Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 19.02.1999, Blaðsíða 29
FÖSTUDAGUR 19. FEBRÚAR 1999 29 Þorsteinn Bachmann í hlutverki Búa. Búa saga í kvöld verður síðasta sýning á Búa sögu eftir Þór Rögnvaldsson í Borgarleikhúsinu. Hér er á ferð- inni sérstætt nýtt íslenskt leikrit sem að grunni til er byggt á Kjal- nesingasögu en hefur um leið sterka skírskotun til Antígónu Sófóklesar og ekki síður til verka Halldórs Laxness, Nietzsches og Hegels. Leikritið gerist í nútíman- um en helstu sögupersónur hinn- ar fornu sögu er að finna í leikrit- inu og sögunni er fylgt eftir nokkurn veginn. Búasaga hlaut fyrstu verðlaun í leikritasam- keppni Leikfélags Reykjavíkur sem efnt var til í tilefni af eitt hundrað ára afmæli félagsins. Leikhús Leikarar eru Þorsteinn Bach- mann, sem fer með hlutverk Búa, Árni Pétur Guðjónsson, Björn Ingi Hilmarsson, Guðlaug E. Ólafsdóttir, Halldór Gylfason, Pét- ur Einarsson, Rósa Guðný Þórs- dóttir, Sóley Elíasdóttir, Theodór Júlíusson og Valgerður Dan. Leik- stjóri er Eyvindur Erlendsson og gerði hann einnig leikmynd. Bún- inga gerði Una Collins og Pétur Grétarsson samdi tónlist. Kirkjan í heimi breytinga Á morgun, kl. 13.30, verður hald- ið málþing á vegum Kjalarnespró- fastsdæmis um siðfræðina og læknavísindin í Strandbergi, safn- aðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Þar mun dr. Einar Ámason prófess- or tala um siðferðileg álitamál í erfðarannsóknum og sr. Kristín Þórunn Tómasdóttir, héraðsprestur Kjalamesprófastsdæmis, fjalla um sýn guðfræðinnar á vísindin. Mál- þingið er í röð málþinga sem hafa yfirskriftina Kirkjan í heimi breyt- inga. Afstaða vinnandi fólks til þingkosninganna Málfundur á vegiun sósíalíska vikublaðsins Militant undir yfir- skriftinni afstaða vinnandi fólks til þingkosninga verður að Klapparstíg 26, 2. hæð, á morgun, kl. 14. Fram- saga: Gylfi Páll Hersir. Samkomur Félag eldri borgara í Reykjavík Dansað frá kl. 21 í kvöld í Ás- garði, Glæsibæ. Birgir Gunnlaugs- son leikur fyrir dansi. Félagsfundur á sunnudag, kl. 14. Háskólafyrirlestur Magnús Jóhannsson grasafræð- ingur flytur fyrirlestur í dag sem nefnist „Frjópípur: vöxtur, sam- keppni og val“ í boði Líffræðistofn- unar. Fyrirlesturinn er haldinn í G- 6, Grensásvegi 12, kl. 12.20. Barn dagsins í dálkinum Bam dagsins em birtar myndir af ungbörnum. Þeim sem hafa hug á að fá birta mynd er bent á að senda hana í pósti eða koma með myndina, ásamt upplýsingum, á ritstjórn DV, Þverholti 11, merkta Barn dagsins. Ekki er síðra ef barnið á myndinni er í fangi systur, bróöur eða foreldra. Myndir em endur- sendar ef óskað er. Bubbi Morthens skemmtir í Félagsheimilinu í Vestmannaeyjum í kvöld. Síðdegi í Hinu húsinu Moðhaus kemur fram á síðdegistónleikum Hins hússins og Rásar 2 í dag kl.17. Moðhaus er hljóm- sveit skipuð fjórum pilt- um á aldrinum 15-16 ára sem flytur frumsamda tónlist. Moðhaus kom t.d. fram á Rokkstokk ‘98 og er þessa stundina að vinna nýtt efni í stúdíói. Tónleikarnir fara fram, að venju, á Geysi-Kakó- bar, Aðalstræti 2, Reykja- vík. