Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 13 Ford og GM smíðuðu hergögn fyrir Hitler Svissneskir bank- ar og sænsk stórfyr- irtæki hafa sætt þungum ámælum fyrir ábatasöm við- skipti sín við Hitlers-Þýskaland á árum heimsstyrjald- arinnar síðari. Þeirri ákærusögu er ekki lokið: nú eru í gangi rannsóknir í Bandaríkjunum sem beinast að umsvif- um bandarísku bílarisanna General Motors og Fords í Þýskalandi á sama tima - og ættu að sæta enn meiri tíð- ““““™“ indum þvi Sviss og Svíþjóð áttu að heita hlutlaus ríki í stríðinu en Bandaríkjamenn voru i stríði við Hitler eins og all- ir vita. Einn rannsóknarmanna segir: Þýska vígbúnaðarvélin gat komist af án Sviss, Sviss var einkum geymslustaður fyrir stolið fé, en án Generala Motors hefði hún ekki getað ráðist inn í Pólland. Fyrir báöa stríðsaðila Talsmenn Ford og General Motors bera allt af sér: þeir segj- ast hafa þjónað „vopnabúri lýð- ræðisins" með framleiðslu sinni á skriðdrekum og hertrukkum, þeir segja að ekki hafi verið unnt að fylgjast með starfsemi dóttur- fyrirtækjanna í Þýskalandi (þau áttu 70% þýsks bílaiðnaðar) og neita því líka að í Kjallarinn Arni Bergmann rithöfundur aðalstöðvunum í Bandaríkjunum hafi menn vitað um notkun nauðungarvinnuþræla frá hemumdu löndun- um í þýsku verksmiðj- unum. En gögn í þýskum skjalasöfnum gefa aðra mynd. Þau sýna dæmi um að banda- rískir forstjórar bæði hjá GM og Ford hafi fallist á að breyta þýskum verksmiðjum sínum til hergagna- framleiðslu og það gerðist á þeim tíma þegar bílahringamir enn þrjóskuðust við að hlýða tilmælum stjómar Roosevelts forseta um að herða heima fyrir á framleiðslu í þágu bandaríska hersins. Niður- staðan er svo sú, að þegar banda- rískir hermenn sótti fram gegn herjum Hitlers í jeppum, tmkkum og skiðdrekum frá Ford og GM þá komust þeir að þvi sér til furðu að óvinimir óku einnig um í farar- tækjum frá Ford og Opel (sem GM átti) - og flugu í flugvélum frá Opel. Forsagan var grimm samkeppni milli GM og Ford um þýska bíla- markaðinn á árum milli stríða - árið 1974 komu þessi mál upp aftur í tengslum við yfirheyrslur á vegum Bandaríkjaþings um ein- okunarstarfshætti í bílaiðnaði. En GM og Ford hefur tekist að gera sem minnst úr þessum mál- um ogþagga þau niður.u sem mælti með því að fyrirtækin kæmu sér sem best við yfirvaldið. Sjálfur var Hitler ákafur aðdáandi bandarískra fjöldaframleiðsluað- ferða og mat að auki Henry Ford mikils, ekki síst vegna gyðingahat- urs bílakóngsins. Hafði Hitler mynd uppi af Ford á skrifstofu sinni - og Ford tók við æðstu orðu Henry Ford tekur við Stórkrossi þýska arnarins árið 1938. sem Þriðja ríkið veitti útlending- um árið 1938 - fjórum mánuðum eftir að Hitler innlimaði Austur- ríki. Spyrjum ekki um þetta Strax að loknu striði bar rann- _____________, sóknanefnd á veg- um bandaríska hersins fram ásakanir um að hin þýsku útibú bílarisanna hefðu þjónað vopnabúri Hitlers með „sam- þykki“ höfuð- stöðvanna. Og árið 1974 komu þessi mál upp aft- ur í tengslum við yfirheyrslur á vegum Bandarikja- þings um einokunarstarfshætti í bílaiðnaði. En GM og Ford hefur tekist að gera sem minnst úr þess- um málum og þagga þau niður. Það er og líklegt að lítill pólitískur vilji hafi verið fyrir því að taka til bæna svo öfluga risa í bandarísku efnahagslífi fyrir athæfi sem víð- ast hvar mundi kennt við verstu landráð. Eða hvað hefði orðið um formúluna hátíðlegu: „Það sem er gott fyrir General Motors er gott fyrir Bandaríkin"? Og svo eru það sjálfir möguleik- amir á að rýna í staðreyndir málsins. Það sem nú kemur upp er sumpart í framhaldi af athug- unum á vafasömu athæfi sviss- neskra (já og bandarískra!) banka á stríðsárunum, sumpart tengist það því að ýmis opinber gögn em ekki lengur ríkisleyndarmál. En bæði Ford og General Motors hafa neitað að verða við kröfum um að- gang að þeirri eigin skjalsöfnum frá stríðsárunum og virðast kom- ast upp með það. í svokölluðu