Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1999 Fréttir Kári Stefánsson um gagnrýni erfðafræðiprófessors í New York Times: Þekktur öfgamaður - engar áhyggjur af greininni, segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra -----------------------_y> naiioaal *í!/4mere»t of Icelacdcras. *on oí bUtaot poBticai cjmicism that .B9tDeeodaHowae<Jby<íI>el*JW«í- • b UMialIy ascribed, wtth typlcal tnob- corporaöoo tbatexlra on paper. and bery, ío McBeo aod ladoaoda. bat . lu ftoaacial bactos ioctodo Amer*- cenainly nei io—*■—"------1— **- ——■----------fc—-•----- There is s «he daubaœ and iureiIHy, a g»p . ■ ■ ■ X " ' jX. ' • i t iarse cnoujh to be vtóible cvcn Iróm A SClDSCK lOr thouarris oí'mile* away. .. . of. *“•*"* laQx maner ot • míormed consent obulninc pa^lcipano• pennissiaB.: ;:v .r-vr.v zrzrj;:-. . ■ WhUe the daiabase-t bacUrs ciaim • ÍQ neáltu reSéárch. that no onc wtio objects wDi be in- .1 ot the ctandanl •. cnned ■cnntfw-.-in'á--^ The burden will lafl on todivkhuds Undíc m tojreqww e*cinslan. to part-» ta * aótt!r. tbe Wmér PmideDt oi icé- Wboie. from (he datobaw, and they.: Jan<UIr doet tadeed, btómio rvrrt wlll be oflerod no cxplanaúon ol the ^^ • _ ** . .'Som* crtto have objected tha* dialcn, while the ertai boBc of tbe_______________ poputadon wtli be tooto of Decode cenacii by Decode, h: aod hsback^rs, .. .. .... . acccssmih>tntorm»n/»' Decodtfs snpponers advertisc the ‘base. Sdence, afier' álL 'usaaUv • L— I—— ——_________1 . . __ etolmtrc thatothen Wíii access needs 10 be reaseu i V. trol!cd.'andprtorirygivontc; • ta order to maVe it wotthwi. thé company to lorm 'and 'nw: the datahase. Bowever, tíi* passed by IceUn<Ts Piritamcr phcitiy staies tbat no oae nu^ tbe'database wbuse ^esearch c . be eapectcd to.liiive' aá advers-; . • fect opcn Jbe. liceostc's corrmnv •tmerest" Any naearch to the pohUc doc cauled o« by nonpmfvt govenn: lahorotortes or unrversttles eac •eSTBCttdTjyiwwswtJ^dverse ujxn the Ucensee's .eomtnerda: ttreH." Andwho gas.ib dodóc - offidal conunittéa df 'thfea, <xs 'sappototndhy thsiihtt:; —who introdacad tb*b;i; — aadóne.of wi&; ‘WOtoted by the licensee. At kast the modera k>:’.;;: ' ■ • Vflöaj anceotórs made to' ; dút their scttoittoc wers . ltoaieren. Úrklippa úr laugardagsblaði New York Times. Kári Stefánsson, forstjóri íslenskr- ar erfðagreiningar, segir bandaríska prófessorinn R.C. Lewontin, sem gagnrýndi íslenska gagnagrunninn harkalega í dagblaðinu New York Times á laugardaginn, vera þekktan fyrir öfga og hafa barist gegn mörgu sem síðar hafi sannað tilgang sinn. „Lewontin er þekktur fyrir öfga og hann barðist gegn sameindalíffræði á sínum tíma og hélt að hún væri til bölvunar. En staðreyndin er sú að hún hefur orðið til mikilla framfara. Hann hefur barist gegn líftækniiðnað- inum og hefur haidið því fram að það leiddi til spillingar að búa til verð- mæti úr þekkingu. Líftækniiðnaður- inn er einn af vaxtarbroddunum í efnahagslífi Bandarikjanna og ýmissa þjóða í vestrænum samfélögum. Hann hefur barist gegn því að erfðaefni sé notað til þess að komast að niðurstöð- um í dómsmálum og nú hefur hann tekið upp á sínar arma að berjast gegn þessum gagnagrunni," sagði Kári Stef- ánsson í samtali við DV í gærkvöld. Ekki til sóma „Skoðum raunveruleikann sem hann er að lýsa. Sá raunveruleiki sem hann lýsir er víðs fjarri því sem is- lenskri þjóð var sagt. Hann segir að frumvarpið hafi fengið nauman meirihluta á þingi. Það voru 37 sem greiddu atkvæði með því og 20 á móti. Hann segir í greininni að gagna- grunnurinn muni takmarka aðgang ís- lenskra vísinda- manna að upplýs- ingum, sem er rangt. Allar þær upp- lýsingar, sem verða