Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 DV nn Ummæli Yfirborðslegur hrærigrautur „í stað þess að vera skil- merkilegt fræðslurit um þá lög- , gjöf sem nú gildir , um óbyggðir höfum við fengið í hendur yfirborðslegan , hrærigraut.11 Hjörleifur Guttorms- , son, um hálendis- bækling ríkisstjórn- arinnar, í Degi. Vinstripopparar „Þeir vinstrimenn sem nú- tímaíjölmiðlar elska eru popp- arar sem búa glæsilegar en al- menningur (sem fær að sjá hús- in í Séð og heyrt), nota sömu auglýsingastofur og ihaldið og aöhyllast mjúkan thatcher- isma,“ Ármann Jakobsson íslensku- fræðingur, í DV. Hestöfl í stað Viagra „Ég þarf örugglega ekki Vi- agra þegar ég fæ nýja bílinn í lok ársins. Það er stærri mótor í hon- um, þannig að ég fæ fleiri hestöfl undir mig.“ JóhannesGuðnason flutningabílstjóri, í DV. Lögbrjótar „Fyrir háffum öðrum áratug deildu menn um lögmæti slátur- húss norður í landi og fóru leik- ar svo að Eyjólfur Konráð Jóns- son alþingismaður skaut sjáifur fyrsta hrútinn og eru orð hans i fullu gildi í dag: „Það er hart að brjóta lögin en harðara að brjóta fólk með lögum“.“ Ásgeir Hannes Eiríksson, í Degi. Eigendur Landsvirkjunar „Af hverju eigum við íslend- ingar, sem erum reyndar eig- endur Landsvirkj- unar og erum þau sem komum til þess að kaupa ' framleiðslu þess- ! ara virkjana og gerum með því þetta mögulegt, af hverju eigum við að líöa fyrir það að eitthvað sé þægilegt fyrir Landsvirkjun?" Guðmundur Gunnarsson, form. Rafiðnaðarsambandsins, um samninga við erlend fyrirtæki, í Morgunblaðinu. Álfar spurðir ráða „Mér flnnst allt í lagi að fólk spyrji álfa út í ýmis mál. Það á að taka tillit til þeirra. Hitt er svo annað mál hvort álfamir geta leyst nokkur vandamál." Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Suð- urlands, í Degi. Hjörtur Hjartarson, hreppsnefndarmaður í Vestur-Landeyjum: Dæmigert umhverfi til að láta spillingu þróast „Það eru um fjögur ár síðan ég var kosinn í hreppsnefnd og þá strax tók ég eftir því að ekki var far- ið að samkvæmt stjórnlögum frá 1986 og gerði þá strax mínar fyrstu athugasemdir. Fyrir tveim- ______ ur árum fór ég síðan að berjast fyrir endurskoðun reikninga ásamt betri vinnubrögðum í hreppsnefndinni en þau hcifa verið með eindæmum eins og nú er að koma fram. Ég gat engan veginn unað við þetta lengur og gerði mínar athugasemdir en mótbyrinn var mikill og ég fékk ekki neinar upplýsingar um eitt né neitt,“ segir Hjörtur Hjartarson, bóndi á Stíflu í Vestur-Landeyjum og sá sem fyrst hefur, ásamt Berg- lindi Bergmann, ítrekað reynt að vekja athygli á óstjórn fyrrverandi oddvita, Eggerts Haukdals, en upp- skorið hótfyndni, útúrsnúninga og jafnvel hótanir. Hjörtur segir að það sé viss léttir á þessum tímamótum: „Fram undan eru samt mikil verkefni. Það þarf að afgreiða þessa reikninga og ákveða með hvaða hætti það verður gert, svo eru það ársreikningar fyrir síð- asta ár og gerð fjárhagsáætlunar, en það er ómögulegt að segja til um á þessari stundu hvað muni gerast. Fyrrverandi oddviti hefur varpað á borð til okkar skýringum sem eru alvarlegt mál og eftir er að ákveða framhaldið. Við búum í litlu samfé- reynsla mín sem gerði það að verk- um að þegar ég kom inn í nefndina þá sá ég að þetta var dæmigert um- hverfi til að láta spillingu þróast." Hjörtur er í stjórn Landssam- bands kúbænda og hans helstu áhugamál eru félagsmál og hugbún- aður: „Ég hef í nokkum tima verið að dunda mér við hugbúnaðargerð og hef komið mér upp ágætum tölvubún- aði og hef gam- an af þessu í mínum frí- stundum." Eiginkona Hjartar heitir Steinunn Káradóttir og eiga þau þrjú börn. -HK lagi hér í hreppnum og það er óhætt að segja að þessi mál öll hafa komið illa við alla sem í hreppnum búa og því er ekki að leyna að þetta er við- kvæmt mál á marga vegu. í þessu Maður dagsins sambandi má einnig geta þess að ráðuneytið er búið að vera með þetta mál hjá sér í tvö ár og það er umhugsunarvert af hverju ekkert hefur verið gert þar á bæ.