Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 6
6 Fréttir MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1999 Mannvernd hefur áhyggjur vegna miðlægs gagnagrunns: Aðstoða fólk við að hafha skráningu - segir dr. Sigmundur Guðbjarnason formaður „Yið erum að undirbúa að að- stoða þá sem ekki vilja láta skrá sig í þennan miðlæga gagna- grunn,“ segir dr. Sigmundur Guð- bjamason, formaður samtakanna Mannverndar, sem stofnuð vom í haust vegna hins miðlæga gagna- gmnns sem þá var til meðferðar á Alþingi. Sigmundur segir Mannvernd fylgjast grannt með vinnu land- læknisembættisins sem undirbýr að senda öllum landsmönnum leið- beiningar varðandi gagnagrunn- inn og hvernig hægt sé að komast hjá skráningu þar. Eins og fram hefur komið í DV hafa á annað hundrað manns sent landlækni til- kynningu um að þeir vilji ekki vera með í grunninum. „Við munum koma okkar sjón- armiðum til landsmanna og benda þeim á hvers vegna við teljum það eðlilegt að þeir óski eftir því að veröa ekki skráðir í hinn miðlæga gagnagrunn á meðan ekki er ákveðnum skilyrðum fullnægt. Fyrsta skilyrði þar er upplýst sam- Dr. Sigmundur Guðbjarnason, for- maður Mannverndar, sem hvetur fólk til að afskrá sig. þykki sjúklinga," segir Sigmund- ur. Hann segir að samtökin muni jafnframt koma því á framfæri að þau séu fylgjandi þátttöku í lækn- isfræðilegum rannsóknum, að því tilskildu að farið sé eftir þeim lög- um og reglum sem giltu fram að setningu laganna um miðlægan gagnagnmn. „Þá voru læknalög og önnur lög nokkuð skýr í þessu efni og við munum hvetja menn til að láta skrá sig úr grunninum þar tO þess- um lögum verður fullnægt. Við viljum engu að síður að fólk taki þátt í læknisfræðilegum rannsókn- um þar sem vel er að verki staðið," segir hann. Aðspurður um helstu brotalamir vegna gagnagrunnslaganna segir hann að eðlilegt sé að landlæknir búi, sem fulltrúi almennings, þannig um hnútana að ekki verði farið í kringum þau lagaákvæði sem þó séu til staðar. Sigmundur segir að stjóm Mannvemdar komi saman í vikunni til að ræða þessi mál. Þá verði örugglega rætt um eignaraðild íslenskrar erfðagrein- ingar að Gagnalind en eins og DV sagði frá fyrir helgi varaði land- læknir hluthafa Gagnalindar við því að selja hluti sína sem þannig kæmust hugsanlega í eigu einka- leyfishafans á gagnagrunninum. Slík staða gæti að hans mati orðið til þess að samstarf um gagna- grunninn yrði í uppnámi og lækn- ar hættu að setja upplýsingar um sjúklinga í grunninn. „Við treystum því að landlæknir sé bandamaður okkar í baráttu fyr- ir því að þarna verði gætt mann- réttinda sem við höfum. Það getur orðiö býsna fjörleg umræða ef fara á einhverjar krókaleiðir," segir Sigmundur. Hann segir að stöðugt fjölgi í samtökunum og mikill áhugi sé á málum sem snúi að miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði. „Það eru æðimargir sem virðast vilja taka þátt í að knýja fram breytingar á þeim lögum sem sam- þykkt voru. Málið snýst einmitt um að koma lögunum i það horf að ásættanlegt verði,“ segir Sigmund- ur. -rt Mjög góður vetur það sem af er DV, Hólmavík: Um meginhluta Strandasýslu hefur veður verið einstaklega hagstætt það sem af er vetri, snjó hefur ekki lagt svo heiti geti enda enginn byldagur komið þeg- ar janúar er hálfnaður. Janúar- veðriö hefur ekki síst verið milt og gott, nánast veðurblíöa alla daga. Sauðfjárbændur hafa á orði aö í líku veðurfari fyrir um 40 árum hefði útibeit veriö nýtt flesta daga og væri þá ekki alls staðar búið aö „gefa á milli dyra“ eins og þá var tamt tungutak bænda á milli á meðan þurrheysverkun var víðast hvar stunduö og þurr- heyshlöður voru við lýði. Breyttir eru búskaparhættir, beitarbúskapur nánast aflagður og haustrúningur verið tekinn upp. Af allmörgum bændum er og talin dyggðin mesta að að- keypt fóður komi tfl viöbótar því heimafengna allan veturinn og það í verulegum mæli. -Guðfinnur Eyjafjaröarsveit: Gestirnir stálu bjór DV, Akureyri: Lögi’eglunni á Akureyri barst um það tilkynning í gærmorgun að brotist hefði verið inn í veit- ingaaðstöðu og geymslu að Hrís- um í Eyjafjarðarsveit en þar er m.a. rekstur orlofshúsa og starf- semi því tengd. Farið hafði verið inn í fyrr- inótt og stolið einhverju af bjór. Lögreglan þurfti ekki lengi að leita sökudólganna því böndin beindust fljótlega að gestum í einu sumarhúsanna á staðnum og við yfirheyrslur viðurkenndu þeir að hafa verið að verki. -gk Jón Oddsson lögmaður i ræðustól, Jón Sigurðsson, Gunnar Ingi Gunnarsson, Ragnheiður Ólafsdóttir, Sverrir Her- mannsson og Margrét Sverrisdóttir á