Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Gleymdist að vinna heimavinnu vegna fyrirhugaðra hvalveiða: Hvalveiðar ekki hafnar í sumar - en Alþingi verður að taka afstöðu er mat Árna R. Árnasonar alþingismanns „Ég hef ekki trú á því að sam- þykkt verði að hefja veiðar í sum- ar,“ segir Ámi R. Árnason, alþing- ismaður Sjálfstæðisflokks og for- maður vinnuhóps sjávarútvegsráð- herra sem samþykkti í febrúar 1997 að stigin yrðu skref í þá átt að hefja veiðar. Ríkisstjórnin sam- þykkti í mars sama ár tillögumar en í þeim fólst að þegar yrði unnið að því að auka skilning annarra þjóða á því að íslendingar hefðu fullan rétt á því að veiða hval. Þau tvö ár síðan þetta var samþykkt hefur ekkert gerst í þessum efnum að öðm leyti en því að ráðherrar rík- isstjómarinnar hafa haldið málinu á lofti á tíðum ferðum um heims- byggðina. Annað hafi ekki verið gert til að kynna málstað íslend- inga. Ámi segir nauðsynlegt að Al- þingi taki afstöðu til hvalamálsins. Sú afstaða megi þó ekki fela í sér að samþykkt verði að hefja veið- arnar en síðan yrðu menn að hætta vegna þrýstings. „Alþingi verður að samþykkja málið og lýsa því að ísland eigi fuH- an og óskorðaðan rétt til hvalveiða. Það skiptir miklu máli að hafa um samþykktina breiða samstöðu Árni R. Árna- og það má ekki son telur ólík- koma til þess að legt að hval- tillagan verði veiðar hefjist í felld. Þá má það sumar. ekki gerast að samþykkt verði að hefja veiðar á tilteknum tíma en síðan verði að hætta við vegna þrýstings," segir Ámi. Hann segir áríðandi að kynna málstaðinn. Þá verði Alþingi að taka afstöðu til aðildar að Alþjóða hvalveiðiráðinu sem sé eini vett- vangurinn þar sem alþjóðleg skoð- anaskipti eigi sér stað. „Þá þarf að átta sig á því hver kostnaðurinn verður ef veiðar verða hafnar að nýju,“ segir Ámi. Sjávarútvegsnefnd fundar stíft um hvalveiðarnar þessa dagana. Texti þeirrar ályktunar sem gerir ráð fyrir að veiðar hefjist að nýju er ofurviðkvæmur enda mjög skiptar skoðanir um það hvenær skuli hefja veiðar. Búist er við að nefndin nái lendingu í næstu viku og leggi fram tillöguna. -rt Samfylking er orðin að 17 manna þingflokki á Alþingi. Rannveig Guðmunds- dóttir var í gær kjörin formaður þingflokksins, Ragnar Arnalds varaformað- ur og Guðný Guðbjörnsdóttir ritari. Hún iýsti atburðinum sem einhverjum stærstu tíðindum aldarinnar á stjórnmálasviðinu hér á landi. Andstæðingar létu sér hins vegar fátt um finnast þegar þeir voru beðnir um álit. Á mynd- inni eru þingmennirnir í garði Alþingishússins í gær. DV-mynd E.ÓI. Nýjungar í útgáfu DV: Sjónvarpshandbókin verður fylgirit DV - aukin þjónusta með leiðarvísum yfir sjónvarp, skemmtana- og menningarlífið Frá og með næsta fimmtudegi, 25. febrúar, mun Sjónvarpshandbók- inni verða dreift til aUra áskrifenda DV. Handbókin verður borin út sér- staklega tU áskrifenda DV á höfuð- borgarsvæðinu en mun fylgja DV tU áskrifenda á landsbyggðinni. DV hefur birt vikudagskrá sjónvarps- stöðvanna í Fókusi á föstudögum en með tilkomu DV-Sjónvarpshandbók- arinncir feUur dagskráin niður í Fókusi. í hennar stað mun nýr efn- isþáttur, Lifið eftir vinnu, hefja göngu sína í Fókusi næstkomandi föstudag. Lífið eftir vinnu verður ít- arlegur leiðarvísir um aUa þá afþr- eyingu, list- og menningarviöburði sem fólki stendur tU boða. Slíkan vegvísi hefur vantað því sárar sem framboðið af aUs kyns uppákomum, skemmtunum og menningarvið- burðum hefur vaxið. Með þessum nýjungum í útgáfu DV er stefnt að betri þjónustu við lesendur; að- gengUegri sjónvarpsdagskrá og góðu heUdaryfirliti yfir skemmtana- og menningarlífið. Sjónvarpshandbókin hefur á und- anförnum árum sannað sig sem handhægur og öruggur leiðarvísir um dagskrár sjónvarpsstöðvanna. Með samstarfi við útgefendur henn- ar tryggir DV lesendum sínum að- gengilegt yfirlit yfir dagskrár allra sjónvarpsstöðva sem á að annað borð berast tU íslands. Lesendur DV á höfuðborgarsvæðinu eru kunnug- ir handbókinni en nú gefst lesend- um blaðsins á landsbyggðinni kost- ur á að nýta sér hana einnig. DV- Sjónvarpshandbókin mun þar verða borin út til áskrifenda og eins mun hún fylgja blaðinu sé það keypt í lausasölu. DV-Sjónvarpshandbókin kemur út á fimmtudögum aðra hveija viku - í fyrsta