í þessum miðlæga gagnagrunni, eru aðgengilegar ís- lenskum vísindamönnum annars stað- ar ef þeir vilja ekki vinna í gegnum gagnagrunninn. Þannig að það bygg- ist á röngum forsendum. Hann heldur áfram og veitist m.a. að Vigdisi Finn- bogadóttur og ber hana saman við þá forseta sem hafa verið lögbrjótar i Mexíkó. Hann aðhyllist ekki lýðræði nema þegar meirihlutinn kemst að niðurstöðu sem hann vill styðja. Og gífuryrðin eru slík að þetta er hvorki honum né New York Times til sóma,“ segir Kári. Halldór Ásgrímsson, for- maður Framsóknarflokksins, sagði í samtali við DV að hann hefði ekki séð umrædda grein en það sem hann hefði heyrt fyndist honum öfgafullt: „Það þarf ekkert að vera að grein sé góð þótt hún birtist í New York Times, þar geta alveg eins birst slæm- ar greina," sagði Halldór. Hann sagði aðspurður að hann hefði engar áhyggjur af að greinin myndi koma illa við íslendinga. „Við getum ekki komist hjá því að talað sé um ísland og íslendinga og ég hef engar áhyggj- ur af því,“ sagði Haildór. Kári segir greinina byggða á grund- vallarmisskilningi og margt í henni sé rugl. „Hann talar um aðgengisnefnd í greininni en hún var inni í fyrri hlut- um frumvarpsins en ekki inn í þess- um lögum sem samþykkt voru. Og það er fleira sem er rangt með farið. Ég þekki ekkert til þessa manns en ég held, eins og í ævintýrinu um Búkollu, að hann sé ekki einn í ráðum því að Einar Árnason, sem er einhver hatrammasti og tilfmningaþrungnasti andstæðingur gagnagrunnsins, var nemandi hjá þessum bandaríska pró- fessor," sagði Kári. -hb/rt Flúðiaf vettvangi Lögreglan í Reykjavik elti uppi ölvaöan ökumann sem keyrt hafði á ljósastaur á Reykjanesbraut snemma á laugardagsmorgun. Maðurinn hljóp frá bílnum eftir áreksturinn og reyndi síðan að ná sér í leigubíl til að flýja af vett- vangi. Þegar það tókst ekki hljóp hann sem fætur toguðu í átt að Byko í Kópavogi þar sem hann var handsamaður og fluttur í fanga- geymslu. Bíll hins ölvaða er talinn gjörónýtur. -GLM Það var gleði í Iðnó að lokinni frumsýningu á Frú Klein. Inga Bjarnason leikstjóri er hér með leikkonunum Margréti Ákadóttur, Steinunni Ólafsdóttur og Guðbjörgu Thoroddsen. í miðjum kvennafansinum er aðstoðarmaður leikstjórans, Jón Viðar Jónsson._______________________________________________________DV-mynd HH Arnbjörg Sveinsdóttir sigraði í prófkjöri sjálfstæðismanna á Austurlandi: Sigurstranglegur listi Frá talningu á Seyðisfirði í gær. „Ég er mjög ánægð með úrslitin í prófkjörinu. Ég fékk 48% atkvæða í fyrsta sæti og þar með afgerandi kosn- ingu,“ segir Amþjörg Sveins- dóttir, alþingismaður frá Seyð- isfirði, sem er sigurvegari prófkjörs sjálfstæðismanna á Austurlandi. Þrír buðu sig fram í efsta sætið, Aðalheiður, Albert Eymundsson, skóla- stjóri á Höfh í Homafirði og Ólafúr Áki Ragnarsson, sveit- arstjóri á Djúpavogi, Albert fékk 35% í efsta sætið en Ólaf- ur 15%. í fjórða sæti var svo Aðalsteinn Jónsson, bóndi á Klausturseli á Jökuldal, og í því fimmta Jens Garðar Helgason, há- skólanemi á Eskifirði. Ambjörg segist viss um að listi sjálfstæðismanna á Austurlandi verði mjög sigurstranglegur: „Þetta er mjög samstilltur hópur, við fórum saman í kynningarferðir og áttum gott sam- starf meðan á prófkjörsbaráttunni stóð og þótt við þrjú höfum öll stefht á efsta sætið þá var enginn rígur á milli okkar, en vissulega var prófkjör- ið sjálft spennandi. Þessi samvinna okkar skilaði sér í mikilli aukningu á fjölda fólks sem tók þátt í prófkjörinu ef miðað er við síðasta prófkjör." Ambjörg segir nú mikla vinnu vera fram undan fram að kosningum: „Þetta var aðeins forsmekkurinn að sjálfri baráttunni og gott að hyrja slaginn með þess- um hætti.