Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999
Neytendur
Konudagsblómin:
Árni Bjömsson þjóðháttafræðing-
ur segir í bók sinni Sögu daganna
að sá siður að eiginmenn gefi kon-
um sínum blóm á konudaginn hafi
ekki hafist fyrr en á sjötta áratug
þessarar aldar. Þessi siður hefur
fest sig rækilega í sessi og nú er svo
komið að enginn þykir maður með
mönnum nema hann gefi elskunni
sinni blóm. Giidir þá einu hvort um
eiginkonu, unnustu, kærustu eða
jafnvel bara vinkonu er að ræða.
Neytendasíðan fór á stúfanan og
ræddi við starfsfólk nokkurra
blómabúða um hvers konar vendir
væru helst keyptir á konudaginn og
í hvaða verðflokki þeir væru helst.
Tilbúnir vendir
Blómabúðaeigendur virtust flest-
ir vera sammála um það að karl-
mönnum þætti gott að geta gripið
með sér tilbúna vendi til að færa
elskunni sinni á konudaginn því
margir þeirra treystu sér einfald-
lega ekki til að velja sjálfir vendi.
Flestir vildu þeir þá litríka og líf-
lega vendi með rósum og nellikum.
Slíkir vendir eru á mjög mismun-
andi verði eða allt frá tæplega 500
krónum þar sem túlípanar eru oft
Nellikur eru oft uppistaðan f stórum
vöndum sem keyptir eru á konudag-
inn.
uppistaðan upp í vendi sem kosta
jafnvel 5000 krónur þar sem blandað
er saman nellikum, rósum, túlípön-
um o.fl. Blómabúðaeigendurnir virt-
ust þó sammála um að algengast
væri að karlmenn keyptu vönd á
um 2500-3000 krónur og þá væri
Rósir eru alltaf vinsælar á konudaginn en litir þeirra hafa mismun-
andi merkingu.
al blómabúðaeigenda hvort rauðar
rósir væru á undanhaldi sem tákn
ástarinnar. En hvað skyldu litimir
nú tákna? Að sögn Eydísar Ólafs-
dóttur hjá Stefánsblómi eru rauðar
rósir tákn um ást eða ósk og með
þeim er viðkomandi að segja: „ég
elska þig“. Bleikar rósir tákna m.a.
móðurást eða ást til vinar, þokka og
elskulegheit og hvítar rósir tákna
ást og virðingu. Það getur hins veg-
ar orkað tvimælis að velja gular rós-
ir því guli liturinn getur bæði tákn-
að gleði og vinátttu sem og afbrýði-
semi og svik.
Þá er bara komið að ykkur, karl-
menn góðir, að láta blómin tala!
-GLM
en margar konur keyptu t.d.
eina til tvær rósir.
Tákn litanna
Karlmenn gefa elskunni sinni helst litríka og
tilbúna vendi á konudaginn en konur velja
vendina sjálfar á bóndadaginn.
uppstaðan oft rósir og nellikur.
Einn blómabúðareigandi nefndi
það sérstaklega að áberandi væri
hversu miklu örlátari karlmenn væru
í blómakaupum sínum á konudaginn
heldur en konur á bóndadaginn. Karl-
mennirnir keyptu stóra litríka vendi
Að sögn blómabúðareig-
anda er talsverð kynslóða-
skipting í vali karlmanna á
blómvöndum. Þeir yngri
eru t.d. yfirleitt óhræddari
við að velja blóm í vendina
sjáifir og þeir eru oft mjög
vandlátir og ákveðnir í þvi hvað
þeir vilja. Þeir yngri eru líka oft
djarfari í litavali og vilja t.d. appel-
sínugul og skærgul framandi blóm á
meðan þeir eldri velja t.d. oftar
bleikar eða rauðar rósir.
Skiptar skoðanir voru á því með-
Algengur vöndur kost-
ar 2500-3000 krónur
Konudagsblómin nýtt:
Skrautkarfa með þurrkuðum blómum
Afskorin blóm lifa ekki lengi en
ef þau eru þurrkuð má nota þau í
fallega þurrblómaskreytingu eða
blómakörfu eins og sýnd er hér á
myndinni.
Efni
Tágakarfa
bómull
vírnet
ilmjurtablanda
þurrkuð blóm, t.d. rósir og ridd-
arasporar
bindivír
ilmblöndudropar
appelsína
negulnaglar.