fundinum í gær. DV-myndir Pjetur Á fjórða hundrað manns á landsþingi Frjálslynda flokksins: Ótrúleg mæting - segir Sverrir Hermannsson, nýbakaður formaður flokksins „Þetta var ótrúleg mæting, maður vonaði það besta en þetta var miklu betra en ég átti von á. Það er vetur og þ.a.l. minni sókn utan af landi en áhuginn er greinilega mikill," sagði Sverrir Hermannsson, nýkjörinn formaður Frjálslynda flokksins í samtali viö DV. Á fjórða hundrað manns voru mætt á landsþing Frjálslynda flokksins sem fór fram í Reykjavík um helgina og var Sverr- ir að vonum ánægður. Hann segir að á næstunni verði kjördæmisráð- um flokksins komið á en hann von- ast til þess að í næstu viku geti kjör- dæmisráð flokksins i Reykjavík og Reykjanesi komið saman. Sverrir sagði ekki enn ljóst í hvaða kjör- dæmi hann færi fram. Gunnar Ingi Gunnarsson var kjörinn varafor- maður og ritari Margrét Sverris- dóttir. Stjómmálayfirlýsing flokks- ins var samþykkt samhljóða i gær „Það var ótrúleg mæting," sagði Sverrir Hermannsson sem hér er að halda tölu á landsþinginu um helgina. en í henni segir m.a. að flokkurinn leggi áherslu á frjálsræði, lýðræði og jafnrétti þegnanna. Flokkurinn leggur til róttækar breytingar á fiskveiðstjórnunarkerfinu eins og helstu tals- menn hans hafa áður gert og gagnrýndi Sverrir Her- mannsson kerfið mjög í ræðu sinni þegar þingið var sett. Þá segir eixmig í ályktuninni: „Það er tillaga Frjáslynda flokksins að landið verði gert að einu kjördæmi og hatrammri deilu um vægi atkvæða linni. Þingmönnum verði fækkað í 51. [...] Varaþingmenn taka sæti þingmanna sem gegna ráðherra- stöðu.“ -hb Sótt að Siggu Nokkur glímuskjálfti er meðal samfylkingarfólks í Reykjanesi. Krat- amir þar, Guðmundur Ámi Stef- ánsson og Rannveig Guðmunds- dóttir, þykja eiga forystuna visa og er ólíklegt tahð ann- að en Rannveig skipi efsta sætið. Meiri óvissa er um Sigríði Jóhannes- dóttur, sitjandi þingmann, sem sótt er að úr öll- um áttum. Fjand- vinimir úr Haih- arfirði, Lúðvík Geirsson og Magnús Jón Áma- son, vilja báðir sæti hennar. Þá sæk- ist einnig eftir sætinu Skúli Thoroddsen lögmaður. Sá sækir á svipuð mið á Suðurnesjum og Sigríð- ur og í stuðningsmannaliði hans er þungavigtarmaðurinn Kristján Guðmundsson, verkalýðsleiðtogi í Keflavík. Þá er leiðtogi stærsta verkalýðsfélags landsins, Dagsbrún- ar/Framsóknar, einnig sagður ötull stuðningsmaður... Miami-Lúlli Samfylkingin berst fyrir lífi sinu þessa dagana en fróðir menn vona að prófkjörsslagurinn í Reykjavík og á Reykjanesi komi til með að styrkja fylk- inguna svo um mun- ar. Á landsbyggð- inni hefúr samfylk- ingin náð nokkru flugi eftir uppstill- ingu framboðslist- anna en beðíð er eftir því að listinn á Suðurlandi verði kynntur. Ótvíræður foringi listans er Margrét Frúnannsdóttir og allar líkur em á því að eyjaskegg- inn Lúðvik Bergvinsson, þingmað- ur Alþýðuflokksins, skipi annað sæt- ið. Hann er þó langt frá þvi að vera öraggur um þingsæti og komst inn á þing síðast eftir að Eggert Haukdal fór í sérframboð og í kjördæminu bætti Alþýðuflokkurinn hlutfallslega mest við sig. Tæpara gat það ekki orðið. Öllum að óvörum brá Lúðvík sér í golfferð til Miami í mesta æs- ingnum en i Vestmannaeyjum skilja menn ekkert i þessari dirfsku Lúð- viks sem gengur gjaman undir nafn- inu Miami-Lúlli um þessar mund- ir... A uppleið Trúbadorinn góðkunni, Siggi Bjöms, hefúr að undanfömu gert það gott í Danmörku. Siggi, sem hef- ur verið búsettur ytra í nokkur ár, gaf út geislaplötuna i \ Roads sem danskur- " | \ inn kann ágætlega ■ ' að meta. Platan hefur fengið góða spilun á útvarps- stöðvum og þó heimsfrægð sé ekki í sjónmáli eins og hjá svo mörgum þá er árangur á vettvangi hinnar dönsku herraþjóðar... uisii ao DSKí uia Hatrammar deilur í bæjarpólitík- inni í Hveragerði undanfarin ár era mörgum í fersku minni. Hluti bæjar- fulltrúa sjálfstæðismanna fór að starfa með minnihlut- anum með miklum látum. Gísli Páll Pálsson, fram- kvæmdastjóri Dval- arheimilisins Áss, var forsprakki þeirra og skiidi Knút Bruun eftir einan í nýjum _____ miimihluta. í síðustu sveitarstjóm- ai’kosningum yflrgaf Gísli Páll svo Sjálfstæðisflokkinn og myndaði lista í nafni Bæjarmálafélags Hveragerðis og fékk meirihluta. Nú þykjast marg- ir sjá að Gísli Páll sé að færa út kvi- amar í pólitíkinni. Hann er talinn maðurinn að baki framboði Óla Rúnars Ástþórssonar, fram- kvæmdastjóra Atvinnuþróunarsjóðs Suðurlands, í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins fyrir alþingiskosningamar Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.