Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1999, Blaðsíða 23
31 MANUDAGUR 25. JANUAR 1999 jlJL UyJiJ./ DJJ w Stan Lee mættur til leiks á ný: Nethetjurnar bjarga heim- inum Einn allra frægasti teiknimynda- söguhöfundur sögunnar, Stan Lee, er á leiðinni inn á Netið. Stan Lee er skapaði fyrir mörgum árum frægar teiknimyndapersónur eins og Köngurlóarmanninn, hinn ógur- lega Hulk og Fantastic Four-gengið, en hefur ekki gert mikið síðustu árin enda orðinn 76 ára gamaU. En það er samt enn kraftur í karli því hann hefur nú skapað her nethetja sem munu birtast á tölvu- skjám teiknimyndaáhugafólks í sumar. Hetjurnar nýju verða sex eða sjö talsins, en þær koma hvaðanæva úr heiminum. Kraftar hetjanna koma úr Netinu og verða þeir að sjálfsögðu nýttir til að bjarga heiminum oftar en tölu verð- ur á komið. Nethetjumar em þær fyrstu sem Stan Lee skapar síðan á sjöunda áratugnum. Stan hefur hafið samvinnu við nethönnunarfyrirtækið Organic um að setja upp heimasíðu fyrir Nethetjumar sem mun heita Stan- Lee.net. Hún verður hluti af Stan Lee Media Inc., fyrirtæki sem hyggst koma hinum nýju hetjum Stan Lee á framfæri í tölvuleikjum, kvikmyndum og teiknimyndum. Við kynningu hinnar nýju teikni- myndaseríu sagði Stan Lee m.a.: „Intemetið mun verða stærsta fyrir- bæri á jörðinni. Það er vissulega góður vettvangur fyrir nýjar sög- ur.“ Microsoft í góðum málum: Hagnaður framar björtustu vonum Sjálft Ofurmennið mun eignast keppinauta í sumar þegar Nethetjurnar stimpla sig inn. Svo er bara að vona að það verði nóg af vondum köllum til að hetjurnar hafi eitthvað að dunda sér við. Microsoft tilkynnti í síðustu viku að af- koma fyrirtækisins á síðasta hluta síðasta árs hefði verið framar öllum vonum. Hagn- aðurinn á síðasta árs- fjórðungi 1998 var 75% meiri en sama tímabil árið 1997. Þar með varð hagnaður- inn meiri en bjartsýn- ustu verðbréfakaup- menn Wall Street höfðu spáð en helsta ástæða velgengninnar er talin vera mikil sala á heimilistölvum á síðustu mánuðum. Á tímabilinu hagnaðist tölvuris- inn um 1,98 milljarða Bandaríkja- dala sem er hátt í 140 milljarðar ís- lenskra króna. Áriö áður hafði fyr- irtækið grætt um 1,13 milljarða dala. Fjármálastjóri Microsoft, Greg Maffei, segir að fyrirtækið njóti góðs af mikill sölu heimilistölva um þessar mundir því með tölvunum eru keypt helstu forrit Microsoft, Windows- stýrikerfið og OfFice- hugbúnaðurinn. Jafnframt taldi hann að fyrirtækið nyti að einhverju leyti góðs af því að fólk væri að endurnýja hug- búnað sinn og tölvur vegna 2000-vandans. Maffei sagði að þrátt fyrir hagnað væru menn á varð- bergi hvað varðar næstu mánuði í rekstri fyrirtækis- ins. Sérstaklega segir hann fyrir- tækið hafa áhyggjur af óljósu efna- hagsástandi í heiminum um þessar mundir. Að auki telja menn þar á bæ að almenningur og fyrirtæki muni minnka kaup á hugbúnaði næstu mánuði, fyrir utan þann hug- búnað sem gerður er til að leysa 2000-vandann. Bill Gates, forstjóri Microsoft, er í góðum mál- um því hagnaður fyrirtækis- ins var með ólíkindum mikill á síðasta hluta ársins 1998. Nýju iMac- tölvurnar frá Apple voru kynntar í Japan fyrir skömmu og í tilefni þess var þeim stillt upp á hóteli í Tokyo þar sem þessi mynd er tek- in. Nýi