Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 37
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1999 Verndun Elliðaánna - hvað er til ráða? í kvöld kl. 20 heldur Össur Skarphéðinsson alþingismaður opinn fund um verndun Elliða- ánna með áhugamönnum um stangaveiði. Fundurinn verður í miðstöð Össurar í Nóatúni 17, 2. hæð. Sérstakir gestir fundarins verða stangaveiðimennirnir Orri Vigfússon og Bubbi Morthens sem hafa beitt sér fyr- ir því að borgaryfírvöld grípi til aðgerða til að hefja Elliðaámar til fyrri vegs og virðingar. Olíumyndun í setlögum við ísland Hið íslenska náttúrufræðifé- lag heldur fræðslufund í kvöld kl. 20.30 í stofu 101 í Odda. Á fundinum flytur Guðmundur Ómar Friðleifsson, jarðfræðing- ur á Rannsóknarstofnun Orku- stofnunar, erindi sem hann nefnir Olíumyndun í setlögum við ísland. Samkomur Meðvirkni og hjúkrun Málstofa verður haldin í hjúkrunarfræði í dag kl. 12.15 í stofu 6 á 1. hæð í Eirbergi, Ei- ríksgötu 34. Þar mun Páll Bier- eing hjúkrunarfræðingur flytja fyrirlestur sem hann nefnir: Meðvirkni og hjúkrun: Hvemig nýtist hjúkmnarfræðingum sú sársaukafulla reynsla að alast upp við alkóhólisma? ITC-deildin íris Fundur verður í kvöld kl. 20 í safnaðarheimili Hafnarfjarðar- kirkju. Allir velkomnir. Kvenfélag Hreyfils Fyrsti fundir ársins verður annað kvöld kl. 20 í Hreyfilshús- inu. Föndurkennsla. Hamrahlíöarkórinn syngur íslensk verk í Listasafni íslands í kvöld. Myrkir músíkdagar: Hamrahlíðarkórinn í Listasafninu Tónlistarhátíðin Myrkir músík- dagar hefur nú staðið yfir í rúman hálfan mánuð og eru flestir á því að þessi hátíö sé ein sú metnaðarfyllsta sem haldin hefur verið. Hátíðin var sérstaklega tileinkuð Jóni Leifs á hundrað ára ártíð hans og hafan mörg verka hsms verið flutt undan- farna daga og hann er ekki skilinn útundan á lokatónleikum Myrkra Víða slydda eða snjókoma Á Grænlandshafi er nærri kyrr- stæð 980 mb lægð, en austur við Noreg er 988 mb lægð sem þokast austnorðaustur. Veðrið í dag í dag verður austlæg átt, yfirleitt kaldi, en stinningskaldi eða all- hvasst á Vestfjörðum. Víða nokkur músíkdaga sem haldnir verða í Listasafhi íslands í kvöld. Skemmtanir Það er Hamrahlíðarkórinn ásamt stjómanda sínum Þorgerði Ingólfs- dóttur sem lýkur þessum Myrku slydda eða snjókoma, og sums stað- ar rigning með suðausturströnd- inni. Hiti 0 til 4 stig, en vægt frost norðanlands. Á höfuðborgarsvæðinu verður austangola eða kaldi og slyddu- eða snjóél. Hiti um frostmark. Sólarlag f Reykjavík: 16.51 Sólarupprás á morgun: 10.27 Síðdegisflóð í Reykjavík: 01.00 Árdegisflóð á morgun: 01.00 músíkdögum í Listasafninu í kvöld. Á söngskránni eru eingöngu verk eftir islensk tónskáld. Þau em: Jón Leifs, Jórunn Viðar, Jón Nordal, Jón Ásgeirsson, Þorkell Sigur- björnsson, Atli Heimir Sveinsson, Hróðmar Ingi Sigurbjörnsson, Mist Þorkelsdóttir og Hildigunnur Rún- arsdóttir. Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri alskýjaö 2 Bergsstaðir skýjaö 1 Bolungarvík rigning og súld 3 Egilsstaöir 2 Kirkjubœjarkl. snjókoma 1 Keflavíkurflv. slydduél 1 Raufarhöfn alskýjaö 2 Reykjavík snjóél á síö.kls. 1 Stórhöfði úrkoma í grennd 4 Bergen rigning á síö.kls. 6 Helsinki snjókoma -8 Kaupmhöfn súld 4 Ósló skýjaö 2 Stokkhólmur 2 Þórshöfn rigning 5 Þrándheimur slydda á síö.kls. 2 Algarve léttskýjaö 15 Amsterdam skýjaö 9 Barcelona mistur 12 Berlín skýjaö 5 Chicago alskýjaö 1 Dublin skýjaö 7 Halifax súld 9 Frankfurt þokumóöa 4 Glasgow skýjaö 7 Hamborg súld 6 Jan Mayen skýjaö -7 London skýjaó 8 Lúxemborg þoka 3 Mallorca skýjaö 15 Montreal þoka 6 Narssarssuaq skýjaö -10 New York þokumóða 13 Orlando rigning 17 París súld 7 Róm þokumóöa 11 Vín þokumóóa -3 Washington rigning 15 Winnipegþoka -12 * Listaklúbbur Leikhuskjallarans: Pólskar systur syngja léttklassík I kvöld syngja pólsku systumar Mariola og Elzbieta Kowalczyk létt klassísk lög við pianóundirleik landa síns, Jerzys Tosik-Warszawiaks. