Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 15 Hver gætir hagsmuna 13.000 heiðargæsa? Undanfarna mán- uöi hefur varla liðið sú vika að ekki hafi verið haldin ráð- stefna um málefni hálendisins. Það er eins og þjóðin sé að vakna af dvala. Okk- ur er að verða ljóst að óspillt náttúra er eftirsóknarverð og okkur ber skylda til að varðveita hana fyrir komandi kyn- slóðir. I Evrópu og í Bandaríkjunum hef- ur orðið óhemju- vakning í umhverfis- málum á síðastliðn- um áratug. Fyrir 10 árum hefði það verið talið óhugsandi að þýskir græningjar ættu eftir að setjast í rikisstjórn. Orkufrekur og mengandi iðnaður á því í vök að verjast. Sú spuming sem án efa verður ofarlega á baugi fyrir næstu kosningar, og raunar næstu árin, er sú: Hvernig viljum við nýta orkulindir okkar, hverju viljum við fóma? Það er þó ljóst að ef okkur á að takast að bæta lífs- kjör hér á landi þá þarf að virkja fallvötn og jarðhita og byggja upp öflug iðnfyrirtæki. Hins vegar er það ljóst að íslenska þjóðin er ekki lengur tilbúin að fórna nátt- úruperlum og gróðurvinjum á há- lendinu. Ríkisstjórninnni hlýtur að vera þetta ljóst, henni ber því að kynna þjóðinni áætlun um nýja orkustefnu með virkjunum sem ekki ógna náttúru landsins, m.a. með því að gróðurvinjum og nátt- úruperlum á hálendinu sé sökkt undir vatn. Enn um Eyjabakka Sagt er að Norsk Hydro, sem mun hafa haft hug á að byggja ál- ver á Austurlandi, sé að endur- skipuleggja starfsemi sína og nokkur dráttur muni verða á að fyrirtækið fari út í kostnaðarsamar fram- kvæmdir í Noregi og erlendis. Fullvíst er talið að Norsk Hydro muni ekki fara í nein- ar framkvæmdir hér á landi á næstunni og líklega ekki fyrr en eftir árið 2005. Á sama tíma er það ljóst að meirihluti íslendinga er því andvígur að Eyjabökkum verði sökkt undir vatn. Það mætti halda að rikis- stjórninni sé ekki kunnugt um þetta. Allavega mætti halda, ef túlka á orð ráðherr- anna rétt, að halda eigi áfram eins og ekkert hafi í skorist að undirbúa virkjunarfram- kvæmdir á Eyjabakkasvæðinu, þrátt fyrir að áhugi Norðmanna sé þverrandi á að byggja álver á Reyðarfirði. 13.000 heiðagæsir Talið er að í það minnsta 13.000 heiðagæsir séu í sárum á Eyja- bökkum ár hvert. Gæsimar hafa valið Eyjabakkana vegna þess að þar hafa þær nægt æti og umfram allt frið. Þá em þar tjamir og læk- ir sem henta þeim einkar vel. Ljóst er að gerð miðlunarlóns á Eyjabökkum muni valda meiri og alvarlegri umhverfisspjöllum en nokkrar aðrar framkvæmdir til þessa. Skotveiðifélag íslands hefur töluverðar áhyggjur af því hvaða áhrif fyrirhugaðar framkvæmdir á Eyjabökkum muni hafa á íslenska heiðagæsastofninn. Ljóst er að framkvæmdirnar muni trufla gæsimar verulega á meðan þær eru í sáram. Þá er lík- legt að ef Eyjabökkunum verður sökkt muni gæsirnar ekki hafa nægjanlegt æti. Spumingin er því sú hvort líkur séu á að fram- kvæmdir af þessu tagi muni verða til þess að gæsirnar yfirgefi svæð- ið og hvaða áhrif hefði það á stofn- inn. Vegna þessara áleitnu spurn- inga efnir Skotveiðifélag íslands til ráðstefnu um áhrif vatnsafls- virkjana á heiðagæsastofninn og verður hún haldin á Hótel Sögu nk. laugardag. Islenskir vísinda- menn munu halda erindi á ráð- stefnunni, auk dr. Anthonys Fox sem rannsakað hefur íslenska heiðagæsastofn- inn um árabil. Það er von Skot- veiðifélags ís- lands að stjórn- málamenn og málsvarar virkj- unarframkyæmda á Eyjabökkum komi á þessa ráð- stefnu. Ef fram kemur að virkjun- arframkvæmdir á Eyjabökkum ógni tilvist heiðagæsarinnar þá telur Skotveiðifélag íslands það nægjanlega ástæðu fyrir því að ekki verði virkjað á þessu svæði. Þá er það forvitnileg spuming hverjir séu málsvarar gæsarinnar. Eöa á heiðagæsin engan málsvara í núverandi ríkisstjórn? Sigmar B. Hauksson „Talið er að í það minnsta 13.000 heiðagæsir séu í sárum á Eyjabökkum ár hvert," segir Sigmar m.a. í grein sinni. Kjallarinn Sigmar B. Hauksson formaður Skotveiði- félags ísiands „Á sama tíma er það Ijóst að meirihluti íslendinga er því and- vígur að Eyjabökkum verði sökkt undir vatn. Það mætti halda að ríkisstjórninni sé ekki kunnugt um þetta.