Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 Spurningin Á hvaða útvarpsstöð hlustarðu mest? Hulda Katrín Stefánsdóttir nemi: FM 957, því þar eru skemmtilegir leikir. Sigrún Sigurðardóttir nemi: X-ið er eina stöðin sem rokkar. Pino Zagari, starfsmaður Sólar- Víkings: FM 957. Þorsteinn Kristjánsson, lyftara- maður hjá Samskipum: Tvíhöfða á X-inu. Þorvaldur Baldursson verkamað- ur: Ég spái aldrei í það. Lovísa Sigrúnardóttir nemi: Hljóðneminn og Lindin eru það eina sem ég hlusta á. Lesendur Endurbygging Seljalvallalaugar Frá sundlauginni á Seljavöllum. - Páll leggur til að varðveisla laugarinnar verði fengin í hendur Byggðasafninu í Skógum. Páll A. Andrésson skrifar: Vorið 1995 ákváðum við, nokkrir brottfluttir Eyfellingar, ásamt Ung- mennafélaginu Eyfellingi að freista þess að lagfæra Seljavallalaug, sem þá var komin í þvílíka niðurníðslu að orð fá vart lýst. Við blasti algjör eyðilegging. - Við verkið hafa að- stoðað með fjárframlögum: Ríkis- sjóður, Byggðastofnun, bankar, Hér- aðsnefhd Rangæinga og sveitónfé- lög, auk fjölda einstaklinga og fyrir- tækja. Þann 9 maí sl. var lagfæring- um að heita mátti lokið og var því fagnað með því að halda hátíðlegt 75 ára afmæli laugarinnar. í alveg einstaklega fögru veðri mætti fjöldi fólks við laugina og komu menn frá Stöð 2 og mynduðu og tóku viðtöl við gesti, þ.á m. tvo þeirra sem unnu við byggingu laugarinnar. Meðal viðstaddra voru tveir sveit- arstjórnarmenn sem lýstu ánægju sinni með unnið verk. Og af þessu tilefni var öllum íbúum A -Eyja- fjallahrepps boðið til kvöldverðar í Fossbúð, félagsheimili sveitarinnar í Skógum. En upp úr þessu gerðist nokkuð sem enginn hafði átt von á. Bóndinn á Seljavöllum sendi kærur til sýslumans og Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, krafðist lokunar og að vatnið yrði tekið af lauginni og henni lokað fyrir fullt og allt. Jafn- framt lokaði hann uppá eigin spýtur vegi þeim sem liggur að lauginni, en sá vegur hefur allt frá upphafi laugarinnar verið leið gesta að henni. Bóndinn mun jafnvel hafa hótað sveitarstjómarmönnum því að hætta búskap á Seljavöllum ef þeir kæmu ekki í veg fyrir frekari lagfæringar á lauginni. - Bóndinn á Seljavöllum hefur byggt upp mynd- arlega ferðaþjónustu á jörð sinni og ekki var annað séð en varðveisla Seljavallalaugar styrkti fremur þá þjónustu en hitt. Nokkrir menn hafa fullyrt í mín eyru að á afmælisfundi árið 1943 hafi Óskar Ásbjömsson, þáverandi bóndi á Seljavöllum, og Anna kona hans ákveðið að gefa lauginni úr landi sínu allt það vatn sem til hennar þyrfti um ókomin ár. Á þeim tíma gilti að „orð skulu standa" og því var ekki talin þörf á að þinglýsa þessari höfðinglegu gjöf Óskars, né eignar- haldi á lauginni. - Fyrir það eru menn nú sennilega að gjalda. Öll umgengni við laugina eftir að lagfæringum lauk hefur verið til fyrirmyndar - að einu atviki frá- töldu. Og það er auðvelt að setja á svið illa umgengni ef vilji er fyrir hendi. Má ætla að