iMac- inn mun fást í mörgum litum og verður ódýr- ari en eldri útgáfan, auk þess sem örgjörvi tölv- unnar verður hraðari. Tölvurnar munu fara á markað í lok mánaðar- ins og kosta 158.000 jen í Japan en það eru rúmar 96.000 íslenskar krónur. Leikfamol Tiger Woods í vanda Fyrirtækið Electronic Arts ákvað fyrir skömmu aö afturkalla öll eintök af tölvuleiknum Tiger Woods 99 PGA Tour lyrir PlayStation. Astæðan var sú að diskurinn með leiknum innihélt óvelkomna útgáfu af jólaþætti nokkrum með teiknimyndapersónum úr South Park- þættinum. Ef PlayStation diskurinn er settur í PC-tölvu og viss skrá opnuð má þar sjá fimm mínútna teiknimynd sem inniheldur m.a. fjölda blótsyrða auk þess sem Jesú ogjólasveinninn „koma fram“ t þættinum og slást á hrottalegan hátt. EA þótti þetta í hæsta máta óviöeigandi og ákvaö því aö afturkalla þau 100.000 eintök sem send höfðu veriö t verslanir og seld. Mátturínn er með Makkanum Lucas Arts staöfesti í síöustu viku fregnir af því aö fyrirtækið hygöist gera Macintosh-útgáfu af tölvuleik sem byggöur verður á nýju Star Wars- myndinni sem frumsýnd verður í vor. Fyrirtækiö hætti aö framleiða tölvuleiki fyrir Macintosh fyrir nokkrum árum en í tilkynningu þess segir að vegna aukinnar sölu á Macintosh-tölvum að undanförnu væri framleiöslan hafin aö nýju. Það fylgdi jafnframt sögunni að leikurinn myndi koma út seinni hluta ársins. Fregnir af PC-leikjum sem gefnir verða út í kjölfar hinnar nýju bíómyndar hafa veriö mjög fáar og það verður einnig svo fyrst um sinn með hinn fyrirhugaða leik fyrir Macintosh. Víkingurínn Ragnar í síöustu viku var tilkynnt að Gathering of Developers (GoD) ætlaði að gefa út leikinn Rune sem mun byggja að einhverju leyti á víkingum og norrænum goðsögnum. Það er fyrirtækið Human Head sem mun hanna leikinn og nota til þess Unreal-grafíkvélina. í Rune segir frá víkingahetjunni Ragnari sem lendir í ýmsum ævintýrum viö aö foröa þjóð sinni frá óvæntri hættu. Áætlaö er aö leikurinn muni koma út vorið 2000. Unreal Tournament Fólkið hjá Epic Megagames vinnur nú hörðum höndum að þróun Unreal Tournament, en það er útgáfa af Unreal sérstaklega hönnuö með hóp- og netspilun í huga. Áætiað er að gefa leikinn út T mars og ýmislegt bendir til að útkoman verði verulega góð og muni veita Quake III Arena harða keppni um titilinn besti netleikur mannkynssögunnar. Góðar fréttir fyrir þá sem eru feimnir við að spila leiki á Netinu eru meö leiknum fylgja vandlega unnar kennslustundir í netspilun auk þess sem hægt veröur að spila leikinn á móti svokölluöum BOT-persónum, en það eru leikmenn sem tölvan sjálf stjórnar. Magnús Ingólfsson á stjornmal.is sendibfla Nú elnnig Nýjung - gull í gegn 100 gerðir af eyrnalokkum J stœrdir Sól- og öryggisfilma á rúöur. Vernd gegn hita/birtu - upplitun og er góö þjófavörn. Litaðar filmur inn á bílrúöur, gera bilinn öruggari, þægilegri, glæsilegri og seljanlegri. Ásetning með hita - fagmenn 'OYó/ /,/: Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770/5590 GINUR | m f ÍJf' ) Mátunarspeglar. Sokkastandar. Fataslár, margar gerðir. Herðatré og margt fleira fýrir verslanir. Rekki ehf. Helluhrauni 10, 220 Hafnarfirði Sími5650980

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.