“ Milljarðar í heimilisbudduna „Þú ætlar þó ekki að halda áfram að rausa um þennan Frjáls- lynda flokk, kona, veistu ekki að þetta er Sverris flokkur og hann er ekki hátt skrifaður hjá almenningi eftir Landsbankahneykslið og all- ar laxveiðamar?“ - Eitthvað á þessa leið sagði bóndi minn, fyrr- verandi sjómaður og skipstjóri með meiru, en bætti við: „en þeir eru svo sem margir í stjórnunar- störfúm og sömuleiðis á Alþingi sem þola ekki dagsbirtu.“. „Heyrðu, góðurinn," svaraði ég. „Sverrir er ekki verri en hver ann- ar og alþjóð veit að það var gerð aðför að honum. Einhver varð að vera sökudólgurinn." Það er ekkert nýtt á mínu heim- ili að þrasað sé um stjómmál. En nú var aldeilis kominn alvarlegur tónn í minn mann. Þótt það ætti að heita jafnrétti á heimilinu (strákamir og stelpurnar vaska upp á víxl) þá eimir alltaf eftir af þeim hugsanagangi að það skuli bara vera einn skipstjóri sem ræð- ur skútunni og karl minn tók nú enn meira upp í sig. „Og hana nú, kona“ „Þetta lognast allt út af allavega og ég kæri mig ekkert um að þú sért að skipta þér af þessu, og hana nú, kona“. - En nú gekk hann of langt. Ég fæ nærri því andarteppu ef það á að banna mér eitthvað og það af því að ég er kona. Ég svaraði því strax að í Frjálslynda flokknum væri tekið á málum með öðr- um hætti en venja væri og ég ætlaði mér að kynna mér stefnuskrána Ég spurði: „Hef- ur ekki kvóta- málið verið efst á blaði hér á heimilinu eða hvað? En það eru einmitt breytingar á því sem Frjálslyndi flokkurinn setur á oddinn með Jón Sigurðsson í fararbroddi og Jón hefur rökstutt mjög vel í mörgum greinum í Mogganum." Brottkast á fiski 50-200 þúsund tonn Brottkast á fiski er nú á alla vit- orði. Það gæti legið hvar sem er á bilinu 50-200 þúsund tonn árlega „Brottkast á físki er nú á allra vit- orði. Það gæti legið hvar sem er á bilinu 50-200 þúsund tonn árlega og nettóverðmæti á bilinu 3 og upp í 10 milljarða á ári. Hvað seg- ið þið um það, konur? Væri ekki gott að fá þetta í heimilisbudd- una?“ og nettóverðmæti á bilinu 3 og upp i 10 milljarða á ári. Hvað segið þið um það, konur? Væri ekki gott að fá þetta i heimilisbudduna? Hrólfur Gunnarsson skipstjóri segir í grein í Morgunblað- inu 30. desember 1998. „Ég leyfi mér að halda fram að í nú- verandi stjómkerfi sé öðrum hverjum þorski hent dauðum í sjóinn aftur". Þessu mótmæla út- gerðir og væna menn um glæpi. En hver er glæpurinn? Það er ——— óstjómin á fiskveið- um. Hvað skyldu það annars vera margir þingmenn sem eiga kvóta? Sumir þingmenn auglýsa kvótann um heimsbyggðina og segja að hann sé sú allra besta fiskveiði- stjómun sem völ er á. Á meðan býður kerfið upp á brottkast. Þingmennirnir segja sennilega ekkert frá þessum ágalla. Eða menn taka ekki nógu vel eftir. Ég vil t.d. benda á Filippus drottning- armann sem lætur hafa eftir sér að íslendingar séu með einhverja bestu fiskveiðistjóm sem þekkist. Mjög athyglivert: En á öðram stað segir drottningarmaðurinn eitt- hvað á þá leið að ef íslendingar ætli að voga sér að veiða hvali Kjallarinn Erna V. Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur eigi hreinlega að skjóta þá (manninn, ekki hvalinn). Veit maðurinn ekki að hvalur étur fisk? Veit hann ekki að það þarf að vera jafhvægi milli manna og dýra í nátt- úrunni? Leggja Vestfirði niður Og hvað svo með að- stöðumuninn milli stórra útgerða og smárra. Litlum bæj- arfélögum er að blæða út og íbúar glata eigum sínum. Éða er eitthvert rétt- læti í því að við hér á höfuðborgarsvæðinu fáum 10 milljónir fyrir íbúð á með- an dreifbýlið fær 1 milljón? Það virðist líka ríkja mikið skilnings- leysi á málum dreifbýlisins hjá Reykvikingum. Ég var í hópi nokkurra reykvískra kvenna . Konum var heitt í hamsi og því var fleygt fram að það væri óþarfi að gera betra vegakerfi á Vest- fjörðum. Það ætti bara að leggja Vestfirði niður. Við Reykvíkingar sæjum hvort sem er fyrir þeim. Ég vil skora á konur að kynna sér kvótamál okkar Islendinga. Ver- um ekki hræddar við slorið.Við lifum enn á fiskveiðum í landinu - ekki tölvuforritun. Erna V. Ingólfsdóttir Með og á móti Er rétt aö borgin styrki há- tíöarhöld með 500 þúsund króna framlagi í tilefni af því að 10 ár eru liðin síðan sala áfengs bjórs var leyfð á íslandi á ný? Ekki bara bjórstyrkur Það er ekki alls kostar rétt að Atvinnu- og ferðamálanefnd Reykjavikur hafi styrkt hátíðar- höld veitingahúsaeigenda vegna „afmælis bjórs- ins“. Styrkurinn er veittur til að reyna að koma á sérstökum við- burði, sem við getum kallað Góugleði, sem gæti ef vel tekst til, orðið árlegur viðburður í borginni. Á sama hátt hefur verið gert hvað varðar aðrar uppákomur, svo sem Jazzhátíð í Reykjayík og Menningamótt í miðborginni, sem var í upphafi haldin að frumkvæði nefndarinnar. Hvers kyns hátíðir eru mönnum mikilvægar og ávinn- ingur af þeim er rikulegur ef rétt er á málum haldið. Allt frá því að hugmyndir kvikna og þar tii allt er yfirstaðið á sér stað ferli þar sem margir leggja hönd á plóg. Flestir vilja leggja eitthvað eftirminnilegt af mörkum og gera sér far um að vera frumlegir og uppfinningasam- ir. Þegar listamenn, veitingamenn, verslunareigendur og margir fleiri taka höndum saman er hægt að efna til jákvæðra viðburða, sem vert er að endurtaka, jafnvel ár- lega. Það er í stefnu nefndarinnar í ferðamálum að stuðla að alls kon- ar uppákomum i borginni, helst mánaðarlega, til að auðga mannlíf og draga að ferðamenn. Pótur Jónsson, for- maður Atvinnu- og feröamálanefndar Reykjavíkur. Helgi Soljan, skrif- stofustjóri Oryrkja- bandalagsins. Svallhátíö styrkt Ég á erfitt með að sjá samræmi milli þessa styrks og þeirra fögru fyrirheita um vímuefnalaust ís- land árið 2002. Mér kemur það á óvart að svona svallhátíð skuli vera orðin gæluverkefni Reykjavíkur- borgar, sem á sama tíma er að vinna að því verkefiii að gera ísland vímuefnalaust land - að ég hélt af fullri alvöra. Það kemur mér á óvart að Reykja- víkurborg skuli sjá ástæðu til að styrkja það aö ákveðinn vímugjafi sé sérstaklega auglýstur upp sem eitthvað sem er eðlilegt og sjálf- sagt og eigi að fylgja öllu sem tengist ferðamálum, svo maðm- nú ekki tali um menninguna. Þetta segi ég í ljósi þess að þegar bjór- inn var lögleiddur hér á landi þá sögðu í þaö minnsta þeir sem hon- um fylgdu aö hann myndi verða til að draga úr áfengisneyslu og koma í veg fyrir bæði smygl og bruggun. Hátíðarhöld til að fagna lögleiðingu bjórs, í ljósi þeirra fyr- irheita og hvemig þau hafa geng- ið eftir, eru varla við hæfi þegar drykkja hefur þvert á móti aukist og heildarneysla áfengis vaxið, öf- ugt við það sem fylgismenn bjórs- ins spáðu. Hvorki brugg né smygl hefur hætt, heldur þvert á móti haldið áfram. Þvi til viðbótar hef- ur áfengisneysla færst neðar í ald- ursstiganum þrátt fyrir vonir manna um að það myndi ekki ger- ast með tilkomu bjórsins. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.