Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 Fréttir i>v Stjórnvöld sinnulaus vegna Kísiliðjunnar - segir formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur DV, Akureyri: „Það er mikil óánægja ríkjandi með sinnuleysi stjómvalda varð- andi málefni Kisiliðjunnar í Mý- vatnssveit. Flestir sem þar starfa era félagar i Verkalýðsfélagi Húsa- víkur og ég verð var við mikinn ótta meðal þeirra starfsmanna vegna framtíðar fyrirtækisins," segir Að- alsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, um málefni Kísiliðjunnar í Mývatns- sveit sem eru í mikilli óvissu. Aðalsteinn segir dæmi þess að sú óvissa sem ríkir um Kísiliðjuna og áframhaldandi starfsleyfi hennar hafi orðið til þess að fólk hafi flust burt úr sveitinni. „Það eru dæmi um þetta og fólkið er ekki tilbúið að lifa við þessa óvissu. Þetta mál verð- ur til umræðu í stjóm Verkalýðsfé- lags Húsavíkur í næstu viku og þar verður án efa ályktað um málið,“ segir Aðalsteinn. Hann segir stefnu stjórnvalda eða stefnuleysi mjög óábyrga. „Það gengur ekki að stjómvöld skuli ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort fyrirtækið fær leyfi til að fara í kís- ilgúrtöku í Syðri-Flóa, og ef að ekki eigi að veita það leyfi, skuli ekki hafa verið farið í viðræður við innlenda og erlenda fjárfesta sem hafa lýst yfir áhuga á því að kaupa meiri- hlutaeign ríkisins í verksmiðjunni og hefja þar nýja vinnslu, auka umsvifin á svæðinu og jafnvel að byggja til- raunaverksmiðju sem að öllum líkindum hefði Aðalsteinn Baldursson: „Mikil óánægja með sinnu- levsi stiórnvalda" risið á Húsavík“. Þarna á Aðal- steinn fyrst og fremst við aðila sem sýndu áhuga á að kaupa meirihlutann i Kísiliðjunni og hefja þar vinnslu á kísildufti. Aðal- steinn segir að sú vinnsla hefði farið þannig fram að hrá- efni til vinnslunnar, um 20 þúsund tonn á ári, hefði verið flutt inn tO landsins og út um 19 þúsund tonn af kísOdufti að vinnslu lokinni. „Þetta hefði bæði þýtt aukin um- svif í Mývatnssveit og eins á Húsa- vík, vegna flutninga um höfnina. Ef tO þess kemur að KísOiðjunni verð- ur lokað og ekkert kemur þar í stað- inn hefur það mjög alvarlegar af- leiðingar fyrir sveitarfélagið við Mývatn og á Húsavík. KísOiðjan hefur verið langstærsti vinnuveit- andinn í Mývatnssveit og sinnu- leysi stjórnvalda er óskOjanlegt og undrunarefni," segir Aðalsteinn. -gk Slökkt á ljósaskiltinu á Kringlunni: . Ekki nógu smart „Þetta ljósaskilti er bam síns tima og ekki nógu smart lengur," segir Sig- urþór Gunnlaugsson, markaðsfulltrúi hjá Kringlunni. Slökkt hefur verið á auglýsingaskiltinu sem prýtt hefur Kringluna frá upphafi en það er hið stærsta sinnar gerðar hér á landi. „Þetta kom af sjálfu sér þegar per- urnar fóru að springa því þær era nær ófáanlegar í heiminum. Við fund- um loks eina verksmiðju erlendis sem framleiðir þessa gerð af perum og það er aðeins spurning um tíma hvenær hún hættir því,“ segir Sigurþór. Hver pera í ljósaskdtið kostar sex hundruð krónur og fjögur þúsund per- ur þarf í skiltið svo það ljómi aUt. Lýs- ingin kostar því tvær mOljónir og fjögur hundruð þúsund. Þó skipta þurfi um þriðjung peranna á ári hverju hefur skiltið staðið undir sér og skilað hagnaði fram tO þessa. „Við erum að leita að nýjum mögu- leika og teljum að risastór sjónvarps- skjár myndi henta okkur best. GaUinn er bara sá að sjónvarpsskjár í þessari stærð kostar um 60 milljónir,“ segir Sigurþór