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir. Bubbi í Eyjum Bubbi Morthens er staddur í Vestmannaeyjum þessa dagana. í gærkvöld hélt hann tónleika fyrir nemendur í Framhaldsskóla Vest- mannaeyja og í kvöld verður hann með stórtónleika í Félagsheimilinu (Leikhúsinu). Það eru ár og dagar síðan Bubbi hefur haldið tónleika í Eyjum svo að Eyjakonur og menn ættu að hópast í leikhúsið og hafa þar góða kvöldstund með Bubba. Unun á Gauknum í kvöld spilar hljómsveitin Unun í fyrsta sinn á Gauknum með nýjum mannskap. Þau ætla að halda uppi sannkallaðri fóstudags djamm- stemningu með blöndu af frum- Skemmtanir sömdu efni og coverlögum. Annað kvöld heldur fjörið áfram með gleði- bandinu Geimfórum. Þeg- ar kemur að fjöri kalla þessir strákar ekki allt ömmu sína. Veðrið í dag Rok eða ofsaveður Um 200 km norður af Melrakka- sléttu er kröpp 945 mb. lægð sem þokast suðaustur á bóginn en 1022 mb. háþrýstisvæði er yfir Norðaust- ur-Grænlandi. í dag verður norðvestanátt, víða hvassviðri eða stormur en rok eða ofsaveður norðaustan- og austan- lands þegar líður á morguninn. Gera má ráð fyrir ofanhríð og skafrenningi á Norðurlandi og einnig norðaustanlands en annars staðar verða él. Þó verður úrkomu- laust víðast á Suðausturlandi. Læg- ir vestan til á landinu um miðjan daginn en hvessir aftur í kvöld og nótt. Frost á bilinu 6 til 12 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður allhvöss norðvestlæg átt og él. Frost 5 til 8 stig. Sólarlag í Reykjavík: 18.14 Sólarupprás á morgun: 9.07 Síðdegisflóð í Reykjavík: 20.48 Árdegisflóð á morgun: 9.08 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri alskýjaó -6 Bergsstaöir snjókoma -9 Bolungarvík snjóél -10 Egilsstaóir -5 Kirkjubœjarkl. skýjaö -4 Keflavíkurflv. srijóél -6 Raufarhöfn snjókoma -6 Reykjavík skafrenningur -6 Stórhöfói snjóél á síö.kls. -4 Bergen rigning 3 Helsinki þoka í grennd -6 Kaupmhöfn slydda 0 Ósló alskýjaö -4 Stokkhólmur -8 Þórshöfn léttskýjaö 3 Þrándheimur skýjaö 0 Algarve heiöskírt 9 Amsterdam rigning 8 Barcelona léttskýjaö 7 Berlín snjókoma á síó.kls. 0 Chicago alskýjaö -1 Dublin rigning 11 Halifax ringing 8 Frankfurt þokumóöa 4 Glasgow úrkoma í grennd 7 Hamborg þoka 2 Jan Mayen London ringing á síö.kls. 10 Lúxemborg súld 6 Mállorca skýjaö 4 Montreal léttskýjaö -2 Narssarssuaq heiöskírt -20 New York hálfskýjaö 3 Orlando heiöskírt 15 París ringing á síö.kls. 8 Róm léttskýjaö 5 Vín snjókoma -0 Washington hálfskýjaó 0 Winnipeg léttskýjaö -15 Frænkumar Magnea og Eygló Litlu stúkurnar tvær eru frænkur og heita Magnea Mist og Eygló Inga. Magnea Mist fæddist 5. nóvember síðastliðinn í Ósló. Hún var við fæðingu 4.285 grömm og 53 sentímetrar. Foreldrar hennar eru Friðrik Frið- Börn dagsins riksson og Guðmunda Kristín Elvarsdóttir. Eygló Inga fæddist 19. ágúst síð- astliðinn á ísafirði. Hún var við fæðingu 2.780 grömm og 48,5 sentímetrar. Foreldrar hennar eru Bald- ur Páll Hólmgeirsson og Ingibjörg Heba Halldórs- dóttir. Stúlkumar