upplýsingaþjóðfélagi vita menn allt um drykkjusiði kvikmynda- stjömu og kvennafar forseta - en um leið og einhver nefnir orðið viðskiptaleyndarmál slær grafar- þögn á alla drótt. Árni Bergmann Almenn fræðirit loks styrkhæf I miðjum jólaglaumi tilkynnti Björn Bjamason menntamálaráð- herra að ríkisstjómin hefði sam- þykkt að stofna sérstakan launa- sjóð fyrir höfunda fræðirita. Hér er um geysilega réttarbót að ræða sem kemur í höfn helsta baráttu- máli Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna. Bjöm tilkynnti ákvörðun ríkisstjórnar- innar við hátíðlega afhendingu fyrstu viðurkenninga úr nýstofn- uðum Bókasafnssjóði höfunda sem starfar samkvæmt lögum sem „Með sívaxandi langskólamennt- un landsmanna hefurþeim fjölgað mjög sem hafa mikla þekkingu og þjálfun í hinum ýmsu fræðigrein- um án þess að þeirra bíði stöður við rannsökna- og háskólastofn- anir ríkisins...“ Björn sjálfur kom í gegnum þingið árið 1997. Með þessum tveimur sjóðum hafa möguleikar fræðirita- höfunda til að njóta eðlilegrar hlutdeildar í því opinbera fé sem veitt er til bókagerðar og vísinda- starfsemi í landinu stóraukist. Sýnilegast aðstöðuleysi Hagþenkir hefur lengi talað fyr- ir því að fyllt yrði upp í þá gjá sem verið hefur í styrkjakerfi ríkisins milli þeirra sem semja skáldverk og hinna sem vinna að gnmnrann- sóknum. Á milli þessara tveggja hópa starfa höfundar sem miðla og taka saman ólikar rannsóknanið- urstöður og setja þær fram með aðgengilegum hætti fyrir almenna lesendur. Slíkir höfundar hafa ekki haft möguleika til jafns við aðra á að sækja um laun vegna höfundar- verka sinna. Aðstöðuleysi þeirra hefur síðan orðið til þess að allt of lítið hefur verið skrifað af aðgengi- legum fræði- og yfirlitsritum á ís- lensku, sé miðað við aðrar þjóðir á okkar menningar- stigi. Hörmungar- ástandið í þessum málum hér á landi varð sýni- legast þegar reynt var að sækja um styrki til íslensku alfræðiorðabókar- innar á síðasta áratug. Þá kom í ljós að hún flokkaðist hvorki undir frumlegar grunnrannsóknir né skáldskap - og gat því ekki notið þeirra styrkja sem varið var til rannsókna og bókaútgáfu í landinu. Sjálfstæður sjóöur í vörslu Rannsóknarráðs Með núgildandi lögum um Bókasafnssjóð höfunda var bæði tekið miklu meira tillit en áður til útlána bóka á þeim söfn- um sem fýrst og fremst eru helguð fræðiritum og standa undir skóla- kerfi landsins og til þeirrar miklu hand- bóka- og fræðitímarita- notkunar sem er á öll- um bókasöfnum en mælist þó hvergi í skráðum útlánum. Sá sjóður hefur því lagað stöðuna verulega. En nú hefur verið bætt um bet- ur með því að boða stofnun sérstaks launa- sjóðs sem er ætlað að styrkja þá höfunda sem skrifa almenn fræðirit og handbækur eða ““““ semja fræðilegt efni til birtingar á öðru formi. Stjóm og starfsemi sjóðsins verða með svipuðum hætti og tíðkast hefur með launasjóði list- greinanna nema hvað bókhalds- umsjón og varðveisla mun heyra undir Rannsóknarráð íslands. Stefnt er að því að veita laun úr hinum nýja sjóði fræðiritahöfunda í fyrsta sinn á þessu ári. Starfsem- in kemst þó varla á fastan grunn fyrr en á því næsta og er þá ætlun- in að veita sem svarar fimm árs- launum, ýmist með launum til 6 mánaða eða heils árs. Kemur til móts við frumkvæði Með sívaxandi langskólamennt- Kjallarinn Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur un landsmanna hefur þeim fjölgað mjög sem hafa mikla þekkingu og þjálfun í hinum ýmsu fræðigrein- um án þess að þeirra bíði stöður við rannsókna- og háskólastofnanir ríkisins eða vel launuð störf í einkavísindageir- anum. Margt af þessu fólki hefur þó látið verulega til sín taka með bóka- og greina- skrifum og hefur hinn nýstofnaði fé- lagsskapur Reykja- víkurakademíunnar til dæmis orð- ið vettvangur fyrir þau sem vilja hasla sér völl á frjálsum akri vís- inda og fræða. Sérstakur launasjóður fræði- ritahöfunda er einkum ætlaður höfundum af þessu tagi en ekki þeim sem þegar