Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 Fiiálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasfða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@>ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Allir tapa nema líknarfélögin Spilafíkn eykst jafnt og þétt hérlendis, einkum meö- al ungs fólks. Ögmundur Jónasson alþingismaður greindi frá þessu í þingumræðu í fyrradag og bar fyr- ir sig rannsóknir SÁÁ. Þar kom einnig fram að fé- lagasamtök og stofnanir höfðu 1120 milljónir króna í tekjur af söfnunarspilakössum árið 1997. Samhengi virðist vera milli aukinnar spilafíknar og íjölgunar spilakassanna og það er rétt ályktun hjá þingmannin- um að stofnanir þær og samtök sem skipta á miUi sín spilagróðanum eru orðin háð honum - líkt og spilafiklarnir fíkn sinni. Alvarleg spilafíkn er talin hrjá um 1-2 prósent fólks í vestrænum löndum. Mið- að við það er ekki fjarri lagi að það eigi við um þrjú þúsund íslendinga. Þær stofnanir og samtök sem hag hafa af rekstri spilakassanna eru hinar merkustu og gegna mikil- vægu hlutverki í samfélaginu; Háskóli íslands, Rauði krossinn, Landsbjörg og síðast en ekki síst, SÁÁ sjálf. Því verður hins vegar ekki neitað að það er tvískinn- ungur að þessar stofnanir og samtök þrífist meðal annars á ógæfu fólks, fíkla sem eyða stórfé í spila- kassa og skaða líf sitt og sinna nánustu. DV ræddi við Óttar Guðmundsson geðlækni um spilafíkn í tvígang, árin 1993 og 1995. Þar spáði lækn- irinn því að spilafíklum ætti eftir að fjölga mikið næstu ár. Hann sagði þá að árlega leituðu fimmtán til tuttugu manns aðstoðar áfengisdeildar á Vífilsstöðum vegna spilafiknar. Óttar reyndist forspár því það kom fram í máli Ögmundar Jónassonar á Alþingi að árið 1996 innrituðust 85 einstaklingar í stuðningshóp spilafíkla hjá SÁÁ, og yfir 90 árið eftir og enn fjölgar. Það er því spurningin, að sögn þingmannsins, hversu góður sá málstaður getur orðið sem aflar tekna með þessum hætti. Óttar Guðmundsson læknir lýsti spilafikninni sem sjúkdómi - stjórnleysi og þráhyggju sem einkennist af því að einstaklingar hafa enga stjórn á fikn sinni í spilakassa. Félagslegar afleiðingar stjórnast af því hve löngum tíma og miklum peningum er eytt. Þeir sem forfallnir eru eyða hundruðum þúsunda á ári. Fiknin fer alveg með þeirra líf og þeir tapa bæði fjölskyldum og eignum. Þegar spilafíklarnir hafa spilað aleiguna frá sér pretta þeir aðra til að ná sér í peninga og fá þá til að ábyrgjast víxla og skuldabréf sem síðan falla á ábyrgðarmennina, oft með alvarlegum afleiðingum. Það tapa allir nema líknarfélögin, sagði læknirinn. Unga kynslóðin elst nú upp við tölvuspil og leiki. Fyrir fjórum árum benti Óttar Guðmundsson á þessa hættu og efaðist ekki um að uppvaxandi kynslóð væri mun spenntari fyrir fjárhættuspilum en kynslóðin á undan sem ekki væri jafn ginnkeypt fyrir svo vél- rænni fíkn. Hann hvatti því foreldra til að fylgjast vel með stundi ungdómurinn tölvuleiki úr hófi fram. Sú hvatning á ekki síður við nú. Það er tæplega siðferðilega verjandi að æðsta menntastofnun landsins og helstu líknarfélög byggi afkomu sína að umtalsverðu leyti á afrakstri spila- kassa, svo