Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 5 Safnahúsið við Hverfisgötu 90 ára í mars. Gamla Landsbókasafniö: Endurnýjað fyrir 270 milljónir - menningar- og veislumiðstöð við Hverfisgötu Gamla Landsbókasafnshúsið við Hverflsgötu er að fá andlitslyftingu svo um munar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum verði lokið árið 2000 en frágangur utanhúss og í garði um mitt næsta sumar. Kostnaðaráætlun gerir ráð fyrir að breytingarnar kosti 270 milljónir króna. „Við erum að endurreisa upphaf- lega jámgirðingu sem var við húsið og höfum sett kopar á þakið. Húsið var byggt fyrir 90 árum af vanefnum eins og gefur að skilja og því var báru- járn sett á þakið upphaflega í stað kopars. Því hefur nú verið kippt í lið- inn,“ sagði Jóhanna Hansen hjá Framkvæmdasýslu ríkisins. „Húsið er hlaðið og steinlímið sem notað var í bygginguna er það besta sem búið hefur verið til. Menn hafa ekki enn fundið uppskriftina þrátt fyrir miklar tilraunir." Húsið verður þjóðmenningarhús og nýtt fyrir sýningar og til funda- og veisluhalda. Fyrstu sýningamar alda- mótaárið verða vegna þúsund ára kristnitöku og landafunda. Síðan verður sýningum skipt út eins og þurfa þykir en allar munu þær tengj- ast menningu íslensku þjóðarinnar í gegnum aldimar. Safnahúsið er friðað í A-flokki og þvl mun herbergja- og salaskipan halda sér til fulls. Byggt verður eldhús fyrir veislufagnaði og kaffltería verður í húsinu. „Þjóðmenningarhúsið á að verða aðgengilegt fyrir almenning en um leið ákjósanlegur móttökustaður fyrir opinbera aðila,“ sagði Skarphéðinn Steinarsson í forsætisráðuneytinu. Fréttir Æsumálið þingfest fyrir Héraðsdómi Vestfjarða: Vil vita hvað útgerð- armönnum leyfist - segir Kolbrún Sverrisdóttir sem berst við tryggingafélag og útgerð Kolbrún Sverrisdóttir mætti í Héraðsdóm Vestfjarða þegar Æsumálið var þingfest. DV-mynd Hörður „Ég ætla að láta á það reyna fyrir dómstólum hvort útgerðarmönnum leyfist að gera hvað sem er, hvenær sem er og hvemig sem er,“ segir Kol- brún Sverrisdóttir, ekkja Harðar Bjarnasonar, skipstjóra kúfiskbátsins Æsu ÍS, sem nú berst fyrir bótum vegna barna sinna fyrir dómstólum. Hún vísar til þess að Æsu hafi verið breytt í veigamiklum atriðum sem hún telur hafa orðið til að skipið fórst. Mál Kolbrúnar og barna hennar var þingfest fyrir Héraðsdómi Vest- flarða í fyrradag en máiarekstm- hefst væntanlega á næstu vikum. Dóms er að vænta 1 málinu í sumar. Útgerð Æsu ÍS, sem fórst inni á Arnarfirði í júlí 1996, hefur þegar hafnað öllum bótakröfum ekkjunnar og barna henn- ar. Þá hefur tryggingafélag bátsins sömuleiðis vísað frá sér öllum kröf- mn. Báðir þessir aðilar munu grípa til vama gegn kröfum ekkjunnar og barna hennar. Þegar hafa þeir lýst af sér ábyrgð og sagt skipstjórann bera ábyrgð á skipinu. í stefnu Kolbrúnar er vísað til þess að skipið hafi verið óstöðugt. Ekki hafi verið mældur stöðugleiki þess frá því það kom til landsins þrátt fyrir miklar breyting- ar. Þá hafi olíutankar skipsins verið ýmist tómir eða hálftómir i hinni ör- lagaríku veiðiferð þegar skipið valt og sökk með þeim afleiðingum að skip- stjóri og stýrimaðm fórast og fjórir úr áhöfn komust af við illan leik. Því er lýst í stefnunni að reynslulítill vél- stjóri hafi verið um borð og hann hafl ekki hirt um að dæla sjó í stafnhylki skipsins auk þess að vatnstankar hafi verið háiftómir. Ábyrgð er lýst á út- gerðina sem sökum örbirgðar hafi skammtað olíu á skipið en ekki fyllt á tankana sem eðlilegt hefði talist, mið- að við lélegan stöðugleika. Kolbrún segir að með málaferlun- um vaki fyrir sér að fá fram réttlátar bætm fyrir sig og börnin. Hún visar til þess að börn hennar hafi fengið við fráfall fóðm þeirra 128 þúsund krónm hvert en sjálf hafi hún fengið 643 þús- und krónur. „Þetta era auðvitað ekki sanngjarn- ar bætm. Það tryggir enginn framtíð barns fyrir 128 þúsund krónm þótt þeim fylgi lögbundin mánaðarleg meðlög. Þá vil ég að Hörður fái upp- reisn æru með því að upplýst verði hvernig skipið sökk. Þá get ég ekki sætt mig við að hann verði látinn bera ábyrgð á þeim breytingum sem gerðar voru á skipinu án hans vitundar eða samþykkis," segir Kolbrún. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæsta- réttarlögmaður rekur málið fyrir hönd Kolbrúnar en Jón Steinar Gunn- laugsson hæstaréttarlögmaður er verjandi tryggingafélagsins og útgerð- arinnar. -rt onW*., I G ! Helstu öryggisþættir: • ABS bremsukerfi Loftpúðar Fjarstýrö hljómtæki úr stýri • Samfellanlegt stýri Nýtegund öryggishöfuðpúða • Styrktarbitar í huróum u þinn uppáhaldslit á Renault Clio Aukabúnaður á mynd: Álfelgur og þokuljós. Veró frá 1.188.000 kr. Ármúli 13 Sími söludeild 575 1210 Skipöborð 5751200 RENAULT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.