starfa á vísinda- og rannsóknarstofnunum. Sjóður- inn mætir því brýnni þörf og kem- ur til móts við framtak þeirra sem málið varðar. Þessi áfangi í hags- munabaráttu fræðiritahöfunda er því sérstakt gleðiefni og verður vonandi til þess að við eignumst þau almennu yfirlits- og fræðirit sem okkur hefur svo lengi vantað. Gísli Sigurðsson Með og á móti Oryggismyndavélar og upptöku- vélar í skólana? Eiríkur Jónsson, formaöur Kennara- sambands íslands. Tryggja öryggi „Ef það er talið eðiilegt í þjóðfélaginu að vakta mikilvæga staði með sjón- varps- og upptökuvélum í öryggisskyni, ekki síst til að tryggja öryggi borgar- anna, þá finnst mér að skólinn eigi ekki að vera nein undantekning. Viðhorf fólks til þessara tækja eru mismun- andi en ég lít svo á að þau séu ekki njósnatæki heldur öryggistæki. Ef ná- vist þeirra kemur í veg fyrir skemmd- arverk og líkams- meiðingar og trygg- ir rétt þeirra riflega 90 prósenta nem- enda sem vilja vera í friði og nota skólann tO þess sem hann er ætlaður þá tel ég að tækin eigi fylli- lega rétt á sér í skólum. Eitt af því sem fólk almennt og ekki síst foreldrar gagn- rýna er það að böm þeirra séu höfð fyr- ir rangri sök, til dæmis þegar einhver atvik verða í skðlanum sem nauðsyn- legt er að upplýsa. Við getum hugsað okkur að í sliku tilfelli sé ákveöinn hóp ur grunaður en allur hópurinn tekinn fyrir og reynt að ná fram játningu eða sakbendingu. Það þýðir að svo og svo mörgum saklausum er haldið í herkví en þeir þora ekki aö tjá sig að ótta við einhverja félaga sína. Ef tæki af þessu tagi verða tii þnss að hinn rétti aðili finnst þá leysa þau aðra einstaklinga undan ásökunum sem þeir eiga ekki skilið að sitja undir. Fyrir stuttu var keyrt á nýjan bíl fjölskyldunnar og hann skemmdur upp á tugi þúsunda króna. Sá sem það gerði stakk af. Við kærðum atvikið til lögreglu en sjálfsagt ræður algjör tilviljun því hvort málið upplýsist nokkru sinni. Líklegast er að það geri það ekki og við sitjum uppi með skaðann. Það fyrsta sem lögreglan spurði okkur þegar við kærðum atvikið var það hvort við vissum til hvort myndatökuvélar væra utan á húsunum í kringum stæðið þar sem bíllinn var. Þá spyr maður sjálfan sig: Er það glæp ur hefðu myndavélar verið þar og leitt til þess að sá sem tjóninu olli finnst? Ef myndavélar gagnast til að upplýsa mál í skólum ekki síður en annars staðar þá sé ég ekkert neikvætt við þær.“ Óæskilegt „Ástand það sem ríkt hefur í Haga- skóla er auðvitað óþolandi fyrir alla sem hlut eiga að máli. Það er lágmarkskrafa að öryggi nemenda og kennara, jafnt og annarra starfsmanna skólans, sé ekki ógnað og þeir þurfi ekki að óttast að verða fyrir meiðsl- um. Friður til náms og kennslu verður auk þess að vera tryggður. Aðeins ör- fáir nemendur skól- ans eiga sök á því umsátursástandi sem ríkt hefur og raskað öllu skóla- starfi. Við það verð- ur auðvitað ekki unað. Grunnskólinn er samfélag nemenda, kennara og for- eldra og auðvitað er æskilegast að þar ríki það gagnkvæma traust og sú sam- ábyrgð að ekki þurfi að beita úrræöum eins og upptöku- og myndbandsvélum til aö tryggja öryggi nemenda og koma í veg fyrir þjófnað og eignaspjöll. Ég lít á það sem neyðarúrræði að koma upp búnaði íar sem fylgst er með börnum í skóla en aðstæður géta þó verið slíkar að það sé réttlætanlegt, Þar sem slíkum búnaði hefur verið komið upp utanhúss er hann hugsaður fyrst og fremst í forvamaskyni til að komá í veg fyrir skemmdir á skóla- húsnæði, svo og til að upplýsa hverjir eigi hlut að máli þegar skemmdarverk eru unnin. Á meðan ekki er upplýst hverjir eigi sök, hvort sem um er að ræða skemmdarverk eða ofbeldisbrot, þá liggja allir undir grun sem auk annars grefur undan trausti og ekki verður beitt )eim stuðningsúrræðum sem skólinn íefur yfir að ráða gagnvart þeim sem >urfa á aðstoð að halda." -SÁ Jónína Bjartmarz, formaður Samtak- anna Heimlli og skóli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.