Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.01.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 14. JANÚAR 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Rlmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Því meira eru þeir eins Því meira sem hlutirnir breytast, því meira eru þeir eins. Á næsta Alþingi að hausti verður að nýju komið hefðbundið flögurra flokka kerfi eftir tímabundnar gæl- ur þjóðarinnar við fimm og sex flokka kerfi. Þetta er ein merkasta niðurstaða skoðanakönnunar DV. Það er seigla í gömlum mynztrum stjórnmálanna. Ný framboð hafa risið og hnigið og stöku sinnum haldizt á floti í nokkur kjörtímabil. Gömlu stjórnmálaöflin eiga góða og slæma daga í kosningum, en til langs tíma litið verður þeim ekki haggað að neinu ráði. Sjálfstæðisflokkurinn er með öflugasta móti um þess- ar mundir. Hann hefur meira fylgi í skoðanakönnuninni en í hliðstæðum könnunum á svipuðu stigi í fyrri kosn- ingabaráttum. Þótt hann nái ekki hreinum meirihluta í vor, er fátt, sem getur hindrað mikinn sigur hans. í sömu könnun kemur í ljós eindregin andstaða kjós- enda gegn viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins og ríkis- stjómar hans í kjölfar kvótadóms Hæstaréttar. Þótt kjós- endur séu andvígir helzta máli flokksins eru þeir meira en lítið fúsir til að styðja hann í kosningum. Þorri íslenzkra kjósenda lítur ekki á það sem hlutverk sitt að fylgja eftir málefnum. Þeir óttast jafnvel, að mál- efni geti spillt fyrir þeirri fagmennsku, sem felst í að halda þjóðarskútunni í lygnum sjó góðæris. Kjósendur vilja ekki láta hugmyndafræðinga stjórna sér. Framsóknarflokkurinn er með veikasta móti um þess- ar mundir, svo sem hefðbundið er, þegar hann hefur lengi verið í helmingaskiptastjórn með Sjálfstæðisflokki. Hann mun bíða ósigur í kosningunum, en ekki nógu mikinn til að segja skilið við stjórnarsamstarfið. Eftir miklar hrókeringar stjórnmálaflokka utan ríkis- stjómar hefur risið svipað mynztur og í flestum ríkjum Vestur-Evrópu. Við fáum breiðan krataflokk samfylking- arinnar og hreinan græningjaflokk, þann síðarnefnda með svipuðu fylgi og í nágrannaríkjunum. Græn framboð með 5-8% fylgi hafa rutt sér til rúms víða um Evrópu á síðustu árum í kjölfar meiri áhuga með- al kjósenda á sjálfbærri umgengni fólks við umhverfið og aukinnar tilfinningar margra þeirra fyrir ýmsum verð- mætum, sem mölur og ryð fá ekki grandað. íslenzkir kratar sameinaðir verða hins vegar veikari en trúbræður þeirra í nálægum ríkjum, enda er illt að afla trausts kjósenda í kjölfar langvinns skæklatogs um prófkjörsreglur. Kratar gera ekki meira að þessu sinni en að ná sögulegum sáttum innan sinna vébanda. Sögulegu sættirnar eru aðgerð inn á við. Þær eru sagn- fræðilega mikilvægar, en gera samfylkinguna tímabund- ið ófæra um að taka þátt í stjórnmálum út á við. Þegar líður á næsta kjörtímabil, kunna kratar að ná vopnum sínum og eyrum kjósenda á nýjan leik. Skoðanakönnunin sýnir, að loksins hafa síðustu kjós- endur Alþýðuflokks og Alþýðubandalags áttað sig á, að þessir flokkar eru ekki lengur í framboði. Þeir eru horfn- ir af sjónarsviði kjósenda eins og frjálslyndu flokkarnir tveir, sem ekki munu ná manni inn á þing. Hafa má til marks um þverstæður íslenzkra stjórn- mála, að ekki tekst að ná saman trúverðugum flokki til stuðnings því hugsjónamáli, sem þjóðin styður eindregið og stjórnarflokkarnir hafna eindregið, það er að segja endurheimt þjóðareignar úr