu að saxa á atkvæðamagn sjálfstæðismanna og framsóknarmanna, þótt það sé ekki líklegt í dag. Dæmið kynni þó að breytast verði áfram verulegur órói vegna t.d. kvótamálsins og fyrn-hug- aðra hálendisvirkjana. Allt er þetta óráöið og því verulegur og vaxandi áhugi fyr.tr þessum kosningum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.