Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1999, Blaðsíða 14
RI floií rvflM MAGENTA 14 ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1999 IM jjaijjja/jMj Ðjarfir karlar og konur stunda ísklifur og hrýs mörgum hugur við það eitt að horfa á aðfarimar. Fíflditfska, fíkn og hetjuskapur eru orð sem koma upp í hugann. Lenti í sniófióði Kannski er ég adrenalínfíkill. Ég ætla ekki að telja nokkrum manni trú um að þetta sé hættulaust," segir Guð- mundur Helgi Christensen bifvéla- virki. Hann hefur stundað ísklifur í 15 ár. Ævintýrið hófst þegar hann gekk í flugbjörgunarsveitina í Reykjavík, en hann fékk áhuga á Guðmundur Helgi Christensen. ísklifri í framhaldi af þvi. „Áður hafði ég eingöngu stundað skíða- mennsku." Á þessum fimmtán árum hefur Guðmundur Helgi klifrað upp af- rekastiga ísklifrara og kemst sífellt hærra. 1 janúar keppti hann á al- þjóðlegu móti í Bandaríkjunum og lenti í 4. sæti. Keppendur voru tólf. I fyrra lenti hann í 2. sæti í annarri keppni sem einnig var haldin í Bandaríkjunum. Guðmundur Helgi fer ekki með bænimar áður en hann byrjar að klifra eins og spænskir nautabanar gera áður en þeir skáka örlögunum í hringnum. „í þessu gildir „komm- on sens“. Maður hefur lært ýmis- legt á þessum 15 árum.“ Sumt er þó ekki hægt að læra og það eru kenjar náttúrunnar. Guð- mundur Helgi lenti fyrir um 8 árum í snjóflóði á Skarðsheiði. „Ég slapp vel frá því. Ég stoppaði uppi á steini en flóðið hélt áfram.“ Hann reynir sifellt við erfiðari leiðir. Erfiðasta leiðin sem hann hef- ur farið er af 9. gráðu, en ísklifurleið- ir eru gráðaðar eftir erfiðleikum. „9. gráða þýðir að ísinn hangir yfir sig um 40 metra á 60 metra leið. Þetta var í Colorado í Bandaríkjunum." Bifvéla- virkinn hefur engan áhuga á að gefa í á jeppanum sín- um og tefla þar á tvær hættur. „Ég reyni að komast hjá þvi að keyra. Ég nota jeppann til að komast upp til fjalla. Það er betra að hreyfa sig en að sitja á rassinum." Guðmundur Helgi býr í Hólahverfi í Breiðholti þar sem vel sést til Esj- unnar, en þar stundar hann m.a. ísklifur. „Að heiman sé ég fossinn í Esjunni. Þegar hann er orðinn isað- ur má treysta því að ís sé á fjallinu. Ég verð eirðarlaus ef ég missi úr tvær helgar í röð við að klif'ra." -SJ Hærri fjöll á Mars allgrímur Magnússon bygg- ingatæknifræðingur er einn af Everestfórunum. Þar sem hann stóð á toppi Everest ásamt fé- lögum sínum var okkur hinum til- kynnt í beinni útsendingu að hærra væri ekki hægt að komast. Þegar komið var heim frá Nepal tók HaO- Hallgrímur seglr að í ísklifrinu sé hann ekki að sigra neitt annað en sjálfan sig. „Maður er að sækjast eftir spennu." DV-mynd E.ÓI. grímur því rólega í ískliirinu. „Því ollu eftirþankar eftir ferðina. Ég er núna að byrja aftur á fuUu.“ Hallgrímur kemst ekki hærra en á Everest. „Það eru hærri fjöll á Mars,“ segir hann í grini. „Núna stefni ég ekki endUega á að kom- ast sem hæst.“ Hallgrímur var ungur þegar hann fór að ganga á fjöU. „Karl faðir minn hefur aUtaf stundað fjalla- mennsku. Hann byrjaði að drösla okkur bræðrun- um með sér um leið og við stóðum Maður í fætuma. Ég fór ”m_f _a h>“ -X* f ,„t stunda harða fjaUamennsku þegar ég var 14 ára. Útivera og skíðamennska var það eina sem komst að.“ Hann segir að í isklifr- inu sé hann ekki að sigra neitt annað en sjálfan sig. „Maður er að sækjast eftir spennu og er aUtaf að skáka sjálfum sér og fara í erfiðari verkeftii. Þetta er partur af því að takast á við verkefni sem eru kannski of erfið fyrir er að sækjast eftir spennu og er skáka sjálfum sér og fara í erfiðari mann eða alveg á mörkunum. Löng- un í líkamlega útrás er gríðarleg í ísklifri." Hann játar að hann sé spennufikiU. „Svo er auðvitað sam- keppni á miUi manna. Frá mínum bæjardyrum séð er þetta hins vegar skemmtUegt áhugamál; ég er með fé- lögunum á góðri stund, kemst út og reyni svolítið á mig.“ í ísklifri er reynt meira en svolítið á sig. „Langar og erfiðar ferðir geta tekið heUan dag. Eftir það er maöur gersamlega örmagna, en maður fer heim sæU og glaður og líður vel næstu vikuna.“ -SJ „ísklifur er vosbúðarmasókismi eins og hann gerist bestur." DV-mynd E.ÓI. DV-mynd E.OI. Fáll úr 12 metrahæð Línan var fest við tré og ég var að síga niður þegar tréð gaf sig. Ég féU úr 12 metra hæð. Ég maskaði á mér olnbogann, úln- liðsbraut mig Ula, fékk höfuðá- verka, mjaðmargrindarbrotn- aði og fleira," segir Jórunn Harðardóttir, dokt- or í jarðfræði. FaUið örlaga- ríka átti sér stað I Colorado í Bandaríkj- unum fyrir rúmu ári. Eig- inmaður henn- ar, Guðmundur Helgi Christensen, stóð fyrir neðan. Ég fékk ekki sjokk en Guðmundur Helgi vissi ekki hvort ég væri lifandi eða dáin eftir fallið." Jórunn er nýbyrjuð að klifra aftur og lætur lífsreynsluna ekkert á sig fá. „ísklifur er eins og hver önnur íþrótt. Það er al- veg eins hægt að fótbrjóta sig i fótbolta eða í baðkerinu heima hjá sér. Það er mn að gera að drifa sig áfram.“ Jórunn hefur stundað ísklifur í um 15 ár. „Ég byrjaði á að fara í gönguferðir með Ferðafélagi íslands. Ég herti svo upp hug- arm og gekk í íslenska alpa- klúbbinn. Þar kviknaði ísklif- ursbakterían. Þetta er svo skemmtileg íþrótt. Það er góð útrás að lemja ísinn." Hún segist ekki sækjast eftir að adrenalínið fari á fullt „En það spilar þó inn í. ísklifur er vosbúðarmasókismi eins og hann gerist bestur. Manni er kalt stóran hluta af ferðinni. Það er þó ekki það sem verið er að sækjast eftir. Sumir fara á göngu- skíði en aðrir stunda ísklifur." -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.