Aðferð:
1) Leggið þunnt lag af bómull í
botninn á körfunni. Klippið vímetið
til þannig að það passi ofan i körf-
una og leggið það ofan á bómullina.
Þannig helst ihnefnahlandan þmr
og verður ekki mygluð þar sem loft 2) Hellið nokkrum ilmblöndu- blómailminn. Fyllið körfuna síðan
leikur um hana neðan frá. dropum í bómullina til að örva með blöndu af ilmjurtum (pot po-
urri) t.d. úr rósablöðum, lavender,
þurrkuðum sítrónuberki og sverð-
liljurót sem hægt er að fá tilbúna á
mörgum stöðum.
3) Til að útbúa sveiginn í kring
eru þrír riddarasporastilkar (eða
önnur svipuð blóm) teknir og
bundnir saman með blómavír. Rað-
ið stilkunum þannig að blómin
dreiflst jafnt og þétt eftir sveignum
og vefjið vír utan um stilkana en
gætið þess að merja blómin ekki.
4) Haldið áfram að gera sveiginn
þar til hann er orðinn nógu stór til
að ná utan um körfuna.
5) Þar sem sveigurinn er mótan-
legm- er best að láta hann laga sig
að körfunni og festa hann með vír. í
miðjuna er síðan sett appelsína með
negulnöglum og í kringum hana eru
síðan settir þurrkaðir rósaknappar.
(Heimild: Stofublóm og innigróð-
ur). -GLM
Blómaráð
Ending afskor-
inna blóma
Skerið stilka afskorinna blóma
ávallt á ská með flugbeittum hnífi
eða skærum .
Skerið upp í endana á þykkum
stilkum áður en þeir eru settir í
vasa. Þannig á blómið auðveldara
með að sjúga í sig rakann.
Skerið stilkana í vatni. Þannig
er komið í veg fyrir að loftbólur
myndist sem hafa slæm áhrif á
vatnsrennslið inn í stilkinn.
Fjarlægið blöð sem fara undir
vatnsborðið. Rotnandi leifar blað-
anna hafa eitrandi áhrif á vatnið.
Aspiríntöflur, smápeningar og
ísmolar eru sagðir lengja líf nýaf-
skorinna blóma. Hvað
sem því
líður er
besta
leiðin til
varð-
veislu sú
að blanda
saman 2
msk. af
hvítu ed-
iki og 2
msk. af
strásykri í einn lítra af vatni. Ed-
ikið hamlar vexti gerlagróðurs og
sykurinn er góð næring fyrir
blómin.
Setjið blómin í kælinn á kvöld-
in. Það eitt og sér getur tvöfaldað
líf afskorinna blóma.
Blóm lifa lengur ef þau eru
ekki mjög mörg saman í vasa.
Visnuð blóm
Til að lífga visnuð blóm við er
ráð að skera í stilkinn og setja
hann í heitt vatn. Látið blómið
síðan bíða á dimmum stað þar til
vatnið hefur kólnað. Færið blóm-
ið þá yfir í kalt vatn.
Fleira um blóm
Ef þú hefur einhvern tímann
lyktað af morgunfrú sem hefur
staðið í vasa í nokkra daga verð-
ur þú líklega ánægður að heyra
þessi bitastæðu tíðindi. Setjið 1
tsk. af sykri í vatnið til að losna
við óþefinn
af henni.
Nellik-
ur standa
lengur ef
örlítið af
bórsýru er
sett í vatn-
ið.
Alið blá-
gresi á
kaffikorgi.
Setjið
bréfþurrkur eða tusku í botninn á
vasanum ef blómin eru leggja-
stutt.
Ef þú átt getnaðarvamarpillur
á lausu skaltu leysa þær upp í
vatni og vökva fjólumar með því.
Ef þú ætlar að lengja stilka á
stuttu blómi er gott að stinga
þeim í drykkjarrör áöur en blóm-
ið er sett í vasa.
Setjið krónupening í vasann
með túlípönunum. Þá standa þeir
beinir og opna sig ekki of mikið.
Vatn verður ekki skýjað í glær-
um vasa ef þú setur eina msk. af
þvottalegi í hvem lítra af vatni.
Haldið stilklöngum blómum
beinum í munnvíðum vasa með
því að líma glært límband þvers
og kruss yfir opið. -GLM