eru fyrstu börn foreldra sinna. Snjór á vegum Vegna mikillar fannkomu er víðast hvar mikill snjór á vegum og sums staðar ófært. í morgun var mokað á öllum helstu leiðum en nokkrar heiðar eru þó ófærar. Bílstjórum sem ætla að keyra á lands- Færð á vegum byggðinni er bent á að fylgjast með veðurlýsingum því spáð er fannfergi og hvassviðri og þá eru vegir fljótir að spillast. ' E3 Steinkast EJ Hálka Cd Ófært 0 Vegavinna-aögát 0 Öxulþungati [D Þungfært © Fært fjallat Vatnsberinn og móðir hans. Adam Sandler og Kathy Bates í hlutverk- um sínum. Vatnsberinn Sam-bíóin sýna gamanmyndina The Waterboy. í henni leikur Adam Sandler Bobby Boucher, þrjátíu og eins árs gamlan ein- feldning í umsjá móður sinnar sem ofverndar hann. Eina sam- band hans við umheiminn er vinna hans sem vatnsberi hjá há- skólafótboltaliði þar sem leik- menn gera stanslaust grín að hon- um. Þegar nýr þjálfari er ráðinn sér hann aumur á Bobby og segir honum að hann eigi að svara fyr- ir sig á einhvem hátt þegar honum er ’////////; Kvikmyndir strítt jafnmikið og raunin er. Bobby tekur þjálfarann á orðinu og næst þegar honum er strítt ræðst hann á viðkomandi af miklum krafti og sá liggur á auga- bragði í gólfinu. Þjálfarinn sér þennan fimakraft í Bobby og telur að hægt sé aö virkja hann I fót- boltanum. Auk Adams Sandlers leika Kathy Bathes og Henry Winkler stór hlutverki í The Wa- terboy. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bíóhöllin: Pöddulíf Bióborgin: You've Got Mail Háskólabíó: Elizabeth Háskólabíó: Pleasantville Kringlubíó: Wishmaster Laugarásbíó: A Night at the Roxbury Regnboginn: 54 Krossgátan í 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Lárétt: 1 þrá, 8 gramar, 9 leyfist, 10 önn, 11 svalt, 13 fálm, 15 gruna, 16 bor, 18 skafa, 19 jafningi, 20 góðlynd. Lóðrétt: 1 karlmannsnafn, 2 ljáir, 3 fugl, 4 kroppar, 5 hremmi, 5 skipti, 7 komist, 12 gljáhúð, 14 bindi, 15 tryllt, 17 aðferð, 18 átt. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 skjól, 6 sá, 8 lauk, 9 ull, 10 orðuna, 11 plöntur, 13 pól, 15 nift, 17 ás, 18 dulu, 20 maur, 21 álm. Lóðrétt: 1 slopp, 2 karl, 3 juð, 4 ókunnur, 5 lunti, 6 slaufu, 7 álar, 12 öldu, 14 ósa, 16 töm, 17 ám, 19 lá. Gengíð Almennt gengi LÍ19. 02. 1999 kl. 9.15 Éininn Kaup Sala Tnllqenqi Dollar 71,140 71,500 69,930 Pund 116,150 116,740 115,370 Kan. dollar 47,780 48,080 46,010 Dönsk kr. 10,7070 10,7660 10,7660 Norsk kr 9,1220 9,1720 9,3690 Sænsk kr. 8,9260 8,9750 9,0120 Fi. mark 13,3900 13,4710 13,4680 Fra. franki 12,1370 12,2100 12,2080 Belg.franki 1,9736 1,9855 1,9850 Sviss. franki 49,7400 50,0200 49,6400 Holl. gyllini 36,1300 36,3400 36,3400 Pýskt mark 40,7100 40,9500 40,9500 ít. líra 0,041120 0,04136 0,041360 Aust. sch. 5,7860 5,8210 5,8190 Port. escudo 0,3971 0,3995 0,3994 Spá. peseti 0,4785 0,4814 0,4813 Jap. yen 0,592100 0,59560 0,605200 írskt pund 101,090 101,700 101,670 SDR 97,700000 98,29000 97,480000 ECU 79,6100 80,0900 80,0800 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.