Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 7 Samdráttur og slagsmál Hið annálaða en fokdýra gleði- og gamanrit Séð og heyrt glímir nú við nokkurn samdrátt eftir að verð þess var hækkað um 15 prósent á dögun- um. Blaðið birti í vik- unni enn eitt tíma- mótaleiðréttingavið- talið. Þar kom fram að slúður í hinu háa sandkorni rnn slags- mál tveggja lykil- manna í leikritinu Mýs og menn hafi ekki átt sér stoð í veruleikanum. Viðtal hins samnor- ræna Se og hör er við leikarana Hilmi Snæ Guðnason og Jóhann Sigurðarson sem staðfesta það sem sandkom vissi að innbyrðis hafi þeir ekki slegist í frumsýningarpartíinu. Báðir vita þeir þó að vissulega var slegist og þar kom annar þeirra mjög við sögu. Tekið skal fram að ritstjórar Séð og heyrt slógust ekki... III örlög Lið Menntaskólans í Kópavogi mætir nú til leiks í sjónvarpskeppn- inni Gettu betur í kvöld. Þeir munu kljást við hið kæruglaða lið Mennta- skólans við Hamra- hlíð. Meðal þeirra sem hallast að þvi að MH- ingar fari með sigur af hólmi eru getspek- ingar og stuðlastjór- ar íslenskrar get- spár. Liðsmenn MK em þó taldir eiga hauk í horni; lukku- dýr þeirra sem þeir mættu galvaskir með í undankeppnina á Rás 2. Þar var á ferðinni miðlungsstór tuskuselur er bar nafnið Viskukópurinn Gunn- steinn, sem mun vísa til dómara keppninnar í fyrra, Gunnsteins Ólafssonar. Dýrið vekur mikla kátínu áhorfenda í útvarpssal - allra nema núverandi dómara keppninnar, Illuga Jökulssonar, sem hrýs hugur við verðandi örlögum ... Merk tímamót Einn helsti viðskiptajöfur landsins, Jón Ólafsson, oft kenndur við Skíf- una, opnaði plötubúð á Laugavegin- um um daginn. Boðskortum var dreift á helstu viðskiptavini Skífunnar og svo ýmis mektarmenni þjóðfé- lagsins. Þar á meðal sáust þingmennirnir Gunnlaugur M. Sigmundsson og Finnur Ingólfsson að ógleymdum sjálf- um utanríkisráð- herranum Halldóri Ásgrímssyni. Að auki voru þar bæjarverkfræðing- urinn og bæjartæknifræðingurinn í Garðabæ, þar sem Jón keypti nýverið byggingarland fyrir 700 milljónir, en ekki sást til bæjarstjórans, Ingi- mundar Sigurpálssonar. Það sem vakti mesta athygli var að sjálfur borgarstjórinn, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hélt langa ræðu um „þessi merku tímamót að plötubúð hafi verið opnuð“. Hefur Ingibjörg ekki alltaf sést þegar verslanir eru opnaðar í miðborginni... Hremmingar sýsla Hinn umdeildi en formfasti sýslu- maður Patreksfirðinga, Þórólfur Hall- dórsson, mun hafa átt andvökunætur eftú að Vatneyri BA hóf veiðar án kvóta í lögsögu ís- lands. Sýsli er nefni- lega kominn í fram- boð á vegum Sjálf- stæðisflokksins og er i fjórða sæti á Vest- fjörðum. Útgerðar- maður Vatnejmar, Svavar Guðnason, er sagður tilheyra sama flokki og- vera ágætur vinur hans að auki. Það lá því fyrir að kæmi skipið til Patró yrði yfirvaldið og frambjóðandinn Þórólfur að koma til skjalanna. Það gekk auð- vitað ekki og sýsli var ekki í móttöku- nefndinni þegar skipið kom til heima- hafnar og vísaði málinu á endanum til ríkislögreglustjóra... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @ff. is Fréttir Reykjavikurflugvöllur i Skerjafirði: Ekki gripandi hugmynd - segir Halldór Blöndal samgönguráðherra sem hallast að núverandi Samgönguráðherra sér mikla kosti í núverandi staðsetningu Reykjavikurflugvallar. Viðgerð á brautum vallarins hefst að loknu út- boði sem auglýst verður á Evrópska efnahagssvæðinu í næsta mánuði. Verki á helst að Ijúka á tveim árum, segir Halldór Blöndal. Ráðherrann segir að endurbætur á vellinum núna trufli í engu frumhugmyndir um aðra staðsetningu vallarins í framtíðinni. „Ég skal ekki segja mikið um þessa hugmynd, hún er alveg ný af nálinni, en eftir sem áður en jafnnauðsynlegt að leggja í endurbætur á flugvellinum. Mér finnst það ekki gripandi hug- mynd að leggja veg yfir Skerjafjörð og byggja þar flugvöll. Ég get fært rök fyrir því að suðurströnd Reykjavíkur er að mestu ósnert og sömuleiðis Álftanesið," sagði Hall- dór Blöndal samgöngu- ráðherra um hugmyndir Halldór Blöndal sam- gönguráðherra. um að gera nýjan Reykjavíkurflugvöll á grynningum i Skerja- firði. Til viðgerða á Reykja- vikurflugvelli