“ Hjörtur flutti frá Reykjavík að Stíflu í Vestur-Landeyjum árið 1981 og rekur þar kúabú með rúmlega hundrað þús- und lítra framleiðslurétt: „Ég hafði verið með þjónustufyrir- tæki á rafeindasviði í Reykjavík og verið mik- ið í félagsmálum, setið í stjórnum og ráðum þannig að ég þekkti vel til stjóm- unarstarfa þegar ég VcU kosinn í hrepps- nefnd. Það var þessi Splash-hópurinn, íslandsmeistarar í frístæl 1998. Úrslitakeppnin í frístæl í kvöld fara fram úrslit i íslandsmeistarakeppni ung- linga í frjálsum dönsum (Freestyle) í Tónabæ. Kepp- endur á aldrinum 13 til 17 ára alls staðar af landinu munu keppa um titil- inn. Mikill áhugi hefur verið á keppn- inni og munu 120 keppend- ur mæta til leiks í kvöld. Margt verður til skemmtun- ar, meðal annars dansatriði frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru. Unglingar frá Dansskóla Heiðars Ást- valdssonar sýna breakdans, ung- lingar frá Aer- obic Sport sýna þolfimi og sigurvegarar frá því i fyrra sýna dans. Dag- skráin hefst kl. 20. Skemmtanir Dauðateygjur Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Örn Magnús- son heldur tónleika á Hvamms- tanga á sunnudags- kvöld. Jón Leifs, Beethoven og Debussy Öm Magnússon píanóleikari heldur tónleika í Félagsheimilinu Hvammstanga á sunnudag kl. 16. Örn er fæddur í Ólafsvík 1959 og hlaut þar sína fyrstu tónlistar- menntun. Hann tók burtfararpróf frá Tónlistarskólanum á Akureyri 1979. Framhaldsnám stundnaði hann í Manchester, Berlin og London fram til ársins 1986. Tónleikar Á tónleikunum mun Öm leika Rímnadansa op. 11 ásamt þremur köflum úr op. 2 eftir Jón Leifs og pí- anósónötu Beethovens, hina svo- nefndu Tunglskinssónötu. Þessi verk verða leikin fyrir hlé. Eftir hlé leikur Öm Myndir 1 eftir Claude Debussy, þrjú myndræn tónverk og efnisskránni lýkur með Eyju gleð- innar, sem einnig er eftir Debussy og margir telja eitt fegm-sta verk tónbókmenntanna. Öm Magnússon hefur leikið inn á hljómplötur píanótónlist Jóns Leifs, frumflutt og hljóðritað Svip- myndir Páls ísólfssonar og auk þess leikið píanóverk yngri íslenskra höfunda. Bridge í sveitakeppni Bridghátíðar er alltaf spilað Monrad-kerfi, sveitir með svipaðan stigaQölda eigast við í hverri umferð. Sá háttur hefur verið hafður á keppninni að spiluð hafa verið forgefin spil á efstu borðum. Spil 8 í síðustu umferð sveitakeppn- innar olli víðast hvar ekki neinum sveiflum í leikjunum þar sem spilin voru forgefm (þrjú grönd spiluð á flestum borðum). Sveit Landsbréfa varð þó að bíta í það súra epli að tapa illilega á þessu spili í leik sveitarinn- ar gegn Þróun. Slemman er ekki glæsileg en röð tilviljana gerði það að verkum að hún náðist við borðið. Rúnar Einarsson í sveit Þróunar gaf tóninn með því að opna á einu laufi á hendi vesturs (standard sagnkerfi). Vestur gjafari og enginn á hættu: 4 KG54 44 K976 ♦ K83 * 96 4 Á972 44 104 4 52 * KD742 4 1086 » 852 4 G10974 4 83 Vestur Norður Austur Suður Rúnar Jón B. Stefán Magnús 1 * dobl redobl 1 4 pass pass 2 4 pass 2 4 pass 6 grönd p/h Jón Baldursson ákvað að dobla til úttektar með 4-4 í hálitunum þrátt fyrir að eitthvað skorti upp á punkta- styrkleikann. Stefán Stefánsson sá í hendi sér að ef einhverjar svíningar væru fyrir hendi í spilinu lægju þær að öllum líkindum vel. Hann stökk því alla leið í 6 grönd, Rúnari til töluverðr- ar skelfmgar sem var nú farinn að sjá eftir að opna á svo veika hönd, þó að hann léti ekki á því bera við borðið. Útspil varn- arinnar var tígulgos- inn og það var lítið mál fyrir Stefán að vinna slemmuna í þessari legu. Spaðaútspil hefði heldur ekki komið sagnhafa illa því hann setur einfald- lega lítið spil í blindum og tekur sið- an bæði svíningar í hjarta- og tíg- ullitnum til þess að smala heim 12 slögum. Líklegt má telja að AV hefðu „náð“ slemmunni þótt Jón hafi ekki doblað því austur lætur vart staðar numið fyrr en á sjötta sagnstigi eftir opnun vesturs. Dobl norðurs gerði hins vegar þá ákvörðun auðveldari. ísak Örn Sigurðsson Jón Baldursson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.