ekki sé minnst á sjúkrastofnunina sjálfa, SÁÁ, sem beinlínis fæst við afleiðingar spilafíknar- innar. Til þeirra þjóðþrifastarfa á að afla flár með öðrum hætti. Jónas Haraldsson Leiðrétting: í leiðara blaðsins í gær átti að standa að Alþýðubandalagið fengi sjö þingmenn og Þjóðvaki þrjá ef miðað er við úrslit síðustu þingkosninga. Það er einkennilegt að hugsa til þess að þessari öld skuli ljúka með ókyrrð og stríðsrekstri á Balkanskaga. Landsvæðið sem hratt af stað stríðinu mikla, eins og Bretar kalla fyrri heimsstyrj- öldina, logar enn í deilum. Deilum sem eiga rót sína í átökum á fjórt- ándu öld. Það er því eins gott að fara varlega í dag því afleiðingar þess sem við nú gerum geta haft áhrif á þá sem uppi verða eftir fimm hundruð ár. Kosovo Deilurnar í Kosovo eru skýrðar sem deilur þjóða með ólík trúar- brögð eða ólika menningu. Hætt er þó við að undir niðri leynist efna- hagslegir hagsmunir stríðandi fylk- inga eins og oftast er þegar stríð brjótast út. Jafnvel þau stríð, sem háð voru á síðustu öld í nafni þjóð- frelsis, höfðu efnahagslega orsök. Það sem flækir deiluna í Kosovo umfram aðrar deilur um sjálfstæði þjóða og þjóðarbrota eru hinar miklu breytingar sem orðið hafa á þessari öld á samsetningu íbúa í héraðinu en Albönum hefur fjölgað gríðarlega síðustu áratugi á kostn- að Serba. Orðið stöðugleiki hefur því augljóslega aðra merkingu í heimshluta þar sem landamærin hafa verið að breytast alla öldina. Samningarnir og NATO Verkefni þeirra sem sitja við samningaborðið er því fyrst og „Táknið fyrir stöðugleikann og tryggingin gegn yfirgangi Serba er NATO,“ segir Árni m.a. í grein sinni. - Madelaine Albright, utanríkisráð- herra Bandarfkjanna, í ræðustóli hjá NATO í Brussel. Kosovo, NATO og ísland fremst að finna leið sem tryggir stöðugleika. Stöðugleiki er grund- völlur þess að raunverulegar framfarir geti átt sér stað og skil- að sér til alls almennings, hvort sem hann er af albönsku eða serbnesku bergi brotinn. Fram- ferði Serba á Balkanskaga hefur ekki verið þess eðlis að líkur séu á því að Jjeim sé treyst af þeim sem við þá deila og því vonlaust að samningar um nokkum skapaðan hlut náist án utanaðkomandi að- stoðar. Samningsstaðan er nú ólík því sem var þegar Dayton-sam- komulagið náðist um Bosníu, því stríðandi fylkingar eru ekki komn- ar að fótum fram eins og raunin var í Bosníu er samkomulag náðist. Það er hins vegar nauðsynlegt að koma í veg fyrir með öllum ráðum að mál þróist á sama veg og í Bosníu með ómældum þján- ingum almennings af öllum þjóðernum. Táknið fyrir stöðugleik- ann og tryggingin gegn yfir- gangi Serba er NATO. Þetta fimmtíu ára gamla varnar- bandalag hef- ur nú tæki- færi til að miðla af reynslu og að- stoða stríð- andi aðila við að finna fram- tíð sinni fót- festu. Þegar kalda stríðinu er lokið hafa ný verk- efni komið inn á borðið og ljóst að enginn annar aðili er þess megnugur að takast á við vandann nema NATO í heild sinni. Stækkun NATO er auðvitað ótvíræðasta sönnun þessa. ísland Þaö skýtrn- þess vegna skökku við að á Al- þingi íslend- inga skuli fiallað um til- lögu frá Stein- grími J. Sig- fússyni sem stefnir að því að ísland