kominn sé hefð- arréttur á tilvist hennar, veginn sem að henni liggur og vatnið sem í hana rennur. Ég legg því til að varð- veisla laugarinnar verði fengin í hendur Byggðasafninu í Skógum. Frestun hvalveiða verður fordæmd Ólafur Heiðar Þorleifsson skrifar: „Hvílíkir aumingjar", hrökk út úr mér, þegar ég fylgdist með sjón- varpsfréttum Stöðvar 2 og sagt var frá mögulegri frestun hvalveiði. Tekið var viðtal við tvo herramenn. Annar sagði að „nefndin" þyrfti að vinna málið betur og að við þyrft- um að standa saman ef eitthvað kæmi upp á. - Hvílíkt rugl er þetta. Stöndum við íslendingar ekki þétt saman ef eitthvað bjátar á? Við þurfum enga „nefnd“ eða „skýrslu" þar um. Ég spyr, en vænti ekki svars: Eru þessir menn heilbrigðir, eru þetta forystumenn þjóðcirinnar? Speglast sjálfstæði þjóðarinnar í þessu margþvælda máli og fleiri svipuðum? Hvemig var ekki þegar við tókum á móti tævönsku sendi- nefndinni fyrir ekki löngu síðan, og meðtókum mótmæli kínverskra stjórnvalda? Eigum við að spyrja Clinton, for- seta Bandaríkjanna, hvort við meg- um veiða hval? Ég vil að lokum mót- mæla íhlutun bandarískra stjóm- valda af innanríkismálum okkar, eins og t.d. þegar þau kölluðu ís- lenskan verslunarmann á teppið í bandaríska sendiráðið, er hann ætl- aði að flytja inn rengi frá Noregi. - Jafnt og annarra þjóða sömuleiðis af innanríkismálum okkar íslendinga. - Manni blöskrar. Frábær þjónusta Flugleiða „Ég hef flogið oft og mörgum sinnum með félaginu og ætíð fengið frábæra þjónustu á öllum sviðum starfseminnar," segir m.a. í bréfi Andreu. - Um borð í Flugleiðaþotu. Andrea Þórðardóttir skrifar: í tilefni lesendabréfs er birtist í DV 15. þ.m. undir yfhskriftinni „Fangaflug Flugleiða nr. 450“ - í bréfinu lýsh Guðbjartur Halldórs- son erfiðleikum sínum frá því 5. febr. sl. er hann var á leið til London. Ekki skal ég draga úr þeirri staðreynd að óskemmtilegt er að lenda í seinkunum á ferðalögum. Ég hef þó aðra sögu af segja af þjónustu Flugleiða hf. Ég hef flogið oft og mörgum sinnum með félaginu og ætíð fengið frábæra þjónustu á öllum sviðum starfseminnar. - Fyr- ir þremur árum lenti ég þó í seink- un þar sem ég var stödd i Amster- dam, er loftræstikerfi vélarinnar bilaði. I fyrstu töldu starfsmenn að um klukkustundar seinkun yrði að ræöa, en síðar kom í ljós að fá þurfti varahluti að heiman, svo Flugleiðh buðu farþegum gistingu, mat og aðr- ar veitingar á Hótel Hilton við flug- völlinn. Samskipti starfsfólks Flug- leiða við farþegana voru sérstaklega þægileg og vildi það allt gera fyrir okkur sem mögulegt var. Beri ég þetta sam- an við svipað atvik sem kom upp á hjá mér sl. haust er ég var á ferðalagi frá Tyrklandi til London með bresku flugfé- lagi og lenti í u.