Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 25. JANÚAR 1999 19 DV Fréttir Ár framkvæmda í Stykkishólmi DV, Vestnrlandi: Stykkishólmsbær stóð í mörg- um framkvæmdum í fyrra sem allar eiga það sameiginlegt að miða að því að gera bæinn betri fyrir þá sem í honum búa. Stærstu og fjárfrekustu framkvæmdirnar voru við höfnina, hitaveituna, sundlaugina og ráðhús bæjarins. í fyrra var unnið að frekari upp- byggingu hafnaraðstöðu með end- urbyggingu steinbryggjunnar. Fyrst var ráðist í það verk að setja út landfyllingu milli steinbryggj- unnar og hafskipabryggjunnar. Landfylling breytir allri aðstöðu til löndunar og þar með hafa kör og annað sem fylgir smábátum fengið athafnapláss á hafnarsvæð- inu. Steinbryggjan sjálf var síðan breikkuð þannig að nú er hún 15 metrar á breidd og eykur það notagildi hennar í löndun og öðru. Bryggjan var einnig hækkuð og sett í jafna hæð þannig að sjór fell- ur ekki upp á hana. Á árinu urðu mikil tímamót þeg- ar framkvæmdir hófust við hita- veitu fyrir Stykkishólm með lagn- ingu aðveituæðar frá Hofsstaðaholu að varmaskiptahúsi sem er milli íþróttamiðstöðvar og iþróttavallar. Áætlanir gera ráð fyrir að lagning dreifikerfis og tengingar við íbúðar- hús ljúki á þessu ári. Á nýliðnu ári var uppbyggingu sundlaugar haldið áfram og lokið við stóra áfanga, s.s. uppsetningu á laugarkerinu, auk þess sem bún- ings- og innisundlaugarhús var steypt. Simdlaugin verður tilbúin til notkunar í byrjim júní. Langþráðu takmarki var náð í haust þegar ráðhúsið var tekið í notkun. Fyrir utan að vera mikil bæjarprýði og setja sérstakan svip á gamla miðbæinn í Stykkishólmi er húsið farið að þjóna bæjarbú- um á margan hátt. Þar ber fyrst að nefna að skrifstofur Stykkis- hólmsbæjar og fundaaðstaða bæj- arstjómar og nefnda em nú komnar í rúmgott húsnæði. Að minnsta kosti tvær aðrar stofnan- ir munu hafa aðsetur í húsinu, Náttúrustofa Vesturlands og Minjavörður Vesturlands og Vest- fjaröa. -DVÓ Ferlíki rekur á Skriðinsenni SIRIUS DV; Hólmavík: Aukaljós Óvenjuleg sjón blasti nýlega við Steinunni K. Hákonardóttur á Skrið- insenni þegar hún gekk til útiverka. Mikinn svartan hlut mátti sjá skammt austur með landinu. Nokkrum dögum síðar var farið á bát, ferlíkið kannað og dregið að landi. Heimafólk á Skriðinsenni hafði talið að þetta væri rotþró einhvers bóndans en dæmi era um að þær strjúki frá eigendum sínum fyrir nið- ursetningu og velkist nokkuð um Húnaflóa áður en þær taka land að nýju. Hér reyndist þó vera kominn hlut- ur nokkuð langt að og hafði enginn séð neitt honum likt áður. Um er að ræða sívalt hylki úr gúmmíi með kúfta enda en þar er afar vandaður jámvarinn búnaður. Kemur sver öx- ull út úr báðum endum og gengur trúlega í gegnum hylkið. Jámum- gjörð er rammlega fest og ver öxulendana. Lykkja mikil er á end- unum, tveir sverir lásar tengja hylki þetta við keðju báðum megin og var löng dræsa af sterkum vír við aðra keðjuna. Var það hann sem hélt ferlikinu fóstu á grynningunum. Á öðrum endanum var ventill eins og á hjólbörðum og hetta yfir svo Gæðavottuð ISO 9002 og <tE”-merkt Ferlíkið sem rak á fjörur Skriðinsennis. F.v.: Hákon Ormsson bóndi, Skrið- insenni, Baldvin Kristjánsson og Jón Hákonarson, bóndi í Hvítarhlíð. DV-mynd Guðfinnur loftfyllt. Það reyndist þó býsna þungt þegar það var dregið á land en risti þó ekki nema 3Ú40 sm í sjó. Sem dæmi um traustlegan búnað- inn var annar lás við keðjuna sem hékk slakur og taka hefúr átt við ef hinn brotnaði. Engu að síður tapaðist