höndum sægreifa. Eftir kosningamar munum við búa við hefðbundið fjögurra flokka kerfi, sumpart undir nýjum fánum. Því meira sem hlutimir breytast, því meira em þeir eins. Jónas Kristjánsson Nú virðist ásetningurinn að smíða sem allra „billegast" bútasaumslistaverk til að sleppa frá því sem Hæstirétt- ur kvað á um án þess að setja ákvæði um rækilega endurskoðun á tilteknum tíma. - Sjávarútvegsráðherra í ræðustóli. Til hvers eru lög? son farið að selja veiðileyfi sitt? En ný- lega sat fólk agndofa frammi fyrir sjón- varpi hlustandi á Sig- urð Líndal prófessor fullyrða á samkundu ungra framsóknar- manna að sameign ís- lensku þjóðarinnar á fiskimiðum landsins hafi enga eignarréttar- lega merkingu! Gat manni hafa misheyrst, lesið lögin vitlaust eða ekki lesið þau? Eða allra líklegast, ekki lesið hæstaréttardóm- inn, en svo mun hafa verið með a.m.k. há- „Hvar voru goðin þegar lögin voru sett með sínar lögskýringar eða aðstoð við fávísa þingmenn sem settu þessi vitlausu lög? Glúpnuðu þau og hrukku af vett- vangi inn í skel sína? Stungið hefur verið snuði upp í almenn- ing - og marga þingmenn einnig!“ Kjallarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur í Njálu segir: „Með lögum skal iand vort byggja, en með ólög- um eyða.“ Alla tíð siðan hefur verið byggt á þessum vit- urlegu orðum, í það minnsta í huga al- mennings. Árið 1990 voru sett lög um fisk- veiðar í landhelgi ís- lands. í 1. grein er kveðið á um sameign íslensku þjóðarinnar á fiskistofnum við landið. Óþarft er að ræða um allar þær deilur sem ríkt hafa í þjóðfélaginu eftir setningu laga sem heimiluðu stjórn- völdum að setja á svokallaða kvóta og heimildir fyrst frá 1983 og sérstaklega 1990. Hæstiréttur ís- lands kvað síðan upp dóm 3.12. ‘98 í frægu máli þar sem slegið var á fingur löggjafa og stjórnvalda fyrir sitt ráðslag á grund- velli jafnræðisreglu stjórnarskrár og sameignar þjóðar- innar í 1. gr. flsk- veiðilaganna. Nú virðist ásetningurinn að smíða sem allra „billegast" búta- saumslistaverk til að sleppa frá því sem Hæstiréttur kvað á um án þess að setja ákvæði um rækilega endurskoðun á tiiteknum tíma. Er ekki nóg að bræður ríflst? Þurfum við að sjá heiðna spádóma rætast: „Bræðr munu berjask"? „Rjúpnaveiðileyfi til sölu“ Allir teljast, að uppfylltum viss- um skilyrðum, hafa rétt til rjúpna- veiði á almenningi landsins. Skiln- ingur fólks á ýmsum réttindum, sem eru almenningseign, virðist býsna áþekkur. Eða umgangur um þjóðareignir. En getur Jón Jóns- skólaprófessora áð sögn. Höfundur brá sér í lestur hæstaréttardóms- ins enn einu sinni og velti síðan fyrir sér; til hvers eru lög? Eru þau eingöngu leikfóng lögmanna? Hvar voru goðin þegar lögin voru sett með sínar lögskýringar eða aðstoð við fávisa þingmenn sem settu þessi vitlausu lög? Glúpnuðu þau og hrukku af vettvangi inn i skel sina? Stungið hefur verið snuði upp í almenning - og marga þingmenn einnig! Atvinnufrelsi er stjórnarskrár- varið (75. gr.) með vissum tak- mörkunum' vegna almannahags- muna sem kveðið er á um í lögum o.fl. Umræddur lagaprófessor gat þess á áðurnefndri samkomu að þeir sem núverandi veiðiheimildir hafa hafi sín atvinnuréttindi. Skilja mátti þetta þannig að verði kroppað af núverandi veiðiheim- ildum brjóti það réttindi þeirra sem nú hafa þau. Það var nefni- lega það. f 1. gr. laganna frá 1990 er einnig kveðið á um að „úthlut- un veiðiheimilda smk. lögum þess- um myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum“. Höf- undur