Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 9 x>v Kynþáttahatarinn fyrir rétti í Jasper í Texas: Utlönd Götusalar í Lima, höfuðborg Perú, efndu til mótmælaaðgeröa í gær vegna áforma bæjaryfirvalda um að hrekja fjórtán þúsund götusala burt úr aöal- verslunarhverfi borgarinnar. Lögreglan beitti táragasi á sölumenn. Snjóflóðahætta í Sviss: Hundruð flýja að heiman Hvíti kynþáttahatarinn John William King hét þvi á meðan hann sat í fangelsi að ræna blökkumanni og drepa síðan þegar hann losnaði. Þetta kom fram í máli fyrrum sam- fanga hans í réttarhöldunum yfir King i Jasper í Texas í gær. King er ákærður fyrir að hafa myrt blökku- mann með því að draga hann á eft- ir pallbil sínum. Samfanginn William Hoover sagði að King, sem sat inni fyrir innbrot til ársins 1997, hefði skipu- lagt morðið sem hluta af inntökuat- höfn fyrir glæpagengi. Innan fang- elsismúranna í Texas mun slíkt kallast „blóðbönd". „Hann talaði um að ræna honum, setja hann kannski í skottið á bíl, fara með hann út í skóg og drepa,“ sagði Hoover. Saksóknarar í máli Kings sögðu Þessi mynd af húðflúri á skrokki kynþáttahatarans Johns Williams Kings var að áætlanir hans hefðu orðið að lögö fram sem gagn í réttarhöldunum yfir honum í Jasper, Texas. Hundruð Svisslendinga yfrrgáfu heimili sín í gær vegna snjóflóða- hættu og sváfú i nótt hjá ættingjum eða í neyðarskýlum. í fjöllunum nálægt Bern urðu margir að yfirgefa hús sín. í Oberried þurfti að flytja um áttatíu flóttamenn í öruggari búðir og í Liechtenstein urðu um hundrað og tíu skíðamenn að yfirgefa vetrar- kofa sína. í morgun voru skíðastaðirnir Grindelwald og Adelboden einangr- aðir þar sem öllum leiðum til þeirra hafði verið lokað. Einnig varð að loka mörgum vegum á Davossvæð- inu. Flogið er með nauðsynjavörur til þessara staða með þyrlum. Víða varð mikil röskun á umferð vegna snjókomu. Bílar festust í snjónum og langar biðraöir mynd- uðust. Snjó hefur kyngt niður í Sviss. Símamynd Reuter veruleika 7. júní 1998 þegar hinn 49 ára gamli James Byrd var myrtur nærri Jasper, smábæ 160 kílómetra norðaustur af Houston. King og tveir félagar hans, Lawrence Russell Brewer og Shawn Berry, buðu Byrd far heim. Þeir óku síðan með hann út fyrir bæjarmörk- in, festu hann aftan í bílinn með átta metra langri keðju og drógu hann á eftir sér þar sem höfuð hans rifnaði af. King á yfir höfði sér lífstíðarfang- elsi eða dauðarefsingu verði hann fundinn sekur. Saksóknari sagði við upphaf rétt- arhaldanna að King hefði skipulagt morðið til að vekja á sér athygli svo betur gengi að smala saman í sam- tök kynþáttahatara sem hann ætl- aði að stofna í Jasper. Skrifelsi sem fannst í íbúð Kings styður þá full- yrðingu yfirvaldsins. WIFT 'SWHznh ALLIR SUZUKI BILAR ERU MEÐ: • vökvastýri • 2 loftpúða • 1 afImiklar vélar • samlæsingar ’ rafmagn I rúðum og speglum • styrktarbita (hurðum • • samlitaða stuðara • • Sérstaklega röskur og snúningslipur • Ein sparneytnasta vélin á markaðnum Lægsta bilanatíðni nýrra smábíla, aðeins 1,6%' • Óvenju ríkulegur staðalbúnaður fyrir bíl í þessum verðflokki ÆGSTA 1V.ANA iv-98 $ SUZUKI SWIFT Auto Reporf. 98 frá TUV, I Technisther Uberwachungs I Verein, byggt á meira en I SUZUKI BILAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. Heimasíða: www.suzukibilar.is TEGUND: VERÐ: GLS 3d 980.000 KR. GLX5d 1.020.000 KR. Oskar sendiherra í flóttamannaklípu DV, Ósló: „Einhverjir hafa breitt út sögur um að norska sendiráðiö standi fyrir happdrætti sem geti gefið þeim heppnu landvistarleyfi í Noregi. Þetta hefur leitt til þess að hér er nú biðröð fólks við sendi- ráðið og bíður þess að fá að vera með í happdrættinu," segir Óskar S. Óskarsson, Norðfirðingurinn sem nú er sendiherra Noregs í Addis Abeba í Eþíópíu. Sendiráðs- fólkið reynir að beita öllum til- tækum tungumálum til að gera fólkinu ljóst að sendiráðiö standi ekki fyrir landvistarhappdrætti. Óskar fór á síðasta ári til Addis sem sendiherra. Hann er norskur ríkisborgari en er annars fæddur og uppalinn á Neskaupstað. Hann hefur starfað að þróunarhjálp fyr- ir íslendinga, Dani og Norðmenn í aldarfjórðung. Ætlaði að ræna blökku- manni og myrða síðan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.