hlutur þessi eiganda sínum og rak til íslandsstranda. Hylkið er 3,8 m á lengd og um tveir metrar í þvermál. Hákon bóndi á Skriðinsenni telur að það muni taka um 10.000 lítra af vökva. nokkuð augljóslega er hylki þetta Af þeim sem fróðastir era um slíkt Ný loðnunót fýrir Faxa RE DV, Fáskrúðsfírði: Starfsmenn Netagerðarinnar Ing- ólfs á Fáskrúðsfirði hafa undanfarið unniö að uppsetningu á nýrri vetr- amót fyrir Faxa RE. Jónas Friðriksson framkvæmda- stjóri Netagerðarinnar á Fáskrúðs- firði segir þetta fyrstu heilu nótina sem sett er upp á Fáskrúðsfirði af starsmönnum Ingólfs. Að sögn Jónasar hafa farið úm 1700 vinnustundir í þetta verkefni. Verkefni framundan era viðgerðir á eldri nót Faxa og fleiri skipa. Hjá Starfsmenn Ingólfs á Fáskrúðsfirði. Jónas er annar frá hægri. DV mynd Æ.K. Netagerðinni starfsmenn. Ingólfi vinna 4-6 -Æ.K. Atak í feröaþjónustu DV, Vestnrlandi: Fyrirhugað er að setja á stofn Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands (UKV) á fyrsta fjórð- ungi ársins og yrði hún hlutafélag eða sjálfseignarstofiiun. UKV verð- ur móðurstöð upplýsingaöflunar og -miðlunar, sem og samstarfsvett- vangur sameiginlegra markaðsmála ferðaþjónustunnar. Á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á Vestur- landi í október 1998 var samþykkt að leggja fram 70% stofn- og rekstr- arkostnaðar fyrir árið 1999, með því skilyrði að hagsmunaðilar leggi fram 30% kostnaðarins. Hlutverk UKV verður meðal annars fólgið í því að veita innlendum og erlendum ferðamönnum upplýsingar um framboð á ferðaþjónustu á Vestur- landi, sem og á landsvísu, auk þess að beina ferðamannastraumi inn á þennan landshluta. Einnig á að bæta og efla samvinnu ferðaþjón- ustuaðila á Vesturlandi, sem og markaðsstarf þeirra. UKV mun taka upp samvinnu við allar upplýsing- armiðlanir hvar sem er á landinu bæði til að láta þeim í té allar fáan- legar upplýsingar um landshlutann sem og að fá upplýsingar frá þeim. Með tilliti til aukinnar samkeppni milli landshluta í ferðaþjónustu er hlutverk UKV að bæta samkeppnis- stöðu ferðaþjónustuaðila á Vestur- landi og auka markaðshlutdeild landshluta. Mikill straumur ferða- manna hefur farið í gegnum Borgar- nes eða i Borgarfjörðinn, því virðist kjörið að setja höfúðstöðvar Upplýs- inga- og kynningarmiðstöðvar Vest- urlands, sem væntanlega tekur til starfa i byrjun maí, niður við fjöl- farinn aðalveg í eða við Borgarnes. -DVÓ er talið að hér sé um svokallað fríholt að ræða en nokkur slík samfest era notuð þegar skip leggjast hvort að annars hlið á rúmsjó. Áletranin er erlend, líklega rússnesk. -Guðfinnur Off road NS 860 Settið kr. 12.350 Fiskiauga NS 98 Settiðkr. 11.980 Austurvegi 69 - 800 Selfossi Sími 482 2000 - Fax 482 2996 Farðarar Nýtt - Nýtt Atvinnutækifæri sem tengist menntun þinni sem farðari Hjálp óskasl Okkur langar að bjóða þér atvinnutækifæri sem við vitum að getur orðið þér til góðs. Þú hefur menntunina og við veitum þér þjálfunina til að komast af stað. Öll þjálfun er í höndum fagmanna og fer fram að mestu leyti í Förðunarskóla fslands. Hvaðer í boði? Mjög líflegt starf Samskipti við fólk Miklir tekjumöguleikar allt árið Þú stjórnar þínum vinnutíma Þú hefur bein áhrif á tekjur þínar Þér býðst Vöru- og söluþjálfun 28. jan. Þjálfun í London 7. febr. Anna & Pétur Steinn 588 7575-588 7599 893 1713 Allar nánari upplýsingar veita íris & Guðmundur 898 9995-564 5717 898 3776 Þetta er tækifæri sem vert er aðskoða vel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.