gefst upp við að reyna feta sig i gegn um þennan frumskóg. Hæstaréttardómur gegn landsbyggðinni! Ýmsir mætir ólöglærðir menn hafa tjáð sig um þessi mál og reynt að kryfja lagaákvæðin, en tæpast verður séð að það sé til neins þegar jafnvel hinir mætustu lög- menn hafa reynst á öndverðum meiði um niðurstöður umrædds hæstaréttardóms. Verður ekki betur séð en til séu stjórnarsinn- uð og stjórnarandstöðusinnuð sjónarmið meðal lögmanna um niðurstöðurnar. Er engin furða að obbinn af öllum prófessorum við HÍ séu ásakaðir um að taka afstöðu gegn landsbyggðinni þegar þeir kreflast þess opinber- lega að Alþingi fari eftir hæsta- réttardómnum varðandi jafn- ræði og sameign þjóðarinnar? 17 þingmenn undir forystu vitrings- ins frá Akureyri standa stjarfir af undrun yfir fávísi prófessoranna og pólitískri afskiptasemi þeirra. Ýmsir ráðamenn telja að sjávarút- vegurinn og lífskjör þjóðarinnar séu í uppnámi verði hróflað við einhverju. Auðvitað eru margar leiðir til að fara í skrefum að dómi hæsta- réttar um jafnræði og atvinnu- frelsi án þess að grundvelli flsk- veiðistjómunar og hagkvæmni i sjávarútvegi verði raskað, en á þann hátt að allir standi jafnir gagnvart úthlutun heimilda. Þannig kæmi í’ljós hin raunveru- lega hagkvæmni. Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Uppeldishlutverk heimilanna „Virðingarleysi fyrir umhverfinu er merki um skort á aga, en hann má oftast rekja til uppeldis barn- anna á heimilum sínum, leikskólum og skólakerfinu almennt. Síðar færist agaleysið á vinnustaði og um allt samfélagið. Höfuðábyrgðina á uppeldi barnanna bera að sjálfsögðu foreldrar þeirra. Uppeldisáhrif skóla er mikilvægt, en það er ekki unnt að rækja nema því aðeins, að skólastjórnendur og kennarar geti gripið til ráðstafana til að halda uppi aga. Það verða foreldrar og börn þeirra að sætta sig við ... Öll- um má þó ljóst vera, að ögun er ekki sársaukalaus fremur en margt annað, sem er mikilsvert í lífinu. Úr forystugrein Mbl. 13. jan. Flugeldar og flugumferð „Haft er fyrir satt að stærsta flugeldasýning í heimi sé í Reykjavík á gamlárskvöld og er margt ótrúlegra. Brennur og blys eru þjóðarsiður, sem óþarfi er að am- ast við og enn síður að banna ... Hins vegar er vel at- hugandi hvort ekki ætti að banna lágflug og stórhættu- legt æfingaflug yfir mestu þéttbýliskjörnum landsins. Margfalt meiri hætta og óþægindi stafa af flugumferð í íbúðahverfum, en að flugi stafi hætta af flugeldum, sem fólk puðrar upp á hlaðinu heima hjá sér.“ Oddur Ólafsson í Degi 13. jan. íþróttahreyfingin fordæmir „Milli jóla og nýárs var birt yfirlýsing m.a. frá for- seta íþrótta- og Ólympíusambands íslands og for- manni Ungmennafélags Islands þar sem þeir tóku þátt í því að fordæma Ástþór Magnússon, í nafni hreyfinga sinna. Tilefni fordæmingar forsvarsmanna íþróttahreyfinganna var deila Ástþórs og Halldórs ut- anríkisráðherra um flutning jólapakka til Bagdad. Þvi verður vart á móti mælt að Ástþór fór offari í málflutningi sínum gegn Halldóri og spillti fyrir mál- stað sínum. Ég tel það meira en lítið vafasamt að það sé verið að beita nafni íþróttahreyfingarinnar til for- dæmingar á mönnum. Ég er nú einn þeirra sem aldrei hafa fengið botn í þetta jólapakkamál Halldórs og Ástþórs, þrátt fyrir að hafa lesið yfirlýsingu frá yf- irvöldum í Morgunhlaðinu." Sigurjón Þórðarson, varaform. UMSS, í Mbl. 13. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.