Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.1999, Síða 28
ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 1999 c32 Sviðsljós Anna barmfagra í sjónvarpsþátt Hin barmstóra Anna Nicole Smith þolir rólegheitin í San Francisco ekki öUu lengur. Stúlkan hefur því tekið að sér hlutverk í sjón- varpsþáttunum um Ally McBeal. Þar mun hún leika fagra blondínu sem berst fyrir því að fá arf eftir látinn eiginmann. Ekki neina skitna smáaura heldur milljónir doUara. Þannig er því einmitt háttað hjá Önnu sjálfri í alvöru- lífmu hennar, ef hún á eitthvert slíkt. Anna var gift gömlum mUla sem lést fyrir fáeinum árum. Monica vildi barn Clintons Monica Lewinsky vUdi eignast bam með Bill Clinton Banda- ríkjaforseta og lét sig dreyma um að þau mundu stofna heimUi saman. Þetta kemur fram í væntan- legri ævisögu Monicu eftir breska blaðamanninn Andrew Morton. Þar segir Monica frá sjálfri sér og sambandi sínu við Clinton. „Ég lét mig dreyma um að HUlary hefði sig á brott og að BUl yrði minn,“ segir Monica meðal annars í bókinni. „Svo fór ég að slíta á sjálfa mig sem al- gjóra druslu og sjálfsálitið hrap- aði tU botns.“ Bókin kemur út í næsta mánuði og segir Monica að hún verði lokaorð hennar um sambandið við forsetann. Þessi brosmilda blómarós hefur svo sannarlega ástæðu til að gleðjast. Hún heitir Júlía Parhomenko, 17 ára Kænugarðsmær, og var kjörin fegursta stúlka heimaborgarinnar um helgina. Júlía er námsmær eins og svo margar fegurðardísir, útlendar jafnt sem innlendar. Bjöm Borg hjá æskuástinni Angeiina Jolie er sæt og fín og verðlaunuð leikkona. Henni tókst því miður ekkl eins vel upp í elna hjónabandi sínu til þessa. Sænska tennisstjarnan Björn Borg hefur ratað á nýjan leik í faðm æskuunnustu sinnar, Helenu Anliot. Hann dvaldi nýlega hjá henni i Sydney í Ástralíu í þrjár vikur. Bjöm hefur verið orðaður við margar konur að undanförnu. Flestir héldu reyndar að sættir væm að takast með honum og fyrr- verandi eiginkonu hans, Jannike Björling. Bjöm, Jannike og sonur þeirra Robin vom um jólin í fríi í Taílandi. Björn hafði ekki verið lengi heima eftir jólafríið þegar hann hélt til Helenu í Sydney. Hún var á sínum tíma besti kvenkyns tennis- leikarinn í Svíþjóð. Bjöm og Hel- ena hittust fyrst 1973. En hún sagði honum upp þar sem hún hafði áhuga á lestri, skriftum, stjórnmál- um, menningarmálum og fólki. Það hafði Björn ekki. Þegar Helena sagði honum upp var hann reyndar búinn að hitta rúmensku stúlkuna Mariönu Simionescu sem varð svo eiginkona hans. Oprah nennir ekki lengur Ameríska sjónvarpsdrottningin Oprah Winfrey nennir þessu ekki lengur. Hún hefur ákveðið að hætta öllu sjónvarpsbrölti þegar samning- urinn hennar rennur út. Frúnni líst ekki meira en svo á ástand og horf- ur í sjónvarpsmálum. „Við fáum brátt samfarir i beinni og ég yrði ekki hissa þótt einn daginn myndi einhver drepa annan,“ segir Oprah í viðtali við Sunday Times. Of gott til að endast: Angelina sæta aftur ein á báti Jerry Hall hefur ekki sagt sitt síðasta orð við Jagger: Angelina Jolie hefði betur spar- að blóðið úr sér. Þegar leikkonan fallega giftist honum Johnny Lee Miller hér um árið hafði hún rit- að nafn unnustans á bakið á hvítu skyrtunni sinni, með sínu eigin blóði. Buxumar voru svartar og úr gúmmí. Nú er sæluvistin á enda, ef sæluvist skyldi kalla nítján mán- aða hjónabandið. Kunnugir segja að þar hafi allt gengið á afturfót- unum sem á annað