er áætlað að verja 1,5 milljörðum króna og verður verkið boðið út innan cdls Evr- ópska efnahagssvæðis- ins í lok næsta mánaðar. „Helst á að vinna verkið á tveim árum“, sagði Halldór Blöndal. staðsetningu vallarins „Menn hafa rætt um Reykjavík- urflugvöll eins lengi og ég man, þetta var herflugvöllur til að byrja með en niðurstaðan er auðvitað sú að þeir sem þurfa að nota innan- landsflug, menn eins og ég, við vit- um að það er ómetanlegt að hafa flugvöllinn hérna við höndina. Hin- ir sem aldrei nota völlinn láta sér þetta í léttu rúmi liggja. Það má heldur ekki gleyma að mikil umsvif fylgja flugvellinum en mér sýnist að ýmsir vanmeti það,“ sagði ráðherr- ann. -JBP Samfylkingin á Norðurlandi eystra: Ekki hróflað við prófkjörs- úrslitunum - segir fyrrverandi formaður Kjördæmisráðs Ab Dú Akureyri: Jólagarðurinn í Eyjafjarðarsveit. DV-mynd gk. Jólagarðurinn í Eyjafjarðarsveit: Tengist ekki Norðurpólnum DV, Akureyri: „Sú umfjöllun sem orðið hefur um Norðurpólinn á Akureyri hefur alls ekki orðið til góðs fyrir okkur. Menn hafa tengt okkur við Norður- pólinn og gert því skóna að við vær- um að fara í gjaldþrot sem er alls ekki staðreyndin," segir Benedikt Grétarsson, annar eigenda Jóla- garðsins í Eyjafjarðarsveit. Jólagarðurinn hefur verið rekinn allt árið sl. þrjú ár og verið fjölsótt- ur, m.a. af ferðamönnum. Þegar málefni Norðurpólsins á Akureyri, sem starfræktur var frá 20. nóvem- ber til jóla, hafa verið í umræðunni undanfarið hefur komið fram að allt að 9 milljóna króna tap varð á þeim rekstri og hafa ýmsir bendlað Jóla- garðinn í Eyjafjarðarsveit við þann rekstor. Benedikt Grétarsson segir starfsemi Jólagarðsins hafa verið farsælan og sem fyrr muni þeim sem eiga leið um Eyjafjörö gefast kostur á að „ferðast milli árstíða og heimsækja töfraveröld jólanna, alla daga allt árið um kring“. -gk „Ég tel að það sé búið að ákveða það endanlega hverjir skipi fjögur efstu sætin á lista Samfylkingarinn- ar hér á Norðurlandi eystra. Niður- staðan í prófkjörinu var bindandi hvað varðar þessi sæti og ég sé ekki að það verði hróflað við prófkjörsúr- slitunum" segir Aðalsteinn Baldurs- son á Húsavík sem lét af for- mennsku í Kjördæmisráði Alþýðu- bandalagsins á Norðurlandi eystra í vetur. Eins og fram kom í DV í gær mun uppstillingarnefnd sem skipuð verð- ur gera tillögur um skipan fram- boðslista Samfylkingarinnar til kjördæmisráða Alþýðuflokks og Al- þýðubandalags sem endanlega sam- þykkja listann sem boðinn verður fram. Ýmsir sem þar eiga sæti hafa sagt að það kunni að verða sumum þeirra um megn að samþykkja list- ann með Sigbjörn Gunnarsson í efsta sætinu. „Það er alltaf þannig í kringum þessi prófkjör að niðurstöðum þeirra fylgja sárindi þeirra sem ekki fá þá útkomu sem þeir hefðu viljað og stuðningsmanna þeirra. En niðurstaðan í prófkjörinu var bindandi hvað varðar íjögur efstu sætin og hún hlýtur að standa," seg- ir Aðalsteinn. Hann var sterklega orðaður við efsta sætið á lista Sam- fylkingarinnar í kjördæminu áður en sú leið var valin að fara í próf- kjör, en ákvað að taka ekki þátt í prófkjörinu. -gk útsola útsola útsala útsala útsolo útsalo útsala útsala útsala útsalo ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ÚtSðlð ®0ow®ö30 Idclkon Bleksprautuprentarar • JP 90 ferðaprentarinn, minnsti prentarinn á markaðinum sem býður upp á möguleika á itrarprentun. ■JP 192 fyrirferðalitill og nettur heimilisprentari, ■ JP 883 prentar í hámarks Ijós- myndagæðum I allt að 1200 punkta upplausn, jafnvel á venjulegan pappír. Olivetti prentarnir bjóða upp á átyllanlega blekhylki sem daga verulega úr rekstrarkostnaöi, neytendum til hagsbóta. i. ÁSTVBLDSSON HF. Skipholti 33,105 Reykjavík, sími 533 3535 til dæmis flfspeysur 3.400 kr,, Super Ser gasofnar 11.900 kr., Max kuldagaliar frá 7.335 kr., vinnugallar 1.868 kr., ðryggisskór m/stáltá 2.618 kr., kælibox frá 1.900 kr., olíulampar frá 990 kr., Telwin rafsuðuvélar og hleðslutæki með 25% afslætti og fleira og fleira BBiídin Árraúla 7, 108 Reykjavik sirai 588 3366 fax 588 3367 opið föstdag frá 9 til 18, laugardag frá 10 til 16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.