þ.b. 11 klst. seinkun í Bordrum, þá var ná- kvæmlega enga þjón- ustu að fá og upplýs- ingar voru engar, fyrr en að 3 tímum Uðnum, og þá mjög óljósar eftir að geng- ið hafði verið sér- staklega og ítrekað efth þeim. - Hvorki veitt vott né þurrt á staðnum, en boðið var upp á fria drykki í flugvélinni efth að loks var farið i loftið. Að kalla flug Flugleiða hf. „fanga- flug“ er afskaplega ósmekklegt. Flugleiðir verða enda fyrh miklum kostnaði þegar svona bilanir koma upp og er félagið áreiðanlega ekki að leika sér að neinu í þessum efn- um. DV Vilja ekki rýma húsin Þorkell hringdi: Snjóflóöahætta er óvíða mehi en á Vestíjörðum. Allh, hjálpar- sveitir, almannavarnh, veður- fræðingar og flehi hjálpast við að segja fyrir um og aðstoða íbú- ana fyrh vestan ef snjóflóð eru yfhvofandi. Þannig var þetta líka sl. fimmtudagskvöld er spá var slæm á þessum slóðum og víðar. Sýslumaður á ísafirði gaf út fyrhskipun um að rýma viss hús. En hvað var nú þetta? Birt- ist ekki sjónvarpsviðtal við einn íbúa eða flehi sem neituðu að rýma hús sín! Er þetta eðlilegt? Á ekki fólk að fara að fyrhmæl- um yfhvalda þegar þannig stendur á? Ellilífeyrir eða eftirlaun? Björg hringdi: Mér finnst hjákátlegt að lesa og heyra málflutning fólks, eink- um kvenna, sem eru að rífast yfir því að vera kallaðh ellilíf- eyrisþegar. Vilja láta kalla sig efthlaunafólk. Hver er munur- inn, ég spyr? Ég hef tekið efth að íslendingar hata ellina og allt sem henni tengist, og helst full- orðna fólkið, sem enn gengur lausum hala um þjóðfélagið og heimtar og gramsar í öllum sjóð- um hins opinbera. Vill svo kalla sig efthlaunafólk. Ja svei! Auð- vitað er hér um að ræða ellilaun hjá þeim sem þiggja laun fyrir aldurs sakh. Efthlaun hjá þeim sem lögðu fyrir fé til að fá greitt við starfslok. En ellina umflýr enginn, ekki einu sinni efth- launafólkið. Ekki „Græn- ir“, bara kommar Traustí. hringdi: Mörgum þykh nokkuð skond- ið að fjölmiðlar skuli hyUast tU að kaUa nýjasta framboðið hér, Vinshi hreyfingu - grænt fram- boö, „Græna“ og sleppa þá orð- unum „Vinshi hreyfing". Maður er farinn að halda að þeh sem kjósa vinshi flokkana séu famh að skammast sin fyrh orðið „vinstri" í hvaða samhengi sem er. AUa vega er komin einhver hreyfmg í þá áttina að sleppa þeim orðum og koma einhverj- um grænum stimpli á þetta nýja framboð. En sannleikurinn er sá, að það er bara hægt að blekkja suma stundum, en ekki aUa aUtaf. Þannig mun aUt skýr- ast á sínum tíma um Vinshi hreyfingu - grænt framboð. Hvert fer fjár- magnið? Áslaug Hauksdóttir skrifar: Er fólk nógu vakandi? Ég bara spyr. - Veit fólk hvert fjármagn- ið sem hér er í umferð fer? Erum við ekki sífeUt í meiri mæli að styrkja peningaöflin í þessu landi? Ég nefhi sem dæmi: Bón- us og Hagkaup/Nýkaup, sem vhðast sífeUt verða sterkari og stærri og koma sér fyrh hvar sem þeim þóknast. ViU fólkið fá þau fyrirtæki sem ráða svo tU öUu um fjárstreymi fólks? Á ekki einstaklingurinn einhvern rétt? Sjálf ek ég úr Grafarvoginum sérhvem fostudag tU að kaupa í Nettó, því ég trúi því að fjár- magninu sé betur dreift meö því að versla þar. Spumingin er þessi: VUjum við samkeppni eða fákeppnisstefnuna?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.