Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 32
 jöker -5 fl. j j j - - FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 Fjölmenni til veiða: Ferja og frysti- hús að láni - segir fræðslustjóri „Ég fæ mikil viðbrögð við hug- „^myndinni og vænti þess að hundruð manna taki þátt,“ segir Pétur Bjama- son, fræðslustjóri og fyrrum varaþing- maður á Vestfjörðum, sem ásamt stór- um hópi einstaklinga hefur skorað á alla Vestfirðinga sem vettlingi geta valdið að fara á sjó einn dag í fyrstu viku maímánaðar og veiða fisk og verka. Þetta verði gert á grundvelli 6. greinar laga um stjóm fiskveiða þar sem kveðið er á um að hver einstak- lingur megi veiða eins og hann og fjöl- skyldan geti borðað. Pétur segist vænta þess að róið verði frá öllum þéttbýlisstöðum og í kringum þetta myndist eins konar sjómannadags- stemning. „Ég reikna með því að við fáum lánuð frystihús til að verka aflann. Þá '!,i%iunum við reyna að hjálpa fólki við að útvega sér fley. Þar kemur til greina að ferjan Fagranes yrði fengin ef þátttaka yrði slík,“ segir Pétur sem segist ekkert hafa á móti því að aðrir landsmenn geri hið sama og Vestfirð- ingar. -rt _ Helgarblað DV: „ Á Broadway Evrópu í Helgarblaði DV er viðtal við Garð- ar Thór Cortes sem er nú að æfa eitt af aðalhlutverkunum í söngleik Andrews Lloyd-Webber, Phantom of the Opera, á West End i London. Rætt er við Pétur Pétursson þul um kjarabaráttu sjómanna fyrr á öldinni þegar hnúar og hnefar ruddu brautina fyrir bættum kjörum. Patreksfjörður hefur verið mjög í deiglunni undan- farið og í blaðinu verður litið á mann- lífið bak við fréttirnar. Einnig er rætt við Ben Kingsley sem valdi Ingvar Sigurðsson í hóp efnilegustu leikara Evrópu og birtar eru myndir frá ^orrablóti í Norfolk og fimmtugsaf- mæli heilbrigðisráðherra. -sm/-þhs Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra varð fimmtug í gær. Af því tilefni fékk hún afmælistertu með mynd af nýjum barnaspítala Hringsins sem verið er að byggja. Það voru Siv Friðleifsdóttir og Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir barnaspítalans, sem færðu ráðherranum tertuna. DV-mynd Pjetur Óveðrið skall á nyrðra í morgun Vestfirðir: Hús enn rýmd DV, Akureyri: Ofsaveðrið, sem spáð var á Norð- ur- og Austurlandi í gærkvöldi og nótt, gerði ekki vart við sig þá en snemma í morgun var farið að hvessa verulega á stöku stöðum og menn bjuggu sig undir hið versta, enda veðurfræðingar vissir í sinni sök þótt óveðrinu hefði seinkað. Víða voru menn viðbúnir því að snjór sem féll á Norðurlandi í gær færi að fjúka og skapa ófærð. Vegagerðarmenn á Norður- og Austurlandi, sem DV ræddi viö, sögðu í morgun að víðast færi enn fært. Þó var ófært til Siglufjarðar og um Fljót og á Siglufjarðarleiðinni féll snjóflóð i nótt. Vegagerðarmenn á Akureyri sögðu veginn um Víkur- skarð ófæran en þar vorulO vindstig og ekki stóð til að reyna að opna veginn þar fyrr en veðrið hefði gengið niður. Þá var ófært milli Dal- víktm og Ólafsfjarðar en þar féll lít- ið snjóflóð á veginn í gærkvöldi. Vegagerðarmenn á Húsavík sögðu vel fært þar sunnan við en höfðu ekki farið um Tjömes og Keldu- hverfi þar sem komin var ofankoma og mikið hvassviðri. T.d. voru um 12 vindstig á mæli í Auðbjargar- staðabrekku í Kelduhverfi. Vega- gerðarmenn á Egilsstöðum sögðu enn gott veður þar og niðri á fjörð- um en þeir bjuggu sig undir hið versta. Vegna óveðursins sem var að skella á og mjög slæmrar veðurspár á Norður- og Austurlandi var skóla- haldi víða aflýst á svæðinu frá Hrútafirði í vestri austur á Þórs- höfn á Langanesi. -gk Einhver bið verður á að veðrið, sem spáð var á Vestfjörðum, gangi yfir. Þvi hafði verið spáð að hvass- viðrið næði hámarki sínu á hádegi í dag. Á ísafirði var ágætisveður í morgun og færð með besta móti. Að sögn lögreglunnar á ísafirði var búið að oþna alla vegi sem lokaðir vom. Bæði vegurinn undir Óshlíð og Súðavíkurhlíð em nú opnir allri umferð. Enn er þó talin snjóflóða- hætta á nokkrum stöðum á Vest- fjörðum. “Það er enn í gildi rýming á nokkrum svæðum," sagði Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á ísafirði, í samtali við DV í morgun. „Það er gamla byggðin á Súðavík, á svæði C undir Seljalandshlíð og svo svæði M í hnífsdal," sagði Ólafur. I gömlu byggðinni í Súðavík eru tvö íbúðahús, undir Seljalandshlíð búa sjö íbúar og hesthús era á svæðinu í Hnífsdal en Ólafur segir að umferð þar um sé bönnuð nema i samráði við lögreglu. Þá hafa nokkur hús verið rýmd vegna snjóflóðahættu í Bolungarvík. Að sögn lögreglu hafa átta hús verið rýmd; sex við Dísar- land og tvö við Traðarland. -hb Veðrið á morgun: Áfram hvasst um allt land Á morgun verður allhvöss eða hvöss norðan- og norðvestanátt á landinu. Snjókoma og skafrenn- ingur verður um landið norðan- vert en él víða í öðmm landshlut- um, nema á Suðausturlandi þar sem verður úrkomulaust. Frost verður á bilinu 3 til 10 stig, víðast hvar. Veðrið í dag er á bls. 29. * * * * -13 * * * * * * /7 L > Ingvar Helgason hf. SævnrhiijDa 2 Simi 525 8000 wivw. ih. is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.