“ Ambjörg er fyrsta konan sem leiðir lista undir merkj- um Sjáifstæðisflokksins: „Þetta era viss tímamót að kona skuli fá þessi auknu áhrif í stjómmálum innan Sjáifstæðisflokksins og verið er að brjóta blað í sögu hans og nú er bara að fylgja þessu eftir.“ Ólafur Áki Ragnarsson, sem stefndi á efsta sætið en endaði í því þriðja, sagðist auðvitað hafa vonast eftir meira fylgi en hann fékk en sagðist al- veg sáttur við úrslitin: „Það var á brattann að sækja fyrir mig. Ambjörg er sitjandi þingmaður og Albert kem- ur úr byggðarlagi þar sem þingmaður var fyrir svo ég hafði kannski ekki það bakland sem þau höfðu og ég gat alveg eins búist við því að lenda neð- ar á listanum, en ég er bjartsýnn á framtíð listans í vor, það var mikil DV-mynd Þórarinn aukning í prófkjörinu og ég er alveg viss um að þessi áhugi á því skilar sér í atkvæðum til okkar. Listinn sam- anstendur af samstilltum hópi sem er léttur og skemmtilegur og við munum vinna saman að framgangi flokksins." -HK/ÞH Arnbjörg Sveinsdóttir. Stuttar fréttir dv Magnesíumákvörðun Ákvörðun um byggingu magnesíumverksmiðju á Reykja- nesi dregst fram undir næstu ára- mót. Formaður íslenska magnesíumfélagsins segist fúllviss um að hún rísi. RÚV greindi frá. Heiisum Willy Fyrstu ferðimar til að heim- sækja Keikó era komnar í sölu í Bandaríkjun- um. Það sem prúðbúnir bandarískir ferðalangar þurfa að draga upp úr þuddunni er um 200 þús- und krónur. Stöð 2 greindi frá. Lögmenn áfrýja Lögmannafélag íslands mun að öllum likindum áfrýja ákvörðun samkeppnisráðs um að aukastörf kennara við lagadeild HÍ brjóti ekki i bága við samkeppnislög. RÚV greindi frá. Arnarnesáhugi Mikill áhugi er hjá byggingar- verktökum á Arnameslandinu sem Jón Ólafsson í Skífunni keypti í síð- ustu viku. Morgunblaðið sagði frá. Símakrókur Ný starfsemi mun á næstunni veita 10-12 Sauðkrækingum at- vinnu en þar byrjar bráðlega fram- leiðsla á huistrum utan um GSM- síma. Fyrstu vélamar koma á næstunni frá Svíþjóð. Framleiðsla hefst um mánaðamótin febrúar- mars ef allt gengur eftir. Stöð 2 greindi frá. Óviöunandi Guðmundur hverfisráð- herra segir það óviðunandi ef ekki er farið að settum reglum hvaö varðar mengun í ál- veri Norðuráls í Hvalfirði. Samstarfsnefnd um mengunarmál mun ræða málin nú í vikunni. Stöð 2 sagði frá. Umdeild lög Umdeild lyflalög, sem samþykkt vom árið 1994, hafa ekki skilað ár- angri að mati tveggja sérfræðinga i Danmörku. Lögin lækkuöu ekki lyfjakostnað hins opinbera þótt sumir neytendur geti séð breytingar á lyfjakostnaði. Stöð 1 greindi frá. Deilt um varnir Fjölmenni var á fúndi á ísafirði í gær þar sem kynntar vom hug- myndir um leiðigarð á Seljalands- múla. Skiptar skoðanir em um þaö hvort ráðist skuli í gerð snjóflóða- vama fyrir ofan bæinn. Hjálmar efstur Hjálmar Jónsson verður efstur á lista Sjálfstæðisflokksins á Norð- urlandi vestra. I öðra sæti verður Vilhjálmur Egilsson og í því þriðja verður Sigríöur Ingvarsdóttir. Lag Öidu lækkar Nýjasta lag Öldu Bjarkar Ólafsdóttur, Girls Night out, hefúr lækkað í 43. sæti á breska smá- skifúlistanum. Morgunblaðið greindi frá. Veiöiskattar Samkeppnisráð telur að þaö brjóti gegn lögum að Stangaveiði- félag Reykjavíkur sé undanþegið tekju- og eignaskatti þegar keppi- nautamir þurfi að greiða fulla skatta. RÚV greindi frá. Nýjar ieiðir Gunnar Páll Pálsson, forstööumað- ur hagdeildar VR, leggur til að fam- ar verði nýjar leiðir í næstu kjara- samningum. Launataxtar veröi felld- ir niður en áhersla lögð á að starf- menn fái hlutdeild í hagnaði fyrir- tækja með vinnustaðasamningum og launahækkanir með starfsmati. Morgunblaðið greindi frá. -sm Bjamason um-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.