borð gat það. Angelina hefur því sótt um skilnað frá Johnny sínum og ber við hinni sígildu klisju um óyfir- stíganlegan ágreining. Hvað svo sem það nú þýðir. Þau Angelina og Johnny hittust við tökur unglingatölvuhakkara- myndarinnar Hackers sem sýnd var hér í borg á sínum tíma, við lítinn fögnuð þeirra sem sáu. Stúlkunni gengur betur nú. Hótar að fletta ofan af leyndarmálum Jerry Hall ætlar ekki að láta Mick Jagger komast upp með að greiða henni ekki góðan lífeyri þeg- ar skilnaður þeirra verður að vera- leika. Fyrirsætan fyrrverandi hefur hótað rollingnum að fletta ofan af öllum kynlífsleyndarmálum hans og segja hverjum sem heyra vill á hvaða sviðum popparinn stendur sig ekki sem skyldi i bólinu. Hollywoodslúðurberinn Janet Charlton segir að Mick geti komist hjá vandræðaganginum með því að borga Jerry væna fúlgu. „Hún er tilbúin að byrja skitkast- ið strax og hún hefur þegar sent Mick fax með æsilegum atriðum sem hún kynni að kjafta frá,“ segir í slúðurdálki Janet Charlton. Jerry fer fram á að minnsta kosti þrjá milljarða króna. En á meðan hún bíður eftir aurunum frá kallin- um ætlar Jerry að reyna að selja Luciana með bumbuna sem gerði allt vitlaust heima hjá Jagger. giftinarhringinn sinn sem metin er á fimm milljónir króna. Lesendur muna eflaust að ástæð- an fyrir því að Jerry vill skilja við Mick er sú að hann barnaði brasil- íska fyrirsætu. Nú segir fyrirsætan sæta, Luciana Gimenez, að þegar Mick frétti af ástandi hennar hefði hann beðið hana um að þegja yfir því í lengstu lög. „Þetta má ekki leka út til fjölmiðla. Enginn má frétta af þessu," ku Mick hafa sagt við aumingja stúlkuna sem varð auðvitað alveg niðurbrotin. Svo bætti hann gráu ofan á svart með því að spyrja hana svona ósköp rólega hvort hún vildi nú ekki sofa hjá honum i síðasta sinn. Þar gekk popparinn of langt og þar með var það ástarsamband bú- ið, að því er fram kemur í breska æsiblaðinu News of the World á sunnudags. Ekki skrítið. Á von á lítilli Kryddpíu Kryddpían Mel B, semer komin átta mánuði á leið, á von á lítilli stelpu. Hún er að vonum himinlif- andi og það er Kryddpían Victor- ia Adams líka sem á von á strák. Báðar gera þær ráð fyrir að leggj- ast á sæng í kringum 10. mars eða eftir nákvæmlega einn mánuð. Kryddpíumar báðar imdirbúa af nákvæmni komu frumburða sinna í heiminn og er ekkert til sparað í þeim efnum. Mel B ætlar að vera umkringd hvítum liljum og svo vill hún hlýða á fossnið til að geta slappað betur af. Tók Goss frá George Michael Söngvarinn George Michael hefur sagt upp kærastanum sín- um, Kenny Goss, vegna vináttu þess síðamefnda við fyrrverandi Kryddpíuna Geri Halliwell. Michael og Goss era sagðir hafa hnakkrifíst nokkrum dögum eftir að tekin var mynd af þeim báð- um á veitingastað með Geri. Áð- ur haföi reyndar Michael játað að sér þætti erfitt að vera einum manni trúr. Kenny tók þetta nærri sér og sást úti á lífinu með öðrum gæja. Og nú skemmtir hann sér stundum með Geri, að sögn slúðurblaða. Sophie þorði ekki á skíði Sophie Rhys-Jones, afþakkaði boð milljarðamæringsins Urs Schwarzenbachs, um að vera gestur hans i St. Moritz í Sviss. Hún þorði ekki á skíði af ótta við að fótbrotna því hún vill ekki ganga upp að altarinu á hækjum. Játvarður prins varð því að renna sér án unnustunnar í brekkunum en haft er eftir við- stöddum að hann hafi samt virst skemmta sér vel. j

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.