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir tónskáld frá ýmsum löndum, m.a. frá íslandi. Húsið verður opnar kl. 19.30 en dagskráin hefst kl. 20.30. Systurnar Kowalczyk fæddust í Nowy Targ í Póllandi. Elzbieta hóf nám í sellóleik tíu ára gömul og pí- anónám tólf ára. Eftir burtfararpróf frá tónlistarskóla Krakówborgar hóf Elzbieta söngnám við tónlistarskóla í Nowy Targ og lauk þaðan prófi 1992. Frá 1994 hefur hún kennt við tónlist- arskólann á Hólmavík. Mariola lauk söngnámi frá tónlist- arháskólanum í Kraká árið 1980. Síð- an hefur hún verið virt söngkona í heimalandi sinu og komið fram á tón- Færð á vegum leikum víða um heim. Um árabil starfaði Mariola við óperuna í Kraká og óperuna í Bytom og söng með Capella Kracoviensis og Capella Bydgostiensis. Síðan hún fluttist hing- að til lands árið 1994 hefur hún verið skólastjóri tónlistarskólans á Hólma- vík, stjómað kirkjukór Hólmavíkur og sungið einsöng með nokkrum ís- lenskum kórum. Undirleikarinn, Jerzy Tosik-War- szawiak, hefur starfað sem píanó- kennari og undirleikari við Tónlistar- skóla Borgarfjarðar síðan 1992. Hann er meðlimur í Berlínartríóinu, og hef- ur unnið til verðlauna og hlotið styrki fyrir píanóleik sinn, m.a. í keppni í Bratislava og í Chopin píanókeppn- inni í Varsjá. Dóttir Sædísar og Hihnars Sædís Gunnarsdóttir og Hilmar Hilmarsson eru foreldrar þessarar Barn dagsins litlu dömu sem leit fyrst dagsins ljós 15. janúar á fæðingardeild Landspítal- ans. Hún vó þá 3819 grömm og var 52,5 ssentí- metrar. Prinsarnir Móses og Rhamses í djörfum leik í upphafi myndarinn- ar. Egypski prins- inn Prince of Egypt, sem Háskóla- bíó sýnir, segir sögu Mósesar frá því hann var barn sem faraóinn í Egyptalandi tekur upp á arma sína og gerir að prinsi við hlið Ramsesar, sonar síns. Sem ungur maður leikur hann sér að hættum og er þrekmikill maður með glæsta framtíð. Óvænt atvik verð- ur til þess að hann sér þá grimmd sem ríkir í því þjóöfélagi sem hann býr í og snýst hann gegn sínum nánustu og heldur út í eyði- V///////y Kvikmyndir mörkina þar sem hann fer að búa með hirðingjum. Dag einn birtist honum boðskap- ur Guðs um að hann sé kjörinn til að leiða gyðinga til fyrirheitna landsins. Eftir það verður ekki aftur snúið. Myndin er sýnd bæði með ensku og íslensku tali. Nýjar myndir í kvikmyndahús- um: Bíóhöllin: Enemy of the State Bíóborgin: Ronin Háskólabíó: The Prince of Egypt Háskólabíó: Meet Joe Black Kringlubíó: The Waterboy Laugarásbíó: Rush Hour Regnboginn: Rounders Stjörnubió: Stjúpmamma Krossgátan 1 2 3 4 S 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 Lárétt: 1 rólegur, 4 tónlist, 7 starf, 8 slóttug, bugða, 11 málgefin, 12 um- dæmisstafir, 13 þjóta, 14 vanlíðan, 15 kássa, 17 planta, 18 lélegur, 19 þögul. Lóðrétt: 1 skarð, 2 pípa, 3 maka, 4 ísstykki, 5 sjór, 6 fátækt, 8 frægur, 10 tala, 11 lengja, 12 útlit, 14 keyrðu, 16 viðvíkjandi. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 svöl, 5 ósk, 8 áin, 9 elti, 10 emir, 12 ið. 13 skæðan, 16 kistuna, 18 il, 20 kisur, 22 sáu, 23 lama. Lóðrétt: 1 sá, 2 virki, 3 önn, 4 leið, 5 ól, 6 stinn, 7 kið, 10 eski, 11 rausa, 14 æsku, 15 bara, 17 til, 19 lá, 21 um. / r r 1 yrvai A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA í ÁSKRIFT ÍSÍMA 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.