Gunnlaugsson. -EIR Ljósaskiltið á Kringlunni. Barn síns tíma. Frá undirritun samstarfssamningsins. Páll Kr. Pálsson, stjórnarformaður Vistorku, skrifar undir. Við hlið hans situr Jan Smeele, fulltrúi frá Shell International B.V. DV-mynd Teitur íslenska vetnis- og efnarafalafélagið hf.: Vilja auka notkun vetnis Stofnað hefur verið hlutafélag, ís- lenska vetnis- og efnarafalafélagið hf., til að kanna möguleika á að auka notkun vetnis og eldsneytis, sem unn- ið er úr vetni, á kostnað innflutts fljót- andi jarðefnaeldsneytis, eins og DV greindi frá í fyrradag. Samstarfssamningur þess efnis var undirritaður en það gerðu m.a. fuU- trúar nýstofnaðs íslensks fyrirtækis, Vistorku hf., og erlendu stórfyrirtækj- anna DaimlerChrysler AG, Shell Intemational B.V. og Norsk Hydro ASA. Sex aðOar standa að Vistorku: Áburðarverksmiðjan, Háskóli íslands, Hitaveita Suðumesja, Iðntæknistofn- un, Nýsköpunarsjóður atvinmOífsins og Orkuveita Reykjavíkur. Með samstarfi Vistorku, Daim- lerChrysler AG, SheU International B.V. og Norsk Hydro ASA er stefnt að því að ísland verði vettvangur til að prófa þessa nýju tækni sem er að ryðja sér til rúms í mjög harðri sam- keppni, bæði bUaframleiðenda og orkufyrirtækja. Vetni hefur verið framleitt hér á landi í tæpa hálfa öld með því að kljúfa vatn með raforku. PEM (Proton Exchange Membrane) efnarafalar, sem fyrirtækin DaimlerChrysler og BaUard hönnuðu nýlega, gera mögu- legt að nota vetni tO að knýja farar- tæki á láði og legi. í undirbúningi er upphafsverkefni sem felst I notkun vetnis tii að knýja strætisvagna Reykjavíkur. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi framleiðir vetnið sem til þarf með tækni frá Norsk Hydro. “Við íslendingar höfum verið í fremstu röð þjóða heims í þvi að nýta okkur umhverfisvæna orkugjafa í gegnum tíðina," sagði Finnur Ingólfs- son, umhverfis- og viðskiptaráðherra. „Þetta sanna dæmin. Við ruddum brautina í að ryðja olíunni úr notkun við húshitun og taka í staðinn upp orkugjafa eins og hitaveiturnar. Við höfum því verið i fararbroddi á þessu sviði og því verðum við að halda áfram.“ Hjálmar Árnason alþingismaður er formaður nefndar sem skipuð var 1997 tO að fjalla um möguleika á nýtingu innlendra orkugjafa, sérstaklega með tiOiti tO þróunar á notkun óhefðbund- inna orkubera. Hann sagði að erlendu fyrirtækin myndu nýta sína reynslu. „En það sem ísland býður er smæð samfélagsins, reynslan af því að skipta um orkugjafa, opið samfélag og ekki sist pólitísk yfirlýsing frá rikis- stjórninni.“ „Enn er nokkuð dýrara að reka vetniskrúin farartæki en hefðbund- in,“ sagði Finnur. „Þróunin er þó í þá átt að munurinn fer minnkandi og gæti þar dregið verulega saman á næsta áratug. Því telur nefndin mikil- vægt fyrir tslendinga að fylgjast náið með framþróun vetnistækni og vera undir það búnir að söðla um í elds- neytisnotkun þegar og ef aðstæður leyfa. Takist það gætu íslendingar hugsanlega sjálfir fullnægt eigin þörf- um fyrir eldsneyti og þannig stuðlað að vistvænum samgöngum í og við landið." Guðjón Ólafur Jónsson kom fram fyrir hönd Guðmundar Bjarnasonar umhverfisráðherra. Hann sagði að ríkisstjómin fagnaði stofnun félagsins og telur að hún sé viðurkenning á sér- stöðu og möguleikum íslands þegar litið er til framtíðar. „Afstaða ríkis- stjómarinnar er sú að framkvæði þeirra aðila sem hér eiga í hlut beri að fagna og virða.“ -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.