Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 24
f24 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 Sviðsljós DV YL GJANi Á sýningu Ralph Laurens í New York á tísku næsta hausts og vetrar mátti sjá þennan glæsilega rauða kvöldklæðnað úr ull. Símamynd Reuter Fergie Hertogaynjan af Jórvlk, Fergie, varð skelfingu lostin í Róm á dögun- um er ljósmyndarar og sjónvarps- menn eltu bíl hennar og Gaddos della Gherardesca greifa. Ljósmynd- ararnir eltu bíl þeirra er þau komu til frumsýningar á kvikmynd Meryl Streep, Dancing at Lughnasa, og einnig er sýningunni var lokið. „Þetta var eitt af verstu kvöldun- um í lífi mínu. Ég var óskaplega hrædd. Þetta var algjör martröð," á Fergie að hafa sagt við vinkonu sína. Atvikið á að hafa verið mjög svip- á flótta að því er gerðist í París þegar Díana prinsessa og ástmaður hennar, Dodi Fayed, létust. Samkvæmt breskum slúðurblöð- um mun Fergie hafa sagt vinkonu sinni að ljósmyndarar á mótorhjól- um hafi stöðugt umkringt bíl henn- ar og greifans. Bílstjórinn hafi með naumindum getað komist hjá árekstri á síðustu stundu. Athygli ljósmyndaranna er skýrð með því að Fergie og greifinn hafi sést rífast í opinberri móttöku á Ítalíu. Tryggði tillann og röddina fyrir hundruð milljóna ^ Rokksöngvarinn Mick Jagger hefur tryggt tillann á sér og rödd sína fyrir nærri 400 milljónir ís- lenskra króna ef marka má frá- sögn ffanska vikuritsins Ex- press. Bruce Springsteen fær nærri hálfan milljarð frá tryggingafélag- inu sínu missi hann röddina. Og fótbrotni Mich- ael Jackson fær hann svipaða upp- ** hæð og Springsteen. Kynbomban Gina Lollobrigida hætti heldur ekki á neitt. Hún tryggði brjóstin á sér og sérfræðingur mælir á hverju ári lengdina á miili brjóst- vartanna og naflans. Síkki brjóstin á Gina að fá háar bætur. Geri Halliwell nærri drukknuð í Úganda Geri Halliwell, fyrrverandi Kryddpia, var nærri drukknuð þegar hún féll úr gúmmibát við sjónvarpsupp- tökur í Úganda. í viðtali við breskt blað segir Geri, sem nú er góðgerðarsendi- herra Samein- uðu þjóðanna, að hún hafi ver- ið í heimsókn í Úganda ásamt leikaranum Steph- en Fry fyrr á árinu þegar hún féll útbyrðis. Hún hafi orðið ofsalega hrædd og hugsi nú um hversu lit- ils hún sé megnug í baráttunni við æðri máttarvöld. Hún hafi haldið að sín síðasta stund væri runnin upp. Ofurfyrirsætan Kate Moss: Var alltaf drukkin HreiffÍHg (BPBCT) tiBBÞ á tískusýningum Breska ofúrfyrirsætan Kate Moss viðurkennir í viðtali við tískuritiö The Face að hún sé alkóhólisti. í viðtalinu segir Kate að í tíu ár hafi hún aldrei tekið þátt 1 tískusýningu án þess að vera undir áhrifum áfengis. Lífið hafi snúist í kringum kampavín, vodka og hass. Sam- kvæmt frásögn Kate er tískubrans- inn allt annað en glamúrinn og glitrið sem maður sér á sjónvarps- skjánum. Loks missti hún stjórnina á neysl- unni og varð að leggjast á meðferð- arstofnun í London. Nú vonar Kate að hún verði þurr það sem eftir er og að hún eigi aldrei eftir að neyta áfengis og annarra fikniefna. Þegar Kate sat fyrir í ljósmyndastútíói hafði hún alltaf með sér vasapela með vodka í handtöskunni sinni. Hún tók aldrei þátt í tískusýningu án þess að hafa hresst sig á nokkrum kampavínsglösum fyrst og undir lokin voru þau orðin talsvert mörg. „Svona ganga hlutirnir fyrir sig. Maður drekkur kampavín. Maður drekkur alltaf kampavín fyrir sýningar. Stöðugt. Meira að segja klukkan 10 á morgnana. Þetta gekk svo langt að við vorum famar að neita að sýna nema við fengjum kampavín. Þetta var hræðiiegt," segir Kate í viðtalinu. Hún sækir nú fundi hjá AA- samtökunum. Hún hefur fleygt vasapelanum. „Ég er edrú. Ég er ógift. Ég á frábæra vini. Ég er ánægð í Kate Moss. Símamynd Reuter vinnunni. Eg er ekki vitlaus," segir Kate um lífið sitt án áfengis. Misnotkun Kate á áfengi og öðrum fíkniefnum var ein af ástæðunum fyrir skilnaði hennar og kærastans fyrrverandi, Hollywoodstjörnunnar Johnnys Depps. Hann vildi slíta sambandinu þar sem honum fannst hann vera að sökkva með Kate í viiltu lífi hennar. Hann tók í staðinn saman við frönsku leikkonuna Vanessu Paradis. í nóvember í fyrra sagði Kate að hún heföi lagst inn á stofnun í London til að hvíla sig. Nú hefur hún sem sagt viðurkennt að hún hcifi verið í meðferð vegna misnotkunar, vannæringar og svefnleysis. Zrf» Ég bvrja A-Ð It F A Á MORGU Hættu aö blekkja sjálfan þig! Rétti dagurinn til aö byrja er í dag. Það eru engar afsakanir teknar gildar. Fáöu þér stimpilkortí næstu sundlaug, eöa hjá samstarfsaðilum okkar, mættu tíu sinnum í febrúar og þú færð bókina Betri línur eftir heilsuræktargúrúinn Covert Bailey aö gjöf! Þú gætir einnig komist frítt til London eöa unnið einn af tugum glæsilegra vinninga! Luciana Gimenes: Með milljónamagann í Ríó Heimsins mest umtalaða bumba var á kjötkveðjuhátíðinni í Rio de Janeiro. Fyrirsætan Luciana Gimenes, sem segist eiga von á bami með rokkstjömunni Mick Jagger, dansaði og skemmti sér með beran magann á kjötkveðjuhátíð- inni i borginni þar sem hún hitti meintan barnsföður sinn í fyrsta sinn. Luciana, sem fullyrðir að Mick Jagger hafi greitt henni tugi milljóna króna fyrir aö segja ekki frá sambandi þeirra, kveðst nú ekki skilja hvað hún hafi séð við Jagger. Hann sé hrukkóttur og magur og alls ekki hennar týpa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.