gangi úr NATO og varnarliðið fari. Auðvitað kemur það engum á óvart þótt Steigrím- ur flytji tiOögu sem þessa en það eru við- brögð forystu- manna Sam- fylkingarinnar sem koma á óvart. í umræðum á Alþingi kom fram hjá einum af leiðtogum Samfylkingarinnar að hún fagnaði tillögunni og að Sam- fylkingin væri tillögunni sammála. Ef þetta er raunin er rofin sam- staða lýðræðisflokkanna í vamar- málum og með því sendum við ís- lendingar samstarfsaðilum okkar í NATO alröng skilaboð um það hvaða sýn við höfum á öryggis- og varnarmálum í Evrópu. Árni M. Mathiesen „Þaö skýtur þess vegna skökku við að á Alþingi íslendinga skuli fjallað um tillögu frá Steingrími J. Sigfússyni sem stefnir að þvi að ísland gangi úr NATO og varnarliö- ið fari. Auðvitað kemur það eng- um á óvart þótt Steigrímur flytji tillögu sem þessa en það eru við- brögð forystumanna Samfylking- arinnar sem koma á óvart.“ Kjallarinn Árni M. Mathiesen alþingismaður Skoðanir annarra Bygging í Vatnsmýrinni „I raun eru engin svæði tilbúin til byggingar í Reykjavík fyrr en á næstu öld! Augu aimennings hafa nú opnast fyrir hnignun miðborgarinnar og al- mennum lóðaskorti í Reykjavík ... Ein athyglisverð- asta hugmyndin varðar byggð í Vatnsmýrinni ... Reykjavíkurflugvöllur hefur um áratuga skeið verið sem fleygur á milli Háskólans, Öskjuhlíðar, Naut- hólsvíkur, Skerjafjaröar og miðbæjarins ... Hætta er á að flugvöllurinn festist í sessi um áratuga skeið með fyrirhuguðum framkvæmdum sem nú eiga að fara fram og kosta munu skattgreiðendur marga milljarða króna. Nauðsynlegt er því að skoða nýting- armöguleika þessa framkvæmda eftir flutning flug- valiarins." Eyþór Arnalds í Mbl. 17. febr. Aðeins meö leyfi borgarinnar „Borgin ræður því auðvitað hvað er byggt þannig að það verður ekkert byggt í Vatnsmýrinni, þótt þar væri enginn flugvöllur, nema með leyfi borgarinnar. Og ef hægt er aö sýna ríkinu fram á að þarfir þess séu uppfyUtar meö hentugri hætti en er í dag þá sé ég nú ekki hvemig það ætti að leggjast gegn því. Þetta er ekki ný hugmynd, hún hefur oft verið rædd áður, en er nú á því stigi að menn hafa gert aðeins meira en að segja að það væri sniöugt að byggja flug- vöUinn úti i Skerjafirði... Við höfum boðið upp á að ræða málið og það em tvær spumingar sem þarf að svara strax: VUja menn flytja flugvöUinn og vUja menn byggja I Vatnsmýrinni?" Stefán Friðfinnsson í Viðskiptablaðinu 17. febr. Lífeyrisskattur „Lífeyrisþegar eiga rétt á sömu skattlagningu og aðrir, sem njóta fjármagnstekna. Þegar reiknuð er út upphæð fjármagnsteknanna er reiknað með 3% raunávöxtun tU 40 ára. Mér finnst því raunsætt og eðlUegt að lífeyrisþegar í lífeyrissjóðum njóti sömu „réttinda" og aðrir landsmenn og greiði 38% skatt af eigin framlagi (ca 1/3) en 10% skatt af áunnum fjár- magnstekjum. Það má að sjálfsögðu bera því við að lifeyrissjóðir greiði ekki skatt og því sé „ágóði“ óeðlUega mikUl. Á móti kemur að þeir eru að spara ríkissjóði mikil útgjöld vegna lægri útgjalda Trygg- ingastofnunar ríkisins og þeir stuðla að geysUega auknum sparnaði í þjóðfélaginu." Páll Gíslason í Mbl. 18. febr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.