sinn næstkom- andi fimmtudag, 25. febrúar. Frá því að Fókus hóf göngu sína um mitt síðasta ár hafa vinsældir föstudagsblaðs DV aukist umtals- vert - einkum meðal yngra fólks. Með tilkomu efnishlutans Lífið eftir vinnu í Fókusi verður föstudagsút- gáfan eUd enn frekar. I blaðhlutan- um verður nákvæmt yfirlit yfir alla viðburði í skemmtana- og menning- arlífinu og umfjöUun um þá helstu: frumsýningar í bióum og leikhús- um, popptónleika jafnt sem klass- íska, opnanir myndlistarsýninga, dansleiki og kráartónlist, kappleiki og aðra viðburði í íþróttalífinu, fundi og mannfagnaði, leiksýningar, tónleika og aðra atburði ætiaða bömum og svona mætti lengi telja. Þessu yfirliti verður skipað niður eftir dögum og tímasetningum, svo að lesendur DV ættu að geta á auga- bragði séð hvaö stendur til boða af skemmtun og fróöleik. Auk tíma- bundinna viðburða verður í Lífinu eftir vinnu yfirlit yfir veitingahús, kvikmyndir í bíóhúsunum, sýning- ar í gaUeríum og söfnum og í raun flest það sem fólk þarf að vita ef það ætlar sér að lyfta sér upp. Lífið eft- ir vinnu birtist fyrst í Fókusi næst- komandi föstudag, 26. febrúar. Nýjungar í útgáfii DV I næstu viku fá lesendur tvö ný blöð í hendurnar; DV-Sjónvarpshandbókina og Lífið eftir vinnu. Frá og með næsta fimmtudegi munu lesendur DV fá dagskrár sjónvarpsstöðvanna í DV-Sjónvarpshandbókinni. Stærra fimmtudagsblað Viðameiri föstudagsútgáfa Auk Fókuss munu lesendur DV frá og með næsta föstudegi fá ítarlegt yfirlit yfir skemmtana- og lista- og menningarlífið í blaðhlutanum Lífið eftir vinnu. Skotlandsferja Byrjað er að kanna hvort raun- hæft er að efna tU ferjusiglinga milli Þorláks- hafnar og Aber- deen í Skotlandi. Þetta kom fram þegar Alfreð Þor- steinsson, borg- arfulltrúi Reykjavíkurlist- ans, kynnti yiljayfirlýsingu borg- arinnar og Ölfushrepps um sam- starf á borgarstjórnarfundi í gær. Morgunblaðið sagði frá. Skattsvikadómar Hæstiréttur feUdi í gær þunga dóma yflr mönnum fyrir virðis aukaskattsvik í fyrirtækjum sem þeir veittu forstöðu, Húsamálar- anum og Bjargþóri ehf. Báðir hlutu þeir að vísu skiloðsbundna dóma en sektardómar undirréttar voru þyngdir verulega í ljósi hertra sektarákvæða. Ekkert fé frá Framsókn Hæstiréttur hafnaði í gær að VífilfeU ehf. ætti endurkröfurétt gegn Framsóknarflokknum. Vífil- feU yfirtók á sínum tíma milljóna- skuldir gjaldþrota útgáfufélags NT og hugðist nýta sér tapið tU skattfrádráttai-. Það fékkst ekki og krafðist Vílfell endurgreiðslu frá Framsóknarflokknum. Landsbyggðarlækningar Sigurður Guðmundsson land- læknir vUl að á næsta hausti verði tekin upp kennsla í lands- byggðarlækningum við Háskól- ann á Akureyri. Norðmönnum svíður Frumkvæði íslands í vetnis- málum ætti að ýta alvarlega við Noregi og verkefni Norsk Hydro með DaimlerChrysler og SheU um að vetni komi í stað mengandi orkugjafa í bUum og bátum vekur eftirtekt i Noregi, segja talsmenn umhverfissamtakanna BeUona og bæta við að ísland megi ekki ná forystu í þessu efni. Morgunblað- ið sagði frá. Kristján vill sameina Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt til- lögu Kristjáns Þórs Júlíusson- ar, bæjarstjóra á Akureyri, að sveitarfélögin á Eyjafjarðar- svæðinu sam- einist og að viðræður um málið hefjist hið fyrsta. Sýkna Hæstiréttur hefur sýknað liðlega tvítugan mann af ákæru um að hafa haft samfarir við 13 ára stúlku. Hæstiréttur taldi að honum hafi ekki verið eða mátt vera kunnugt að stúlkan væri yngri en 14 ára. Miskabótakröfu var vísaö frá. í málinu kom fram að stúlkan haföi mök við þrjá menn sömu nótt. Umhverfisverkefni Reykjavík, menningarborg Evrópu árið 2000, gengst fyrir miklu endurvinnslu- og upp- græðsluverkefni, SkU 21. Því er ætiað að gefa tóninn um meðferð úrgangs á nýrri öld. Verkfræði- stofan Línuhönnun hf. og sam- tökin Gróður fyrir fólk í Land- námi Ingólfs annast verkefnið í samráði við borgaryfirvöld. Tafir hjá íbúöalánasjóði Stjórn Félags fasteignasala hefur skorað á Pál Pét- ursson’' félags- málaráðherra að gripa tafarlaust til aðgerða vegna langvar- andi tafa á af- greiðslu lánaum- sókna hjá íbúða- lánasjóði. Vegna þeirra sé ófremdarástand á fast- eignamarkaði. Morgunblaðið sagði frá. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.